Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur aukið við aflaheim- ildir í ufsa, sandkola, kolmunna og úthafskarfa á yfirstandandi fisk- veiðiári. Ætla má að útflutnings- verðmæti sjávarafurða aukist um 2,5–2,8 milljarða króna vegna þessa. Þessar breytingar eru meiri í þorsk- ígildum talið en samdráttur í leyfileg- um heildarafla þorsks sem kynntur var í júní sl. eða 12.000 þorskígildis- tonn á móti 11.000 tonnum. Sjávarútvegsráðherra fól Haf- rannsóknastofnunni að gera úttekt á stærð stofanna og byggir hann ákvörðun sína á úttekt stofnunar- innar, nema varðandi ufsa. Ufsakvóti ársins verður aukinn um 8 þúsund tonn og er heildarkvóti fiskveiðiárs- ins því 45 þúsund tonn. Árni segir ákvörðun sína byggjast á því að veiðistofn ufsa sé nú stærri en gert var ráð fyrir í síðustu úttekt Haf- rannsóknastofnunarinnar. Stofninn væri engu að síður lítill í sögulegu samhengi og Hafrannsóknastofnunin hefði því ekki lagt til að kvótinn yrði aukinn að svo stöddu. Árni sagði að stofnunin beiti nú nýjum aðferðum við mat á ufsastofninum, enda væri talsverð óvissa varðandi stofninn. Árni sagðist engu að síður hafa ákveðið að auka ufsakvótann, enda ljóst að afli hafi aukist stöðugt síð- ustu þrjú árin. Veiðistofn ufsa væri nú talinn vera 175 þúsund tonn eða jafnstór og Hafrannsóknastofnunin hafði spáð að hann yrði eftir tvö ár. „Ég tel að við uppbyggingu fiski- stofnana séu takmörk fyrir því hvað við getum leyft okkur að byggja stofn upp hratt með því að halda afl- anum niðri þegar veiðin er góð. Það getur valdið þrýstingi í blönduðum veiðum. Þetta er auk þess í samræmi við fiskifræði sjómannsins, sem segir að stofninn sé að stækka. Þess vegna hef ég ákveðið að auka ufsakvótann.“ Árni sagði að sandkolastofninn virtist vera á uppleið, nýliðun sé góð og mikill afli á sóknareinginu. Haf- rannsóknastofnunin hefði því lagt til að sandkolakvótinn yrði hækkaður úr 4 þúsund tonnum í 7 þúsund tonn. Árni sagði að enn hefði ekki náðst samkomulag um skiptingu kol- munnakvóta í Norður-Atlantshafi en allar veiðiþjóðir sett sér einhliða kvóta. Á síðasta ári hafi Íslendingar fylgt fordæmi Evrópusambandsins og dregið úr veiðum um 25% frá árinu 2001. Nú hafi ESB hinsvegar aukið sinn kvóta að nýju og því hafi hann ákveðið að auka kvóta Íslend- inga samsvarandi eða úr 282 þúsund tonnum í 318 þúsund tonn. Árni segir að dregið hafi úr kolmunnaveiði eftir að veiðiþjóðir hafi ákveðið að setja sér einhliða veiðiheimildir. Aflinn sé nú nær því að vera í samræmi við af- rakstursgetu stofnsins til lengri tíma en þó sé enn talsvert í það. Nýliðun í kolmunnastofninum hafi þó verið betri en gert hafi verið ráð fyrir. Þá verða aflaheimildir í úthafs- karfa hækkaðar um 10 þúsund tonn frá síðasta ári, til samræmis við ákvörðun Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar um aukinn heildarkvóta á úthafskarfa. Íslend- ingar stjórna veiðum sínum á úthafs- karfa eins og um tvo stofna sé að ræða, ólíkt öðrum veiðiþjóðum. Aukningin er aðeins í hinum svokall- aða neðri stofni. Árni segir að einnig hafi verið farið yfir stöðu bæði skarkolastofnsins og keilustofnsins en ekki hafi þótt rétt- lætanlegt að auka kvótann í þessum tegundum að svo stöddu. 2% hækkun á útflutnings- verðmæti sjávarafurða Gera má ráð fyrir að hækkunin á leyfilegum heildarafla auki útflutn- ingsverðmæti útfluttra sjávarafurða um 2,5–2,8 milljarða króna. Þetta fel- ur í sér að útflutningstekjur sjávaraf- urða hækka um liðlega 2% frá fyrri áætlunum. Að öllu samanlögðu munu því ákvarðanir sjávarútvegsráðherra leiða til þess að útflutnings- verðmætið á árinu 2002 verður ríf- lega 130 milljarðar króna í stað 128 milljarða króna eins og áætlað hafði verið. Í takt við fréttir af miðunum Grandi hf. hefur yfir að ráða um 2.800 tonna ufsakvóta eða um 10% af heildarkvótanum. Félagið hefur einnig yfir að ráða miklum úthafs- karfakvóta, um 9.500 tonnum sem er rúmlega 21% heildarkvóta Íslend- inga. Rúnar Þór Stefánsson, útgerð- arstjóri Granda, segir aukningu á ufsakvótanum mjög í takt við þær fréttir sem sjómenn beri af mið- unum, skipstjórar félagsins hafi orð- ið varir við aukna ufsagengd á öllum miðum umhverfis landið á und- anförnum tveimur árum og afli auk- ist. „Það er því ánægjulegt að sjáv- arútvegsráðherra taki einnig tillit til sjónarmiða sjómanna. Það var nauð- synlegt að auka ufsakvótann til að geta stundað blandaðar veiðar. Þá munum við nú skoða hvernig við hög- um úthafskarfaveiðunum í ljósi auk- inna aflaheimilda,“ segir Rúnar. Vantar upp á þekkingu á ufsa Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir aukn- ingu á ufsakvótanum tímabæra, enda hafi afli á sóknareiningu aukist mjög síðustu mánuðina. Hann segir það hinsvegar koma mjög á óvart að Haf- rannsóknastofnunin skuli ekki merkja þessa aukningu í sínum gögnum. „Við teljum að það vanti mikið upp á þekkingu vísindamanna á ufsastofninum. Það er greinilega mun meiri ufsagengd á miðunum og sjávarútvegsráðherra hefur ítrekað þurft að hækka ufsakvótann umfram ráðleggingar Hafrannsóknastofn- unarinnar. Við teljum því að þetta sé hárrétt og nauðsynleg ákvörðun hjá ráðherranum og virðingarvert að hann taki mið af því sem er að gerast á miðunum. Það er auk þess brýnt að Hafrannsóknastofnunin auki þekk- ingu sína á ufsastofninum.“ Friðrik segir að aukning á kol- munnastofninum hafi sömuleiðis ver- ið nauðsynleg, í ljósi þess að Evrópu- sambandið ætli sér meiri kvóta á þessu ári. „Við höfum verulegar áhyggjur af kolmunnastofninum en það er áríðindi að við höldum okkur hlut í þessum sambandi,“ segir Frið- rik. Auka þyrfti skarkolakvótann Rafn Haraldsson, útgerðarmaður dragnótabátsins Reykjaborgar RE, segir aukningu á sandkolakvótanum í samræmi við aukinn afla. Þannig hafi afli á sóknareiningu síðastliðið haust aukist um helming frá fyrra hausti. Frá árinu 2000 til ársins 2001 hafi aukningin verið 143%. „Áður en sandkolakvótinn var skorinn niður á sínum tíma var heildaraflinn venju- lega í kringum 7 þúsund tonn. Það má því segja að stofninn sé kominn í eðlilegt horf.“ Rafn segist undrandi á því að sjáv- arútvegsráðherra skuli ekki hafa aukið skarkolakvótann sömuleiðis. „Mat Hafrannsóknastofnunarinnar á skarkolastofninum er ekki í takt við það sem við sjáum daglega á mið- unum. Aflaaukning á sóknareiningu hefur verið sú sama og í sandkol- anum. En einverra hluta vegna er ekki tekið tillit til þess,“ segir Rafn. Aflaheimildir fiskveiðiársins auknar um 12 þúsund þorskígildistonn Útflutningsverð- mæti eykst um rúma 2,5 milljarða Morgunblaðið/Þorkell Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Geirsson ráðuneyt- isstjóri kynna auknar aflaheimildir á yfirstandandi fiskveiðiári. MEIRI hætta er á tjóni á búnaði í fiskeldi á Íslandi sem og er vöxtur minni og meiri hætta á afföllum en víða annars staðar og því er mikil- vægt að draga úr þessu tjóni sem og afföllum á fiski í sjókvíum. Megin- munur á aðstæðum til þorskeldis á Ís- landi og í samkeppnislöndum er að sá hluti eldisferlisins sem fram fer í sjókvíum er okkur í óhag. Þetta kem- ur fram í skýrslu um stefnumótun í þorskeldi sem Valdimar Ingi Valdi- marsson starfsmaður verkefnisins Þorskeldi á Íslandi kynnti á þorskeld- isdegi sem haldinn var á Akureyri í gær. Hann sagði að skilgreina þyrfti betur náttúrulegar aðstæður til fisk- eldis og að hanna þyrfti að prófa bún- að sem hentar betur íslenskum að- stæðum. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra flutti ávarp og sagði m.a. að gert væri ráð fyrir að hlutur fiskeldis myndi vaxa úr einum milljarði árið 2001 í 36 milljarða árið 2012. „Vita- skuld hlýtur þessi framtíðarsýn að teljast nokkuð bjartsýn en hún er þó alls ekki óraunhæf,“ sagði Árni. Hann sagði ríkisvæðingu sjávarútvegs ekki standa fyrir dyrum, en með því að samstilla og ýta undir rannsóknir og þróun gæti ríkið lagt til örvandi hönd. Auka þarf vaxtarhraða og stytta eldistímann Valdimar nefndi nokkur atriði sem væru mikilvæg varðandi þorskeldi, m.a. að flokka eldissvæði eftir því hve vel þau henta til þorskeldis og kanna þyrfti kulda- og sundþol þorsks við landið auk þess sem gera þyrfti til- raunir þar sem þorskseiði af mismun- andi stærð væru sett í sjókvíar á mis- munandi árstímum við breytilegar aðstæður. Þá þyrfti að auka vaxtar- hraða og stytta eldistímann og eins væru kynbætur afar miklvægar, væru raunar ein mikilvægasta for- sendan fyrir samkeppnishæfni at- vinnugreinarinnar við önnur lönd. M.a. þyrfti að afla erfðaefnis og gera samanburð milli stofneininga og er lagt til að stofnað verði rekstrarfélag um slík verkefni undir forystu Stofn- fisks, Fiskeldis Eyjafjarðar og Haf- rannsóknastofnunar í samvinnu við innlendar rannsóknastofnanir og fyr- irtæki. Eitt þeirra atriða sem einnig þarf að huga er að bæta árangur við að fanga villtan þorsk til áframeldis, en aðalhindrunin hefur verið að safna nægilega miklu af þorski með óskertan lífsþrótt á hagkvæman hátt. Þannig þyrfti að rannsaka áhrif veiði- tækni og ýmissa umhverfisþátta og hanna og þróa nýja tækni við veiðar á villtum þorski til áframeldis. Að fjöl- mörgum öðrum verkefnum þyrfti að huga s.s. heilbrigðismálum því gera mætti ráð fyrir að sjúkdómar myndu skjóta upp kollinum eftir því sem eld- ið ykist. Fóðurkostnaður væri stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í þorskeldi en takmarkaðar upplýsingar væru til um næringarþarfir þorsks þannig að leggja þyrfti stund á fóðurrannsóknir. Eins þyrfti að huga að gæðamálum, slátrun og vinnslu og áhrif þorsk- seiðaveiða á staðbundinn þorsk, en takmarkaðar upplýsingar væru til um þorsk á grunnu vatni. Leyfisveitingar er eitt þeirra atriða sem fjallað er um skýrslunni og nefndi Valdimar að sækja þyrfti um hjá mörgum aðilum áður en endan- legt leyfi fengist. Lagt er til í skýrsl- unni að leyfisveitendum verði fækkað, þannig að einn aðili gæti gefið út full- gilt leyfi að uppfylltum settum skil- yrðum. Hvað umhverfis- og skipu- lagsmál varðar nefndi Valdimar að skipta þyrfti landinu upp í eldissvæði og gera heildarskipulag fyrir hvert svæði með svæðaskipulagi í hverjum firði. Að lokum nefndi hann að mark- aðsmál, framleiðslukostnaður og arð- semi væru verkefni sem þyrfti að skoða. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa flutti er- indi sem nefndist þorskeldi á kross- götum. Hann sagði arðsaman sjávar- útveg, þekkingu, reynslu, vinnsluþekkingu og öflug markaðs- fyrirtæki helsta styrkleika þorskeldis á Íslandi, en lítil þekking á eldi sem og þjónusta við það sem og fjarlægð frá mörkuðum væru helstu veikleikar þess. Tækifærin lægu í mikilli mjöl- og lýsisframleiðslu, nægu eldisrými og heitu vatni en hitastig sjávar, veð- urfar, lagnaðar- og hafís væru þau at- riði sem helst ógnuðu þorskeldinu. Skiptir miklu að stóru fyrir- tækin hafi trú á greininni Guðbrandur nefndi að kostnaður við uppbyggingu þorskeldis yrði mik- ill, eða allt að 2 milljarðar króna. Lagt væri til að ríkið myndi leggja fram á næstu 5 árum um 700 milljónir króna til uppbyggingar í atvinnugreininni. Nefndi Guðbrandur að 500 tonna þorskeldiskvóti árlega til ársins 2006 væri mikilvægur. „En það skiptir meginmáli að stóru fyrirtækin í grein- inni hafi áhuga og trú á fiskeldi og þau séu fús að fjárfesta í því, annars verð- ur þessu verkefni sjálfhætt,“ sagði Guðbrandur. Nefndi hann að til að tryggja mark- aðslega stöðu Íslands á sviði sjávar- útvegs þyrfti framlag fiskeldis að vera um 50 þúsund tonn árið 2010 og og 150 þúsund tonn 5 árum síðar. „Jafnframt því sem við prófum okkur áfram í þorskeldi er nauðsyn- legt að kanna einnig eldi annarra teg- unda sem gætu hentað til eldis hér við land,“ sagði Guðbrandur, en ÚA hef- ur í því skyni örlítið verið að prófa ýsueldi. Markmiðið að framleiða um 100 þúsund tonn árið 2007 Tanja Elisabeth Knabenschuh sem starfar við þorskeldisverkefni í Bergen sem nefna má „Veðjað á þorskinn,“ gerði á ráðstefnunni grein fyrir verk- efninu og stöðu þorskeldis í Noregi sem og framtíðarsýn manna þar í landi, en Norðmenn ætla sér stóra hluti varð- andi þessa atvinnugrein er fram líða stundir og hafa lagt umtalsverða fjár- muni í rannsóknir og þróunarvinnu á þeim vettvangi á liðnum árum. Þó nokkuð væri um liðið frá því fyrstu til- raunir með þorskeldi hófust þar í landi og hafa þær nú skilað umtalsverðum árangri, eftir að búið er að yfirstíga hin ýmsu vandamál sem upp komu. Markmiðið er að sögn Tönju að framleiða um 10 þúsund tonn árið 2005, en þá lýkur áðurnefndu verk- efni sem unnið hefur verið að í Bergen síðustu ár og þá spá menn því að árið 2007 verði framleiðslan komin í 100 þúsund tonn. Tanja sagði að í framtíð- inni sæju menn fyrir sér þorsk- eða annað eldi upp með öllu landinu. Nefndi Tanja að fyrirtæki sem ynnu að verkefnum sem tengdust rann- sókna- og þróunarstörfum fengju skattaafslátt og virkaði það mjög hvetjandi, m.a. hvað fiskeldið varðar. Skýrsla um stefnumótun í þorskeldi á Íslandi kynnt á þorskeldisdegi á Akureyri Kynbætur forsenda þess að eldið verði samkeppnishæft Morgunblaðið/Kristján Valdimar Ingi Gunnarsson, starfs- maður verkefnisins Þorskeldi á Ís- landi, stefnumótun og upplýsinga- banki, kynnti stöðu verkefnisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.