Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 34
UMRÆÐAN
34 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARIN misseri hafa
orðið heitar umræður hérlendis
sem erlendis um gildi svonefndrar
alþjóðavæðingar. Tekist er á um
þau sjónarmið hvort annars vegar
stjórnvöld taki þátt í milliríkjavið-
skiptum, þ.m.t. erlendri fjárfest-
ingu – eða setji ýmiss konar höml-
ur á slíka verslun. Talsmenn
fyrrnefnda viðhorfsins tefla fram
þeim tækifærum til þjóðarhagsæld-
ar sem erlend viðskipti feli í sér
meðan andstæðingar alþjóðavæð-
ingar telja hana vágest hinn versta
er geti jafnvel ógnað sjálfstæði
þjóðar. En er til einhver mæli-
kvarði á áhrif alþjóðavæðingar? Á
vegum SÞ og Alþjóðabankans hafa
verið gefnar út matsskýrslur sem
fróðlegt er að rýna í.
Aukin velsæld – minni fátækt
Þó fátækt sé sannarlega eitt
mesta vandamál mannkyns benda
tölur til að þróunin víða sé í rétta
átt. Á árabilinu 1975–1998 jukust
meðaltekjur þróunarlandanna úr
US $ 1.300 í US $ 2.500. Frá 1990–
1998 fækkaði þeim sem eru undir
fátæktarmörkum um 40 milljónir
og barnadauði minnkaði um 10%.
Þrátt fyrir verulega fólksfjölgun
hefur þeim sem hafa undir einum
dollar á dag í tekjur fækkað um
200 milljónir frá árinu 1980 (120
milljónir frá 1993–1998). Kjör í
heiminum fara m.ö.o. skánandi þó
fátækt sé vissulega víða til staðar.
Könnun Alþjóðabankans bendir
eindregið til þess að tengsl séu á
milli alþjóðavæðingar og aukins
hagvaxtar. Skýrsla SÞ um þróun-
arríkin felur í sér svipaða niður-
stöðu. Bankinn segir að í þeim ríkj-
um, sem opnust hafa verið fyrir
alþjóðavæðingu og erlendri fjár-
festingu, þar hafi velferð aukist
mest. Í lokuðu og einangruðu ríkj-
unum hafi fátæktin haldist og jafn-
vel aukist. Gott dæmi til saman-
burðar er annars vegar A-Asía og
hins vegar ýmis Afríkuríki nærri
Sahara. Árið 1960 voru meðal-
tekjur í A-Asíu um 1⁄10 af meðal-
tekjum OECD-ríkja en í Afríku-
löndunum var þetta hlutfall 1⁄9 eða
heldur skárra en í A-Asíu. Tæpum
30 árum síðar hefur orðið mikil
breyting. Þá er A-Asía komin í 1⁄5 af
OECD en Afríkuríkin hafa hrunið
niður um helming eða í 1⁄18 af
tekjum OECD. Að mati áður-
nefndra alþjóðastofnana liggur
munurinn fyrst og fremst í því að
A-Asía opnaði fyrir erlendri fjár-
festingu og tók virkan þátt í al-
þjóðavæðingunni. Afríkuríkin hafa
hins vegar verið lokuð og einangr-
uð.
Þeir sem grimmast tala gegn al-
þjóðavæðingu forðast að nefna
þessar tölur en flíka þess í stað
ýmsum tilfinningalegum rökum og
oft lítt rökstuddum fullyrðingum. Í
því safni má m.a. finna fullyrð-
inguna um að alþjóðavæðingin leiði
til vaxandi misréttis. Skoðum
skýrslur SÞ og Alþjóðabankans um
þetta atriði. Þar er því haldið fram
og stutt með tölum að alþjóðavæð-
ingin hafi lítið um misskiptingu
eigna að segja. Í nokkrum löndum
hafi hún leitt til vaxandi jafnaðar, í
öðrum ríkjum hafi ástandið haldist
óbreytt en til séu dæmi um að er-
lend fjárfesting hafi leitt til aukins
ójafnaðar. Kína er þar nefnt sem
dæmi. Hins vegar er á það bent að
í Kína hafi allir verið nokkuð jafnir
í fátæktinni. Alþjóðavæðingin hafi
fært Kínverjum sem heild aukna
velsæld þó vissulega hafi þar sumir
betur en aðrir.
VG og Albanía
Vinstri-grænir hafa hérlendis
talað mjög gegn alþjóðavæðingu og
enn heitar gegn erlendri fjárfest-
ingu. Á grundvelli athugana SÞ og
Alþjóðabankans vekur það óneit-
anlega nokkra furðu. Lengi vel
neituðu Albanar að opna land sitt
fyrir erlendu fjármagni – töldu það
uppsprettu alls ills. Afleiðingin
varð skelfileg fátækt fyrir albanska
þjóð. Nú hefur Albanía, síðust Evr-
ópuþjóða, tekið við sér og hvetur til
alþjóðlegra viðskipta. Vinstri-
grænir virðast hins vegar enn
hanga í gömlu hugmyndafræðinni.
Hvað um sjávarútveginn?
Sá mikli hagvöxtur, sem varð á
Íslandi í lok 20. aldar, á tvímæla-
laust að verulegu leyti rætur í opn-
un hagkerfis okkar (EES, WTO, og
ýmsir tvíhliða samningar við önnur
ríki). Örugglega væri fátækt meiri
og velsæld minni hefðum við ekki
stigið þau skref. Enn höngum við
þó á hindrunum varðandi erlenda
fjárfestingu í sjávarútvegi. Spurn-
ingin hlýtur að vera sú hvort sú
staðfesta þjóni þjóðhagslegum
ávinningi. Getur verið að með stífni
okkar séum við að glata ýmsum
frekari tækifærum til að vinna að
enn meiri hagsæld þjóðarinnar?
Tölur SÞ og Alþjóðabankans um
jákvæð áhrif í heiminum af alþjóða-
væðingu og opnum milliríkjavið-
skiptum kalla a.m.k. á að þessar
hömlur í sjávarútvegi séu teknar til
alvarlegrar umræðu. Hvar liggja
hættur? Hvar eru tækifæri? Hver
er heildarávinningur af slíkri opn-
un? Hvernig tryggjum við best
heildarhagsmuni íslensks efnahags-
lífs? Umræðan þarf að fara fram.
Einangrun
eða velsæld
Eftir Hjálmar
Árnason
„Getur verið
að með
stífni okkar
séum við að
glata ýms-
um frekari tækifærum
til að vinna að enn meiri
hagsæld þjóðarinnar?“
Höfundur er alþingismaður.
Í ÁRAMÓTAÁVARPI sínu lét
forsætisráðherra svo um mælt að
því væri ,,ekki að neita að sumt af
því sem fyrir augu ber af vettvangi
stjórnmálanna er tæplega til þess
fallið að vekja mönnum traust.
Furðu margir segja hálfsatt eða
ósatt …“ Og þrykkir á með því að
segja að slík hegðun stjórnmála-
manna ,,verður að þjóðarböli, þegar
til lengdar lætur“.
Þessi messa Davíðs Oddssonar
minnir óþægilega mikið á bylting-
armanninn franska og fræga,
Robespierre, sem ötulast sendi
landa sína á höggstokkinn. Hann
endaði allar sínar ræður á að tala
um dyggðina. Var þó að vísu sjálfur
gerður höfðinu styttri áður en bylt-
ingin franska var um götur gengin.
Í VIII. kafla í áramótagrein sinni
í Morgunblaðinu fer forsætisráð-
herrann mikinn, þegar hann ræðir
fiskveiðimál og Evrópumál. Kveður
umræðuna um ókosti og ágæti svo-
nefnds veiðileyfagjalds hafa verið
,,yfirþyrmandi á síðasta áratug“.
Í framhaldi af því segir hann að
oft sé ,,rætt um Evrópumál undir
áþekkum formerkjum og var þegar
veiðileyfagjaldsumræðan var sem
vitlausust“.
Þann veg víkur sjálfur forsætis-
ráðherrann að tveim viðamestu og
örlagaríkustu málum íslenzkrar
þjóðar um áraraðir.
Um fiskveiðideiluna segir hann
að þrátt fyrir allt ,,bullið“ hafi tek-
izt ,,að greina deiluefnið á málefna-
legan hátt …“ og að fengizt hafi
,,niðurstaða í formi sanngjarnrar
sáttagjörðar“! Og að það sé ,,ber-
sýnilega furðu góð eining um þá
niðurstöðu“!
Þegar Davíð Oddsson ritaði þessi
orð í áramótagrein sinni hefir hann
áreiðanlega ekki haft í huga það
,,þjóðarböl“ sem hann taldi í ára-
mótaávarpinu að ósannindi stjórn-
málamanna gætu leitt til.
Það eru allsnakin ósannindi að
,,sanngjörn sáttagjörð“ hafi náðst í
sjávarútvegsmálum, eða að ,,furðu-
góð eining“ ríki um þau.
En hitt er sönnu nær að ósann-
inda- og blekkingarvaðall formanna
stjórnarflokkanna í sjávarútvegs-
málum hafi leitt yfir þjóðina meira
böl af mannavöldum en dæmi eru til
um í sögu hennar samanlagðri.
Sáttatal þeirra fyrir alþingis-
kosningar 1999 var grunnmúruð
blekking. Skipan hinnar svokölluðu
Auðlindanefndar var til þess gerð
eingöngu að leiða fiskveiðimálin eft-
ir fyrirfram ákveðnum farvegi, þar
sem ólögin voru njörvuð niður. Nið-
urstöður skoðanakannana sýndu á
sínum tíma að þrír fjórðu hlutar al-
mennings voru andvígir kvótakerf-
inu. Þessi afstaða hefir vafalaust
ekkert breytzt. Stjórnarflokkunum
tókst hinsvegar með lygaáróðri,
sem fjölmiðlar gengu undir, að telja
kjósendum trú um að lausn og sætt-
ir væru á næsta leiti.
Og enn er vegið í sama knérunn
og messað á áramótum um ,,sann-
gjarna sáttagjörð“ sem furðu góð
,,eining“ ríki um.
Í alþingiskosningum að vori verð-
ur þess freistað af hálfu ráðstjórnar
að telja fólki trú um að hið ógnvæn-
lega skipulag fiskveiðimála sé á
enda kljáð; lausn fundin, málið af-
greitt. Og kvótagreifar munu reyna
að brjóta lyginni leið með mútum
og hótunum.
Það er eitthvað meira en lítið að á
Íslandi, ef valdsmönnum tekst á
nýjan leik að stinga þjóðina svefn-
þorni þegar öllum ættu að vera
augljósar hinar skelfilegu afleiðing-
ar kerfisins: Sameign þjóðarinnar
fengin örfáum útvöldum að gjöf;
eyðing byggða blasir við; eyðing
fiskstofna við strendur landsins
háskaleg; óhemjulegt brottkast
aflaverðmæta viðgengst; starfs-
grein sjávarútvegs harðlæst; óbæri-
leg skuldasöfnun greinarinnar og
fjárfúlgum skotið skattlaust úr
landi sem nemur tugum milljarða
króna.
Að óbreyttu munu örfáir léns-
herrar gína yfir auði alþjóðar innan
örfárra ára. Og þeir munu hlakka
yfir feng sínum og skammta af-
ganginum af þjóðinni skít úr hnefa.
Þessu fargani er sagt áframhald-
andi miskunnarlaust stríð á hendur.
Afgreitt mál?!
Eftir Sverri
Hermannsson
„Það eru
allsnakin
ósannindi að
,,sanngjörn
sáttagjörð“
hafi náðst í sjávarút-
vegsmálum, eða að
,,furðugóð eining“ ríki
um þau.“
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.
Á
ramótaheit einhverra
hefur efalítið verið
að skilja vinnu-
borðið aldrei eftir
fullt af pappírum og
í óreiðu. Ekki mitt samt. Ég og
fleiri sem ég þekki könnuðumst
við það sem skrifað var um í The
Economist í einni af jólagreinum
blaðsins. Þar var ringulreiðin á
skrifborðunum lofuð í hástert.
Staflar eru af hinu góða, þeir
hjálpa heilanum í okkur að vinna
og styðja við vinnuskipulagið. Ég
tek heils hugar undir þetta þótt
mitt skrifborð einkennist fremur
af hrúgum en hornréttum bunk-
um.
Gott pláss er á bak við tölvu-
skjáinn og þar safna ég eintök-
um af Daglegu lífi í hrúgu, ekki
bunka. Þrír
bakkar og
þrjár möpp-
ur eru fullar
af ég veit
reyndar
ekki hvaða
pappírum og
hillurnar og borðið geyma verk-
efni sem er nýlokið, eru í vinnslu
eða bíða skoðunar, í óreglulegum
stöflum. Þetta er ágætt skipulag
og hentar mér vel.
Eflaust gæti ég farið á nám-
skeið til að læra hvernig á að
skipuleggja vinnuborðið eða lesið
bækur og greinar um efnið. Þar
væri boðskapurinn eflaust að alla
pappíra ætti jafnóðum að skoða
vandlega og taka ákvörðun um
hvort annar starfsmaður skuli fá
skjalið í hendur, hvort það eigi
að raða því í skjalaskáp eða
hvort það megi fara í ruslið. En
hvenær hefur maður tíma til að
vinna ef allur vinnutíminn fer í
skjalastjórnun af þessu tagi? Ég
bara spyr.
Þá vil ég heldur lesa greinar
þar sem óreiðan er dásömuð.
Blaðamaður Economist líkir
vinnuaðstöðu ritstjórnar á því
blaði við friðlýst landsvæði þar
sem skrýtnar skepnur fara um
að vild, ótruflaðar af nýjustu
kenningum viðskiptalífsins.
„Aðrir eru ekki eins heppnir,“
segir hann og vísar til banda-
rískra stórfyrirtækja á borð við
UPS og General Motors og
bresku matvöruverslanakeðj-
unnar Asda. Þar á bæjum er
rekin „hreint borð“-stefna, sem
krefst þess af starfsmönnum að
þeir fjarlægi öll sönnunargögn
um vinnu af skrifborðum sínum í
lok vinnudags.
Ég tek undir andúð blaða-
mannsins á þess konar stefnu og
tek andköf við tilhugsunina.
Ástæðan fyrir „hreint borð“-
stefnunni er sögð vera öryggi, en
þá ástæðu gefum við lítið fyrir.
Þ.e. þjófar eiga erfiðara með að
finna það sem þeir leita að í
stórri hrúgu á skrifborði en ef
öllu er vel raðað í skjalaskáp.
Raunveruleg ástæða fyrir
„hreint borð“-stefnunni er lík-
lega fremur almenn andúð á
óreiðu. Stjórnendur telja óreiðu
hindrun frekar en hjálp við
vinnu. „Starfsmenn eru ringlaðir.
Þeir vita að óreiða er nauðsyn-
legur þáttur af vinnutilhög-
uninni, en þeir fyllast samt sekt-
arkennd,“ segir í greininni.
Að raða skjölum (filing) er
tímaeyðsla, hefur Economist-
blaðamaðurinn eftir sálfræð-
ingnum Alison Kidd sem er
þeirrar skoðunar að óreiða á
skrifborðum sé ekki vegna leti
viðkomandi starfsmanna. Heldur
vegna þess að pappírinn og öll
gögnin tákni það sem á sér stað
í hausnum á þeim. Tímabundið
ástand hugmynda sem ekki er
enn búið að flokka eða ákveða
hvernig á að nota. Ekki er hægt
að skipuleggja óreiðuna eða raða
henni vegna þess að hún hefur
ekki verið flokkuð. Þegar hug-
myndir starfsmannsins hafa tek-
ið á sig skýrari mynd og hægt
verður að flokka óreiðuna, hefur
hún þjónað sínum tilgangi og má
þess vegna fara í ruslið. Að raða
gögnunum er þess vegna tíma-
eyðsla.
En það þurfa greinilega ekki
allir að sjá áþreifanlega það sem
er að gerast í kollinum á þeim.
Sálfræðingurinn giskar á að heil-
inn þurfi smáhjálp. „Svo kannski
er það eins og þá snyrtilegu hef-
ur alltaf grunað; þeir eru bara
gáfaðri. Heilinn í þeim þarf ekki
eins mikla hjálp og heili þeirra
ósnyrtilegu,“ viðurkennir Econ-
omist-blaðamaðurinn.
Pappírslaus skrifstofa er
hlægilegt orðasamband. Á tíunda
áratugnum var pappír talinn
gamaldags og pappírslausa skrif-
stofan sögð á næsta leiti. Paul
Saffo, forstjóri Framtíðarstofn-
unarinnar í Kaliforníu (!) út-
skýrði þetta árið 1992: „Rafrænn
pappír og sushi-tölvur [tölvur
sem hægt er að rúlla saman]
verður raunverulegt í viðskiptum
áður en þessi áratugur líður.“
Þessir spádómar hafa ekki
ræst en pappírsnotkun hefur
þvert á móti aukist. Það er nátt-
úrulega ekki af hinu góða í sjálfu
sér. Eitt sinn var gerð könnun á
því hvort fólki gengi betur að
gera útdrátt úr nokkrum
skýrslum með því að nota penna
og pappír eða einungis tölvu.
Skemmst er frá því að segja að
fólkinu sem hafði skýrslurnar á
pappír gekk betur að leysa verk-
efnið. Tölvufólkið reyndi hvað
það gat, bjó til marga glugga á
skjánum, skrollaði, smellti og
dró – og varð hálfruglað. Einn
öskraði að lokum á tölvuna.
Raðarar og staflarar (snarað
úr filers og pilers) eru tvær teg-
undir starfsmanna. Þegar rað-
arar fá pappír, raða þeir honum.
Þegar staflarar fá pappír setja
þeir hann á borðið sitt, ekki ein-
hvers staðar, heldur á ákveðin
svæði. Eitt svæði á borðinu er
heita svæðið; fyrir skjöl sem ver-
ið er að vinna með þá stundina.
Annað svæði er volgt, þ.e. skjöl
sem þarf að skoða á næstu dög-
um. Og svo kalda svæðið á skrif-
borðsbrúnunum þar sem eru
skjöl sem geta alveg eins verið í
skjalaskáp eða jafnvel í ruslinu.
Vitnað er í rannsóknir sem sýna
að þær staðhæfingar að raðarar
séu fljótari að finna gögn séu
rangar. Staflarar hafi þvert á
móti greiðari aðgang að gögnum.
Röðurum hætti til að raða of
mikið, þeir hafi lagt mikið á sig
til að búa til röðunarkerfi, en
eigi oft í erfiðleikum með að
muna hvernig þeir flokka hlut-
ina. Einmitt það.
Bunkar
á borðum
Tölvufólkið reyndi hvað það gat, bjó til
marga glugga á skjánum, skrollaði,
smellti og dró – og varð hálfruglað.
Einn öskraði að lokum á tölvuna.
VIÐHORF
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur-
@mbl.is