Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 31
Þ
AÐ hefur varla farið
framhjá nokkrum
nú í upphafi árs að
kosningavetur er
genginn í garð. Fjöl-
miðlar keppast við að birta kann-
anir þar sem afstaða fólks til
manna og málefna er mæld og
frambjóðendur fengnir til að tjá
sig um stöðuna og spá í fram-
haldið. Ef marka má líflega um-
ræðu allra síðustu daga er ljóst
að áhugamenn um stjórnmál
þurfa ekki að kvíða vorinu og því
sem eftir lifir vetrar. Stjórnmála-
umræðan verður spennandi og
enginn getur gengið að nokkru
vísu um endanleg úrslit. Mitt í
óvissunni eru þó ákveðnir þættir
sem við getum notað sem leið-
arvísa á næstu vikum og mán-
uðum til að draga upp mynd af
þeirri stöðu sem hér gæti orðið
að loknum kosningum.
Ísland hefur á undanförnum
árum náð miklum og einstæðum
árangri á mjög mörgum sviðum.
Við búum nú í samfélagi sem
stenst samanburð við það besta
sem þekkist. Lífskjör eru með
því allra besta og allar helstu
hagstærðir sýna að við lifum nú
mesta samfellda hagsæld-
artímabil sem þjóðin hefur geng-
ið í gegnum. Þessa sjást víða
merki og hefur ítrekað verið
staðfest í innlendum og erlend-
um rannsóknum. Hagvöxtur
eykst, atvinnuleysi hefur verið
með því minnsta sem þekkist,
verðbólga með því lægsta og
kaupmáttur ráðstöfunartekna
vaxið samfleytt í níu ár og aukist
um þriðjung frá árinu 1994.
Óhætt er að fullyrða að önnur
eins kaupmáttaraukning á jafn-
stuttu tímabili er vandfundin
meðal annarra þjóða. Í frétt á
vefsíðu Samtaka atvinnulífsins
fyrr í vikunni kemur fram að
kaupmáttur lágmarkskauptaxta
hefur aukist um 58% frá því í
janúar 1995 og kaupmáttur lág-
markstekjutryggingar á sama
tíma aukist um 65%. Að auki
hafa skattar verið lækkaðir og
nú er svo komið að skattbyrði ís-
lenskra heimila er með því
lægsta sem þekkist í OECD-
ríkjunum. Eignarskattar hafa
verið lækkaðir um helming og
tekjuskattar á fyrirtæki lækk-
aðir í 18%, sem hefur m.a. gert
það að verkum að skilyrði til at-
vinnurekstrar hér á landi eru
með því besta sem þekkist.
Allar þessar framfarir hafa átt
sér stað á sama tíma og hið op-
inbera hefur dregið úr afskiptum
sínum, greitt niður erlendar
skuldir, selt ríkisfyrirtæki og
tryggt samkeppni á flestum svið-
um. Ráðdeild og skynsemi í rík-
isfjármálum hefur fært okkur
þann árangur að nú er Ísland
komið í hæsta gæðaflokk þegar
alþjóðleg fyrirtæki meta láns-
hæfi þjóða. Á sama tíma eru út-
gjöld hins opinbera til velferð-
armála meiri en annars staðar
þekkist og öryggisnetið traust-
ara en víðast hvar. Allt þetta og
svo margt, margt fleira er
ástæða þess að Ísland er nú
sannarlega land tækifæranna.
Komandi kosningar eiga um-
fram allt að snúast um að fólk og
fyrirtæki fái enn frekari tæki-
færi til bættra lífskjara, auk-
innar menntunar og góðrar vel-
ferðarþjónustu en um leið frelsi
til athafna og framfara. Um
þetta eiga frambjóðendur og
flokkar að takast á í kosninga-
baráttunni. Sumir frambjóð-
endur hafa reyndar þegar slegið
allt annan tón og segja aðalatriði
kosninganna að koma núverandi
ríkisstjórn frá. Slík greining á
stærsta viðfangsefni stjórnmál-
anna ber ekki vott um fyrirferð-
armiklar hugsjónir eða mikla
virðingu fyrir kjósendum og
þeirra hag. Flest annað virðist
eiga hug þessara stjórnmála-
manna, enda varð fátt um svör
hjá fráfarandi borgarstjóra og
verðandi frambjóðanda Samfylk-
ingarinnar þegar hún var nýlega
spurð um stefnu sína í komandi
kosningum. Hún sagði biðina þó
brátt á enda því hún myndi fljót-
lega opna sitt pólitíska Pandóru-
box, sem veit varla á gott þegar
haft er í huga hvað upp úr því
boxi kom. Og þegar „nútímalegir
vinstrimenn eru með jafnóljósar
pólitískar hugsjónir og dæmin
sanna og segja það tákn um
„nýja tíma í stjórnmálum, þá
getum við einungis treyst
tvennu: Þeir munu standa við
orð sín með svipuðum hætti og
þeir hafa áður gert og þeir
munu framkvæma í framtíð-
inni líkt og þeir hafa fram-
kvæmt í fortíðinni.
Við þurfum varla að staldra
við það hversu vel pólitísk lof-
orð margra vinstrimanna
halda en lítum aðeins á stjórn-
arhætti þeirra. Við þekkjum öll
þær skattahækkanir, þá skulda-
aukningu og óðaverðbólgu sem
iðulega hafa verið einkenni ís-
lenskra vinstriríkisstjórna. Sem
betur fer er nokkuð um liðið frá
því vinstrimenn fóru síðast með
landsmálin og því ágætt að líta til
málefna Reykjavíkur, þar sem
aðferðir vinstrimanna hafa verið
ráðandi í tæpan áratug. Ef verk-
in þar segja eitthvað um
áherslur þeirra, þá getum við
treyst því að þeir hækka skatta,
auka skuldir, blása út hið op-
inbera kerfi og draga svo úr at-
hafnafrelsi fólks og fyrirtækja að
margir sjá þann kost vænstan að
fara annað. Þetta eru því miður
staðreyndirnar um stjórnartíð
R-listans í Reykjavík. Allar til-
lögur um lækkun skatta eru
felldar og þykja ekki umræðunn-
ar virði. Skuldir hafa tífaldast í
valdatíð þessa meirihluta á sama
tíma og stjórnsýslan í ráðhúsinu
bólgnar út. Biðraðir eru eftir
grunnþjónustu, vegna lóðaskorts
og lítils metnaðar í uppbyggingu
hafa mörg fyrirtæki kosið að
starfa annars staðar og und-
anfarin ár hefur fjölgun íbúa ver-
ið mun meiri í nágrannasveit-
arfélögunum en í Reykjavík. Allt
eru þetta afleiðingar af stjórn
vinstrimanna sem telja leið op-
inberra afskipta yfirleitt farsælli
en leið eintaklings- og athafna-
frelsis.
Þótt engin leið sé að spá fyrir
um niðurstöður komandi kosn-
inga getum við með talsverðri
vissu sagt að kostirnir séu skýr-
ir. Kosningarnar munu fyrst og
fremst snúast um það hvort Ís-
land verður áfram land tækifær-
anna eða land þar sem frelsi
fólks og fyrirtækja verður tak-
markað með aðferðum vinstri-
manna sem þeir á tyllidögum
kjósa að kalla „nýjar“.
Land tækifær-
anna eða „nýrra“
leiða vinstri-
manna
Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
’ Kosningarnar munu fyrst og fremst
snúast um það hvort
Ísland verður áfram
land tækifæranna fyr-
ir fólk og fyrirtæki. ‘
Höfundur er borgarfulltrúi og
aðstoðarframkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins.
um sé ekki
sins.
Evrópu-
ri, að EES-
væði hans
rt á móti er
EES-
gum innan
undnu
tinu, að ef
r milli Ís-
samnings-
hug á að
r (fyrir utan
inu 1989.
maí 1992
SB. Í þjóð-
Svisslend-
ð Íslandi,
utan EES
d að ESB
r aðild-
EFTA- og
ar 25. júní
ði gengið í
kin eiga nú
lldu síðan
28. nóv-
íki, Finn-
regur urðu
slóst
vangi og í
gerðust.
di og hefur
plega 1100
r, forseti
g aðildina
m hætti.
askrám um
EES-samningurinn er ólíkur öðrum alþjóðasamn-
ingum að því leyti, að hann tekur sífelldum breytingum
með nýrri löggjöf eða reglum, sem koma til sögunnar á
grundvelli EES-samstarfsins. Samningurinn er hins veg-
ar sama eðlis og aðrir alþjóðasamningar, að hann bindur
aðila sína með skýrum hætti, eins og til dæmis ákvæðið í
128. grein hans um skyldu nýrra aðildarríkja ESB til að
gerast aðilar að EES-svæðinu. Í þessu efni hafa ESB-ríki
ekkert val en hins vegar ráða EFTA-ríki því, hvort þau
eru í EES eða ekki eins og sést af sérstöðu Sviss.
x x x
Á vefsíðu EFTA birtist hinn 9. janúar eftirfarandi frá-
sögn af fundinum um stækkun EES með fulltrúum ESB
fyrr um daginn:
„Af EFTA hálfu var lögð áhersla á að tilgangur samn-
ingaviðræðnanna væri að stækka EES en ekki að end-
ursemja EES-samninginn. Vegna hins skamma tíma til
að leiða viðræðurnar til lykta ætti ekki að taka upp flókin
efni. EES-ríkin innan EFTA lögðu auk þess áherslu á, að
stækkun EES ætti ekki að leiða til nýrra hindrana í við-
skiptum með fisk og fiskafurðir.“
Evrópusambandið sagði einnig frá viðræðunum á vef-
síðu sinni hinn 9. janúar. Þar segir meðal annars:
„Meginviðfangsefni samningaviðræðnanna snertir til-
lögu [ESB] um að auka fjárframlög þessara þriggja landa
[Íslands, Noregs og Liechtensteins] til uppbyggingar og
félagslegrar samheldni á hinum stækkaða innri markaði.
Einnig verður rætt um umþóttunartíma, sjávarafurðir og
landbúnaðarafurðir.
Chris Patten, sem annast utanríkissamskipti í fram-
kvæmdastjórninni, sagði: „Hinn gífurlegi, væntanlegi ár-
angur af einum markaði ræðst af fjárhagsstuðningi, sem
auðveldar fátækari þjóðum að nýta sér sem best frjálsa
samkeppni. Það er einfaldlega sanngjarnt að allir, sem
njóta góðs af þessum markaði, þ. á m. Ísland, Liechten-
stein og Noregur, beri þennan kostnað.“
Framkvæmdastjórn ESB mun semja fyrir hönd ESB á
grundvelli umboðs, sem ráðherraráðið hefur samþykkt.
Stækkunin árið 2004 mun auka þörf fyrir ráðstafanir til
að tryggja félagslega og efnahagslega samheldni innan
ESB. Farið er fram á aukin fjárframlög frá Íslandi,
Liechtenstein og Noregi (sem einnig eru nefnd EES-
EFTA-ríkin) í fyrsta lagi vegna aukins kostnaðar ESB-
ríkja til að hrinda stækkun ESB í framkvæmd og í öðru
lagi til að endurspegla hag EES-EFTA-ríkjanna af því að
tengjast stærri markaði, þegar um 75 milljón nýir neyt-
endur koma þar til sögunnar. ESB leggur þess vegna til
að framlög EES-EFTA-ríkjanna skuli verða sambærileg
og framlög ESB-ríkja. Til að niðurstaðan verði sann-
gjörn, verður tekið tillit til sérstakra aðstæðna í hverju
landi, þar með landfræðilegra, efnahagslegra og fé-
lagslegra málefna. Ekki er nýtt, að EES-EFTA-ríkin
leggi fé af mörkum til þróunar innan ESB. Í 115. gr.
EES-samningsins eru greinileg tengsl milli „stöðugrar
eflingar viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila“
annars vegar og „þess að draga úr efnahagslegu og fé-
lagslegu misræmi“ hins vegar.“
x x x
Sendiherra ESB á Íslandi hafði orð á því við Morg-
unblaðið á dögunum, að hagvöxtur hér hefði verið miklu
meiri en í löndum Evrópusambandsins og við hefðum vel
efni á því að láta fé af hendi rakna til Evrópusambands-
ríkja. Þetta sjónarmið réð greinilega ferðinni á fyrsta
samningafundinum vegna stækkunar ESB fimmtudaginn
9. janúar. Mörgum þótti nóg um, þegar ESB krafðist fyr-
ir nokkru 27-földunar á framlögum EES-ríkjanna til
sjóða ESB. Á samningafundinum hafði þessi krafa ekki
lækkað heldur var nú krafist 38-földunar, eða 3,8 millj-
arða króna.
Þessi krafa er með ólíkindum. Talsmenn ESB virðast
ætla að nota stækkun EES til að gjörbreyta meginfor-
sendum EES-samningsins, þvert á skýr ákvæði 128.
greinar hans. Langsótt er að túlka 115. grein EES-
samningsins á þann veg, að í henni felist skuldbinding af
hálfu EES-EFTA-ríkjanna til að greiða fé í sjóði ESB,
Að ESB krefjist offjár fyrir viðskiptafrelsi kann að
leiða til þess, að ekki verður unnt að stækka EES sam-
hliða ESB. Þá stæðu ESB-ríkin frammi fyrir nýjum og
áður óþekktum vanda gagnvart EES-ríkjunum. Er sér-
kennilegt að tæknileg útfærsla á EES-samningnum
vegna stækkunar ESB skuli sett í þennan farveg af máls-
vörum ESB. Skynsamlegast er að ljúka stækkuninni og
ræða önnur álitamál í samskiptum ESB og EES-EFTA-
ríkja undir öðrum formerkjum. Fjárkröfur ESB á hendur
EES-EFTA-ríkjunum eru ekki hluti af stækkunarferli
Evrópusambandsins.
ðskiptafrelsi
bjorn@centrum.is
14. apríl 1992.
g menn geta þegar gert sér í hug-
ru vandkvæði á því að réttareining
Evrópska efnahagssvæðinu þegar
larréttarreglurnar eru ekki lengur
til þær sömu á gervöllu svæðinu.
m slíkar grundvallarreglur sem
lengur samhljóða eru ákvæði EES-
sins og samningsins um Evrópu-
ið um ríkisstyrki. Samkvæmt
num um Evrópubandalagið geta
kir til stuðnings menningu og við-
fleifðar talist samrýmanlegir fram-
samningsins (að öðrum form- og
yrðum uppfylltum). Þessi hluti rík-
reglna Evrópusambandsins kom
amninginn um Evrópubandalagið
astricht-samningnum og því vantar
a hliðstætt ákvæði í EES-samning-
TA-ríkin gerðu sér hins vegar lengi
að ákvæði EES-samningsins yrði
ákvæðum samningsins um Evrópu-
ið í túlkun stjórnvalda og dóm-
stóla, en EFTA-dómstóllinn skellti ræki-
lega hurðinni á slíkar væntingar í máli
Harðar Einarssonar gegn Íslandi (þar sem
tekist var á um virðisaukaskatt á bókum). Í
sama dómi má raunar segja að dómstóllinn
hafi gefið sterklega undir fótinn með að all-
ur munur á grunnreglum EES-samningsins
og samningsins um Evrópubandalagið, sem
rætur á að rekja til breytinga á síðarnefnda
samningnum eftir undirskrift hins fyrr-
nefnda, muni fá sömu afgreiðslu.
Hin hlið þessa vandamáls lýtur að af-
leiddu reglunum sem áður var getið. EES-
samningurinn er þannig upp byggður að
reglur í meginmáli samningsins kveða upp
úr um það hvaða reglur viðaukar við samn-
inginn geta geymt. Þannig geymir megin-
mál samningsins t.a.m. einhverja grunn-
reglu og einnig ákvæði um að í tilgreindum
viðauka við samninginn séu nauðsynleg
ákvæði varðandi framkvæmd grunnregl-
unnar. Nú er málum hins vegar þannig
komið að sumar þær grunnreglur sem finn-
ast í meginmáli EES-samningsins og nánari
reglur eiga að vera um í viðauka, eru ekki
lengur samhljóða þeim grunnreglum í
samningnum um Evrópubandalagið sem
þær í upphafi endurspegluðu. Má sem dæmi
nefna grunnregluna um frjálsa fjármagns-
flutninga. Sá vandi sem hér blasir við er
þessi: Hvernig á að fara með Evrópusam-
bandslöggjöf sem leidd er af þessum nýjum
eða breyttum ákvæðum í samningnum um
Evrópubandalagið í EES-samhengi? Þau
tvö dæmi sem nefnd hafa verið um tvenns
konar aðskilin en tengd álitaefni sem uppi
kunna að vera í tengslum við EES-samn-
inginn, eru á engan hátt einstök. Fleiri
dæmi hefði mátt nefna og hvað síðara atrið-
ið varðar eru tilvikin afar margslungin.
Hins vegar kann að vera umdeilt hversu al-
varleg þessi vandkvæði eru og hvort þau
eru þjóðréttarleg, stjórnskipuleg, pólitísk –
eða allt þrennt. Hitt er víst að áhugavert
verður að fylgjast með því hvernig viðeig-
andi dómstólar eiga eftir að taka á þessum
málum í komandi framtíð, komi þau til
þeirra kasta. Ekki verður síður áhugavert
að sjá hvort Evrópusambandið tekur á end-
anum undir óskir EFTA-ríkjanna um
„tæknilega uppfærslu EES-samningsins“
til að bregðast við þessum vanda, enda um
sameiginlegt hagsmunamál samningsaðil-
anna að ræða.
Þá er skálarræðunni að ljúka og tak-
markinu náð, enda markmið slíkra ræðna
ávallt það sama: að minna afmælisbarnið á
að það hafi mátt muna fífil sinn fegurri. En
að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja
og ekki verður framhjá því litið að EES-
samningurinn hefur reynst Íslendingum
hinn mesti happafengur. Og þótt hann sé
ekki gallalaus, er ekki þar með sagt að hann
gæti ekki þjónað sínum tilgangi eitthvað
áfram. Svartsýnismenn, eins og ég er á
stundum, mættu draga lærdóm af for-
göngumönnum sínum á því sviði og spá-
dómsgáfu þeirra. Eru mér í því samhengi
einkum minnisstæðar bölspár hæstvirts nú-
verandi félagsmálaráðherra þegar hann
gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn frum-
varpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið
og sagði: „…þetta er vondur samningur,
óhagstæður og hættulegur okkur Íslend-
ingum –… Þessi samningur kemur til með
að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fá-
tækt og auðnuleysi…“
Morgunblaðið/Sverrir
a, og Davíð Oddsson forsætisráðherra við afgreiðslu EES-samningsins á Alþingi.
Höfundur er forstöðumaður Evrópurétt-
arstofnunar Háskólans í Reykjavík.