Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 17
Bæjarlind 2, Kópavogi
Sími: 544 2210
www.tolvuskolinn.is
tolvuskolinn@tolvuskolinn.isK ó p a v o g i o g R e y k j a n e s b æ
KA
LL
IO
R
@
M
AD
.I
S
OPIÐ
HÚS
Byrjendanám
Almennt tölvunám
Eldri borgarar (BYRJENDUR)
Eldri borgarar (FRAMHALD)
Tölvu- og skrifstofunám
Vefsíðugerð 1
Vefsíðugerð 2
Tölvuviðgerðir
Meðferð stafrænna mynda & myndavéla
60 stunda róleg yfirferð fyrir byrjendur. kr. 36.000,-
60 stunda námskeið fyrir fólk með góðan tölvugrunn. kr. 38.000,-
30 stundir fyrir 60 ára og eldri með grunn þekkingu. kr.18.000,-
Vinsæl 200 stunda starfsnámsbraut – kvöldkennsla. kr. 124.000,-
40 stunda nám fyrir byrjendur í vefsíðugerð. kr. 36.000,-
68 stunda fyrir lengra komna í vefsíðugerð og vefhönnun. kr. 58.000,-
Tveggja daga námskeið í bilanagreiningu og sjálfshjálp við tölvubilanir. kr. 25.000,-
Tveggja kvölda námskeið (9 stundir). kr. 9.000,-
30 stunda róleg yfirferð 60 ára og eldri. kr.18.000,-
Bæjarlind 2 Kópavogi
frá kl. 13-16 í dag, laugardag
English speaking Students
UM
HELGINA
2 seats are still available in our daytime MCSA – Microsoft Certified Systems Administrator course, which will be held in English.
For further academic information and registration on the course please contact the School´s counselor – Tel. 862 5415,
visit us at www.tolvuskolinn.is or visit us today on the day of open house, Saturday Jan. 11, from 13:00 – 16:00.
Kerfishönnun – MCSA/MCSE hraðnám
Kerfisumsjón – MCSA helgar- eða kvöldnám
LINUX+ kvöldnám
Comptia A+ helgarnám
Server +
Gagnagrunnsumsjón – MCDBA helgarnám
Nám til undirbúnings æðstu kerfisstjórnargráðu Microsoft,
Microsoft Certified System Engineer.
Námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri tölvukerfa fyrirtækja og stofnana.
Námskeið fyrir þá sem koma að rekstri og hönnun gagnagrunna í tölvukerfum.
Nám sem mætir aukinni þörf fyrir sérþekkingu á þessu öfluga stýrikerfi
Nám til að auka þekkingu á virkni tölvunnar, bæði vélbúnaðar og stýrikerfis.
Alþjóðleg gráða sem vottar grunn kunnáttu í tækniþáttum netþjóna.
Kíktu í heimsókn og kynntu þér
fjölbreytt námsframboð skólans
og frábæra kennsluaðstöðu.
Kennarar og námsráðgjafi verða á staðnum.
EINU lengsta umsátri í breskri
glæpasögu lauk í gær er lögreglan
fann lík mannsins, sem setið var
um, í íbúð í London. Þar hafði hann
verið í tvær vikur og lengi með einn
gísl, sem slapp þó frá honum.
Eldur kom upp í íbúðinni á
fimmtudag og er talið, að maðurinn,
Eli Hall, 32 ára, hafi kveikt hann.
Nokkru síðar skaut lögreglan gas-
kúlum eða hylkjum inn í íbúðina til
að yfirbuga manninn og þegar hún
réðst til atlögu í fyrrinótt kom hún
að honum látnum. Hugsanlegt er,
að hann hafi látist af reykeitrun.
Hall skiptist á skotum við lög-
regluna öðru hverju og síðast á
fimmtudagsmorgni en talið var, að
hann væri með tvær skammbyssur
og mikið af skotfærum.
Umsátrið hófst 26. desember sl.
þegar lögreglumenn ætluðu að fjar-
lægja bíl, sem talinn var tengjast
skotárás í West End í London á síð-
asta sumri. Hélt Hall einum manni
sem gísli í 11 daga en hann slapp út
úr íbúðinni eins og fyrr segir. Olli
umsátrið mikilli röskun á daglegu
lífi íbúa í húsinu og nærliggjandi
húsum en fjórum götum var lokað
og vopnaðir lögreglumenn á hverju
strái.
Löngu umsátri
lokið í London
London. AFP.
KOMIÐ hefur í ljós að starfsmaður
við farangursafgreiðslu á Charles-
de-Gaulle-flugvelli í París, sem
handtekinn var grunaður um aðild
að hryðjuverkasamtökum, var fórn-
arlamb samsæris og er saklaus. Hef-
ur fyrrverandi hermaður, sem sagð-
ist hafa séð manninn handleika
skotvopn á bílastæði við flugvöllinn,
viðurkennt að hafa tekið þátt í sam-
særinu.
Hinum meinta hryðjuverkamanni
var sleppt úr haldi í gær. Hann er 27
ára gamall, af alsírsku bergi brotinn
og heitir Abderazak Besseghir. Að
sögn lögmanns Besseghirs lögðu
fyrrverandi tengdaforeldrar Bess-
eghirs fæð á hann eftir að Louisa
dóttir þeirra lést í eldsvoða á heimili
þeirra hjóna í úthverfi Parísar í
fyrra. Louisa stökk út um glugga á
íbúðinni og kenndi fjölskyldan Bess-
eghir um.
Besseghir var handtekinn eftir að
Marcel Le Hir, sem eitt sinn var í
frönsku útlendingahersveitinni, vís-
aði á hann. Í kjölfarið fundust fimm
túpur af sprengiefni, sjálfvirk
skammbyssa og vélbyssa í fórum
Besseghirs.
Besseghir, sem ekki hefur nein
tengsl við hryðjuverkahópa, hélt
stöðugt fram sakleysi sínu og lög-
reglu þótti grunsamlegt að Le Hir
skyldi hafa verið staddur á umræddu
bílastæði klukkan 6 á laugardags-
morgni.
Le Hir var kallaður til yfirheyrslu
í síðustu viku og aftur í fyrradag. Í
gær voru einnig fjölskyldumeðlimir
úr tengdafjölskyldu Besseghirs yfir-
heyrðir.
Það leiddi lögreglu m.a. á rétta
braut að á myndbandi sem tekið var í
brúðkaupi Besseghirs sást Le Hir
meðal veislugesta.
Reuters
Abderazak Besseghir (t.h.) heldur á 15 mánaða syni sínum eftir að hann
var látinn laus úr fangelsi í gær og hreinsaður af ásökunum um aðild að
hryðjuverkasamtökum. Með honum eru móðir hans og lögfræðingur.
Franskur flugvallarstarfsmaður
Var fórnar-
lamb samsæris
París. AFP.
HUGSANLEGT er talið, að eitthvað
hafi verið athugavert við hæðarstýri
Beech 1900-skrúfuþotunnar, sem
fórst í Charlotte í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum síðastliðinn mið-
vikudag.
Þá er einnig verið að kanna
hleðslu vélarinnar en haft er eftir
flugvallarstarfsmönnum, að hún hafi
virst þung.
Flugriti vélarinnar sýnir einhverj-
ar undarlegar hreyfingar í hæðar-
stýrinu og kemur það fram í öllum
níu flugferðum vélarinnar eftir
reglulegt viðhald sl. mánudag. Er
síðasta flugtaki vélarinnar lýst þann-
ig, að hún hafi farið eðlilega upp í
fyrstu og var klifurhornið þá 7%.
Síðan jókst það snögglega í 52% og
eftir það snerist hún til hægri og tap-
aði strax hæð með þeim afleiðingum,
að hún rakst á flugskýli við völlinn.
Fyrir flugtakið kom einnig til
ágreinings með þeim, sem hlóðu vél-
ina, og voru þeir ekki á einu máli um
hvort of mikið af farangri væri komið
inn í stélhluta farangursrýmisins.
Eftir viðræður við flugstjórann var
það niðurstaðan, að engin hætta
væri á ferðum.
Flugslysið í Bandaríkjunum
Röng hleðsla og
bilun í hæðarstýri?
Charlotte. AP.