Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 1

Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 23. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 mbl.is Komdu í heimsókn til okkar í Veggjakrot list eður ei? Deilt um hvort graffítí sé list eða krot Lesbók 8 Aðaleigandi Fiat, Agnelli, er látinn. Hann var ókrýndur konungur Ítalíu 15 Árangri fagnað AUÐUR í krafti kvenna skilar góðum árangri 12 Agnelli allur HRAUSTUR fálki hremmdi fugl í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbil í gær og flaug með bráðina til hafs. Tveir gargandi hrafnar veittu honum eftirför og mávager fylgdist með í fjarlægð. Ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á fálkann þar sem hann flaug til norðurs yfir Hafnarstræti, missti sjónar af honum um stund en fann hann aftur þar sem fálkinn sat á Norðurgarði og gæddi sér á bráðinni. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravist- fræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að sennilega hafi fálkinn klófest ungan hettumáv, en treystir sér þó ekki til að slá því föstu. Yfirleitt hafa 2–3 fálkar vetursetu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir veiða helst við strandlengjuna en halda stundum inn í borg- ina í veiðihug. Sjaldan sjást þeir þó hremma bráð og enn sjaldnar nást þeir á mynd. Slíkt hefur þó gerst og fræg er mynd Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, af fálka sem hefur sig til flugs frá Tjörninni með önd í klónum. Morgunblaðið/RAX Á fuglaveiðum í miðbænum  Gómsæt máltíð/4 SPÆNSKA lögreglan handtók í gærmorgun 16 manns í aðgerð gegn félögum í hryðjuverkasamtökum Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al- Qaeda. Var fólkið handtekið í Kata- lóníu á norðaustanverðum Spáni í 12 íbúðum í Barcelona, Gerona og nokkrum minni bæjum. José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, sagði að mennirnir hefðu verið að undirbúa „mikla hryðjuverkaárás“ og fundist hefðu hjá þeim sprengi- efni, rafeindabúnaður og fjarskipta- tæki sem hægt væri að nota við hryðjuverkaárásir. Ekki var skýrt frá því hver skotmörk hryðjuverka- mannanna hefðu verið. „Hópurinn sem nú hefur verið leystur upp hafði tengsl við hryðju- verkamenn sem nýlega voru hand- teknir í Frakklandi og Bretlandi og voru að undirbúa árásir með sprengjum og efnavopnum,“ sagði Aznar á blaðamannafundi. Fyrr í vikunni voru fimm Marokkómenn handteknir á Ítalíu með sprengiefni í fórum sínum. Einnig voru þeir með nákvæmt kort af miðborg London. Um 150 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni á Spáni og notuðu þeir blóðhunda. Ráðist var inn fyrir sól- arupprás. Flestir frá Alsír Að sögn spænskra fjölmiðla höfðu nokkrir þeirra, sem handteknir voru verið í þjálfunarbúðum al-Qaeda. Fundist hefðu áætlanir um árásir, kort, fölsuð vegabréf og tímastilli- búnaður fyrir sprengjur en einnig dunkar og önnur ílát sem gætu haft að geyma eiturefnið rísín. Breska lögreglan fann rísín hjá meintum hryðjuverkamönnum fyrir skömmu. Angel Acebes, innanríkisráðherra Spánar, sagði að mennirnir væru flestir frá Alsír og talið væri að þeir væru í herskáum íslömskum samtök- um í Alsír sem tengjast al-Qaeda en einnig hefðu þeir haft samskipti við hópa í Tétsníu. Samtökin í Alsír nefnast Salafistahópur predikana og bardaga, GSPC, en hópurinn hefur staðið fyrir mörgum árásum á stjórnarhermenn í Alsír. Felldi hann 39 hermenn og fjóra leiðsögumenn í fyrirsát skömmu eftir áramótin. Alls hafa nú 35 manns verið hand- teknir á Spáni grunaðir um tengsl við herská íslömsk samtök, síðan ráðist var á Bandaríkin árið 2001. Flestir þeirra hafa hins vegar verið látnir lausir á ný vegna skorts á sönnunargögnum. Talið er að al- Qaeda hafi haldið fundi á Spáni í að- draganda árásanna á Bandaríkin. Vitað er að Mohammed Atta, sem stjórnaði árásunum, kom tvívegis til Spánar skömmu áður en árásirnar voru gerðar. Al-Qaeda-hópur handtekinn á Spáni Sagður hafa verið að undirbúa „mikla hryðju- verkaárás“ Madrid, La Coruna. AP, AFP. Í ÁÆTLUNUM Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að á þessu ári verði boðin út verk vegna Kárahnjúkavirkjunar fyrir samtals 22–24 milljarða króna. Þar af er gert ráð fyrir bygg- ingaframkvæmdum upp á 7–8 milljarða og véla- og rafbúnaði fyr- ir 15–16 milljarða. Þetta kom fram í máli Agnars Olsen, framkvæmdastjóra verkfræði- og fram- kvæmdasviðs Lands- virkjunar, á árlegu út- boðsþingi Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda í gær. Inni í þessum tölum er ekki útboð Landsvirkjunar á síðasta ári á stíflu og að- rennslisgöngum virkjunarinnar, þar sem ítalska fyrirtækið Impregilo bauð lægst, eða 44 milljarða króna. Á þinginu gerðu fulltrúar helstu verk- kaupa opinberra framkvæmda grein fyrir áætlunum þeirra á þessu ári. Agnar Olsen sagði að áætluð unnin árs- verk starfsmanna verktaka við Kárahnjúka- virkjun til ársins 2009 yrðu um 3.200. Þegar mest verði muni um 1.200 manns starfa við virkjunina, á miðju ári 2005. Heildarfjárfestingar Landsvirkjunar á tímabilinu frá árinu 2001 til ársins 2009 vegna álvers við Reyðarfjörð, vegna Norður- áls og vegna núverandi orkukerfis, verða væntanlega um 95 milljarðar króna, án virð- isaukaskatts, að því er fram kom í máli Agn- ars. Verk fyrir 22–24 millj- arða boðin út í ár  Um 3.200 ársverk/12 PERCY Westerlund, aðalsamn- ingamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við EFTA-ríkin um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB, segir að í augum ESB skipti ekki öllu máli að ljúka samningum fyrir 15. apríl. Til þessa hefur ESB lagt áherzlu á þessa dagsetningu, til þess að hægt verði að senda samning um stækkun EES til staðfestingar þjóðþinga um leið og stækkun ESB. „Það mikilvægasta í okkar augum er ekki þessi dagsetning, heldur að við fáum samning sem við erum ánægð með,“ segir West- erlund á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten. EES-viðræðum ekki lokið 15. apríl  Framlagskrafan/2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.