Morgunblaðið - 11.01.2003, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 39
✝ Guðrún Björns-dóttir fæddist á
Hofsá í Svarfaðardal
hinn 24. desember
1899. Hún lést á
heimili sínu á Dalbæ,
dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík, hinn 4.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar Guðrúnar
voru Björn Björns-
son, f. á Karlsá á
Upsaströnd 25. sept.
1871, d. 26. apríl
1934, og Guðbjörg
Guðjónsdóttir, f. á
Hólmavaði í Aðaldal
14. júní 1867, d. 25. desember 1954.
Systkini Guðrúnar voru: Jón, Sig-
fús, Sigríður, Jóhanna, Björn,
Hjalti, Kolbeinn og Jónína Svan-
hildur og eru þau öll látin.
Hinn 1. júlí 1930 gengu Guðrún
og Þórarinn Þorsteinsson, f. á Dal-
vík 3. mars 1905, d. 14. apríl 1966, í
heilagt hjónaband. Börn Guðrúnar
og Þórarins eru: 1) Friðþjófur, f. á
Karlsá á Upsaströnd 7. mars 1932,
kvæntur Kristínu Gestsdóttur, f. í
Bakkagerði í Svarfaðardal 8. jan.
1930. Synir þeirra eru: a) Þor-
steinn, f. á Akureyri 21. október
1955, maki Harpa Sigfúsdóttir, f. í
fjarðar og bjó m.a. í Hlíð í Hjaltadal
og Unastöðum í Kolbeinsdal. Guð-
rún gekk í skóla á Hólum, en
kennsla þar var í formi farskóla-
kennslu og aðeins kennt örfáar vik-
ur í senn og því skólaganga Guð-
rúnar stutt. Hún vann fyrir sér víða
á sveitaheimilum í Skagafirði, en
um tvítugt gerist hún vinnukona í
Reykjavík. Einnig vann hún á
sumrum við síldarsöltun á Siglu-
firði. Einn vetur vann hún á sauma-
stofu í Reykjavík og öðlaðist hald-
góða kunnáttu í kjólasaumi. Ennig
sótti hún dönskutíma og las dönsk
blöð og tímarit sér til ánægju og
lífsfyllingar. Hafa bæði bóklestur
og margvísleg handavinna, ásamt
garðrækt verið hennar helsta tóm-
stundagaman. Eitt sumar var Guð-
rún í vist á Lágafelli í Mosfellssveit,
og þar kynntist hún tilvonandi
mannsefni sínu.
Guðrún og Þórarinn byrjuðu bú-
skap sinn á Karlsá á Upsaströnd,
en faðir Þórarins átti jörðina og
ráku þeir feðgar þar nokkurs kon-
ar félagsbúskap. Árið 1935 fluttust
þau til Dalvíkur og byggðu sér hús
það er heitir Bjarnarhóll.
Guðrún bjó í Bjarnarhóli til árs-
ins 1979 en þá fluttist hún á Dalbæ,
dvalarheimili aldraðra á Dalvík, og
var ein af fyrstu íbúunum þar. Þeg-
ar Guðrún lést var hún elsti borg-
ari Dalvíkurbyggðar.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Reykjavík 6. janúar
1961. Börn þeirra eru
Silja, og Andri Freyr.
Þau búa í Reykjavík.
b) Björn, f. á Akureyri
29. mars 1958, kvænt-
ur Helgu Níelsdóttur,
f. á Litlu-Hámundar-
stöðum á Árskógs-
strönd 19. maí 1960.
Börn þeirra eru Atli
Viðar, Kristinn Þór og
Rúnar Helgi. Þau búa
á Dalvík. 2) Ingibjörg
Hildigunnur, f. á
Karlsá á Upsaströnd
25. ágúst 1933, var gift
Bjarne Kristinsson, f. í Kaup-
mannahöfn 4. febrúar 1936, d. í
Reykjavík 12. janúar 1968. Börn
þeirra eru: a) Kristinn Jón f. í
Reykjavík 6. ágúst 1964, býr í
Washington DC í Bandaríkjunum.
b) Þórarinn, f. í Reykjavík 19. febr-
úar 1967, maki Erna Björnsdóttir,
f. í Reykjavík 2. júní 1967. Börn
þeirra: Þorbjörn og Hildigunnur,
sambýlismaður hennar er Sigurjón
Jóhannsson. Þau búa í Reykjavík.
Þegar Guðrún var á barnsaldri
flutti fjölskylda hennar í Bakka-
gerði í Svarfaðardal og fáum árum
síðar fluttist fjölskyldan til Skaga-
Þegar ég var tólf ára fékk ég það
verkefni í skólanum að skrifa ritgerð
sem átti að heita „Mín heitasta ósk“.
Ritgerðin byrjaði svona: „Heitasta
ósk mín er að eiga heima á Dalvík.
Þar á hún amma mín heima, og þar
hef ég verið á hverju sumri frá því
ég fæddist …“ Ég var sem sagt svo
ljónheppinn að fá að verja öllum
sumrum og mörgum jóla- og
páskafríum hjá ömmu, ýmist með
hinum í fjölskyldunni eða einn. Sjálf-
sagt hef ég stundum reynt á þol-
inmæði hennar en aldrei man ég eft-
ir að hún byrsti sig við mig, ekki
heldur daginn sem ég kom fimm
sinnum blautur heim eftir að hafa
dottið í tjörnina, þar sem við fé-
lagarnir vorum með útgerð. Hún
bara klæddi mig í þurr föt og ég fór
aftur af stað upp að tjörn. Amma
hafði alltaf nógan tíma fyrir mig og
var lagið að tala við mig eins og jafn-
ingja. Á kvöldin spjölluðum við sam-
an eða spiluðum kasínu og hún las
fyrir mig. Og þannig minnist ég
samskipta ömmu við mig, oftast upp-
byggilegra.
Amma var fædd í Svarfaðardal, en
flutti nokkurra ára í Skagafjörð þar
sem hún ólst upp. Hún fór snemma
að vinna fyrir sér eins og títt var um
börn í upphafi síðustu aldar, í fyrstu
var hún matvinnungur og síðar
vinnukona á ýmsum sveitaheimilum
í Skagafirði. Um tvítugt fór hún
ásamt Jóhönnu, systur sinni, til
Reykjavíkur þar sem þær gerðust
báðar vinnukonur. Þar var amma
næstu árin á vetrum, en á sumrin
fóru þær systur til Siglufjarðar og
söltuðu síld. Hún kynntist afa mín-
um, Þórarni Þorsteinssyni frá Dal-
vík, á Lágafelli í Mosfellssveit þar
sem þau voru bæði vinnufólk. Þau
fluttu til Dalvíkur 1930 og giftu sig
það ár. Á Dalvík bjó hún svo það
sem eftir var ævinnar, lengst af í
húsi sínu, Bjarnarhóli, sem hún var
gjarnan kennd við. Hún hafði mikinn
áhuga á garðrækt og frá því ég man
eftir mér var húsið hennar falið af
háum trjám. Of háum og of mörgum
sögðu sumir, því það sást ekkert út
um stofugluggana á sumrin, hvað þá
að þar skini sól inn, en svona vildi
hún hafa þetta. Hún kunni að gera
mikið úr litlu, enda var lífsbaráttan
oft hörð á hennar yngri árum. Henni
var líka meinilla við að skulda
nokkrum peninga, og pósturinn
hafði varla sleppt takinu af gíróseðl-
unum þegar hún var lögð af stað á
pósthúsið til að borga þá. Amma
flutti á dvalarheimili haustið 1979.
Það reyndist henni erfitt að flytja úr
húsinu sínu og frá garðinum sínum
og kom það nokkuð niður á lífsgleði
hennar fyrst á eftir þótt hún léti mig
aldrei finna fyrir því.
Ég hitti hana síðast í haust. Þá var
mjög af henni dregið og hún sagði
fátt. Samt fannst mér hún þekkja
mig, við héldumst í hendur og ég
fann frá henni sömu hlýju og alltaf
þegar ég hitti hana. Hún var nýorð-
in 103 ára þegar hún lést og náði að
lifa á þremur öldum, var fædd í lok
þeirrar nítjándu, lifði alla tuttug-
ustu öldina og fyrstu ár þeirrar
tuttugustu og fyrstu. Þetta var því
orðin löng ævi og amma var södd
lífdaga þegar hún dó. Ég kveð
ömmu mína og þakka henni fyrir
þann tíma sem hún gaf mér. Hann
var mér ómetanlegur.
Þórarinn Bjarnason.
Látin er í hárri elli amma mín,
Guðrún Björnsdóttir, sem áður bjó í
Bjarnarhóli á Dalvík. Það var alltaf
tilhlökkun að fara til Dalvíkur á vor-
in þegar ég var lítill til að vera hjá
ömmu yfir sumarið. Hún bjó ein í
húsinu sem þau afi byggðu um 1935.
Hjá ömmu var alltaf gott að vera,
frá henni stafaði ró og hlýju og hún
lét sér annt um velferð okkar. Aldr-
ei heyrði ég hana tala illa um nokk-
urn mann. Hún var nægjusöm, hafði
yndi af handavinnu og prjónaði mik-
ið á okkur á meðan heilsan leyfði.
Mikill kærleikur var á milli ömmu
og systkina hennar. Hún átti átta
systkini sem komust til fullorðins-
ára og var ég svo lánsamur að kynn-
ast þeim þeirra sem bjuggu í
Reykjavík.
Skólaganga ömmu var styttri en
hún sjálf hefði óskað, enda hvatti
hún okkur óspart til að læra það
sem hugur okkar stóð til. Þegar hún
vann í Reykjavík á sínum yngri ár-
um sótti hún þó einkatíma í dönsku.
Eftir það las hún dönsk blöð og
bækur sér til ánægju. Amma fylgd-
ist vel með fram á síðustu ár, bæði
fréttum af landsmálum og því sem
gerðist innan sveitar.
Amma kom upp fallegum garði
við húsið sitt þar sem hún ræktaði
matjurtir, blóm og tré. Trén urðu
allhá og veittu gott skjól fyrir vindi
og juku þannig notagildi garðsins.
Þau byrgðu þó einnig sýn úr flest-
um gluggum hússins nema eldhús-
glugganum, þaðan sem var góð út-
sýn til Böggvisstaðafjallsins.
Þrátt fyrir háan aldur var amma
vel ern fram á síðustu ár. Sjón og
heyrn var þó farin að daprast og
hafa síðustu tvö árin verið henni
erfið.
Ég þakka ömmu fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Megi hún hvíla í friði.
Kristinn Jón Bjarnason.
Það var ekki með öllu óvænt þeg-
ar ég fékk þær fréttir sl. laugardag
að hún amma mín hefði látist þá um
morguninn. Ævin orðin löng, 103 ár,
og hún sátt við Guð og menn. Síð-
ustu árin var heilsan á undanhaldi
og ljóst að hverju stefndi.
Við bræður ólumst upp á Dalvík í
næsta húsi við afa og ömmu í Bjarn-
arhóli og nutum því þess að um-
gangast þau frá barnæsku. Þvæld-
umst við oft með afa í vörubílnum
meðan hans naut við. Þórarinn, afi
minn, lést 1966 en amma bjó í
Bjarnarhóli allt þar til hún fór á
Dalbæ árið 1979.
Ævi ömmu minnar var ekki alltaf
dans á rósum. Heimili foreldra
hennar var barnmargt og stundum
þröngt í búi. Fór hún því ung að
vinna fyrir sér eins og títt var á
þeim tíma. Því varð minna um
skólagöngu en hugur hennar stóð
til. Eftir að við ömmustrákarnir
fjórir komumst á legg, þá fylgdist
hún alltaf vel með skólagöngu okkar
og hvatti okkur áfram í náminu,
taldi það nauðsynlegan grunn fyrir
framtíðina. Þá minnumst við þess
hve gestrisin hún var og lét sér annt
um að gestir hennar færu mettir
heim. Fullvissaði sig um í hvert
skipti að ekki mætti bjóða manni
meira svo vitnað sé til orða hennar.
Hún amma mín stóð alltaf vörð
um hagsmuni fjölskyldu sinnar.
Fylgdist með hvernig gekk hjá
hverjum og einum og stóð með sínu
fólki á hverju sem dundi.
Síðustu æviárin naut hún ein-
stakrar umönnunar á Dalbæ, heim-
ili aldraðra á Dalvík. Starfsfólki þar
eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra
fórnfúsa starf í hennar þágu. Þá
verður að geta þess að foreldrar
mínir hafa nánast upp á hvern dag
öll þessi ár heimsótt hana og stutt
og styrkt á alla lund.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég ömmu mína hinsta sinni,
fullviss þess að hún mun standa vörð
um hag sinna hér eftir sem hingað
til.
Þorsteinn Friðþjófsson.
Ég kynntist Guðrúnu fyrir rúm-
um tuttugu árum, þegar ég kom
fyrst með Þorsteini sonarsyni henn-
ar til Dalvíkur. Guðrún var ekki
allra og því var ég vöruð við að alls
ekki væri víst að hún tæki mér. Ég
var undir það búin að fara í stutta
heimsókn og gera gott úr hlutunum.
En ekki aldeilis. Guðrún var búin
að ákveða fyrirfram að ég væri eng-
ill. Hún var alla tíð mjög stolt af
börnunum og barnabörnunum og
einhvernvegin féll maður ósjálfrátt
inn í þennan fullkomna hóp.
Ekki þurfti að dvelja lengi hjá
Guðrúnu til að sjá hvað skipti hana
mestu máli. Veggirnir voru þaktir
myndum af hennar fólki. Hún fylgd-
ist með öllum og þurfti margs að
spyrja. Gladdist yfir velgengni af-
komenda sinna, fátt gladdi meira en
góður námsárangur.
Guðrún var komin yfir áttrætt
þegar ég kynntist henni og heilsan
að bila. Henni leið ekki alltaf vel,
hvorki á sál né líkama, stundum var
erfitt að sjá björtu hliðarnar á tilver-
unni. Ný lyf áttu eftir að hjálpa
henni mikið. Hún varð svo miklu
glaðari og bjartara yfir dögunum.
Hundrað ára afmælið var haldið
með sóma og þar tók Guðrún á móti
gestum, glöð í bragði. Eftir þau
tímamót tók smám saman að halla
undan fæti, heilsan gaf sig. Síðustu
árin hefur hún þurft mikla umönnun.
Ég veit að starfsfólk Dalbæjar hefur
staðið sig með mikilli prýði og sinnt
henni af alúð.
Guðrún var ekki ein af þeim sem
eru afskiptir í ellinni. Sú umönnun
sem hún naut frá börnum sínum og
tengdadóttur er einstök. Ingibjörg
býr í Reykjavík og fylgdist vel með
og fór reglulega norður að heimsæja
móður sína. Hún var hjá henni þegar
kallið kom, hafði setið yfir henni um
nóttina. Tengdaforeldrar mínir,
Kristín og Friðþjófur, hafa verið
óþreytandi að sinna Guðrúnu. Þau
hafa vakað yfir velferð hennar nótt
og dag og verið meira á Dalbæ síð-
ustu sólahringana en heima hjá sér.
Ég dáist að trygglyndi þeirra og
ósérhlífni. Silja er stödd erlendis og
getur ekki fylgt langömmu sinni síð-
asta spölinn. Frá henni og Andra
Frey eru góðar kveðjur til allra að-
standenda.
Harpa Sigfúsdóttir.
GUÐRÚN
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Ragna Garðars-dóttir fæddist í
Reykjavík 5. október
1973. Hún lést í
London 24. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar eru hjónin
Garðar Snorrason og
Svala Þórhallsdóttir.
Systur Rögnu voru
Kristín Lilja, f. 3. júní
1970, og Rut, f. 18.
ágúst 1972.
Ragna ólst upp í
Garðabæ og útskrif-
aðist á nýmálalínu
við Fjölbrautaskólann í Garðabæ
en flutti í vesturhluta Reykjavíkur
þegar hún hóf nám við Háskóla Ís-
lands árið 1993. Ragna lauk B.A.
námi í bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands og í framhaldi af því
lauk hún mastersnámi í almennri
bókmenntafræði við sama skóla.
Jafnframt lauk hún
B.A. námi í sagn-
fræði/heimspeki við
Háskóla Íslands en
heimspekina stund-
aði hún nær ein-
göngu við Techn-
ische Universität í
Berlín. Að því loknu
starfaði Ragna við
Hugvísindastofnun
Háskóla Íslands sem
og við menningar-
vefritið Kistuna í eitt
ár, jafnframt starf-
aði hún sem lausráð-
inn blaðamaður við menningar-
síðurnar hjá Morgunblaðinu.
Ragna var í doktorsnámi við
Goldsmiths University of London
þegar hún lést.
Útför Rögnu fór fram frá
Garðakirkju 10. janúar. Hún hvíl-
ir í Garðakirkjugarði.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni.
(Hannes Pétursson)
Dauðinn ber misfast að dyrum.
Hann barði bæði fast og lengi hjá
Rögnu frænku minni og það endaði
með því að þau sættust á að nú væri
stundin komin. Og hann hvíslaði í
eyra hennar: „Ég ætla að leiða þig
til ljóssins og lífsins.“
Okkur er bara gefinn einn dagur
í senn. Sumum tekst betur en öðr-
um að nýta hvern dag. Ragna varð
að nota tímann vel því hann var
naumur. Það gerði hún svo sann-
arlega. Á kveðjustund streyma
minningar liðinna 29 ára um hug-
ann, allar ljúfar og góðar. Minn-
ingar um brosið, glettnina í aug-
unum og faðmlögin hlýju. Mér
finnst eins og okkur sé úthlutað
kvóta í þessu lífi og sá sem það ger-
ir var höfðinglegur þegar kom að
Rögnu. Hún var skarpgáfuð og
hennar frábæru námshæfileikar
fengu að njóta sín til fulls. Hún var
langt komin í doktorsnámi í menn-
ingarfræði og hefði lokið því á
næsta ári. Hún hafði yndi af lestri
góðra bóka og elskaði ljóð. Her-
bergi hennar var nánast fullt af
bókum enda komu mörg tækifæri
til bókagjafa við öll hennar lokapróf
á langri skólagöngu. Með þakkar-
kossunum fylgdi alltaf: „Þetta er
einmitt bókin sem mig langaði í.“
Ég verð henni ævinlega þakklát
fyrir að kynna mér eitt af uppá-
haldsskáldum sínum, Stefán Hörð
Grímsson. Ragna sjálf byrjaði barn-
ung að semja ljóð og gaman væri að
sjá ljóðin hennar á bók.
En allra bestu kostir hennar voru
umhyggja hennar og falslaus vin-
átta. Hún var góð dóttir, góð systir
og góð frænka. Vinátta Rögnu og
Unnar ömmu hennar var einstök.
Hún kom ósjaldan í búðina til mín
til að kaupa fallega flík á ömmu
sína. Þá geystist hún inn á lager og
vildi ótrufluð velja gjöfina.
Fjölskylda Rögnu var henni allt.
Garðar bróðir minn og Svala mág-
kona mín umvöfðu dætur sínar ást
og umhyggju. Heimilið var opið öll-
um vinum og frændfólki, þar var ör-
yggi fjölskyldunnar í fyrirrúmi.
Systurnar fengu hvatningu og
stuðning til náms og starfa. Syst-
urnar Lilja, Rut og Ragna bera all-
ar sínu góða heimili fagurt vitni.
Vinátta þeirra systranna var afar
náin. Saman glöddust þær á góðum
stundum og saman leystu þær
vandamál líðandi stundar.
Minningarorðum mínum lýkur
með þessu fallega erindi Einars
Benediktssonar:
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Nú hefur Ragna okkar séð „upp-
himin fegri“. Ég veit að nú líður
henni vel, umvafin ljósinu sem hún
eflaust vill senda til allra, einkum
þeirra sem myrkrið hrjáir. Elsku
Ragna mín, ég kveð þig um stund,
þakklát fyrir brosin glettnu og
faðmlögin hlýju – alla vináttuna,
sem ég hefði svo gjarnan viljað
njóta lengur. Ég bið algóðan Guð að
blessa þig og fjölskyldu þína alla.
Bertha frænka.
RAGNA
GARÐARSDÓTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.