Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 35
HANN var einkar athyglisverð-
ur leiðarinn sem Gunnar Smári
Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins
skrifaði í blað sitt s.l. fimmtudag,
9. janúar. Þar undraðist hann
tvennt í starfsemi annarra blaða
að undanförnu. Fyrra dæmi hans
var, að DV skyldi á dögunum
hafa birt skoðanakönnun um
fylgi við stjórnmálaflokka, sem
sýndi meira fylgi við Samfylk-
inguna en Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta væri skrítið vegna þess að
DV hefði orðið æ hliðhollara
Sjálfstæðisflokknum undanfarin
misseri. Síðara dæmið var
greinaflokkur Agnesar Braga-
dóttur blaðamanns á Morgun-
blaðinu, sem Gunnar telur fjalla
um afskipti „bláu handarinnar“
af baráttu tveggja viðskipta-
blokka um Íslandsbanka. Þetta
virtist honum vera enn skrítnara
en hitt dæmið, þar sem Mogginn
hefði verið sammála Davíð Odds-
syni í nánast öllum málum und-
anfarin ár!
Ekki er ég nú viss um að
Agnes blaðamaður myndi sam-
þykkja þessa lýsingu ritstjórans
á efni greinanna. Látum það
liggja milli hluta. Hitt er athygl-
isvert, að ritstjóri þessi virðist
ganga út frá því sem vísu, að fjöl-
miðlar velji sér fréttaefni og
framreiði það fyrir lesendur sína
eftir því hvernig efnið henti fyrir
þann málstað sem ritstjórinn tel-
ur viðkomandi fjölmiðil þjóna.
Stundum er sagt, að menn séu
betur til þess fallnir að lýsa sjálf-
um sér en öðrum. Þetta virðist
vera svo gott dæmi sem verða
má um þetta. Ritstjórinn er bara
að furða sig á því, að hin blöðin
skuli ekki vinna eftir þeirri for-
skrift, sem hann notar sjálfur.
Ritstjórinn, sem lýsir sjálfum
sér með þessum hætti, vill ekki
upplýsa lesendur Fréttablaðsins
um hverjir eigi blaðið. Flogið
hefur fyrir, að Jón Ásgeir Jó-
hannesson, forstjóri Baugs, eigi
þar langstærstan hlut. Svo vill
til, að stjórntök ritstjórans á
fréttaflutningi blaðsins og
stjórnmálaskrif hans benda
ákveðið til þess, að þetta kunni
að vera rétt. Efni blaðsins er svo
til daglega litað slíkum litum. Af
hverju vill hetjan í stóli ritstjór-
ans ekki upplýsa lesendur um
þetta? Hefur hann eitthvað að
fela? Vill hann geta sinnt erind-
um sínum í blaðinu, án þess að
lesendur fái að vita hverjum
hann þjónar á þann hátt sem
hann lýsti í leiðaranum? Hann
ætti kannski að biðja siðanefnd
blaðamannafélagsins að leið-
beina sér. Hæg væru þá heima-
tökin, því hann sat sjálfur til
skamms tíma í nefndinni. Lík-
lega hefur hann verið skipaður í
það sæti vegna sérþekkingar
sinnar á siðferði við blaðaútgáfu.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Að lýsa
sjálfum sér
Höfundur er prófessor við HR.
FJÁRMÁLASTJÓRI Lands-
virkjunar heldur því fram í frétt í
Morgunblaðinu 7. janúar sl. að ég
gefi mér rangar forsendur og hafi
vísvitandi í frammi villandi málflutn-
ing um arðsemi Kárahnjúkavirkjun-
ar. Í leiðara Morgunblaðsins 8. jan-
úar sl. er fullyrt að „kjörnir
fulltrúar“ setji fram staðhæfingar
um efni máls án þess að byggja þær
á haldgóðum upplýsingum. Þessar
fullyrðingar eru hrein firra.
Reynt hefur verið að halda grund-
vallarupplýsingum um Kárahnjúka-
virkjun leyndum gagnvart almenn-
ingi og kjörnum fulltrúum. Að kröfu
undirritaðs voru fulltrúar í borgar-
ráði upplýstir um orkusölusamning
Landsvirkjunar og Alcoa og orku-
verð Kárahnjúkavirkjunar á fundi í
Ráðhúsi Reykjavíkur í desem-
bermánuði sl. Þessar haldgóðu upp-
lýsingar auk annarra traustra heim-
ilda og vandaðrar vinnu lágu að baki
ræðu minni í borgarstjórn Reykja-
víkur 2. janúar sl. sem mikið hefur
verið fjallað um.
Fram hefur komið að viðmiðunar-
verð áltonnsins í orkusölusamningn-
um er 1.550 $ eða 13% hærra en
gildandi heimsmarkaðsverð, sem er
1.370 $. Einnig að orkuverðið sé inn-
an við 16 mills miðað við stöðuna í
dag eða vel innan við 1,30 krónur á
kílówattstund. Þetta útsöluverð á
raforku skýrist aðeins af þeim póli-
tíska ásetningi að virkja við Kára-
hnjúka hvað sem það kostar!
Þess hefur verið krafist af kjörn-
um fulltrúum að þeir héldu vitn-
eskju sinni um orkuverð frá fyrir-
hugaðri Kárahnjúkavirkjun leyndri
en síðan er þeim núið um nasir að
þeir viti ekkert um málið! Þessi
staða og blekkingarleikurinn í
kringum Kárahnjúkavirkjun er með
öllu óviðunandi þar sem um afar
þýðingarmikið og alvarlegt mál er
að ræða fyrir þjóðina. Orkuverð
samkvæmt orkusölusamningi
Landsvirkjunar og Alcoa er undir
velsæmismörkum og gæfi miðað við
núverandi álverð og tryggða orku-
sölu aðeins um 4 milljarða króna ár-
legar tekjur af virkjuninni að frá-
dregnum rekstrarkostnaði og
mótvægisaðgerðum.
Eigendaskýrsla Landsvirkjunar
er fyrst og fremst endurskoðun á út-
reikningum Landsvirkjunar á henn-
ar eigin forsendum, sem eru vægast
sagt hæpnar og áróðurskenndar.
Engu að síður koma fram margar
alvarlegar viðvaranir í skýrslunni
sem stangast á við þá niðurstöðu
skýrsluhöfunda að yfirgnæfandi lík-
ur séu á jákvæðri arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar.
Undirritaður hefur skýr rök fyrir
þeirri skoðun, að í Kárahnjúkavirkj-
un felist niðurgreidd náttúruspjöll.
Hann treystir því ekki að álverð
hækki um 14% á næstu 5 árum, en í
grunnforsendum eigendaskýrslunn-
ar er verð áltonnsins 1.564 $. Enn
síður treystir hann því að stofn-
kostnaður virkjunarinnar verði inn-
an áætlunar eða 95 milljarðar króna.
Upphafleg kostnaðaráætlun var 102
milljarðar króna, sem lækkaði í 97
milljarða eftir tilboð Impregilo. Í
hvorugu tilvikinu var vaxtakostnað-
ur á framkvæmdatímabilinu innifal-
inn. Hér gæti því skeikað nógu
miklu til að núvirði virkjunarinnar
yrði neikvætt.
En jafnvel þó að bjartsýnustu
spár um þróun álverðs rætist og
kostnaðar- og tímamörk virkjunar-
innar haldi myndi arðsemi hennar
aldrei verða nógu mikil til að vega
upp gífurlega umhverfisröskun á
3.000 ferkílómetra áhrifasvæði
virkjunarinnar. Engar forsendur
eru fyrir því að skuldsetja hvern
einasta íbúa Reykjavíkur um 600
þúsund krónur vegna Kárahnjúka-
virkjunar. Þess vegna eiga kjörnir
fulltrúar Reykvíkinga að hafna þátt-
töku borgarinnar í virkjuninni.
Ég skora hér með á Morgunblaðið
að leggja sitt af mörkum til að upp-
lýsa almenning um hið alltof lága
orkuverð Kárahnjúkavirkjunar í
stað þess að fara fram með órök-
studdar dylgjur í garð borgarfull-
trúa.
Eftir Ólaf F.
Magnússon
„Blekking-
arleikurinn í
kringum
Kárahnjúka-
virkjun er
með öllu óviðunandi.“
Höfundur er læknir og
borgarfulltrúi.
Orkuverð Kárahnjúka-
virkjunar í dagsljósið
EFTIRLAUNAALDURINN
getur orðið stórt vandamál þ.e.a.s.
draumurinn um að geta notað tím-
ann í eigin þágu. Það gleður mig að
eldast, heyrir maður fólk segja. En
að vísu gengur það ekki alltaf upp
sem það hafði vonað.
Við höfum ekki gert nægilega
mikið af því að uppfræða fólk um ell-
ina.
Tíminn er lengi að líða og ein-
manaleikinn drepandi. Ellilaunin
nægja ekki þeim sem hefur lengi
verið virkur á vinnumarkaði og
skyndilega stendur frammi fyrir því
að hafa ekki lengur vinnu vegna ald-
urs. Verra er hafi hann verið í
hjónabandi og makinn fallið frá. Sá
er eftir lifir telur sig yfirgefinn og
svikinn svo ekki er annað eftir en
sjónvarpið og lausn á krossgátum.
Maður getur nú fundið eitthvað fyr-
ir sig í sjónvarpinu segja margir. Og
afþreyingin verður innihald þeirra
er á horfa.
Seneca segir að ellin sé óheil-
brigður sjúkdómur. En Maurice
Chevalier, sem er fljótur til and-
svara, sagði að það væri ekki svo
slæmt að verða gamall ef maður
væri jákvæður. Cicero hefur sagt
um ellina að enginn sé svo gamall að
hann hafi ekki trú á að hann geti lif-
að eitt ár til viðbótar. Spurningin er,
hvað hefur þú gert til að verða gam-
all? Og henni verður ekki svarað á
einn einfaldan hátt.
Í enskum kirkjugarði má sjá leg-
stein með áletrun: Hún drakk gott
öl, og sterkt púns og vín og lifði til
99 ára aldurs. Amerískur djassisti
var heimsóttur á 100 ára afmæli
sínu en þar var haft eftir honum að
ef hann hefði vitað að hann næði svo
háum aldri hefði hann hugsað betur
um heilsuna.
Innan við kirkjudyr við kirkju
eina í Englandi er veggskrift frá
árinu 1610 svohljóðandi: Herra, þú
veist betur en ég sjálfur að ég er við
það að verða eldri og brátt gamall.
Forðaðu mér frá þeim hræðilega
vana að ég þurfi nauðsynlega að út-
tala mig um hin og önnur málefni
þar sem ég veit ávallt betur en aðrir.
Forðaðu mér frá þeirri þörf minni
að skipta mér af högum annarra.
Veittu mér umhyggju en ekki leiða,
hjálpsemi en ekki afskiptasemi.
Gefðu mér auðmýkt og að ég við-
urkeknni að ég geti haft rangt fyrir
mér af og til. Þessi merku orð þyrft-
um við að hafa fyrir augum okkar
daglega en kannski erum við hrædd
við að lesa þau of oft.
Illt er til þess að vita að fylgi-
fiskur margra sem náð hafa eftir-
launaaldri er fátækt. Það þarf ekki
að vera svona. Fátækt er ekkert lög-
mál innbyggt í þjóðfélag nútímans.
Þetta er heimatilbúið af núverandi
ríkisstjórn, eins og verðbólgan sem
kostaði Þjóðhagsstofnun lífið fyrir
að segja sannleikann.
Lesandi góður. Frjálslyndi flokk-
urinn er flokkur alþýðunnar og at-
hafnamannsinns. Flokkur sem ber
hag allra fyrir brjósti. Kynntu þér
stefnumál flokksins t.d. á heimasíðu
hans www.xf.is, eða hringdu einfald-
lega í okkur.
Að eldast
Eftir Björgvin E.
Vídalín
Höfundur er formaður kjördæma-
félags Frjálslynda flokksins í
Reykjavíkurkjördæmum norður
og suður.
„Illt er til
þess að vita
að fylgi-
fiskur
margra sem
náð hafa eftirlaunaaldri
er fátækt. Það þarf ekki
að vera svona.“