Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 26

Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BEST er að láta ekki streitu ná tökum á sér ef marka má grein sem birtist nýlega á vefsíðu dagblaðsins The New York Times. Nútímalíf veldur mikilli sálrænni streitu hjá mörgum sem getur haft þær afleið- ingar í för með sér að gangverk lík- amans fer úrskeiðis. Líkaminn ræð- ur ekki við of mikla streitu. Í greininni er vitnað í dr. Bruce S. McEwen, yfirmann taugainn- kirtlastofnunarinnar við Rockefell- er-háskólann í New York sem telur að viðvarandi streita veiki ónæmis- kerfið, og valdi jafnframt álagi á hjarta, skemmdum og fækkun á frumum í heilanum og skilji eftir sig fitu á maga, sem eykur hættu á sjúkdómum. Dr. McEwen er höfundur nýrrar bókar, The End of Stress as we know it. Streitu segir hann tengjast ótímabærri öldrun, depurð, hjarta- sjúkdómum, liðagigt og sykursýki svo dæmi séu tekin. Ekki er ýkja langt síðan vísinda- menn efuðust um að andlegt ástand gæti haft áhrif á sjúkdóma. Á und- anförnum árum, hefur verið sýnt fram á að sálræn streita getur auk- ið líkur á sjúkdómum auk þess sem menn eru smám saman að gera sér ljóst hvernig þeim tengslum er háttað. Samkvæmt hugmyndum dr. McEwens er streita ein og sér ekki hættuleg heldur vandamál sem tengjast henni. Þau snúa að ytra áreiti í umhverfinu og getu líkam- ans til að hafa stjórn á áreitinu. Getan er mismunandi hjá fólki, segir dr. McEwen, hún veltur m.a. á erfðum, reynslu í æsku, matar- æði, líkamlegri þjálfun, svefnvenj- um, tekjum og félagslegri stöðu. Góð og gagnleg í hófi Streita í hæfilegu magni getur verið gagnleg og góð, að mati vís- indamanna og flestir geta haft stjórn á streitu. Að flytja ræðu, eða fara í próf veldur oft streitu þar sem streituhormónin cortisol og adrenalín flæða um líkamann, hjartsláttur eykst, andardráttur verður ör, súrefni flæðir um vöðv- ana og varnarfrumur eru í við- bragðsstöðu. Þegar ræðan hefur verið haldin eða prófinu er lokið, verður líkamsástandið aftur eðli- legt. Læknarnir McEwen og Sap- olsky benda á að líkamsástandið breytist á þennan máta þegar ógn eða hætta steðjar að til þess að maðurinn geti lifað af. En nútíma- lífið valdi oft of mikilli streitu, lík- aminn nái þá ekki að jafna sig á milli álaga. Hann er til dæmis ekki búinn undir nokkurra klukkustunda umferðaröngþveiti eða hjónaband barnmargra þar sem báðir eru á framabraut. Hvernig fólk bregst oft við streitu gerir einnig illt verra, að mati dr. McEwens. Það sækir í fitu- ríkt fæði, vinnur langan vinnudag og drekkur óhóflega svo dæmi séu tekin. „Ef streita er viðvarandi og verð- ur alvarleg,“ segir dr. McEwen, „bregst varnarkerfi líkamans og veldur með tímanum skaða.“ Stressaðir eru kvefsæknari Vísindamenn gerðu tilraunir á rottum, þær voru settar í lítil rými og hreyfing þeirra takmörkuð. Að þremur vikum liðnum sýndu rott- urnar merki þrálátrar streitu, þær urðu lasburða, ofbeldishneigðar og örvæntingarfullar en auk þess hætti heilinn framleiðslu á sérstakri tegund taugafrumna. Fólk bregst svipað við og rottur, að mati dr. Sheldon Cohen, prófess- ors í sálfræði við Carnegie Mellon- háskólann í Bandaríkjunum, sem hefur komist að því að þeir sem eru undir miklu álagi í meira en mánuð, t.d. sökum atvinnuleysis eða fjöl- skylduvandamála, eru kvefsæknari en þeir sem líða streitu í skemmri tíma. Því telur hann að því lengur sem streitan varir því meiri hætta sé á alls kyns sjúkdómum. Minnisleysi og magafita Áratugarannsóknir hafa leitt í ljós að viðvarandi streita og offram- leiðsla á cortisol streituhormóni geta valdið minnisleysi. Hluti heil- ans getur orðið fyrir skemmdum þegar streitan er mikil þar sem of- framleiðsla á cortisol minnkar framleiðslu og skemmir sérstakar tegundir heilafrumna, samkvæmt rannsóknum. Framleiðsla cortisols er meiri á morgnana en á kvöldin en alvarlegt og viðvarandi stress veldur truflun á þessu ferli. Þeir sem eru alvar- lega þjáðir af streitu framleiða meira cortisol á kvöldin en á morgnana þegar framleiðslan verð- ur jafnvel of lítil. Ein afleiðing þessa, gefa nýjar rannsóknir til kynna, er sú að fita sest fremur á mitti og maga en mjaðmir og læri. Eitt helsta hlut- verk cortisols er að virkja orku þegar streita vofir yfir með því að auka glúkosa í blóði en þegar of- framleiðsla verður á cortisol og ins- úlíni, flyst fita til geymslu á mag- anum. Fitan gæti gert gagn þar ef hungursneyð væri yfirvofandi en þeim sem vilja minnka hættu á hjartasjúkdómum og krabbameini hentar fitusöfnun á þessum stað illa. Erfitt að sanna tengsl við alvarlega sjúkdóma Ekki er langt síðan vísindamenn áttuðu sig fyrst á hvernig tengslum streitu við líkamlega sjúkdóma er háttað, með því að kanna starfsemi tauga sem tengja heilann við miltað og hóstarkirtilinn sem eru mikilvæg líffæri í varnarkerfi líkamans. Þeir komust einnig að því að tiltekin prótín sem varnarfrumur framleiða, geta haft áhrif á þróun heilastarf- semi. Margt er þó enn óljóst um tengsl heilans við innkirtla- og ónæmis- kerfið. Erfiðlega hefur gengið að sanna tengsl streitu við alvarlega sjúk- dóma en nýlegar rannsóknir hafa ýtt undir þá skoðun að streita valdi hjartasjúkdómum auk þess sem vís- indamenn hafa með rannsóknum tengt streitu við sykursýki, liðagigt og mikla depurð en áhrif streitu á krabbamein hafa ekki verið sönnuð. Hvað léttvægari sjúkdóma og veikindi varðar gefur rannsókn til kynna að meiri líkur eru á að þeir sem eru mjög stressaðir fái smit- sjúkdóma svo sem flensu og kvef, auk þess sem veikindin vara lengur og eru alvarlegri. Rannsókn hefur einnig sýnt fram á að minni háttar sár eða áverkar eru lengur að gróa hjá konum sem líða mikla streitu en hjá óstressuðum kynsystrum. Sumir eru viðkvæmari en aðrir Streita ræðst af persónuleika og lífsstíl fólks, að mati dr. McEwen. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að kynferðislegt ofbeldi í bernsku eða önnur stór áföll á æskuárum geta aukið líkur á mikilli streitu síð- ar á ævinni. Til dæmis hefur rann- sókn leitt í ljós að konur sem voru beittar ofbeldi í æsku framleiða meira af streituhormónum við lítið streituvaldandi aðstæður en þær konur sem liðu ekki ofbeldi sem börn. Í grein New York Times segir jafnframt að besti mælikvarði á hvernig fólk bregst við streitu er staða þess í félagslega stigveldinu. Rannsókn dr. Jay Kaplan við læknaháskólann í Wake Forest í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, sýnir að streita eykst hjá lægra settum karlöpum þegar þeir þurfa að sýna þeim sem hærra eru settir auðmýkt auk þess sem hluti heila- búsins skemmist. Lágt settir karlapar fjölga sér heldur ekki eins og þeir sem eru hærra settir, þar sem talið er að streita valdi því að aðrir þættir verða mikilvægari en æxlun. Dr. Kaplan hefur einnig sýnt fram á að kvenkyns apar sem njóta minni virðingar og eru undir stöðugu áreiti frá hærra settum kvenöpum, tímgast sjaldnar auk þess sem fita hleðst upp í slagæðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að hjá mönnum eykst hætta á sjúk- dómum eftir því sem neðar dregur í félagslega stigveldinu, jafnvel þótt tekið sé tillit til meiri reykinga hjá því fólki og minni heilsugæslu. Streita er óhjákvæmileg, en ekki sjúkdómar, að mati dr. McEwens. Hann telur alls kyns leiðir færar til þess að minnka líkur á sjúkdómum. „Sælgætisát er til dæmis ekki rétta aðferðin ef losa á um spennu sem myndast vegna rifrildis við makann. Streitan minnkar fremur ef stund- uð er líkamsrækt en ef setið er langtímum saman fyrir framan sjónvarpið. Til þess að streitan nái ekki tökum á manni, er því best að borða skynsamlega, fá nægan svefn, æfa reglulega, neyta áfengis í hófi og reykja ekki. Þetta snýst um að velja og hafna í lífinu.“ Stöðug streita getur verið dýrkeypt Morgunblaðið/Kristinn Nútímalíf veldur oft mikilli streitu og líkami undir reglulegu álagi nær aldrei að jafna sig. Líkaminn er t.d. ekki búinn undir umferðaröngþveiti. Streita ræðst af persónuleika og lífsstíl fólks. Mikil streita er talin auka líkur á alls kyns sjúkdómum. ÞÁ eru aðventan og jólin liðin og vonandi hafa sem flestir notið þeirra og átt góðar stundir með ættingjum og vinum. Nýtt ár er gengið í garð og sólin að hækka á lofti. Á þessum tímamótum er eðlilegt að litið sé yfir farinn veg og það hugleitt hversu sáttur maður er með lífshlaupið og jafn- framt að horft sé fram á við og velt vöngum yfir því hvað nýtt ár muni bera í skauti sér. Margir nota áramótin til að strengja heit og lofa bót og betrun á ýmsum sviðum s.s. að verða betri manneskja, lifa heilsusamlegra lífi, draga úr lífsgæðakapphlaupinu eða vera sáttur við sjálf- an sig og aðra menn. Algengt er að eftir veisl- ur jóla og áramóta fyllist fólk samviskubiti og ætli að taka sér tak, borða minna, hreyfa sig meira, drekka minna og hætta að reykja. Þá er stigið á stokk og því heitið með alvörusvip að byrja nýtt líf því menn eru stórhuga og það dugar ekkert minna en bylting. Það er svo sem ekkert nema gott eitt um það að segja ef fólk vill taka upp hollari lífshætti og bæta líf sitt og líðan. Hættan er samt sú að markið sé sett of hátt og að menn villist fljótlega af leið þannig að þeir nái ekki settu marki. Þetta getur valdið kvíða, streitu og samviskubiti og þá er betra heima setið en af stað farið. Svo eru góðu áformin sett í salt til næstu ármóta. Þegar hug- að er að því að breyta einhverjum venjum og siðum er gott að hafa nokkur at- riði í huga. Setja raunhæf markmið og flýta sér hægt, þ.e. að ná markmiðinu í áföng- um. Undirbúa sig andlega til að takast á við verkefnið og gera sér grein fyrir hvernig það verður gert. Tryggja stuðning frá fjölskyldu eða vinum, þá eru meiri líkur á að áætlunin standist. Gera sér grein fyrir hvaða aðstæður það eru sem auka líkur á að maður „falli“, þ.e. að allt fari aftur í sama farið, og vera tilbúin með varnaraðferð. Ef svo fer að maður „fellur“ er mikilvægt að gefast ekki upp heldur setja sig aftur á kúrs og vera búinn að ákveða hvernig maður bregst við þeim að- stæðum. Manneskjan er vanaföst og það kostar vinnu og andlega einbeitingu að bregða út af vananum. Þess vegna er mikilvægt að undirbúa sig vel og velja tíma sem hentar manni sjálfum. Það er ekki endilega víst að það séu áramót- in. Gangi ykkur allt í haginn á nýju ári. Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur Landlæknisembættið Heilsan í brennidepli Að stíga á stokk og strengja heit Hættan er sú að markið sé sett of hátt og að menn villist fljótlega af leið. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.