Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 43

Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 43
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 43 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffisala Safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíll- inn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Hljómsveit ungmenna. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Prestur sr. María Ágústs- dóttir. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Marteinn Friðriksson leikur á orgelið. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Eftir messu er fundur í safnaðarfélagi Dómkirkjunnar. Þar mun Thuy Ngo segja frá starfsemi Alþjóðahúss- ins. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Guðrún Helga Harðardóttir. Organisti Dou- glas A. Brotchie. Messa kl. 14:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – Háskólasjúkrahús: Foss- vogur: Guðsþjónusta kl. 10:00. Prestur Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Prestur Ingileif Malmberg. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Prestur Kjartan Örn Sigurbjörns- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11:00. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholts- kirkju leiða söng. Barnastarfið hefst í kirkj- unni en síðan fara börnin í safnaðarheim- ilið. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni og sunnudaga- skólakennurunum Hildi Eiri, Heimi og Þor- valdi. Messukaffi. Messa kl. 13:00 í Dag- vistarsalnum Hátúni 12. Gunnar Gunnarsson leikur, Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn. Bjarni Karlsson prédikar, en Guðrún Karlsdóttir leiðir stundina ásamt Margréti Scheving og hópi sjálf- boðaliða. Messa kl. 14:00 í hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Prófasturinn Jón Dalbú Hróbjartsson heimsækir heimilið, prédikar og þjónar ásamt Bjarna Karlssyni sóknarpresti og djáknunum Jóni Jóhanns- syni, Fjólu Haraldsdóttur og Jóhönnu Guð- mundsdóttur. Gunnar Gunnarsson leikur á píanó og stjórnar söng. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. Sunnudagaskólinn og 8 og 9 ára starf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Altarisganga. Össur Skarphéð- insson flytur hugleiðingu. Sunnudagaskól- inn hefur göngu sína með skemmtilegu ívafi. Börnin hvött til að mæta. Organisti Viera Manasek. Prestur Sigurður Grétar Helgason. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnamessa klukkan 11. Barn borið til skírnar. Falleg og skemmtileg barnastund. Umsjón með tónlistinni hefur okkar frábæri tónlistar- stjóri Carl Möller. Silli kemur í heimsókn frá Vestmannaeyjum. Við fréttum af æv- intýrum hans yfir jól og áramót. Að fastri venju lýkur stundinni með því að við förum niður að tjörn og gefum öndunum brauð. Allir hjartanlega velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00. Brúðuleikhús Helgu Stef- fensen verður með leikrit. Kaffi og kirkju- kex á eftir. Nú er allt starfið að hefjast á ný eftir hátíðina og um að gera að byrja árið með krafti og gleði í kirkjunni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Léttar veit- ingar að guðsþjónustu lokinni. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B- hópur. Sunnudagaskóli í kapellu kl. 11:00. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (sjá nánar www.digra- neskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Matéová. Ritningarlestur: Benedikta G. Waage. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Um- sjón: Elfa Sif. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Ester Ólafsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Sigríður Rún, Sigurvin og Signý. Undirleikari: Guðlaugur Vikt- orsson. Sunnudagaskóli kl. 13:00 í Engja- skóla. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Sigríður Rún, Sigurvin og Signý. Undirleik- ari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðs- þjónusta kl. 11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hew- lett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Guðsþjónusta kl. 11 í Lindaskóla. Fermingarbörn sjá að mestu um helgihaldið. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Mikill söngur, sögur, líflegt sam- félag! Nýjar bækur og límmyndir! Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Ingunn Björnsdóttir kennir. Samkoma kl.20.00. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Edda Matthíasdóttir Swan predik- ar. Allir velkomnir. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á sjón- varpsstöðinni Ómega kl.13.30. Heima- síða kirkjunnar er: www.kristur.is FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 16. Samkoma kl. 16:30, Högni Valsson predikar, brauðsbrotning, krakkakirkja, ungbarnastarf, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. skráning á Alfanámskeiðið er hafin. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Hjálpræð- issamkoma kl. 20. Majórarnir Turid og Knut Gamst stjórna og tala. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Majór Turid Gamst talar. Kl. 17.30 Barnakór. Öll börn velkomin. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14.00. Sigrún Einarsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára. Eftir samkomu er boðið upp á kaffi og meðlæti selt á vægu verði. Þá er gott tækifæri til að hitta fólk og spjalla saman. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Lof- gjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitn- isburðir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Upphafsorð: Kristín Möller. Hrönn Sigurðardóttir talar. Barnastarfið heldur áfram í Undralandi. Matsala verður að samkomu lokinni. Vaka kl. 20: Guðlaugur Gunnarsson fjallar um framtíðina sem blasir við. Mikill söngur og lofgjörð. Allir innilega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Laugardaga: Barnamessa kl. 14.00 að trúfræðslu lokinni. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30 Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 fyrsta barnaguðsþjónusta á nýju ári. Kl. 14 guðsþjónusta. Kór Landakirkju undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. LÁGAFELLSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Upphaf barnastarfsins á nýju ári með þátttöku sunnudagaskólans, Kirkjukrakka, TTT og æskulýðsfélagsins. Umsjón: Þórdís Ásgeirsdóttir djákni, Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Jón Þor- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Antoniu Hevesi. Prestur sr.þórhildur Ólafs. Sunnudagaskólinn í kirkjunni heimsækir krakkana í Hvaleyrarskóla. Rútan fer frá kirkjunni kl.11.00 og heim aftur kl.12.00. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Nú hefst barna- starfið aftur eftir jólafrí. Afhentar verða nýj- ar bækur og nýjar myndir. Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda, Sig- ríður Kristín, Hera og Örn. Góð og upp- byggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13. Örn Arnarson og hljómsveit kirkjunnar leiða tónlist og söng. Umfjöllunarefni guðsþjónustunnar verður fermingin og fermingarundirbún- ingur. Altarisganga. Að lokinni guðsþjón- ustu verður stuttur fundur með ferming- arbörnum og fjölskyldum þeirra um fermingarstarfið. Einar Eyjólfsson og Sig- ríður Kristín Helgadóttir. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla í dag, laugardag, kl. 11.15. ÁSTJARNARKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta í Samkomusal Hauka á Ás- völlum sunnudag kl. 11. VÍDALÍNSKIRKJA: Þótt jólin séu liðin er faðmur kirkjunnar opinn. Við hefjum starf- ið með messu kl. 11.00. Kirkjukórinn leið- ir sönginn. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Fermingarbörn lesa ritning- arlestra. Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Nýtt efni afhent börnunum. Fyrir þau börn sem ekki hafa verið áður er heppilegt að byrja einmitt núna. Foreldrarnir eru hvattir til að fylgja börnum sínum. Við minnum á að Alfa-námskeið er að hefj- ast. Kynningarfundur á miðvikudag kl. 20.00. Njótum samveru í kirkjunni. Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14.00. Sunnudagaskólinn mætir þar ásamt Ásgeiri Páli og Kristjönu. Nú fá börnin nýtt efni og heppilegt er að byrja núna, fyrir þá sem ekki hafa verið með fram að þessu. Álftaneskórinn kemur og leiðir sönginn. Organisti Hrönn Helga- dóttir. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Kon- ráðsdóttir djákni þjóna. Fjölskylduvænt samfélag sem ungir og aldnir eru hvattir til að taka þátt í. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11. Starfsfólk sunnu- dagaskólans er: Arnhildur H. Arnbjörns- dóttir, Guðrún Soffía Gísladóttir, Laufey Gísladóttir, Margrét H. Halldórsdóttir, Samúel Ingimarsson, Sigríður H. Karls- dóttir og undirleikari í sunnudagaskóla er Helgi Már Hannesson. Messa kl. 14. Samfélagið um Guðs borð. Félagar í mál- fundafélaginu FAXA fjölmenna til kirkju. Endurskoðuð textaröð B: Jer. 31. 10–14 eða Rut 1.15–19a , Ef. 6. 1–4. Gsp. Mk. 10. 13–16 Slíkra er Guðs ríki. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: „Ótti er ekki í elskunni“. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjórnandi: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Hrafnhildur Atla- dóttir. Sóknarnefnd býður til kaffidrykkju eftir messu. Sjá Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og léttur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. For- eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sókn- arprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Kl. 11 sunnu- dagaskólinn byrjar með lífi og fjöri. Nýjar bækur og límmiðar, mikill söngur og gleði. Kl. 17 orgelstund, góð kyrrðarstund undir orgelhljómi með bæn og íhugun. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 12. janúar kl. 14. Kór Versl- unarskólans syngur undir stjórn Hreiðars Þorsteinssonar. Sóknarprestur. HNÍFSDALSKAPELLA: Guðsþjónusta kl. 11. Kvennakór Hnífsdals syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sunnudagaskóli kl. 13. Sóknarprestur. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrst í kirkju síðan í safnaðarheimili. Um- sjón Ingunn Björk og Laufey Brá, leikkona. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 almenn samkoma. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Í dag, laugardag, verður fræðsla í kirkjunni un náðargjafir Heilags anda. Eftir fræðsluna og kaffihlé munum við biðja saman og sækjast eftir gjöfunum sem andinn útbýtir að vild sinni. Allir velkomnir. Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.30. Reynir Valdi- marsson prédikar. Á meðan fer fram kröft- ugt og skemmtilegt barnastarf. Kl. 16.30 er síðan vakningarsamkoma í umsjá Krist- ins Óskarssonar. Þar verður fjölbreytt lof- gjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta. Barnapössun fyrir börn yngri en 7 ára. Allir velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 7 og 12.30. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð Akureyri. Al- menn samkoma kl. 20.30 á sunnudags- kvöldið. Ræðumaður Skúli Svavarsson kristniboði. Allir velkomnir. Morgunblaðið/SverrirKotstrandarkirkja. Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2.) MINNINGAR fyrir sig. Hafi hann þökk fyrir vel unnin störf. Samúðarkveðja til barna, móður og ættingja. Megi minning góðs drengs vera ljós í lífi okkar. Sævald, Elías Geir, Sigurgeir og Ásdís. Mig langar að minnast Gylfa Harðarsonar í örfáum orðum. Ég kynntist Gylfa er við vorum á loðnuveiðum saman á mb. Kap VE 4, haustið 1980 og veturinn ’81. Mér lík- aði strax vel við Gylfa. Hann var góð- ur félagi og urðum við góðir vinir alla tíð. Hann var dálítið sérstakur kar- akter, hann lá yfirleitt ekki á skoð- unum sínum og lét þær óspart í ljós og var þá sama hvort verið var að ræða um stjórnmál eða verkalýðsmál en þau voru honum afar hugleikin. Hann var alltaf með sitt á hreinu gagnvart kjaramálum. Gylfi var hörku duglegur, góður sjómaður og klár vélstjóri. Leiðir okkar Gylfa lágu aftur saman um 1990 er hann hóf störf sem vélstjóri á Bergi VE 44, sem tengdafjölskylda mín á og gerir út. Við unnum mikið saman, þar sem ég vann sem vélvirki og suðumaður en hann vélstjóri og lærði ég mikið af honum. Var oft mikið að gera hjá okkur í ýmsum breytingum sem fylgja útgerð svona skips. Gylfi var ekki alltaf sammála útgerðaraðilum hvernig ætti að reka skipið. Fékk ég oft að heyra frá honum hvernig ætti að gera hlutina og ætlaðist hann að sjálfsögðu til að ég kæmi því áfram til réttra aðila. Þótt Gylfi væri ákveðinn og léti ekki vaða ofan í sig átti hann erfitt með að hemja þann gamla fjanda Bakkus. Við hann er ekki hægt að ræða neitt réttlæti. En kæri vinur ég kveð þig nú með söknuði. Þú varst góður maður Gylfi og það var synd að þú skyldir ekki getað notið þess sem þú varst búinn að hlakka svo til að njóta. Það var að hætta til sjós og njóta þess lífeyris sem þú hafðir svo sannarlega unnið fyrir. Þú varst mikið búinn að tala um það að halda upp á 60 ára afmæli þitt í sumar með fjölskyldu þinni og vinum. Þú ætlaðir einnig að njóta þess að geta farið að spila golf. Ég vona Gylfi minn að þér líði vel á nýj- um miðum. Ég vil að endingu votta aðstand- endum Gylfa mína dýpstu samúð. Far þú í friði kæri vinur. Hallgrímur Tryggvason. kona, fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Ég kynntist Ellu fyrir u.þ.b. 45 ár- um þegar við bjuggum í sama húsi í Nökkvavoginum. Aldrei féll skuggi á vináttu okkar allan þennan tíma og gaf það mér mikið að eiga svo góða vinkonu í gegnum öll þessi ár. Síðustu árin dvaldi Ella á hjúkr- unarheimilinu Grund og þar leið henni vel og starfsfólkið var henni gott. Mikið var hún þakklát þegar þetta elskulega fólk bauð mér að drekka með henni kaffibolla þegar ég kom í heimsókn á Grund enda var Ella einstaklega gestrisin og gjaf- mild með eindæmum, já, maður kom aldrei að tómum kofunum þar. Ekki má gleyma pönnukökunum hennar sem voru þær bestu í heimi, og margt fallegt hefur hún gert í hönd- unum í gegnum árin, sem geymir og varðveitir minningu hennar. Við Ella sátum oft saman og skoðuðum myndir af fallegu barnabörnunum hennar, þau voru það dýrmætasta sem hún átti og henni fannst gaman að segja mér frá þeim og það var notaleg stund hjá okkur báðum. Elsku vinkona, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta, hafðu þökk fyrir allt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Kolbrún, Siggi og fjölskyld- ur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi guð vera með ykk- ur. Ingibjörg Guðmannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.