Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 41
✝ Guðrún Ár-mannsdóttir
fæddist í Hraunkoti í
Aðaldal 28. október
1915. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga hinn 30.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Hálfdánía
Ingibjörg Jóhannes-
dóttir, f. 30.1. 1879,
d. 17.1. 1963, og Ár-
mann Guðni Þor-
grímsson, f. 2.1.
1873, d. 24.7. 1957,
bóndi í Hraunkoti.
Systkini Guðrúnar voru: Sigur-
jón, f. 20.8. 1896, d. 30.3. 1998;
Þorgrímur, f. 13.4. 1898, d. 30.1.
1978; Jóhannes, f. 9.1. 1900, d.
14.2. 1959, Björn, f. 19.1. 1902, d.
18.8. 1970; Halldór, f. 26.3. 1906,
d. 8.2. 1908; Halldór, f. 8.2. 1909,
d. 13.4. 1940; Guðrún, f. 22.4.
1913, d. 20.12. 1914; og Júlíana, f.
22.10. 1918, d. 30.4. 1988.
Hinn 3. nóvember 1935 gekk
Guðrún að eiga Jónas Andrésson
frá Sílalæk í Aðaldal, f. 5.8. 1899,
d. 6.10. 1966. Foreldrar hans
voru Elín Sigurveig Jónasdóttir,
f. 11.3. 1865, d. 10.4. 1920, og
Andrés Jónasson, f. 11.7. 1863, d.
8.3.1906. Börn Guðrúnar og Jón-
asar eru: 1) Vilhjálmur, f. 1935,
búsettur á Sílalæk, kvæntur Sig-
rúnu Baldursdóttur, f. 1939. Þau
eignuðust sex börn og tíu barna-
börn. 2) Andrés Sverrir, f. 1937,
búsettur í Garði á Suðurnesjum,
kvæntur Guðlaugu Þóru Braga-
dóttur, f. 1942. Þau eiga þrjá syni
og þrjár sonardætur. 3) Halldór,
f. 1942, búsettur á Byrgisholti í
Aðaldal, kvæntur Elínborgu Rósu
Hólmgeirsdóttur, f. 1947. Þau
eignuðust fjóra syni. 4) Elín, f.
1946, búsett á Húsa-
vík, gift Emil Ragn-
arssyni, f. 1946. Þau
eiga fjögur börn og
sjö barnabörn. 5)
Hálfdánía Árdís, f.
1948, búsett á Dal-
vík, gift Rafni Huga
Arnbjörnssyni 1949.
Þau eiga eina dóttur
og einn dótturson. 6)
Friðjón, f. 1952, d.
1973, var búsettur á
Sílalæk. 7) Guð-
mundur Karl, f.
1954, búsettur á
Hellum, Aðaldal.
Sambýliskona hans var Olga Ingi-
mundardóttir. Þau eiga tvær
dætur en fyrir átti Olga eina dótt-
ur. 8) Þröstur, f. 1956, búsettur á
Sílalæk.
Alla sína hjúskapartíð bjuggu
Guðrún og Jónas á Sílalæk í Að-
aldal. Þar stunduðu þau búskap
meðan heilsa Jónasar leyfði en
hann andaðist árið 1966 eftir
nokkurra ára erfið veikindi. Þá
voru Vilhjálmur, elsti sonur
þeirra, og Sigrún, kona hans, tek-
in við búskapnum en fjögur
yngstu börnin voru enn í for-
eldrahúsum.
Guðrún hafði alla tíð mikið
yndi af ljóðum og lausavísum
hvers konar. Þær lærði hún á
auðveldan hátt og mundi allt til
hins síðasta. Til hennar var oft
leitað varðandi upprifjun á göml-
um kveðskap og sögum. Guðrún
var félagi í Kvenfélagi Nessóknar
og heiðursfélagi þar hin síðari ár.
Hún hélt heimili með Þresti, syni
sínum, til dánardags en hann tók
við búskap á Sílalæk árið 1974.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Neskirkju í Aðaldal í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku amma og langamma.
Þetta ljóð er eins og það sé ort um
þig. Jafn umhyggjusama og góða
manneskju er varla hægt að finna.
Svo fróð, víðsýn og fordómalaus.
Með eindæmum minnug á alla hluti
svo að unun var á að hlusta. En um-
fram allt svo góð.
Við eigum eftir að sakna þín mikið
þegar við komum á Sílalæk og alltaf,
en björt minning þín mun ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stef.)
Með virðingu og þökk fyrir allt.
Hvíldu í Guðs friði, elsku amma.
Þín
Bragi, Guðrún, Guðbjörg
Anna, Guðlaug Ósk og
Berglind Sunna, Keflavík.
Elsku langamma.
Skrifuð á
blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér –
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
– við
hverja hugsun,
sem hvarflar til
þín.
(H.Á.H.)
Þín
Katrín Ragnarsdóttir.
GUÐRÚN
ÁRMANNSDÓTTIR
augasteinninn þinn – og alla mína
ævi féll varla úr sá dagur að við hitt-
umst ekki eða töluðum að minnsta
kosti saman í síma. Mér finnst því
ósköp mikið vanta nú, þegar þú ert
farin héðan; þú varst svo stór þáttur
í lífi mínu. En það er huggun harmi
gegn að ég veit að þú ert horfin til
víðari og bjartari sviða þar sem eng-
in þjáning er en friður og kærleikur
Guðs ríkir einn og óskoraður um ei-
lífð. Við Bjarki trúum að þar munum
við finna þig og afa aftur, þegar að
okkur kemur.
Elsku amma, Guð geymi þig.
Áslaug.
Elsku Ida amma!
Þetta er frá ömmustelpunni þinni,
henni Kötlu í Mexíkó. Fyrst af öllu
vil ég segja að ég elska þig mjög mik-
ið og að þú hefur alltaf verið mér
mjög mikilvæg. Mér fannst alltaf
gott að koma til þín á Hringbrautina
og seinna í Breiðholtið, að spjalla.
Síðustu árin hittumst við ekki oft, en
ég hafði samt alltaf ánægju af vís-
unum þínum og sögunum um gamla
tíma.
Þegar ég kvaddi þig á spítalanum
áður en ég fór til Mexíkó, held ég að
við höfum báðar hugsað það sama:
Að kannski væri þetta í síðasta sinn
sem við sæjumst og föðmuðumst. Ég
veit að þú varst orðin mjög gömul og
þreytt, og að hvíldin er líklega það
besta sem þú gast fengið. En mér
finnst sárt að hafa ekki verið hjá þér
til að kveðja þig almennilega og að
vera við jarðarförina. Mér finnst
þetta allt svo óraunverulegt þegar ég
er svona langt í burtu.
Ég mun aldrei gleyma stundunum
með þér. Þegar ég var lítil og þú spil-
aðir svo oft á munnhörpuna fyrir
okkur, þegar ég sagði „Amma, áttu
ís?“, þegar við Gunna systir lékum
okkur með slæðurnar þínar og
eyrnalokkana. Ég man eftir Ísak afa
að borða fiskibollur og eftir kara-
mellubúðingnum sem þú bjóst alltaf
til á Hringbrautinni. Ég man þegar
Gutti var pínulítill kettlingur að fela
sig á bak við sófann og þegar pabbi
varð veikur og þú og ég stóðum við
gluggann og vinkuðum bless í
sjúkrabílinn.
Elsku amma, nú verður allt gott
og þú þarft aldrei aftur að stilla
heyrnartækin þín eða fara í hárlagn-
ingu. Þú þarft aldrei framar að hafa
áhyggjur af neinu og finnur aldrei
aftur til.
„Og hann mun þerra hvert tár af augum
þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til
vera, hvorki harmur né vein né kvöl er
framar til. Hið fyrra er farið.“
(Opb. 21.4).
Elsku amman mín. Þó að ég sé
löngu orðin stór stelpa, fannst mér
ég samt alltaf vera litla ömmustelp-
an þín þegar þú hélst höndunum
mínum í stóru ömmulófunum þínum,
og þannig mun ég alltaf vera þegar
ég minnist þín.
Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og
verður alltaf hjá mér.
Katla.
Elsku amma mín, nú ertu farin.
Ég mun aldrei gleyma þér og öllum
heimsóknunum til þín.
Ég man svo vel þegar ég var lítil
og við Katla lékum okkur með klút-
ana þína eða þegar við fengum
göngugrindina þína lánaða til þess
að ýta hvor annarri eftir ganginum,
það var svo skemmtilegt. Eða þegar
þú spilaðir á munnhörpuna þína og
sagðir okkur sögur frá því þegar þú
varst ung. Þú talaðir svo mikið og
það var svo skemmtilegt að hlusta á
þig og hlæja með þér. Þú átt góðan
stað í hjartanu þínu og þar lifir þú
enn.
Ég mun sakna þín á hverjum degi
og þú munt alltaf vera góð minning í
huga mínum. Ég á líka eftir að sakna
þess að þú vermir ekki á mér hend-
urnar í stóru, hlýju lófunum þínum
þegar kalt er úti. Ég á aldrei eftir að
gleyma því þegar ég kom að heim-
sækja þig í Gaukshólana og þú sast í
stóra stólnum þínum eða frammi í
eldhúsi. Þú varst og verður alltaf
hugrökk og yndisleg í mínum aug-
um.
Ég elska þig, amma mín.
Þín Guðrún (Gunna litla).
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát
og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
ÖNNU BJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Hvannstóði,
Borgarfirði eystra.
Sveinn Bjarnason,
Geirlaug Sveinsdóttir, Sveinn Jóhannsson,
Ágústa Sveinsdóttir, Helgi Eyjólfsson,
Karl Sveinsson, Margrét Bragadóttir,
Bóthildur Sveinsdóttir, Bernard Gerritsma,
Bjarni Sveinsson,
Jón Sveinsson,
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Guðrún Hvönn Sveinsdóttir,
Skúli Sveinsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN E. KRISTJÁNSSON
kaupmaður,
Skólagerði 6,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 13. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Hulda Klein Kristjánsson,
Sóphus Klein Jóhannsson, Áslaug Ingólfsdóttir,
Ottó R. Jóhannsson,
Elín M. Jóhannsdóttir, Bergrún Sigurðardóttir,
Brynja Jóhannsdóttir, Rúnar Gíslason,
Pálmey Jóhannsdóttir, Niels Krogh Andersen,
Hjördís Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra,
ANNA VILMUNDARDÓTTIR
frá Löndum, Grindavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund þriðjudaginn 7. janúar.
Steinólfur Jóhannesson,
Lúther Kristjánsson, Elín Káradóttir,
Halldór Kristjánsson, Guðný Guðjónsdóttir,
Ólafur Kristjánsson, Erla S. Ingólfsdóttir,
Anna Dóra Lúthersdóttir, Hreinn Líndal Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
SVEINBJÖRG LINDA EINARSDÓTTIR,
Holtsgötu 20,
Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi fimmtudaginn 9. janúar.
Sigurbjörn Sigfússon,
Kristinn Sigursveinsson, Guðbjörg Torfadóttir,
Hulda Íris Sigursveinsdóttir, Leifur Gauti Sigurðsson,
Elsa María Sverrisdóttir, Gísli Birgir Gíslason,
Arnar Sverrisson
og barnabörn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓSEFÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR BLÖNDAL
frá Seyðisfirði,
lést að morgni miðvikudagsins 8. janúar
Svala Halldórsdóttir, Ólavía Halldórsdóttir,
Lárus Halldórsson, Herbert Halldórsson,
Kristín Halldórsdóttir,
tengdabörn, ömmubörn,
langömmubörn og langalangömmubörn.
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
JÓHANNESAR KRISTJÁNSSONAR
bónda,
frá Ytri-Hjarðardal,
Hlíf II,
Ísafirði.
Bestu þakkir til starfsfólks öldrunardeildar
Sjúkrahúss Ísafjarðar og Hlífar II fyrir góða umönnun.
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Eiríkur Ásgeirsson, Guðný Þorvaldsdóttir,
Kristján Jóhannesson, Guðrún Jónsdóttir,
Elín Jóhannesdóttir, Gísli Þorsteinsson
Helga Jóhannesdóttir, Arnór Jósefsson,
barnabörn og barnabarnabörn.