Morgunblaðið - 11.01.2003, Side 45
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 45
ALFA er tíu vikna námskeið, einu
sinni í viku, þar sem fjallað er um
grundvallaratriði kristinnar trúar á
einfaldan og þægilegan hátt. Auk
þess fara þátttakendur eina helgi
saman út úr bænum.
Fjallað er um mikilvægustu
spurningar lífsins. Hvorki eru gerð-
ar kröfur um trúarafstöu né heima-
lærdóm eða aðrar kröfur gerðar til
þátttakenda.
Á Alfanámskeiðinu gefst fólki
tækifæri til að spyrja spurninga og
taka þátt í skapandi umræðu um líf-
ið og tilveruna.
Alfa er öllum opið og er fyrir þá
sem vilja leita svara við spurningum
um tilgang lífsins og vilja kynna sér
grundvallaratriði kristinnar trúar
og þá sem langar til að velta fyrir
sér hvaða gildi móta í raun líf okkar
og samfélag. Alfa er fyrir þá sem
trúa, sem efast og síðan ekki síst
fyrir þá sem ekki trúa, eða eru leit-
andi á trúarsviðinu.
Alfanámskeiðið mun standa yfir í
10 vikur, á miðvikudagskvöldum
frá kl. 19 til kl. 22. Hvert kvöld hefst
með léttum málsverði. Síðan er um-
ræðuefnið útskýrt og rætt í um-
ræðuhópum.
Námskeiðið mun hefjast 15. jan-
úar með kynningarfundi kl. 20, í
safnaðarheimili Vídalínskirkju.
Vertu með og láttu skrá þig. Inn-
ritun stendur yfir á skrifstofu Ví-
dalínskirkju í síma 565 6380.
Tómstunda- og kóra-
starf í Háteigskirkju
HÁTEIGSSÖFNUÐUR stendur fyr-
ir fjölbreyttu tómstundastarfi fyrir
börn og unglinga. Í dag, laugardag-
inn 11. janúar, er opið hús í Háteigs-
kirkju frá kl. 13–16 til kynningar á
tómstunda- og kórastarfi kirkj-
unnar fyrir börn og unglinga. Þessi
kynning er hluti hverfisdagskrár
forvarnafélagsins Samtaka: Degi
Nella nágranna.
Auk aldurskipts kórastarfs undir
stjórn Julians Isaacs býður Háteigs-
kirkja upp á tómstundastarf þar
sem lögð er áhersla á fræðslu, upp-
byggilega leiki, föndur og fleira
fyrir börn og unglinga á grunn-
skólaaldri. Starfið hefst aftur að
loknu jólafríi sem hér segir:
TTT-klúbbur: Mánudaginn 13.
janúar kl. 16.30 til 18.
Ævintýrabirnirnir: Þriðjudaginn
14. janúar kl. 16 til 16.50.
Ævintýraklúbburinn: Þriðjudag-
inn 14. janúar kl. 17.10 til 18.30.
Æskulýðsfélagið: Þriðjudaginn
14. janúar kl. 19 til 21.
Ævintýrabirnirnir eru hugsaðir
fyrir börn úr fyrsta og öðrum bekk,
ævintýraklúbburinn fyrir börn úr
þriðja og fjórða bekk og TTT-
klúbburinn fyrir börn úr fimmta til
sjöunda bekk. Æskulýðsfélagið,
öðru nafni MEME, er opið öllum
unglingum úr áttunda, níunda og tí-
unda bekk.
Nánari upplýsingar gefur Guð-
rún Helga Harðardóttir, æskulýðs-
fulltrúi Háteigskirkju, í síma
699 3990.
Auk þess minnum við á barna-
guðsþjónustur alla sunnudaga
klukkan ellefu í
Háteigskirkju og foreldramorgna
alla fimmtudaga klukkan tíu.
Össur flytur hugvekju
í Seltjarnarneskirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 12. jan-
úar, flytur Össur Skarphéðinsson,
alþingismaður og formaður Sam-
fylkingarinnar, hugvekju í messu í
Seltjarnarneskirkju sem hefst kl. 11
f.h.
Í vetur flytja leikmenn hugvekju
við messu einu sinni í mánuði í Sel-
tjarnarneskirkju og er Össur þriðji í
röðinni á eftir Siv Friðleifsdóttur
umhverfisráðherra og Pétri Péturs-
syni prófessor í guðfræði.
Prestur verður séra Sigurður
Grétar Haraldsson, Kammerkór
Seltjarnarneskirkju syngur og org-
anleikari er Viera Manásek.
Hjónakvöld
Digraneskirkju
NÆSTA hjónakvöld Digranes-
kirkju verður sunnudagskvöld 12.
janúar kl. 20.30. Gestur okkar verð-
ur Rannveig Einarsdóttir fjöl-
skylduráðgjafi og kennslufræð-
ingur.
Um áramót strengja margir ýmis
áramótaheit, til dæmis að stefna að
því að verða betri manneskjur,
sinna fjölskyldunni betur og margt
fleira. Af þessu tilefni ætlum við að
hafa efni kvöldsins í þeim anda sem
gæti hjálpað okkur áleiðis í þessum
efnum.
Það sem Rannveig mun fjalla um
er: Ágrenningur: að takast á og
sættast. Mismunandi þrár og lang-
anir: þörf á nálægð og fjarlægð.
Samskiptamunstur: tilfinningar og
áhrif þeirra á samskipti.
Fyrirlesturinn verður í nýju kap-
ellunni á neðri hæð Digraneskirkju.
Eins og vanalega verður boðið
upp á stutta kyrrðarstund á eftir
fyrirlestri fyrir þá sem vilja og geta.
Dagskránni lýkur milli kl. 22 og
22.30.
Fyrirlestur um sorg
og sorgarviðbrögð
SÉRA Haukur Ingi Jónasson
sjúkrahúsprestur flytur fyrirlestur
í Grafarvogskirkju um sorg og
sorgarviðbrögð nk. mánudag kl. 20.
Eins og undanfarin ár verður
starfræktur sorgarhópur í Grafar-
vogskirkju. Síðastliðið ár voru hóp-
arnir tveir. Hópstarfið hefst 13. jan-
úar nk. Þá mun séra Haukur Ingi
Jónasson sjúkrahúsprestur flytja
erindi. Fundurinn hefst kl. 20.
Kaffiveitingar eftir fundinn. Allir
velkomnir.
Prestar Grafarvogskirkju.
Biblíulestur í
Landakoti
SR. Halldór Gröndal heldur áfram
Biblíulestri sínum mánudaginn 13.
janúar kl. 20 í safnaðarheimili kaþ-
ólskra á Hávallagötu 16.
Allir sem áhuga hafa á því eru
hjartanlega velkomnir.
Fjölskyldan saman í
Ástjarnarkirkju
SÖFNUÐUR Ástjarnarkirkju kem-
ur saman til sameiginlegs helgi-
halds alla sunnudaga kl. 11. Hver
samvera skiptist í þrennt. Fyrst er
helgihald með söng, bænum, biblíu-
lestrum og sögum, leikjum og öðru,
sem höfðar til allra aldurshópa og
skilningarvita. Þá koma léttar veit-
ingar og spjall. Þriðji hlutinn er
einskonar klúbbastarf, Stutt dag-
skrá fyrir börn, s.s. framhaldssaga
og litir, æfa söngva, spila á spil og
fara í leiki. Auk þess verða flutt er-
indi eða boðið upp á samræður eftir
efni og aðstæðum hverju sinni.
Sunnudaginn 12. janúar mun sr.
Carlos Ferrer sóknarprestur flytja
stutt erindi um verðmætamat og
fyrirmyndir.
Helgihald í Ástjarnarkirkju er
alla sunnudaga kl. 11–12:30 í sam-
komusal Hauka á Ásvöllum í Hafn-
arfirði.
Frá Árbæjarkirkju
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
verður í Árbæjarkirkju kl. 11.
Helga Steffensen kom í heimsókn í
janúar í fyrra með brúðurnar sínar
við góðar undirtektir sóknarbarna í
Árbæjarkirkju. Nú fáum við Helgu
aftur í heimskókn og sýnir hún leik-
rit um Stein Bollason. Við hvetjum
mömmur, pabba, afa og ömmur til
að fjölmenna með börnunum í
kirkju á sunnudag. Barn verður
borið til skírnar.
Kaffi, djús og kex í boði í safn-
aðarheimilinu að stundinni lokinni.
Alfanámskeið í
Vídalínskirkju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vídalínskirkja
Í UPPHAFI árs 2002 fór fram
einvígi milli Nigels Short og Hann-
esar Hlífars Stefánssonar sem
Taflfélagið Hellir stóð fyrir. Fé-
lagið hyggst halda einvígi sem
þetta á hverju ári og nú hefur ver-
ið ákveðið, að 10.–15. febrúar
næstkomandi fari fram einvígi
milli Hannesar og Sergei Movsesj-
an. Það verður haldið í húsakynn-
um Olís, aðalstyrktaraðilans, en
Guðmundur Arason veitir einnig
liðsinni sitt til að atburðurinn geti
orðið að veruleika.
Sergei Movsesjan er lítt kunnur
hér á landi, en á síðustu árum hef-
ur stjarna hans í skákheiminum
risið hratt. Hann vakti fyrst at-
hygli með frábærri frammistöðu á
heimsmeistaramóti FIDE í Las
Vegas 1999 þar sem
hann komst í átta
manna úrslit. Á leið
sinni þangað bar
hann m.a. sigurorð af
Peter Leko en á nýju
ári á sá að tefla ein-
vígi við Vladimir
Kramnik um hvor
komist í hið svokall-
aða sameiningarein-
vígi um heimsmeist-
aratitilinn. Í vor varð
Sergei einn efstur í
gríðarlega öflugu
skákmóti í Sarajevo
en á meðal þátttak-
enda voru Ivan Soko-
lov, Alexey Shirov,
Alexey Dreev og fleiri ofurstór-
meistarar. Á haustmánuðum varð
hann síðan Evrópumeistari með
félagi sínu, Bosna Sarajevo, ásamt
því að verða Evrópumeistari í at-
skák. Hann er 24 ára og er í 39.
sæti yfir stigahæstu skákmenn
heims með 2.651 skákstig.
Helsti styrkleiki Sergei er
hversu fljótur hann er að reikna út
flóknar leikjaraðir. Innsæi hans í
taktík er óviðjafnanlegt sem gerir
hann að mjög kraftmiklum skák-
manni. Ein af þeim skákum sem
honum þykir eftirminnilegust er
sigur hans á Alexey Shirov í næst-
síðustu umferð á ofurmótinu í Sar-
ajevo árið 2000 en þýðing sigursins
var mikil þar eð Shirov, er hafði
haft forystu á mótinu nánast allan
tímann, missti þá forystuna í hend-
ur Garry Kasparovs.
Hvítt: Alexey Shirov
Svart: Sergei Movsesjan
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. Be2 a6 7.
O-O Rf6 8. Be3 Be7 9. f4 d6 10.
De1 O-O 11. Dg3 Rxd4 12. Bxd4
b5 13. a3 Bb7 14. Kh1 Bc6 15.
Hae1 Db7
Þetta hefur verið teóría svo
lengi sem elstu menn muna. Á sín-
um tíma lögðu Kasparov og Nikit-
in mikið til fræðanna í þessu af-
brigði með skákum Kasparovs og
bók þeirra félaga um Sikileyjar-
vörn. Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan þá en í hnotskurn ætl-
ar svartur sér að nýta veikleika
hvíts á drottningarvæng en hvítur
vill hefja sókn á kóngsvæng. Hinn
góðkunni lettneski skákþjálfari
Lanka orðaði það svo að svartur
teflir upp á b2-peðið á meðan hvít-
ur teflir upp á mát! Mér er til efs
að Sergei líti svo á málin enda hef-
ur hann teflt þetta afbrigði á svart
með góðum árangri.
16. Bd3
16. Bf3 er hér annar möguleiki
sem e.t.v. er sterkari þar sem þá
hefur biskupinn auga
með h5-reitnum.
16. – b4 17. Rd1
bxa3 18. bxa3 Hac8
19. Rf2
Fram að þessu
hafði taflið fylgt skák
Lautiers og Movsesj-
an í Sigeman-mótinu
sem fram fór 1999. Í
þeirri skák fékk Ser-
gei frumkvæðið eftir
19. Re3 Bxe4 20. Bxf6
Bxf6 21. Rg4 Bxd3
22. Rxf6+ Kh8 23.
Hb1 De7 24. Dxd3
Dxf6 25. Dxd6 Hfd8
en henni lauk þó að
lokum með jafntefli.
19. – Rh5 20. Df3 g6 21. Rg4 f6
22. f5 exf5 23. Rh6+ Kh8 24. Rxf5
gxf5 25. Dxh5 fxe4
Hvítum hefur tekist að opna
kóngsstöðu svarts á kostnað eins
peðs. Svarta staðan leynir þó á sér.
Með næsta leik herðir hvítur enn
frekar sóknartökin en Sergei hef-
ur ráð undir rifi hverju.
26. Dg5! Hf7!
26. – exd3 gekk ekki upp þar
sem eftir 27. Hxe7 Dxe7 28. Hxf6
vinnur hvítur. Eftir textaleikinn
getur hvítur ekki tekið peðið á f6
þar sem eftir 27. Hxf6 Bxf6 28.
Bxf6+ Hxf6 29. Dxf6+ Dg7 stend-
ur svartur betur.
27. Bc4 Hg8 28. De3 d5 29. Bb3
Dd7 30. Hf4 Hg4 31. Hf2 Kg8 32.
c4 De6 33. cxd5?
Eins og síðar var sýnt fram á
gat hvítur fengið mun betra tafl
eftir 33. Dh3 f5 34. cxd5 Bxd5 35.
Hxf5! Dxf5 36. Bxd5 Hf4 37.
Dg3+. Í framhaldinu nær svartur
að stilla saman strengi sína og
hefja gagnsókn.
33. – Bxd5 34. Bd1 Hg5 35. h4?!
Hgg7 36. Bb2 Bd6! 37. Hd2 Hg3
38. Bf3
38. – Hxf3! 39. Dxf3
Hvítur yrði mát eftir 39. gxf3
Dh3+ 40. Kg1 Hg7+.
39. – exf3 40. Hxe6 Bxe6 og
hvítur gafst upp enda hrókstap
óumflýjanlegt eftir 41. Hxd6 f2 42.
Hd1 Bc4.
Skákþing Reykjavíkur 2003
Skákþing Reykjavíkur 2003
hefst sunnudaginn 12. janúar kl.
14. Tefldar verða 11 umferðir eftir
svissnesku kerfi. Í fyrstu tveimur
umferðunum verður keppenda-
hópnum skipt í tvennt og tefla
menn þá saman innan þessara
tveggja hópa eftir svissneska kerf-
inu. Þetta er gert til að styrkleika-
munur milli keppenda verði ekki of
mikill í fyrstu og annarri umferð.
Tímamörkin verða stytt frá
fyrri mótum og eru nú 1,5 klst. á
30 leiki + 30 mínútur, en þessi
nýju tímamörk gáfust vel á u-2000
mótinu sem haldið var í TR fyrir
stuttu.
Í stað þess að umferðir hefjist
kl. 19.30 á kvöldin, eins og tíðkast
hefur undanfarin ár, verður byrjað
kl. 19. Þessi breyting, auk hinna
nýju tímamarka, þýðir að nú munu
umferðir einungis standa frá 19–
23.
Verðlaun hafa verið aukin fyrir
skákmenn undir 2000 stigum og
fyrir konur. Verðlaun fyrir skák-
menn undir 2.000 stigum eru
15.000, 10.000 og 5.000 og fyrir
konur eru verðlaunin þau sömu.
Aðalverðlaunin verða 60.000,
35.000 og 20.000.
Þátttökugjald er 3.500 fyrir 16
ára og eldri og 2.000 fyrir 15 ára og
yngri.
Venju samkvæmt verða umferð-
ir tefldar á sunnudögum, miðviku-
dögum og föstudögum, auk þess
sem mánudagsumferð verður
einnig skotið inn í. Dagskrá móts-
ins verður því þessi:
1. umf. sunnud. 12.1. kl. 14–18
2. umf. miðv.d. 15.1. kl. 19–23
3. umf. föstud. 17.1. kl. 19–23
4. umf. sunnud. 19.1. kl. 14–18
5. umf. mánud. 20.1. kl. 19–23
6. umf. miðv.d. 22.1. kl. 19–23
7. umf. föstud. 24.1. kl. 19–23
8. umf. sunnud. 26.1. kl. 14–18
9. umf. miðv.d. 29.1. kl. 19–23
10. umf. föstud. 31.1. kl. 19–23
11. umf. sunnud. 2.2. kl. 14–18
Evrópumeistari gegn
Íslandsmeistara
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Sergei Movsesjan
SKÁK
Höfuðstöðvar Olís,
Sundagörðum 2
OLÍS-EINVÍGIÐ
10.–15. feb. 2003
dadi@vks.is
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
alltaf á föstudögum