Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gylfi Harðarsonfæddist í Reykja-
vík 7. júní 1943. Hann
lést á heimili sínu í
Vestmannaeyjum 2.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hörður Kristinsson,
f. 13. sept. 1920, d.
27. jan. 1983, og Unn-
ur Jónsdóttir, f. 24.
maí 1922. Systkini
Gylfa eru Birgir Örn,
f. 27. okt. 1946, Krist-
inn Már, f. 23. ágúst
1948, Anna, f. 23. júní
1951, Guðrún, f. 22.
des. 1952, og Matthías, f. 14. apríl
1961. Fyrir átti Hörður dótturina
Hrafnhildi.
Árið 1962 kynntist Gylfi Birnu
Kristínu Þórhallsdóttur, f. 12.
ágúst 1946, og gengu þau í hjóna-
band 27. feb. 1965. Þau slitu sam-
vistum árið 1986. Gylfi kvæntist
ekki aftur.
Börn þeirra hjóna eru fjögur,
þau eru: 1) Gylfi Anton vélfræðing-
árið 1959 og starfaði þar fram til
ársins 1961. Á næstu árum starfaði
Gylfi við vélsmíði og vélaviðgerðir
m.a. hjá Vélsmiðjunni Hamri og
Vélsmiðju Péturs Auðunssonar í
Hafnarfirði. Árið 1963 réðst Gylfi
sem smyrjari á ms. Laxá og síðar á
ms. Rangá og starfaði þar þar til í
janúar 1974 þegar hann fluttist
ásamt fjölskyldu sinni til Vest-
mannaeyja. Þar hóf Gylfi störf hjá
Vélsmiðjunni Þór og starfaði þar
fram til ársins 1976. Gylfi var vél-
stjóri og matsveinn á Danska Pétri
VE 423 frá 1976 til 1979 þegar
hann réðst sem vélstjóri á nótaskip-
ið Kap II VE 4 þar sem hann var
næstu ellefu árin. Gylfi lauk form-
legu vélstjórnarnámi frá Vélskól-
anum í Vestmannaeyjum árið 1985.
Árið 1990 réð hann sig sem yfirvél-
stjóra á nótaskipið Berg VE 44 og
starfaði þar allt til dánardags.
Gylfi var virkur félagi í Golf-
klúbbi Vestmannaeyja. Hann var
bridsspilari og forfallinn flug-
áhugamaður og átti mikið safn
flugherma. Gylfi hafði mikinn
áhuga á kjara- og öryggismálum
sjómanna og sat á sínum tíma í
stjórn sjómannafélagsins Jötuns.
Útför Gylfa verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
ur, f. 19. apríl 1965,
kvæntur Lindu Hrönn
Ævarsdóttur og sam-
an eiga þau þrjú börn,
Tryggva Þór, Axel
Frey og Hörpu Valey.
2) Ólafur Þór, BA í
stjórnmálafræði og
MSc í aðferða- og töl-
fræði, f. 26. ágúst
1970, kvæntur Ingi-
björgu Arnarsdóttur
viðskiptafræðingi. 3)
Unnur Heiða húsmóð-
ir, f. 8. febrúar 1972,
gift Þresti Friðberg
Gíslasyni og eiga þau
þrjár dætur, Sóley Rut, Telmu
Hrönn og Svandísi Dögg. 4) Bjarki
Týr Gylfason bifreiðastjóri, f. 12.
janúar 1980, er í sambúð með Sig-
ríði Reynisdóttur og saman eiga
þau tvo drengi, Garðar Frey og
Úlfar Þór.
Eftir að hafa reynt fyrir sér til
sjós á síðutogurum um skeið hóf
Gylfi að læra vélsmíði hjá Vélsmiðj-
unni Bjargi í Höfðatúni í Reykjavík
Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um
það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur.
Og nú var um seinan að sýna þér allt það
traust,
sem samferðafólki þínu hingað til láðist
að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust
að vera að slíku fyrst daglega til þín
náðist.
En dánum fannst okkur sjálfsagt að þakka
þér
og þyrptumst hljóðir um kistuna
fagurbúna.
Og margir báru þig héðan á höndum sér,
sem höfðu í öðru að snúast þangað til
núna.
En þetta er afrek, sem einungis látnum
vinnst,
í allra þökk að gerast virðingamestur.
Því útför er samkoma, þar sem oss
flestum finnst
í fyrsta sinn rétt, að annar sé
heiðursgestur.
En hópur þeirra, sem áttu þig lengst af að,
var, eins og þú skilur, þyngstum söknuði
hlaðinn.
Og víst hefði margur maðurinn kosið það
að mega fylgja öðrum vinum í staðinn.
En þó að við treystumst til þess að lifa hér
er tryggð okkar söm – og jafnvel þó að svo
færi,
að mynd þín gleymdist öllum, sem unna
þér,
er engan veginn gefið, hvers sökin væri.
Mér dylst að vísu þín veröld á bak við hel,
en vænti þess samt, og fer þar að
prestsins orðum,
að þú megir yfirleitt una hlut þínum vel,
því okkar megin gengur nú flest úr
skorðum.
Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú,
að heimurinn megi framar skaplegur
gerast,
og sé honum stjórnað þaðan, sem þú ert
nú,
mér þætti rétt að þú létir þau tíðindi
berast.
(Tómas Guðmundsson.)
Hvíl í Guðs friði, elsku bróðir.
Birgir Örn, Kristinn Már,
Anna, Guðrún, Matthías og
Hrafnhildur.
Gylfi Harðar er fallinn frá, langt
fyrir aldur fram. Hann byrjaði sem
yfirvélstjóri hjá okkur á Bergi VE
44 árið 1990. Þá var vélin Bergen
Diesel 1040 HP., en áður hafði hann
keyrt sams konar vél í Kap VE og
þekkti hann því vel til. Það voru
aldrei vandræði um borð eftir að
Gylfi kom, ef eitthvað kom upp á þá
var því reddað. Hvort sem verið var
á veiðum eða keyrslu. Hann gætti
þess ávallt að eiga nóg af varahlut-
um um borð eins og dælur og allar
tegundir af klussaslöngum ásamt
öðru tilheyrandi. Þann tíma sem
Gylfi var á Bergi var farið til Pól-
lands í tvígang. Í bæði skiptin var
Gylfi okkar maður í Póllandi og sá
um eftirlit með framkvæmdunum og
var sómi af.
Gylfi talaði um að hann ætlaði að
fara í land og hætta til sjós þegar
hann næði 60 ára aldrinum og slaka
á. En það er nú einu sinni svo, að við
ráðum ekki alltaf okkar stað eða
tíma. Við strákarnir á Bergi sem
höfum róið með Gylfa öll þessi ár
þökkum fyrir góða samveru og vin-
áttu. Útgerðin Bergur ehf. þakkar
GYLFI
HARÐARSON
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
VALBORGAR GÍSLADÓTTUR,
Bergöldu 4,
Hellu,
áður Mávahlíð 34.
Hulda S. Eggertsdóttir, Eggert Ólafsson,
Eggert V. Guðmundsson, Eygló Bergs,
Sigurður B. Guðmundsson, Jaroon Nuamnui
og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn og elskulegur faðir
okkar,
FRIEDEL KÖTTERHEINRICH,
Túngötu 49,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðviku-
daginn 8. janúar.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Kristín Luise Kötterheinrich,
Markús Sveinn Kötterheinrich.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
TÓMASAR EMILSSONAR,
Öldugötu 11,
Seyðisfirði.
Þórdís Bergsdóttir,
Bergur Tómasson, Ásdís Benediktsdóttir,
Sigurður Tómasson, Hafdís Guðmundsdóttir,
Hildur Tómasdóttir, Valdimar Jörgensen,
Þórdís Tómasdóttir, Þór Ingólfsson,
Emil Tómasson, Anna Karlsdóttir,
Tómas Tómasson, Berglind Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BIRGIR FINNSSON
fyrrverandi forstöðumaður
Tjaldanesheimilisins,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 3. janúar síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Knútur Birgisson, Gyða Vigfúsdóttir,
Kristín Birgisdóttir, Darren Foreman,
Snjólaug Sigurjónsdóttir,
Hildur Erna Sigurjónsdóttir.
Faðir okkar, afi, bróðir og vinur,
GUNNAR STURLAUGSSON FJELDSTED,
síðast til heimilis á
Langárfossi,
Borgarbyggð,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánu-
daginn 13. janúar kl. 14.00.
Aðstandendur.
Ástkær dóttir okkar og systir,
RAGNA GARÐARSDÓTTIR,
lést í London þriðjudaginn 24. desember sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Garðar Snorrason, Svala Þórhallsdóttir,
Kristín Lilja Garðarsdóttir,
Rut Garðarsdóttir.
✝ Elín Böðvars-dóttir sauma-
kona fæddist á Ból-
stað í Mýrdal 20. júní
1909. Hún lést á Elli-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 16. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Böðvar Sigurðs-
son bóndi á Bólstað,
f. 4.2. 1866, og kona
hans, Hugborg Run-
ólfsdóttir, f. 16.4.
1881. Börn þeirra
voru níu: Steinunn, f.
1902, látin sama ár,
Sigurður, f. 8.3. 1903, látinn;
Markús, f. 24.12. 1904, látinn;
Hjálmar, f. 8.10. 1906, látinn; Vil-
helmína, f. 18.1. 1908, látin; Katr-
ín, f. 17.10, 1910, látin, Sigurjón, f.
23.10. 1911, látinn. Eftirlifandi er
Sigurbjörg Sóley, f. 23.10. 1912.
Börn Elínar eru
Sigurbjörn, f. 8.5.
1936, faðir hans var
Guðmundur Krist-
jánsson, f. 25.10.
1907, látinn, og Kol-
brún Elín, f. 21.5.
1944, faðir hennar
var Ralph William
Anderson, f. 22.5.
1918, látinn. Barna-
börnin eru níu og
barnabarnabörnin
19, þar af eitt látið.
Elín starfaði aðal-
lega við saumaskap
og ræstingar. Hún
var ráðskona til margra ára hjá
Pétri Guðmundssyni. Bjó hún svo
í húsi Öryrkjabandalagsins í Há-
túni til 1994, er hún fór á Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund.
Útför Elínar fór fram í kyrr-
þey.
Þrýtur líf og þrek í öldnum taugum
þeim er fyrrum spruttu úr móður jörð.
Þá er ljúft að loka þreyttum augum,
láta duftið frjóvga nýjan svörð.
Er faðir lífsins vekur barn sitt, vorið,
og veldi ljóssins sigrar enn á ný
guðlegt frjómagn er þá endurborið,
andi minn, hann verður hluti af því.
Svo kveð ég sáttur granna mína góðu,
gömlum vinum þakka sálaryl.
Ég hrópa yfir hina miklu móðu:
„Mer finnst gott að hafa verið til.“
(Kristján Árnason, Skálá.)
Elsku amma mín er dáin og komin
á betri stað. Það er svo margt sem
rifjast upp þegar hugsað er til baka.
Það sem ég man best um ömmu er
þegar við fjölskyldan skruppum til
Reykjavíkur en þá var alltaf gist hjá
henni og Pétri (amma var ráðskona
hjá honum í mörg ár) í Ármúlanum.
Ég man alltaf eftir litla húsinu með
græna þakinu þar sem Hótel Ísland
stendur núna. Þegar við komum var
alltaf til kók eða appelsín í ísskápn-
um. Amma passaði mig stundum á
meðan foreldrar mínir voru að er-
indast í bænum.
Mér fannst hafragrautur vondur
en enginn nema amma fékk mig til
að borða hann, hún sagði alltaf sögu
til að fá mig til að borða hann, en hún
var um beinagrind sem æti grautinn
ef ég vildi hann ekki og þá mun ég
verða horuð og veslast upp eins og
beinagrindin. Ég var svo hrædd við
beinagrindina að ég vildi frekar
borða grautinn minn en að beina-
grindin borðaði hann og nú finnst
mér hafragrautur góður, þökk sé
henni ömmu minni. Það er svo margt
sem ég gæti tínt til til þess að rifja
upp góðu tímana í Ármúlanum.
Amma var alltaf að tala um að ég
væri of feit eða þybbin og að ég ætti
frekar að vera eins og hún og svo
klappaði hún á lærið á sér (að mínu
mati var amma of grönn) og bætti við
að hún vissi hvað væri að vera þybb-
in því hún var það þegar hún var
ung.
Amma sýndi aldrei neinar tilfinn-
ingar enda þegar hún var að alast
upp þá var það víst veikleiki, en þeg-
ar við mamma sögðum henni frá að
afi væri dáinn var það eina sem gerð-
ist að hún þagði og varð fjarræn.
Seinna sagði hún okkur mömmu að
þegar afi hefði farið aftur út til
Bandaríkjanna (en hann var her-
maður á vellinum) þá hafi hún sofnað
með mynd af honum ofan á sér.
Þetta sýndi mér að amma lokaði ekki
alveg á tilfinningar sínar. Hún gat
opnað sig og sýnt okkur þær hliðar á
sér sem við vorum ekki vön að sjá.
Þín dótturdóttir og barnabarna-
barn,
Fanney Erla A. Friðjónsdóttir
og Kolbrún Sara Anderson.
Elsku Ella mín. Mig langar að
byrja á því að þakka þér, elsku vin-
ELÍN
BÖÐVARSDÓTTIR