Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 47
NÝ dansnámskeið eru að hefjast
hjá Dansskóla Jóns Péturs og
Köru. Í vetur verður sem fyrr
boðið upp á námskeið í barna-
dönsum, samkvæmisdönsum,
gömlu dönsunum og fleiru fyrir
fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur
sem lengra komna. Einnig verða
kenndir nýjustu tískudansarnir
og dans ársins.
Fyrir yngstu nemendurna 4 til
5 ára er boðið upp á dans, söng
og leik og þessu fléttað saman við
tónlist.
Hjá eldri börnum og unglingum
er boðið upp á námskeið í sam-
kvæmisdönsum og tískudöns-
unum.
Fyrir fullorðna verður boðið
upp á námskeið í samkvæm-
isdönsum.
Í framhaldshópum barna, ung-
linga og fullorðinna er haldið
áfram að byggja upp dansinn á
þeim grunni sem fyrir er og bætt
inn fleiri dönsum og sporum.
Einnig munu verða merkjapróf
Dansráðs Íslands.
Samhliða danskennslu í Reykja-
vík fara kennarar á vegum Dans-
skóla Jóns Péturs og Köru víða út
á land með dansnámskeið. Inn-
ritun á dansnámskeið skólans
stendur yfir daglega kl. 12 – 19 í
síma eða með tölvupósti dans-
@dansskoli.is. Kennsla hefst
mánudaginn 13. janúar.
Dansskóli
Jóns Péturs
og Köru
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar
samþykkti nýlega ályktun þar sem
skorað er á fjármálaráðherra, „að
hætta öllum undanbrögðum og gera
nú þegar ráðstafanir til að jafna
innvinnslu lífeyrisréttinda hjá því
fólki sem vinnur hjá ríkinu og láta
ekki stéttarfélagsaðild ráða þar
neinu um.“
Félagið vísar þarna í fyrirheit
sem fjármálaráðherra gaf um líf-
eyrismál ASÍ-fólks sem starfar hjá
ríkinu.
„Það er óásættanlegt að starfs-
menn ríkisins sem eru í félögum op-
inberra starfsmanna fái allt að því
tvöfalt hærra lífeyrissjóðsframlag
frá ríkinu en þeir sem eru í stétt-
arfélögum innan Alþýðusambands
Íslands. Með þessu er ríkisvaldið að
misnota opinbera fjármuni og mis-
muna launþegum eftir félagsaðild
þeirra og knýja starfsmenn sína til
að eiga fremur aðild að félögum op-
inberra starfsmanna en að stétt-
arfélögum innan ASÍ. Þetta er víta-
verð framkoma sem ber að leiðrétta
hið fyrsta.
Verði fyrrgreint óréttlæti ekki
leiðrétt í vetur skorar fundurinn á
almenning að hafa þetta í huga þeg-
ar hann gengur að kjörborðinu í
kosningum til Alþingis næsta vor,“
segir í ályktuninni.
Ráðherra
jafni lífeyr-
isréttindi
Nýársball fyrir fatlaða í Árseli
verður haldið í kvöld, laugardags-
kvöldið 11. janúar, kl. 19.30 og
stendur til kl. 22.30. Boðið verður
upp á fordrykk í boði hússins, dans-
kort og rósir. Veitingasalan verður
opin. Verð kr. 400.
Í DAG
Ferðafélag Íslands fer í dagsferð í
Herdísarvík á morgun, sunnudaginn
12. janúar. Páll Sigurðsson prófess-
or verður leiðsögumaður og segir
sögu staðarins og frá lífi Einars
Benedikssonar og Hlínar Johanson,
sambýliskonu hans, og frá síðustu
æviárum skáldsins í víkinni. Lagt
verður af stað kl. 11 frá BSÍ með við-
komu í Mörkinni 6. Heimkoma er
áætluð um kl. 17. Ferðalangar hafi
með sér nesti. Verð er 2.000 kr. fyrir
félagsmenn og 2.500 kr. fyrir aðra.
Íþróttahátíð Íþrótta- og tóm-
stundaráðs Kópavogs verður
haldin á morgun, sunnudaginn 12.
janúar, kl. 17, í Félagsheimili Kópa-
vogs. Lýst verður kjöri á íþrótta-
konu og íþróttakarli Kópavogs.
Einnig verða afhentir árangurs-
tengdir afreksstyrkir og íþróttafólki
veittar viðurkenningar fyrir góðan
árangur á árinu 2002. Kaffiveitingar
verða í tilefni dagsins og eru Kópa-
vogsbúar velkomnir.
Á MORGUN
Vigdís Hauksdóttir, varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins í Reykja-
vík, gefur kost á sér í forystusveit
Framsóknarflokksins í borginni fyr-
ir komandi þingkosningar. Í yfirlýs-
ingu frá Vigdísi segir: „Það er erfitt
að vera framsóknarmaður í Reykja-
vík á þessum tímum og geta lítið
annað gert en horft á andstæðinga
okkar niðurlægja okkur, og í raun
gera tilraunir til að útrýma flokkn-
um endanlega.
Að vísu hafa andstæðingar okkar
ákveðið forskot á Framsóknarflokk-
inn í borginni því ekki er enn búið að
ganga frá framboðslistum flokksins.
Það er lífsspursmál fyrir Framsókn-
arflokkinn að ná góðri kosningu á
höfuðborgarsvæðinu og tefla fram
öflugu og kraftmiklu fólki, fólki með
reynslu úr flokksstarfinu, úr at-
vinnulífinu og fólki með framtíð-
arsýn,“ segir í yfirlýsingu frá Vig-
dísi.
Samfylkingin í Norðaustur-
kjördæmi hefur ráðið Sigurð Þór
Salvarsson fjölmiðlafræðing á Ak-
ureyri í stöðu kosningastjóra flokks-
ins fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Sigurður Þór tekur til starfa um
miðjan janúar, en aðalkosn-
ingaskrifstofa Samfylkingarinnar í
Norðausturkjördæmi verður á Ak-
ureyri.
STJÓRNMÁL
SVÞ – Samtök verslunar og þjón-
ustu og Logos lögmannsþjónusta
efna til námstefnu 16. janúar undir
heitinu Leikreglur samkeppninnar –
Hvaða kröfur eru gerðar í sam-
keppnislögum og -reglum til fyr-
irtækjastjórnenda. Leitast verður við
að varpa ljósi á mörk leyfilegrar og
bannaðrar háttsemi í samkeppni fyr-
irtækja og afleiðingar samkeppn-
islagabrota. Framsögu hafa: Óttar
Pálsson hdl., Helga Melkorka Óttars-
dóttir hdl., Þórunn Guðmundsdóttir
hrl., Gestur Jónsson hrl., Andri
Árnason hrl., Gunnar Sturluson hrl.,
Jón Hákon Magnússon, sérfræð-
ingur í almannatengslum, og Stefán
Már Stefánsson, prófessor og for-
maður áfrýjunarnefndar samkeppn-
ismála. Námstefnustjóri verður
Tryggvi Jónsson, formaður SVÞ –
Samtaka verslunar og þjónustu og
forstjóri Heklu hf.
Námstefnan verður haldin í Efsta-
leiti 5 og hefst kl. 13. Þátttöku þarf að
tilkynna á tölvupóstfangið
emil@svth.is eða í síma. Þátttöku-
gjald er 12.000 kr.
Málþing um Vatnajökulsþjóðgarð
og Jöklasetur á Hornafirði verður
haldið föstudaginn 17. janúar kl. 15–
19, í ráðstefnusal Nýheima á Höfn og
er öllum opið. Málþingið halda Há-
skólasetrið á Hornafirði, Framhalds-
skólinn í Austur-Skaftafellssýslu og
Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
M.a. verður gerð grein fyrir stöðu og
horfum þjóðgarðsverkefnisins og
ræddar hugmyndir um eflingu rann-
sókna og atvinnutækifæra sem
Vatnajökulsþjóðgarður hefði í för
með sér. Þjóðgarðar í sunnanverðri
Afríku verða kynntir. Einnig verður
kynnt skýrsla ársins 2003 úr rann-
sóknarverkefninu Vatnajök-
ulsþjóðgarður: Náttúruvernd og at-
vinnulíf grannbyggða.
Ungliðastarf Samtakanna ’78 á
vorönn 2003 er hafið. Hist er í húsi
samtakanna á Laugavegi 3, 4. hæð
fyrsta og þriðja sunnudag hvers
mánaðar, kl. 20–23. Umsjónarmenn
Dofri Örn Guðlaugsson og Sara Dögg
Jónsdóttir. Markmið starfsins er að
veita ungu fólki undir tvítugu vett-
vang til að hittast, kynnast og efla
samkennd sam- og tvíkynhneigðs
ungs fólks, segir í fréttatilkyningu.
Frekari upplýsingar er hægt að nálg-
ast á heimasíðu samtakanna
www.samtokin78.is/unglidar. Einnig
er hægt að senda tölvupóst á net-
fangið unglidar@samtokin78.is
Námskeið í sálrænni skyndihjálp
verður hjá Kópavogsdeild Rauða
kross Íslands dagana 21. og 23. jan-
úar kl. 20–22, í húsnæði Kópavogs-
deildar Rauða krossins í Hamraborg
11, 2. hæð. Þátttakendur læra m.a.
hvernig þeir geti veitt stuðning og
umhyggju og hvaða úrræði sam-
félagið hefur upp á að bjóða í
tengslum við sálræna skyndihjálp og
mannlegan stuðning. Leiðbeinandi á
námskeiðinu er Kolbrún Þórð-
ardóttir hjúkrunarfræðingur. Þátt-
tökugjald er 3.000 kr., námsefni og
skírteini eru innifalin. Skráning er
fyrir 18. janúar í síma eða með tölvu-
pósti á kopavogur@redcross.is.
Námskeið fyrir almenning hjá
Karuna eru að hefjast. Gen Nyingpo
kennir „lífsstíl búddista“ á þriðju-
dagskvöldum. Námskeið stendur yfir
í þrjár vikur og verður dagana 14., 21.
og 28. janúar. Á mánudagskvöldum
kennir Elín Agla á námskeiði um
streitustjórnun. Námskeið stendur
yfir í þrjár vikur og verður dagana
13., 20. og 27. janúar. Bæði þessi
námskeið eru kennd í Karuna mið-
stöðinni í Bankastræti 6. Gjald er 800
kr. fyrir hvert skipti eða 2.000 kr. fyr-
ir öll þrjú. Atvinnulausir, nemar og
öryrkjar 500 kr. eða 1.200 kr. fyrir öll
skiptin.
Einnig er hugleiðsla og hádeg-
isverður á fimmtudögum kl. 12–13,
þar leiðir Gen Nyingpo einfalda hug-
leiðslu. Gjald er 500 kr. og boðið upp
á léttan hádegisverð ókeypis.
Á NÆSTUNNI