Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 16

Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 16
EMBÆTTISMÖNNUM bresku ríkisstjórnarinnar hefur verið sagt að vera viðbúnir því að ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna verði flýtt, að sögn breska dagblaðs- ins The Daily Telegraph í gær. Stjórnin hefur sagt að ákveðið verði ekki síðar en 7. júní hvort hún leggi til að Bretar taki upp evruna. Embættismenn í London segja hins vegar að ákvörðunin verði að öllum líkindum tekin mun fyrr til að kom- ast hjá vangaveltum í fjölmiðlum og óvissu um stefnu stjórnarinnar. Heimildarmenn The Daily Tele- graph segja að það ráðist að miklu leyti af þróuninni í Íraksmálinu hve- nær ákvörðun stjórnarinnar verði tilkynnt. Það geti hugsanlega gerst í febrúar eða þegar stjórnin leggur fram fjárlagafrumvarpið í mars. Er sagt líklegt að framganga Blairs forsætisráðherra í Íraksmál- inu og ástandið í efnahagsmálum ráði úrslitum um hvort breskir kjós- endur treysti honum í evrumálinu. Samkvæmt könnuninni eru þeir sem enn eru á báðum áttum helmingi fleiri en þeir sem eru annaðhvort gallharðir stuðningsmenn eða and- stæðingar evrunnar. Þeir viður- kenna að þeir muni reiða sig á ráð- leggingar manna sem þeir treysta fremur en að reyna að meta sjálfir flóknar efnahagslegar röksemdir í málinu. Ákvörðun um evru- aðild flýtt? Bretland ERLENT 16 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELAR kenna sig ekki lengur við gömlu kynkvíslirnar, enda 10 þeirra týndar að sögn, en uppskipt- ing samfélagsins í eins konar kyn- kvíslir eða ættbálka hefur líklega aldrei verið jafnskýr og nú. Lands- menn skiptast í flokka eftir uppruna sínum og trúaráherslum og það end- urspeglast síðan í flokkaflórunni á þingi. Eftir þeim línum munu Ísrael- ar að miklu leyti kjósa í þingkosning- unum næstkomandi þriðjudag. Á ísraelska þinginu sitja 120 menn og skiptast þeir nú á milli 18 ólíkra flokka. Stjórnmálaflokkarnir í land- inu eru hins vegar 28 alls og margir þeirra berjast aðeins fyrir þrengstu hagsmunum sinna umbjóðenda. „Ísrael nú á dögum er margskipt samfélag með skýra skiptingu á milli ættbálkanna,“ segir Yoram Peri, fé- lagsfræðingur við háskólann í Tel Aviv. Segir hann, að meginkosn- ingahóparnir séu sex talsins. Tveir stærstu flokkarnir eru Lik- udflokkur hins herskáa Ariels Shar- ons forsætisráðherra og Verka- mannaflokkurinn, sem vill sýna meiri hófsemi í samskiptunum við Palestínumenn og aðra nágranna Ísraela. Báðir sækja flokkarnir fylgi sitt til samfélagsins vítt og breitt og leggja áherslu á stóru málin eins og átökin við Palestínumenn og efna- hagsmálin. Hinir flokkarnir 26 eru langflestir mjög smáir en misstórir þó. Síðustu skoðanakannanir sýna til dæmis, að hinn veraldlegi Shinui-flokkur muni fá 16 eða 17 menn kjörna og er hann þá kominn alveg á hæla Verka- mannaflokknum, sem spáð er mikl- um ósigri. Af öðrum flokkum má nefna flokk innflytjenda frá Rúss- landi, sem berst fyrir auknum stuðn- ingi við þá, sem þaðan koma; flokka bókstafstrúaðra gyðinga, sem vilja færa allt samfélagið í fjötra trú- arinnar; flokk þeirra, sem sest hafa að í gyðingabyggðum í Palestínu og kjósa raunar margir Likudflokkinn; Græna laufið, sem berst fyrir lögleið- ingu kannabisefna; flokk fráskilinna manna, sem segjast hafa orðið undir í forsjárdeilum; nokkra flokka arab- ískra Ísraela og síðan einn flokk, sem heitir einfaldlega Reiði. 1,5% nægir fyrir manni Þessi flokkafjöld endurspeglar margklofið samfélag, sem einkennist fremur af miklum deilum en sátt og samlyndi. Með kosningalöggjöfinni er ýtt undir þessa sundrungu en í Ísrael þarf flokkur ekki að fá nema 1,5% atkvæða, um 50.000 atkvæði, til að koma manni á þing. Þessi hrærigrautur gerir ísraelsk stjórnmál að sjálfsögðu ákaflega líf- leg en tryggir um leið, að enginn einn flokkur getur fengið meirihluta. Útkoman er því ávallt mjög óstöð- ugar samsteypustjórnir. Þingkosn- ingarnar á þriðjudag verða þær fjórðu á sjö árum. Frá 1988 hefur engin ríkisstjórn setið út kjör- tímabilið. Félagsfræðingurinn Peri segir, að Ísraelar, sem eru um 6,6 milljónir, skiptist í sex hópa, sem kjósi í meg- inatriðum eftir ættbálkalínum:  Veraldlega sinnaðir gyðingar af evrópskum uppruna. Þeir hafa löngum verið hin ráðandi stétt en áhrif þeirra fara síminnkandi.  Bókstafstrúaðir gyðingar, sem eiga uppruna sinn í þeim trúar- hefðum, sem ríktu í Austur-Evrópu á 18. öld.  Gyðingar frá Miðausturlöndum en þeir eru nú um helmingur þjóð- arinnar. Þeir eru yfirleitt trúaðri og fátækari en veraldlegu sinnuðu gyð- ingarnir frá Evrópu. Þeir kjósa yf- irleitt hægriflokka eins og Likud.  Innflytjendur frá Sovétríkj- unum fyrrverandi en þeir eru nú um ein milljón. Þeir eru yfirleitt verald- lega sinnaðir en hafa mjög harða af- stöðu gegn Palestínumönnum.  Arabískir Ísraelar, um 1,2 millj., sem eru hliðhollir Palestínumönnum.  Bókstafstrúaðir gyðingar, sem krefjast yfirráða yfir öllu Ísrael Bibl- íunnar. Í þessum hópi eru margir þeirra 220.000 manna, sem tekið hafa land af Palestínumönnum á Vesturbakkanum og á Gaza. Endalaust trúarnám á kostnað skattgreiðenda Eins og áður er að vikið er líklegt, að hinn veraldlegi sinnaði Shinui- flokkur muni stórauka fylgi sitt en meðal helstu baráttumála hans er að draga úr áhrifum og forréttindum bókstafstrúarmanna. „Meirihluti landsmanna er búinn að fá nóg af yfirgangi bókstafstrúar- mannanna,“ segir leiðtogi flokksins, Yosef „Tommy“ Lapid, fyrrverandi blaðamaður, sem hóf sín fyrstu stjórnmálaafskipti fyrir aðeins þremur árum. Segir hann, að verald- lega sinnað miðstéttarfólk í Ísrael sé látið bera þyngstu byrðarnar, jafnt hvað varðar herskyldu og skatta, en hafi samt misst pólitísk áhrif yfir til hinna bókstafstrúuðu, sem hvorki gegni herþjónustu né vinni ærlegt handtak. Þeir séu í endalausu trúar- námi á kostnað ríkisins, það er að segja skattgreiðenda. Lapid segir, að bókstafstrúar- menn séu aðeins tilbúnir til „að biðja fyrir landinu, ekki að berjast fyrir það. Meðal þeirra eru 100.000 stál- hraustir karlmenn, sem leggja ekk- ert af mörkum til samfélagsins en lifa á striti annarra“. Skoðanakannanir sýna, að Shinui- flokkurinn muni verða sá þriðji stærsti eftir kosningarnar á þriðju- dag og slá við höfuðandstæðingi sín- um, Shas-flokknum. Honum fylgja gyðingar, sem komu frá arabaríkj- unum, svokallaðir sephardic, og vilja sníða samfélagið að fyrirmælum trú- arinnar. Hafa þeir lengi haft horn í síðu ashkenazí-gyðinga, þeirra, sem komu frá Evrópu. „Í Ísrael eru tveir hópar manna, annar ríkur, hinn fátækur,“ segir Yitzhak Sudri, talsmaður Shas. „Því miður má þekkja þá á litnum. Sá ríki er ashkenazí-gyðingar, sá fátæki sephardic-gyðingar.“ Ísraelar kjósa eftir „ættbálka“-línum AP Betlari leikur á balalæka á strætisvagnabiðstöð í Jerúsalem. Miklir efna- hagserfiðleikar eru í Ísrael og um 20% íbúa komin undir fátæktarmörk. Jerúsalem. AP. Ísraelar eru margklofið samfélag. Breitt bil er milli þjóðfélagshóp- anna. Sumir eru veraldlega sinnaðir, aðrir bókstafstrúar; sumir ríkir, aðrir fátækir; sumir „evrópskir“, aðrir „arabískir“ og ring- ulreiðin í stjórnmálunum því meiri en í nokkru öðru lýðræðisríki. ’ Ísrael nú á dögumer margskipt sam- félag með skýra skiptingu á milli ættbálkanna. ‘ NÝLEGA fundust í Kína stein- gerðar leifar undarlegrar fornald- areðlu en hún hefur haft fjóra vængi, tvo á framlimum og tvo á afturlimum, og líklega notað þá til að svífa á milli trjáa. Hefur fund- urinn kynt enn undir þeirri um- ræðu, sem nú á stað meðal fræði- manna um uppruna flugsins meðal fugla. Eðlan, sem kallast Microraptor gui og var um 75 cm löng, var uppi fyrir um 128 milljónum ára. Ekki er ljóst hvar hún stendur í þróun- arstiga fugla og eðlna en vís- indamenn geta sér til, að hún hafi komið fram um líkt leyti eða jafnvel síðar en fyrstu tvívængjuðu eðl- urnar, Archaeopteryx. Talið er, að þær hafi í raun flogið með því að blaka vængjunum. Steingervingafræðingar eru að sjálfsögðu mjög hrifnir af þessum nýja fundi. Þeir hafa áður fundið eðlur, sem gátu svifið nokkra vega- lengd, en enga með fjöðrum, hvað þá með fjóra vængi. Ruddi svifdrekinn brautina? Steingervingurinn fannst í hér- aðinu Liaoning norðaustur af Pek- ing en þar hefur margt merkilegt verið grafið úr jörðu á síðustu ár- um. Kemur fundurinn líka á sama tíma og fjörleg umræða á sér stað um uppruna flugsins en ein kenn- ingin er, að fornaldareðlur, sem gátu svifið á milli trjáa, hafi smám saman komist upp á lag með að fljúga með því að blaka vængj- unum. Nýjasta kenningin er, að eðl- ur með vængi eða fjaðrir á fram- limum hafi í fyrstu notað þá til að auðvelda sér hlaup upp bratta og það síðan þróast í reglulegt flug. Ef eitthvað er, virðist fundurinn í Kína styðja fyrrnefndu kenninguna. Kínverski steingervingafræðing- urinn Xing Xu segir, að fiðraðir aft- urlimirnir svari til afturvængja en óvíst sé hvort um hafi verið að ræða eitthvert millistig í þróun flugsins eða þróunarsögulega blindgötu. Eru vísindamenn sannfærðir um, að Microraptor gui hafi ekki flogið í raun og ráða það af því hvernig aft- urlimirnir tengjast mjöðminni. Þá segja þeir, að hefði eðlan blakað framvængjunum, hefði það óhjá- kvæmilega valdið miklum óróa kringum afturvængina. Fornaldareðla með fjóra vængi fundin Nýtt innlegg í umræðuna um upphaf flugsins Reuters Kínverskur vísindamaður skoðar nýfundna flugeðlusteingervinginn. Portland. AP. TÍÐNI fíkniefnaneyslu og misnotk- unar á áfengi, geðrænna kvilla og sjálfsvíga er mun hærri meðal skiln- aðarbarna en annarra barna, að því er segir í niðurstöðum viðamikillar könnunar sem gerð var fyrir félags- málayfirvöld í Svíþjóð. Sagt var frá málinu á vefsíðu Berlingske Tidende í gær en niðurstöður rannsóknarinnar munu birtast í breska læknatímarit- inu Lancet um helgina. Kannaður var ferill um milljón barna, þar af voru 65.000 börn for- eldra sem höfðu skilið. Tekið er tillit til áhrifa sem atvinnuleysi, tekjumun- ur eða geðrænir sjúkdómar hjá for- eldrunum gætu haft. En þegar það hefur verið gert er tíðni félags- og heilsufarslegu vandamálanna samt tvöfalt hærri meðal skilnaðar- barnanna en hinna. Mestur er mun- urinn þegar hugað er að fíkniefnum, synir fráskilinna eru fjórum sinnum líklegri til að hafa notað þau og dæt- urnar þrisvar sinnum líklegri. Mogens Nygaard Christoffersen hjá rannsóknamiðstöð félagsmála í Danmörku segir að munurinn sé jafn- vel enn meiri en menn hafi óttast. „Við höfum lengi vitað að meira væri um sjálfsvígstilraunir meðal skilnaðarbarna og mínar rannsóknir hafa sýnt fram á að 30% fleiri skiln- aðarbörn eru dæmd fyrir ofbeldisaf- brot en reyndin er meðal annarra barna,“ segir Christoffersen. Ný rannsókn Skilnaður slæmur fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.