Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta kom bara í mig á gamlárskvöld, læknir, og síðan er svo sárt að sitja.
Námskeið í skotveiði
Skotvopnin
skipta tugum
þúsunda
ALLNOKKUR hlutiþjóðarinnar hefurlengi litið skot-
veiðar hornauga, en engu
að síður skipta skotveiði-
menn þúsundum og villi-
bráð er algeng á borðum
landsmanna, ekki síður
hjá mörgum sem and-
mæla veiðunum en öðrum
sem annaðhvort stunda
veiðarnar eða eru þeim
hlynntir.
Róbert Schmidt, þraut-
reyndur og landsþekktur
skotveiðimaður, og Náms-
flokkar Hafnarfjarðar
hafa nú gengið frá samn-
ingi þess efnis að Róbert
mun taka að sér námskeið
fyrir byrjendur og lengra
komna í skotveiði. Nefnist
námskeiðið Vopn og veið-
ar. Morgunblaðið ræddi við Ró-
bert um námskeiðið og aðdrag-
anda þess, ímynd skotveiðimanna
og fleira málefninu skylt.
– Hver átti frumkvæðið að
námskeiðinu, hvenær hefst það
og hvar verður það haldið?
„Námsflokkar Hafnarfjarðar
höfðu frumkvæðið. Námskeiðið
hefst 4. febrúar nk. og stendur til
27. febrúar, alls átta kvöldstund-
ir, tvö kvöld í viku. Kennt verður
í Flensborgarskóla Í Hafnarfirði
á vegum Námsflokka Hafnar-
fjarðar.“
– Fyrir hverja er námskeiðið
og hversu margir geta sótt það?
„Námskeiðið er fyrir alla þá
sem hafa áhuga á að auka við
þekkingu sína á skotvopnum og
skotveiðum, bæði fyrir konur og
karla. Fjöldi nemenda verður í
kring um 12 til 16, hámark á
hverju námskeiði. Við rennum
dálítið blint í sjóinn en ég hef trú
á því að fjölmargir hafi áhuga á
þessu og við munum mæta eft-
irspurn með fleiri námskeiðum
fram að vori til að byrja með. Ég
tel þörfina vera til staðar, engin
spurning“
– Hvað ætlar þú að leggja
mesta áherslu á og hvernig verð-
ur námskeiðið byggt upp?
„Ég mun leggja áherslu á að
veita fólki innsýn í veiðiskap og
hvernig vanir veiðimenn ná góð-
um árangri í skotveiði. Leiða það
áfram í gegnum mest alla flór-
una, s.s. veiðar á gæs og önd,
rjúpu, skarfi og svartfugli, hrein-
dýri og þeim veiðidýrum sem við
höfum á Íslandi. Einnig verður
farið í veiðitækni og útbúnað,
skotvopn og skotfæri, veiðisið-
fræði, lög og reglur, meðhöndlun
á villibráð og matseld, kajakveiði
og sýndar myndir frá veiðum er-
lendis, m.a. frá hreindýra- og
snæhéraveiðum í Grænlandi,
villisvína- og krónhjartarveiðum í
Póllandi og fasanaveiðum í
Minnesota ásamt því að koma
með á staðinn allan búnað sem
veiðimenn nota til
veiða. Ég reyni að
vekja upp áhuga fólks
á skotveiðum og bæta
ímynd skotveiðimanns-
ins, því skotveiðimenn
hafa átt undir högg að
sækja undanfarin ár og því þarf
að breyta til batnaðar.“
– Hver eru helstu markmið
námskeiðsins?
„Markmiðið er að hjálpa
áhugasömum veiðimönnum
fyrstu skrefin í veiðiskap, auka
sjálfstraustið og þekkinguna á
t.d. hvar og hvernig þeir eiga að
leita að bráð og hentugum veiði-
stöðum. Stór hluti nýliða hættir
vegna þess að þeir fá enga aðstoð
þegar þeir eru komnir út í nátt-
úruna. Það verður að stýra þessu
á þann veg að allir una sáttir við,
bæði veiðimenn og landeigendur.
Markmiðið er því að gera veiði-
mann að betri veiðimanni. Mér
finnst þetta þörf viðbót við þá
fræðslu sem nýliðar fá á skot-
vopnanámskeiðum hjá lögregl-
unni en þar er farið í ýmis atriði í
hæfnisprófi veiðimanna, s.s.
fuglagreiningar, stofnvistfræði og
veiðitímabil veiðidýra.“
– Er vitað hversu fjölmenn
stétt skotveiðimanna á Íslandi
er?
„Skotveiðimenn eru fjölmenn
stétt. Íslendingar eiga mikið af
skotvopnum og eru miklir veiði-
menn. Árlega eru útgefin veiði-
kort á bilinu 10–11.000 en á skrá
hjá Veiðistjóraembættinu eru um
17.000 veiðimenn. En skotvopnin
skipta tugum þúsunda.“
– Ertu ánægður með ímynd
skotveiðinnar á Íslandi?
„Nei, ég er það alls ekki. Það
þarf að bæta ímyndina mikið og
allir skotveiðimenn verða að
hjálpa þar til. Öll fræðsla er af
hinu góða. Það er óþolandi að
þurfa að vera veiðimaður á Ís-
landi og þurfa að læðast með
veggjum þegar haldið er á veiðar.
Þessu þarf að breyta og við þurf-
um líka að varðveita
náttúruauðlindir okkar
betur og gæta hófs í
veiðum. Einnig þarf að
lagfæra skotvopnalög-
gjöfina og landréttar-
mál þurfa að vera
skýrari.“
– Mun svona kennsla stuðla að
fjölgun skotveiðimanna?
„Ég vona það svo sannarlega.
En ég vona líka að þeir veiði-
menn sem stíga sín fyrstu skref
geri það varlega og með aukinni
þekkingu mæta þeir sterkari til
leiks en áður. Það er alveg á
hreinu.“
Róbert Schmidt
Róbert Schmidt er Vestfirð-
ingur í húð og hár, fæddur á Suð-
ureyri við Súgandafjörð 1965.
Maki hans er Sæunn Sævarsdóttir
og Róbert á þrjú börn, Berglindi,
17 ára, Arnór, 11 ára, og Róbert,
4 ára frá fyrra sambandi. Róbert
hefur unnið verslunarstörf síð-
ustu átta árin, hjá Seglagerðinni
Ægi í útivistarverslun og síðast-
liðin fjögur ár sem verslunarstjóri
hjá Sportbúðinni Títan. Róbert er
landsþekktur skotveiðimaður,
kajakræðari og ljósmyndari í frí-
stundum.
Óþolandi
að þurfa að
læðast með
veggjum
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur tekið Þróunarfélag Vest-
mannaeyja til sérstakrar skoðunar,
en miklir hnökrar á bókhaldi fé-
lagsins og skráningu fundargerða
stjórnar þess er meðal þess sem
hefur komið í ljós við fyrstu athug-
un ráðuneytis.
Í bréfi til Þróunarfélagsins sem
sent var í byrjun mánaðarins segir
að ráðuneytið hafi komið auga á
ýmis fleiri atriði sem þurfi frekari
skýringa við. Þetta eigi m.a. við um
hugsanlegar ábyrgðir Vestmanna-
eyjabæjar vegna Þróunarfélagsins,
fyrirkomulag reikningsskila og birt-
ingu afkomu félagsins í ársreikningi
Vestmannaeyjabæjar. Því óskar
ráðuneytið eftir frekari upplýsing-
um frá félaginu.
Segir að samkvæmt samþykktum
Þróunarfélagsins sé það sameign-
arfélag, en formleg skráning virðist
ekki hafa farið fram. Frágangi
fundargerðarbókar félagsins fyrir
síðasta ár sé ábótavant, að því er
fram komi í skýrslu endurskoðanda
og skoðunarmanna Vestmannaeyja-
bæjar. Af öðrum gögnum, einkum
fundargerðum bæjarstjórnar, virð-
ist mega ráða að í einhverjum til-
vikum kunni að leika vafi á því að
allar skuldbindingar sem Þróunar-
félagið hafi undirgengist hafi hlotið
formlegt samþykki stjórnarinnar
allrar. Spurt er hvort ágreiningur
sé meðal eigenda félagsins um ein-
hverjar skuldbindingar sem félagið
hafi samþykkt.
Þá er óskað upplýsinga um hvort
eigendur Þróunarfélagsins hafi
samþykkt að gangast í ábyrgðir
fyrir félagið og spurt hvort og hve
háar bókfærðar ábyrgðarskuldbind-
ingar eigenda Þróunarfélagsins hafi
verið í upphafi síðasta árs. Sömu-
leiðis hvort skuldbindingar þessar
hafi aukist á síðasta ári. Í sam-
þykktum félagsins sé ekki kveðið á
um aðalfundi og hvernig skuli stað-
ið að samþykkt ársreikninga. Biður
ráðuneytið um upplýsingar um
hvort farið hafi verið eftir lögum
um ársreikninga við staðfestingu
ársreikninganna og hvort sam-
komulag hafi verið gert meðal eig-
enda Þróunarfélagsins um að árs-
reikningur félagsins skuli birtur
sem hluti af ársreikningi Vest-
mannaeyjabæjar.
Þróunarfélag Vestmannaeyja tekið til skoðunar
Hnökrar á bókhaldi og
skráningu fundargerða
JÖRP hryssa, sem hefur verið týnd
frá því á laugardag þegar hún fæld-
ist við flugeldaskot, hefur enn ekki
komið í leitirnar. Axel Jón Birg-
isson, eigandi hennar, segir að
hennar hafi verið leitað úr lofti,
einnig hafi hann leitað ásamt vinum
sínum og kunningjum í Heiðmörk,
bæði fótgangandi og á bílum.
Sömuleiðis hafi verið leitað við
Kaldársel og Mosfellsheiði. Áfram
verði leitað um alla helgina.
Axel Jón gagnrýnir að ekkert
upplýsingastreymi sé á milli vörslu-
manna hrossa í Mosfellsbæ, Reykja-
vík og Hafnarfirði. Hann segir að
sést hafi til hryssunnar á mánu-
dagsmorgun, þá hafi hún verið á
harðaspretti á reiðvegi milli Há-
túns og Víðidals. Hryssan gæti
hugsanlega verið búin að losa sig
við hnakkinn og beislið, ekki sé
kverkól á beislinu og því gæti hún
hafa smeygt því af sér. Hryssan sé
ekki tryggð og reiðtygin ekki held-
ur. Heildartjónið gæti numið um
600 þúsund krónum, komi hryssan
ekki í leitirnar.
Hryssa
sem tryllt-
ist við flug-
eldaskot
enn týnd
Axel Jón á baki hryssunnar sem hefur verið týnd frá því á laugardag.