Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að
skemmta öðrum og ert
fljótur að eignast vini
og kunningja.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er engin ástæða til þess
að láta hugfallast þótt eitt-
hvað blási í móti. Mundu að
erfiðleikarnir eru til þess að
sigrast á þeim.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur verið auðvelt að
breyta velgengni í grát og
gnístran tanna. En með að-
gæslu og fyrirhyggju má
forðast slíkt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Leyfðu íhaldsseminni að ráða
ferðinni í fjármálum. Mundu
að ákvarðanir á því sviði hafa
langvarandi áhrif, hvort held-
ur er til góðs eða ills.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Viljir þú standa öruggum fót-
um skaltu beita dómgreind
þinni af skarpskyggni og ekki
láta neitt fram hjá þér fara.
Þannig nærðu árangri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það getur verið gaman að
fara ótroðnar slóðir en til
þess þarf bæði kjark og
þrautseigju. En lítil ævintýri
geta líka glatt svo þú skalt
ekki fúlsa við þeim.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er eitthvað sem ruglar
þig í ríminu. Leitaðu þér
hjálpar því betur sjá augu en
auga og þá verður auðveldara
að ráða fram úr hlutunum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekkert jafnast á við stund-
arkorn í ró og næði. Veltu
fyrir þér gæðum lífsins og
sjáðu hversu verðmæti hluta
og verðgildi þeirra eru af-
stæð.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það mun reyna verulega á
hæfni þína á næstunni og þú
mátt búa þig undir að sum
verka þinna verði fyrir óvæg-
inni gagnrýni. Láttu hana
ekki á þig fá.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þér finnist þú hafa orku
til allra hluta, skaltu gæta
þess að ganga ekki fram af
þér í tilraunum til þess að
fanga athygli annarra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Stundum skjóta gamlir
draugar upp kollinum og hafa
áhrif á okkur. Gakktu frá
þessum málum og stefndu
ótrauður fram á við.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Margur verður af aurum api
segir máltækið og það er gott
að hafa það í huga þótt ekki
sé um neinar stórupphæðir
að ræða.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú verður upp fyrir haus í
vinnu í dag. Megnið af verk-
efnunum eru hlutir, sem þú
hefur dregið á langinn, en
getur ekki lengur. Drífðu þá
af.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 11.
janúar, er sextug frú Guð-
rún S. Guðbjörnsdóttir, af-
greiðslukona, Bogabraut
12, Skagaströnd. Eiginmað-
ur hennar er Gylfi Sigurðs-
son. Eru þau skötuhjú á
ferðalagi um Taíland í tilefni
dagsins.
70 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 13. janúar, verður sjötug-ur Jón Bjarman, fyrrverandi fangaprestur og
sjúkrahúsprestur. Eiginkona hans, Hanna Pálsdóttir, verð-
ur sjötug 10. febrúar nk. Af þessu tilefni ætla þau að taka á
móti vinum sínum og ættingjum 13. janúar í safnaðarsal
Digraneskirkju í Kópavogi kl. 17. Þau óska eftir því að þeir
sem hafa hugsað sér að gleðja þau með gjöfum eða blómum
láti heldur Hjálparstarf kirkjunnar njóta þess.
LJÓÐABROT
HUGGUN
Ertu nú horfin, þú unaðs tíð,
er álfur í hverri lilju bjó?
Og hvernig er rósin blessuð og blíð
og blómin á fjarrum heiðar mó!
Ertu nú horfin, þú yndis tíð,
er Alvitur fýstist á myrkvan við,
og Svanhvít á dúni svanafríð
söngfugla gladdist við ástarklið?
- - -
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. g3
e5 7. Rb3 Be7 8.
Bg2 Rbd7 9. O-O
b5 10. Bd2 O-O
11. He1 He8 12.
a4 b4 13. Rd5
Rxd5 14. exd5 a5
15. c3 bxc3 16.
Bxc3 Db6 17. Ha3
Rc5 18. Rxa5
Hxa5 19. b4 Ha7
20. a5 Dc7 21.
bxc5 Dxc5 22.
Da1 Ba6 23. Bd2
Dc8 24. Hc1 Hc7
25. Hac3 Hxc3 26.
Hxc3 Da8 27. h3
Hb8 28. Hc6 Bb5
Staðan kom
upp á Evrópumeistara-
mótinu í atskák sem fram fór
á Krít sl. haust. Sigurvegari
mótsins, Sergei Movsesjan,
hafði hvítt gegn Loek Van
Wely. 29. a6! Bxc6 30. dxc6
e4 31. Bxe4 Bf6 32. Da4 og
svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
100 ÁRA afmæli. Ídag, laugardaginn
11. janúar, verður 100 ára
Jónatan Sveinsson til heim-
ilis að Hrafnistu í Reykja-
vík, áður til heimilis á
Reykjavíkurvegi 40, Hafn-
arfirði. Heitt verður á könn-
unni milli kl. 18 og 20 í
Helgafells kaffisalnum á
Hrafnistu, Reykjavík.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞAÐ voru hressir
krakkar úr 7. bekk NA í
Setbergsskóla sem
komu við á Morg-
unblaðinu fyrir stuttu í þeim til-
gangi að kynna sér ferlið við
vinnslu á dagblöðum.
Þegar höfðu þau unnið
með dagblöð í tímum og
því upplagt að fá kynn-
isferð um alvörudagblað. Bestu
þakkir fyrir komuna, krakkar!
Morgunblaðið/Golli
FRÉTTIR
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
70ÁRA afmæli. Á morg-un 12. janúar, verður
sjötugur Álfþór B. Jóhanns-
son, fyrrverandi bæjarritari
á Seltjarnarnesi, Látra-
strönd 2, Seltjarnarnesi. Af
því tilefni taka hann og eig-
inkona hans, Björg Bjarna-
dóttir, á móti ættingjum og
vinum í Golfskálanum í Suð-
urnesi, Seltjarnarnesi, í dag
milli kl. 17-20.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Reykjavíkurmótið í sveita-
keppni hófst á þriðjudaginn
með þátttöku 16 sveita og
spila allar sveitirnar inn-
byrðis 16 spila leiki. Fjórum
umferðum er lokið og er
sveit Skeljungs í efsta sæti
með 89 stig. Sjö umferðir
verða spilaðar um helgina,
fjórar í dag og þrjár á morg-
un. Síðustu umferðirnar
verða svo spilaðar á þriðju-
dag- og miðvikudagskvöld í
næstu viku. Mótið er haldið í
húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
og eru áhorfendur velkomn-
ir. Á næstu dögum verður
þátturinn helgaður Reykja-
víkurmótinu og við skulum
byrja á úrspilsdæmi úr
fyrstu umferð. Suður spilar
fjóra spaða án afskipta mót-
herjanna og fær út smátt
lauf:
Norður
♠ D105
♥ K642
♦ 972
♣K42
Suður
♠ ÁKG73
♥ G987
♦ Á54
♣Á
Fyrsta hugsun sagnhafa
er þessi: Tígli skal hent í
laufkóng og síðan verður að
byggja upp tvo slagi á hjarta.
(Það er út af fyrir sig íhug-
unarefni hvernig best er að
vinna úr hjartalitnum til að
tryggja tvo slagi. Rétta íferð-
in mun vera þessi: Níunni er
hleypt yfir til austurs. Ef
hann tekur með drottningu,
er litlu hjarta næst spilað úr
blindum á gosann. Ef nían er
drepin með tíu, er svínað fyr-
ir drottninguna næst. Þessi
íferð tryggir tvo slagi í 88%
tilfella.)
Þegar til kemur þarf að
taka tillit til fleiri þátta.
Sagnhafi spilar trompi tvisv-
ar og vestur reynist eiga ein-
spil. Nú er komin upp hætta
á styttingi ef laufkóngur er
tekinn strax. Hvernig á að
bregðast við?
Norður
♠ D105
♥ K642
♦ 972
♣K42
Vestur Austur
♠ 8 ♠ 9642
♥ ÁD1053 ♥ --
♦ 1063 ♦ KDG8
♣9853 ♣DG1076
Suður
♠ ÁKG73
♥ G987
♦ Á54
♣Á
Það verður að taka á lauf-
kónginn og henda tígli. Af-
trompa svo austur og spila
hjartaníu með því hugarfari
að svína. Vestur tekur með
ás og spilar laufi og nú hend-
ir suður tígli heima! Þetta er
lykilspilamennskan. Næsta
lauf er trompað og hjarta
spilað. Vestur fær þriðja slag
varnarinnar á hjarta, en á
ekki lauf til og sagnhafi fær
afganginn. Svona spilaði
Guðmundur Pálsson í sveit
Félagsþjónustunnar og sjálf-
sagt einhverjir fleiri. En ekki
þó allir, því spilið tapaðist á 5
borðum af 16.
SKEMMTUN FYRIR ALLA
Í DANSHÚSINU KÓPAVOGI
danshusid@islandia.is - www.islandia.is/danshusid
Innritun til 12. janúar, sími 862 6168 eða
Dansfélagið
Hvönn
Jóga morgun, hádegi og síðdegi • Borgartúni 20, 4.hæð
Byrjendanámskeið hefst 14. janúar
8 vikur þriðjud. og fimmtud. kl.18.45 - 20.00
Verð kr. 13.500, jógabæklingur innifalinn.
Fjölskyldujóga hefst 11.janúar
8 vikur laugard. kl. 13.00 - 14.00
Verð kr. 9.600 fyrir tvo.
anda inn róandi • anda út brosandi
ný námskeið • fríir prufutímar
Ásta Arnardóttir
astaarn@mi.is
s:862 6098
Jóga
Lótus jógasetur
Auktu styrk þinn
-Til að ná betri stjórn á lífi þínu og líðan.
5 kvölda námskeið í Reykjavík dagana 14.–15. jan., 21. jan. og
28.–29. jan.
Námskeið til sjálfshjálpar í uppbyggingu á persónustyrk þínum
þar sem þú finnur út:
• Hver þú ert.
• Hvað þú getur.
• Hvað þú vilt og vilt ekki.
• Hvert þú vilt stefna.
Námskeiðinu verður svo fylgt eftir með
mánaðarlegum fræðslu- og vinnufundum.
Leiðbeinandi er Guðrún Óladóttir reikimeistari
og ráðgjafi.
Upplýsingar í síma 553 3934 og 897 7747.