Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 50

Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ivan Shadr kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Þorrablót félagsins verður laug- ardaginn 25. janúar. Sæluvika á Hótel Örk 2. mars til 7. mars. Skrán- ing og upplýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús verð- ur í Gjábakka kl. 14. Myndasýning, upplestur og fleira. Kaffi og með- læti. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Nám- skeið í brids fyrir byrj- endur hefst 16. janúar, leiðbeinandi Ólafur Lár- usson, skráning er hafin á skrifstofu félagsins. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–16 myndlist- arsýning Árna Sighvats- sonar, listamaðurinn á staðnum. Á þriðjudögum eftir hádegi þrívídd- armyndir, leiðsögn Krist- ín Hjaltadóttir, á föstu- dögum kl. 10 kortagerð, servéttumyndir og fleira, leiðsögn Óla Kristín Freysteinsdóttir. Allir velkomnir. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag einhleypra. Fund- ur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrrver- andi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtu- dögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Kvenfélag Grens- ássóknar verður með fund mánudaginn 13. jan- úar kl. 20. Félagsvist, veitingar og fleira. Allar konur velkomnar. ITC Fífa. Fyrsti fundur eftir áramót verður hald- inn kl. 12 á hádegi í dag, laugardag, í kaffiteríunni í Gerðarsafni, Kópavogi. Bókakynning, félagar munu kynna nokkrar áhugaverðar bækur. All- ir velkomnir. Upplýs- ingar í síma 698 0144, Guðrún. Heimasíðan er www. simnet.is/itc. Í dag er laugardagur 11. janúar 11. dagur ársins 2003. Brettívumessa. Orð dagsins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vextir, 4 ný, 7 hitann, 8 þjáist, 9 reið, 11 mýrar- sund, 13 hugboð, 14 ætt- arnafn, 15 vatnsfall, 17 atlaga, 20 bókstafur, 22 sori, 23 krapasvað, 24 nauða á, 25 þjálfi. LÓÐRÉTT: 1 raunveruleiki, 2 synja, 3 fífl, 4 fjall, 5 fer á hesti, 6 húsdýrið, 10 fimur, 12 lofttegund, 13 á litinn, 15 ánægð, 16 örlagagyðja, 18 huglausum, 19 skarni, 20 espa, 21 skrifaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gaumgæfir, 8 þolls, 9 dauða, 10 sói, 11 gutla, 13 rengi, 15 sekks, 18 endur, 21 lof, 22 Eldey, 23 nýtni, 24 gangbraut. Lóðrétt: 2 atlot, 3 messa, 4 ældir, 5 Iðunn, 6 óþæg, 7 vani, 12 lok, 14 enn, 15 skel, 16 kodda, 17 slyng, 18 efnir, 19 duttu, 20 reið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI rakst á athyglisverð-an pistil á ágætri heimasíðu hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns. Þar svarar fulltrúi sveit- arinnar, sem notar fangamarkið SH og hlýtur að vera söngvari sveitarinn- ar, Stefán Hilmarsson, kvörtun um að sveitin hafi ekki spilað nógu lengi á gamlárskvöld – en þá lék sálin á Broadway. SH svarar því skilmerki- lega á þann veg að ekki hafi verið samið um annað við staðarhaldara og leyfi frá lögreglu ekki boðið upp á að dansleikurinn stæði lengur. SH seg- ist jafnframt líta á þessa kvörtun sem tilvalið tækifæri fyrir sig til að svara í eitt skipti fyrir öll þesslags „hvimleið- um“ kvörtunum sem hann segir ber- ast reglulega. SH segir engan vafa leika á hver ástæðan sé; breyttur og rýmri afgreiðslutími skemmtistaða. Og hann segir að „þó að ákveðnir staðir kjósi að hafa opið fram á morg- un“ þá kjósi „Sálverjar“ að haga sín- um tónleikatíma á svipaðan hátt og var „fyrir breytingu“. – „Dettur ein- hverjum í hug að heimta það af Clash eða Coldplay að þeir spili til dagrenn- ingar? Nei, enda er slíkt út í hött. Tónleikarnir hefjast og þeim lýkur. Svo er bara spurning um að vera á staðnum á meðan á þeim stendur.“ SH telur víst að tengja megi svona kvartanir þeirri tilhneigingu að meta frammistöðu hljómsveita út frá hversu lengi þær tóra á sviði, að þær sveitir sem leiki lengst séu bestar á balli. Á þetta viðhorf rætur að rekja til útihátíða, að mati SH. En hann segir engum greiða gerðan með því að hljómsveitir „hangi uppá sviði fram á dagmál, bara vegna þess að einhverjir tónleikagestir sjá sér ekki fært að mæta fyrr en seint um síðir“. SH segir „Sálverja“ engan veginn geta ýtt undir aðra eins leiða ávana „enda væri hætt við því að meirihluti tónleikagesta yrði óhress ef hljóm- sveitin stílaði inná það að þóknast hinum seina minnihluta“. SH segir „Sálverja“ telja sig „tví- mæla- og kinnroðalaust til spilaglað- ari sveita á landinu“, og á dæmigerð- um tónleikum standi þeir á sviðinu í hartnær tvo og hálfan tíma í það heila, stundum lengur. Það sé meira en gangi og gerist í bransanum og tekur sem dæmi að Coldplay hafi spilað í tæplega einn og hálfan tíma: „[O]g ekki varð ég var við að mönnum þætti það snubbótt eða skítt. Öðru nær. Það er enda sitthvað, magn og gæði.“ SH telur tilætlunarsemi ballgesta á stundum fara fram úr hófi og eftir að afgreiðslutími hafi verið lengdur hafi komið fyrir – jafnvel um fimm- leytið – að sveitarmenn hafi heyrt „hlálega frasa einsog: „Ætlið’ekk’ að spila lengur? – Ég sem var að koma!““ SH segir ekki hægt að svara slík- um glósum öðruvísi en að benda fólki á að sveitin sé ekki í neinni keppni um að spila sem lengst. Því skorar hann á fólk að mæta fyrr til að missa ekki af bandinu. „Seinþreyttir geta síðan okkur að harmlausu haldið áfram að skemmta sér, ef staðurinn er opinn lengur.“ x x x VÍKVERJI tekur heils hugarundir með SH, „Sálverjum“ og öðrum tónlistarmönnum sem fengið hafa viðlíka umkvartanir, eins og lík- ast til Jón Ólafsson kórstjóri, söng- leikjaséní og liðsmaður Nýrra danskra sem vekur athygli á grein- inni á sinni heimasíðu. Það er orðinn hvimleiður ávani hjá landanum að mæta seint á dansleiki, löngu eftir að hljómsveitir hafa hafið leik sinn, og svo er farið að agnúast út í hversu stutt þær leika þegar ballinu lýkur þegar komið er undir morgun. Gleymum ekki að um er að ræða listamenn en ekki partímaskínur – þ.e.a.s. oftast nær. HINGAÐ til hefur undirrit- aður ekki haft ástæðu til annars en að treysta því að bankar væru stofnanir sem legðu sig fram um að þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni. Eitt af því sem boðið hefur verið á því sviði er svonefnd greiðsluþjón- usta, sem felst í því að greiða reglulega tiltekna reikninga fyrir þá viðskipta- vini sem þess óska. Þetta hafa margir notfært sér og til skamms tíma fengið kvittanir fyrir greiðslunum sendar í pósti og meira að segja sérstaka möppu til að halda þeim til haga. Fyrir þetta er greitt tiltekið gjald og það tekið út af reikningi viðkomandi viðskiptavinar. Þannig líða mánuðirnir, reikningar greiddir, kvitt- anir berast til greiðanda og reglusemi í hávegum höfð; traust og öryggi ríkir milli banka og viðskiptavina þeirra og allir una glaðir við sitt. Það vakti því furðu mína þegar þessar kvittanir hættu að berast frá bankan- um mínum, Íslandsbanka, á miðju síðasta ári. Í fyrstu hélt ég að póstþjónustan hefði brugðist og lent í vill- um með þessar mánaðar- legu sendingar. Við eftir- grennslan kom hins vegar í ljós að bankinn hafði ein- hliða ákveðið að hætta að senda þessar kvittanir og taldi heldur ekki ástæðu til að senda yfirlit af nokkru tagi um gang þessara við- skipta. Það sem beit þó höf- uðið af skömminni var að bankinn hafði ekki fyrir því að tilkynna viðskiptavinum sínum þessa breytingu og heldur ekki að lækka mán- aðargjaldið sem nam skertri þjónustu. Þegar mér varð þetta dæmalausa virðingar- leysi ljóst varð ég bæði undrandi og raunar hneykslaður. Þó þetta sé að sönnu ekki stórt mál þá lýsir það við- horfi sem ekki er sæmandi fyrirtæki sem vill kenna sig við þjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að koma fram við viðskiptavini sína með slíkri lítilsvirðingu. Sérhvert þjónustufyrirtæki sem hagar sér þannig í smáum málum elur á tor- tryggni í hinum stærri. Ingólfur Sverrisson, Kaplaskjólsvegi 39, R. Óþarfa sprengingar BJÖRGVIN vildi koma því á framfæri að hann væri ósáttur við allar þessar sprengingar sem hafa verið undanfarið utan hefðbund- inna „sprengidaga“. Segir hann að þetta valdi mörgum óþægindum, bæði mönnum og dýrum. Eins vill hann benda foreldrum á að brýna fyrir börnum sínum að vera ekki að misnota flugelda og sprengiefni. Björgvin vill einnig benda fólki á að hirða eftir sig ruslið sem er eftir sprengingarnar en ekki láta þetta liggja úti um allt. Tapað/fundið Víkinganæla týndist VÍKINGANÆLA (Ola Gorie, Orkneyjum) úr silfri týndist fyrir jól. Skilvís finn- andi hafi samband við Erlu í Stykkishólmi í síma 438 1166. Eyrnalokkar í óskilum TVEIR eyrnalokkar eru í óskilum hjá Þvottahúsinu A. Smith á Bergstaðastræti 52. Hafa líklega komið með dúk sem kom í þvott fyrir jól. Upplýsingar í síma 551 7140. Dýrahald Kettlingar fást gefins FJÓRIR glæsilegir og ynd- islegir kettlingar fást gefins. 1 svartur, 1 gulur og 2 rauð- ir. Aðeins koma til greina af- ar ástrík heimili með kost á útiveru. Uppl. sími 699 3388. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þröngt í búi á Tjörninni. Virðingarleysi FRÉTTIR TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga, Hverfisgötu á morgun, laugardag, kl. 17. Á jarð- hæð opnar málverkasýning Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar sem ber yf- irskriftina „neo–naive“. Hann út- skrifaðist úr málaradeild MHÍ 1997 og lærði auk þess í eitt ár við Hog- eschool for de kunst í Utrecht í Hol- landi. Í kjallara gallerísins opnar Hans Alan Tómasson sýninguna „Und- irmyndir“. Um er að ræða lág- myndir sem unnar eru með bland- aðri tækni s.s. M.D.F. bíla spartli, olíulakki, gólfbóni og öðrum tilfall- andi efnum. Hans Alan útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2001. Sýningarnar standa yfir til 26. janúar. Galleríið er opið frá kl. 13– 17 alla daga nema mánudaga. Verk eftir Ásgeir Jón Ásgeirsson. Málverk og lágmyndir í Galleríi Skugga EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá stjórn matvæladeildar Verkalýðsfélags Akraness en hún var samþykkt nýlega á fundi stjórn- arinnar: „Stjórn Matvæladeildar Verka- lýðsfélags Akraness mótmælir harð- lega þeim hækkunum sem boðaðar hafa verið í heilbrigðisþjónustunni. Slíkar hækkanir bitna verst á þeim sem síst skyldi og minnst mega sín. Jafnframt telur stjórnin að með þessum hækkunum sé hið opinbera að brjóta á bak aftur þá viðleitni sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa haft for- göngu um, að halda verðlagi í skefj- um.“ Mótmæla hækkunum í heilbrigðisþjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.