Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR fjölmargra ríkja heims fordæmdu í gær ákvörðun Norður- Kóreustjórnar um að segja upp al- þjóðasáttmálanum gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og sögðu hana stefna friði og stöðugleika á Kóreu- skaga í hættu. Stjórnvöld í Suður- Kóreu hvöttu til viðræðna við komm- únistastjórnina í Pyongyang og sögðu að um „líf eða dauða“ væri að tefla. Grannríkið Japan krafðist þess að Norður-Kóreustjórn félli frá ákvörð- uninni. Stjórnin í Pyongyang tilkynnti í gær að hún hygðist segja upp sátt- málanum vegna „yfirgangs“ Banda- ríkjanna en kvaðst ekki hafa í hyggju að framleiða kjarnavopn. Norður- Kóreumenn hygðust „að svo stöddu“ aðeins nýta kjarnorkuna „í friðsam- legum tilgangi, svo sem til orkufram- leiðslu“. Kjarnorkusérfræðingar drógu þetta í efa og sögðu að kjarnakljúfur, sem Norður-Kóreumenn ætla að taka í notkun, væri of lítill til að geta fram- leitt verulega orku. Norður-Kóreustjórn kvaðst vera tilbúin að ræða við bandaríska emb- ættismenn til að leysa deiluna. Í ann- arri yfirlýsingu varaði hún hins vegar Bandaríkjamenn við því að grípa til „ófyrirleitinna“ hernaðaraðgerða eða viðskiptaþvingana. „Nýtt Kóreustríð mun aðeins leiða til þriðju heimsstyrj- aldarinnar,“ sagði hún. „Við skulum sjá hverjir bíða ósigur komi til átaka.“ Norður-Kóreustjórn hefur oft gefið út slíkar yfirlýsingar um Bandaríkin og hugsanlegt er að fyrir henni vaki aðeins að fá þau til að fallast á tilslak- anir, undirrita griðasáttmála og veita landinu efnahagsaðstoð. Koh Yu-hwan, sérfræðingur í mál- efnum Norður-Kóreu við háskóla í Seoul, kvaðst telja að Norður-Kóreu- menn væru að notfæra sér það að Bandaríkjastjórn væri upptekin af hugsanlegum hernaði í Írak og teldu sig geta knúið hana til eftirgjafar. „Alls ekki óvænt“ Norður-Kóreumenn hafa þegar brotið gegn sáttmálanum með því að þróa kjarnavopn á laun og virða regl- ur um eftirlit Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar að vettugi. Stjórn Bandaríkjanna telur að Norður-Kór- eumenn hafi þegar búið til eina eða tvær kjarnorkusprengjur og talið er að þeir geti eignast fjórar eða fimm til viðbótar á næstu mánuðum. Fyrstu viðbrögð Bandaríkjastjórn- ar voru varfærnisleg. „Þetta er alls ekki óvænt,“ sagði John Bolton, að- stoðarutanríkisráðherra sem fer með afvopnunar- og alþjóðleg öryggismál í bandarísku stjórninni. „Norður-Kór- eumenn virtu ekki sáttmálann þegar þeir voru enn aðilar að honum.“ „Spurning um líf eða dauða“ Kim Dae-jung, fráfarandi forseti Suður-Kóreu, lýsti deilunni um kjarnavopn Norður-Kóreu sem „spurningu um líf eða dauða“. Þjóð- aröryggisráð hans efndi til neyðar- fundar og utaníkisráðuneyti Suður- Kóreu sagði að ákvörðun Norður- Kóreumanna væri „alvarleg ógnun við frið og stöðugleika á Kóreuskaga“. Leiðtogar margra annarra ríkja sögðust hafa þungar áhyggjur af mál- inu og kínversk stjórnvöld hétu því að reyna til þrautar að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Stjórnin í Pyongyang léði máls á því að deilan yrði leyst með samn- ingaviðræðum ef Bandaríkjastjórn léti af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Hugsanlegt er þó að Alþjóðakjarnorkumálastofn- unin vísi málinu til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna sem kann að sam- þykkja efnahagslegar refsiaðgerðir gegn landinu. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þeir myndu líta á við- skiptaþvinganir sem stríðsyfirlýs- ingu. Breska stjórnin sagði að öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna þyrfti að koma saman til að ræða málið og ut- anríkisráðherra Frakklands, Domin- ique de Villepin, skoraði á ríki heims að taka höndum saman til að knýja Norður-Kóreumenn til að falla frá ákvörðun sinni. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði að ákvörðun Norður- Kóreumanna kæmi á óvart í ljósi þess að Bandaríkjastjórn hefði fallist á við- ræður við þá. Bill Richardson, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hóf viðræður við tvo norð- ur-kóreska stjórnarerindreka í Nýju- Mexíkó í fyrradag. Stjórn Bandaríkj- anna stendur ekki formlega fyrir við- ræðunum en styður þær. Norður-Kóreumenn segja upp sáttmála gegn útbreiðslu kjarnavopna Fordæmdir fyrir að stefna friði í hættu Segjast ekki hafa í hyggju að fram- leiða kjarnavopn „að svo stöddu“ London, Washington. AP, AFP. AP Norður-Kóreumenn á útifundi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem hvatt var til þess að her landsins yrði efldur. Tugþúsundir manna sóttu fundinn á þriðjudag. Á borðanum stendur: „Náum því markmiði að efla her- inn á 55 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kóreu.“ AP Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og fyrrverandi sendiherra, ræðir við blaðamenn fyrir fund hans með tveimur norður-kóreskum stjórnarer- indrekum í fyrrakvöld. ALÞJÓÐASÁTTMÁLINN gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) tók gildi árið 1970 og markmiðið var að tryggja að kjarnavopnaeign einskorðaðist við fimm ríki, sem höfðu við- urkennt að þau ættu slík vopn – Bandaríkin, Sovétríkin (nú Rússland), Kína, Bretland og Frakkland. Kínverjar og Frakkar undirrituðu þó ekki sáttmálann fyrr en árið 1992. Alls hafa 188 ríki staðfest sáttmálann og samkvæmt hon- um eru þau skuldbundin til að reyna ekki að þróa eða eignast kjarnavopn. Þeim er hins vegar heimilt að nýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi undir eftirliti Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA) í Vín. Indland, Pakistan og Ísrael hafa ekki undirritað sáttmál- ann og eru öll talin eiga kjarna- vopn. Sáttmálinn hefur þó oft reynst árangursríkur í barátt- unni gegn útbreiðslu vopnanna. Til að mynda smíðuðu Suður- Afríkumenn kjarnavopn á laun á níunda áratug aldarinnar sem leið en eyðilögðu þau og und- irrituðu sáttmálann árið 1991. Reglum um eftirlit Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar var breytt eftir Persaflóastyrj- öldina árið 1991 vegna deilu um meint kjarnavopn Íraka. Fyrir styrjöldina máttu eftirlitsmenn stofnunarinnar aðeins rann- saka mannvirki sem aðild- arríkin skilgreindu sem kjarn- orkumannvirki. Nauðsynlegt þótti að heimila eftirlitsmönn- unum að hefja sérstakar rann- sóknir á byggingum, meðal annars rannsóknarstofum og vinnslustöðvum, sem aðild- arríkin hafa ekki tilkynnt um. Þessi breyting leiddi til deilu við Norður-Kóreumenn árið 1993 eftir að þeir höfðu reist kjarnorkuver við borgina Yongbyon og vinnslustöð sem talin var gegna því hlutverki að vinna plúton úr kjarn- orkuúrgangi. Norður-Kóreumenn, sem undirrituðu sáttmálann 1985, neituðu að heimila eftirlit sam- kvæmt nýju reglunum og hót- uðu að segja upp sáttmálanum. Aðildarríkin geta sagt upp sáttmálanum með þriggja mán- aða fyrirvara en Bandaríkja- stjórn tókst að fá Norður- Kóreumenn til að hætta við uppsögnina daginn áður en hún tók gildi. Norður-Kóreustjórn skírskotaði í gær til uppsagn- artilkynningarinnar frá 1993 og kvaðst nú geta sagt upp sáttmálanum með aðeins dags fyrirvara. Uppsögnin tæki því gildi í dag. Kjarnorku- sáttmáli 188 ríkja TÆPUR helmingur Ísraela telur að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sé viðriðinn fjármála- hneyksli og meirihluti þeirra er óánægður með störf hans, ef marka má skoðanakönnun sem ísr- aelska dagblaðið Maariv birti í gær. Samkvæmt könnuninni telja 43% Ísraela að Sharon sé viðriðinn fjármálahneyksli en 31% telur að hann sé hafður fyrir rangri sök. 26% vildu ekki svara eða höfðu ekki skoðun á málinu. Um 53% aðspurðra sögðust vera óánægð með störf forsætisráð- herrans en 42% ánægð. 47% sögð- ust enn hafa mestar áhyggjur af árásum palestínskra hryðjuverka- manna en 17% sögðu fjármála- hneyksli Sharons og Likud-flokks- ins mesta áhyggjuefnið. Ríkissaksóknari Ísraels hefur staðfest að lögreglurannsókn standi nú yfir vegna meints spill- ingarmáls sem tengist meðal ann- ars láni að andvirði 120 milljónir króna sem Sharon og synir hans fengu frá suður-afrískum kaup- sýslumanni í fyrra til að endur- greiða ólögleg framlög til prófkjör- sbaráttu árið 1999. Málið hefur dregið mjög úr stuðningi almennings við Sharon og Likud-flokkinn og stjórnmála- skýrendur í Ísrael segja að ekki sé lengur víst að hann geti myndað meirihlutastjórn með öðrum hægriflokkum eftir þingkosning- arnar 28. þessa mánaðar. Likud- flokknum var spáð miklum sigri fyrir aðeins hálfum mánuði en fylgi hans hefur hrunið á síðustu vikum. Honum er nú spáð 28 þing- sætum af 120 en fyrir nokkrum vikum var honum spáð 41 sæti. Um 43% telja Sharon viðriðinn hneykslið Jerúsalem. AFP. AP Ísraelar ganga framhjá afskræmdri veggmynd af Ariel Sharon á strætis- vagnabiðstöð í Jerúsalem. Þingkosningar fara fram í Ísrael 28. janúar. HUGO Chavez, forseti Venesúela, fyrirskipaði í gær her landsins að búa sig undir að ná á sitt vald öll- um matvælavinnslustöðvum sem hafa verið lokaðar vegna 40 daga allsherjarverkfalls. Forsetinn kvaðst vera staðráð- inn í því að gera allt sem hann gæti til að tryggja að matvælum yrði dreift í landinu. Verkfallið hefur valdið miklum matvælaskorti og stjórnin hefur því þurft að flytja inn hveiti, mjólk og hrís- grjón. Chavez varaði einnig fjórar einkasjónvarpsstöðvar, sem hafa stutt verkfallið, við að hann sætti sig ekki lengur við að þær héldu uppi „stríðsáróðri“ gegn stjórninni. Chavez hótar að beita hernum Caracas. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.