Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
BAUGUR Group hf. skilaði ríflega
8,8 milljarða króna hagnaði á
fyrstu níu mánuðum yfirstandandi
uppgjörsárs. Hagnaður af sölu
hlutar Baugs ID í Arcadia nam um
85% af heildarhagnaði, eða 7,4
milljörðum króna. Alls nam hagn-
aður Baugs ID rúmum 10 millj-
örðum króna en aðrar einingar
samstæðunnar, Baugur Ísland og
Baugur USA, skiluðu samtals um
1,2 milljarða króna tapi. Tap
Baugs Ísland nam 297 milljónum
króna og hjá Baugi USA var tapið
892 milljónir króna.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs Group, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið ánægður
með heildaruppgjörið en kvaðst
telja afkomu Baugs Ísland óvið-
unandi. Sagði hann að þegar hefði
verið gripið til aðgerða í því skyni
að lækka kostnað. Þá sagði hann
að í kjölfar þess að óarðbærum
verslunum Bonus Stores hefði ver-
ið lokað væri gert ráð fyrir að
Baugur USA myndi rétta sig af á
næstunni.
Salan á Arcadia nam um
85% af heildarhagnaði
Hagnaður/12
Baugur Group var með um níu milljarða hagnað
JÓNATAN Sveinsson, sem býr á
Hrafnistu í Reykjavík, fagnar 100
ára afmæli sínu í dag. Sjómennsku
stundaði hann frá sextán ára aldri
eða þar til hann varð sjötugur.
„Þá mátti ég ekki vera á sjó
lengur,“ segir Jónatan, sem notar
nú tímann til að hlusta á sögur af
snældum en einnig útvarp, og er
það oftast popptónlist sem verður
fyrir valinu.
Á árunum 1916–1922 reri Jón-
atan árabátum á Arnarfirði.
„Þá var ég orðinn uppgefinn á
árabátunum. Við vorum allt árið
að þvælast á þeim,“ segir hann.
Í tilefni dagsins verður heitt á
könnunni milli kl. 18 og 20 í
Helgafellskaffisalnum á Hrafnistu.
Hlustar mest á popp
Morgunblaðið/Þorkell
Jónatan Sveinsson er 100 ára í dag
Var þreytandi/6
KNATTSPYRNUMENN á Íslandi eru vanari
því að stunda útihlaup og lyftingar af krafti á
þessum árstíma í undirbúningi sínum fyrir Ís-
landsmótið sem hefst í maí.
Með tilkomu knattspyrnuhúsa á höfuðborg-
arsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri geta
knattspyrnulið nú keppt og æft við bestu að-
stæður í stað þess að glíma við kynduga ís-
lenska veðráttu á gervi- og malarvöllum undir
berum himni.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur reið á vaðið í
gær er Reykjavíkurmótið hófst í Egilshöllinni í
Grafarvogi en þar áttust við Léttir og Íslands-
meistaralið KR í opnunarleik mótsins.
Átta lið eru skráð til keppni að þessu sinni
og spannar keppnistímabil margra íslenskra
liða því 10 mánuði að þessu sinni. Deildabik-
arkeppni KSÍ tekur við að afloknu Reykjavík-
urmótinu og eins og áður segir hefst Íslands-
mótið í maí og stendur það yfir allt fram til
loka septembermánaðar.
Morgunblaðið/Kristinn
Tíu mánaða knattspyrnuvertíð
BIÐLISTI eftir líffæraígræðslu
hefur verið að lengjast og hefur
heilbrigðisráðuneytið, að tillögu
líffæraflutninganefndar, óskað
eftir upplýsingum frá Noregi,
Svíþjóð og Danmörku um bið
eftir ígræðslum. Í skýrslu líf-
færaflutninganefndar segir að
upplýsingar frá Scandiatrans-
plant bendi til þess að biðlisti
eftir líffærum sé styttri í Noregi
og Svíþjóð en í Danmörku, en ís-
lensk stjórnvöld eru með samn-
ing við Ríkisspítalann í Kaup-
mannahöfn.
Í árslok 2001 voru þrettán á
biðlista eftir nýju nýra, en árið á
undan voru níu á biðlista. Ekki
fengust upplýsingar í gær um
hve margir væru nú á biðlista.
Tveir sjúklingar fóru nýlega í
nýrnaskiptaaðgerð.
„Bið eftir líffæraígræðslu hef-
ur verið að
lengjast og
við höfum
áhyggjur af
því. Við höf-
um skrifað
Dönum og
spítulum á
öðrum
Norðurlönd-
um til að fá
upplýsingar
um biðtím-
ann. Það
hafa enn ekki komið nein svör.
Við teljum hugsanlegt að biðin
sé styttri í Svíþjóð en við viljum
fá nákvæm svör um það,“ sagði
Sigurður Thorlacius, trygginga-
yfirlæknir og formaður líffæra-
flutninganefndar.
Íslensk stjórnvöld gerðu upp-
haflega samning við Svía um
líffæraígræðslur, en árið 1996
var ákveðið að semja við Rík-
isspítalann í Kaupmannahöfn um
ígræðslur. Samningurinn hefur
verið endurnýjaður einu sinni.
Ef segja á honum upp verður að
taka ákvörðun um það fyrir 1.
júlí nk. og rennur hann þá úr
gildi um næstu áramót.
Upplýsingar um líffæra-
ígræðslur á síðasta ári hafa ekki
verið teknar saman, en árið 2001
voru gerðar sex nýrnaígræðslur,
þar af fengu þrír sjúklingar
nýru frá lifandi gjafa. Einn
sjúklingur fór utan í lungna-
ígræðslu á árinu 2001, en hann
tafðist á leiðinni af óviðráðanleg-
um orsökum og kom of seint,
þannig að ekki varð af ígræðslu.
Sex nýrnaígræðslur voru gerðar
árið 2000 og lifur var grædd í
einn sjúkling.
Biðlisti eftir líffæra-
ígræðslu lengist
9 9
9 9 9 H
I
K
L
H
EMBÆTTI landlæknis hefur fengið að-
stöðu á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi.
Verða skrifstofur þess opnaðar þar á mánu-
daginn. Frá árinu 1981 hefur landlæknir
verið til húsa á Laugavegi 116 en að sögn
Sigurðar Guðmundssonar landlæknis var
farið að þrengja að starfseminni og því var
ákveðið að flytja í hentugra húsnæði.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landlækn-
ir fær aðstöðu á Seltjarnarnesi því þegar
embættið varð til árið 1760 var landlæknir
þar allt til ársins 1834 þegar embættið var
flutt til Reykjavíkur.
Aftur á Nesið
eftir 169 ár
Flytur á ný /22
HELMINGSMUNUR var á kíló-
verði á suður-afrískum vínberjum,
stundum nefnd jólavínber, skv.
lauslegri verðkönnun Morgunblaðs-
ins í hádeginu í gær.
Verð á vínberjum hefur lækkað
umtalsvert í þessari viku en 30.
desember síðastliðinn kostaði kílóið
af slíkum berjum 798–998 krónur í
verslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Eggert Gíslason, framkvæmda-
stjóri Mötu ehf. sem flytur inn
Cape-vínber, segir að verðið hafi
lækkað um 36% síðastliðinn mánu-
dag.
Samkvæmt könnun Morgun-
blaðsins í gær voru berin ódýrust í
Bónus, kostuðu 499 krónur kílóið,
en dýrust voru þau í Nóatúni, 998
kr. kílóið. Í Fjarðarkaupum og
Sparverslun kostuðu þau 559 kr., í
Nettó 799 kr. kílóið og 949 kr. í
Hagkaupum.
Helmings-
verðmunur
á vínberjum
Jólavínberin hafa/27
JP MORGAN mælir með kaupum á hluta-
bréfum í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar
erfðagreiningar. Telur verðbréfafyrirtækið
að eðlilegt gengi hlutabréfa félagsins sé á
bilinu 4–5 Bandaríkjadalir en það hefur
verið í kringum 2 dalir að undanförnu.
Þetta kemur í kjölfar tilkynningar frá Ís-
lenskri erfðagreiningu um að ákveðnum
áfanga hafi verið náð í lyfjaþróun hjá félag-
inu. JP Morgan hefur vegna þessa breytt
ráðgjöf sinni varðandi hlutabréf deCODE
og mælir nú með kaupum á hlutabréfunum
í stað hlutlausrar ráðgjafar áður.
Gengi hlutabréfa deCODE á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðinum í New York hækk-
aði um 41,43% í gær í kjölfar birtingar
skýrslunnar. Gengi bréfanna nú er því ná-
lægt 3 dölum.
DeCODE
hækkar
um 41,5%
Verðmat/12
MEÐAN náttúran er í vetrardvala og bíð-
ur sumars þá er þó eitt sem vex ríkulega í
froststillum þvílíkum sem verið hafa í Mý-
vatnssveit að undanförnu. Þetta eru ís-
kristallar en þeir eiga til ótrúlega fjöl-
breytni og fegurð sem oft minnir á
blómskrúð. Hrímið sem þannig myndast
skreytir tré og runna fagurlega.
Morgunblaðið/BFH
Hélublóm
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦