Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 18

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Með blaðinu í dag fylgir 32 síðna tímarit um heilsu Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 1. Hæð suðurhús. samtals 312 fm. 4. Hæð suðurhús. samtals 312 fm. 2. Hæð norðurhús. samtals 531 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu LÆGRI byggð, færri íbúðir og auk- in fjarlægð að Elliðavatni er meðal þeirra breytinga á tillögu að nýju deiliskipulagi Norðlingaholts sem kynntar voru á fundi í Árbæjarhverfi í fyrrakvöld. Ekki er talið að auglýsa þurfi tillöguna að nýju þrátt fyrir breytingarnar þó ekki hafi verið tek- in endanleg ákvörðun þar um. Að sögn Ágústu Sveinbjörnsdótt- ur, hverfisstjóra hjá skipulags- fulltrúanum í Reykjavík, miðast breytingarnar að því að koma til móts við þær athugasemdir sem bár- ust á auglýsingatímabili tillögunnar. „Aðalatriði mótmælanna voru útsýn- isskerðing úr húsum í Selási vegna hæðar húsanna í deiliskipulaginu, þéttleiki byggðarinnar og samsetn- ing hennar auk þess sem athuga- semdir komu um fjarlægð byggðar- innar frá Bugðu og Elliðavatni. Þá var það gagnrýnt að náttúrulegt um- hverfi svæðisins væri skert og þrengt væri að reiðleiðum.“ Breytingarnar, sem nú hafa verið gerðar á skipulagstillögunni, felast meðal annars í því að íbúðum á svæð- inu hefur verið fækkað nokkuð. „Áð- ur mátti byggja allt að 1.105 íbúðir í hverfinu en nú er búið að fækka þeim í 933 sem er 172 íbúðum færra,“ seg- ir Ágústa. „Fyrst og fremst fækkar íbúðum í fjölbýlishúsum en á móti kemur að sérbýlishúsum fjölgar nokkuð. Þannig að samsetningin breytist á þann veg að áður var u.þ.b. fjórð- ungur íbúða í sérbýlishúsum en nú er það þriðjungur. Þéttleikatölurnar hafa líka breyst. Það voru 26 íbúðir brúttó á hektara samkvæmt eldri til- lögu en eru núna rúmar 23 íbúðir á hektara.“ Lágreist sérbýli í stað fjölbýlishúsa Ágústa segir ekki síður mikilvæga breytingu að fjölbýlishúsin næst byggðinni í Selásnum hafa verið lækkuð. „Þau hafa verið færð úr fimm og sex hæðum í þrjár þannig að útsýni er ekki lengur skert því þú horfir yfir þessar þrjár hæðir. Fjöl- býlishúsin, sem voru syðst á svæðinu á fjórum og fimm hæðum og ætluð voru öldruðum, eru farin og í staðinn eru komin tvíbýlishús og raðhús. Þannig að nú er einungis gert ráð fyrir lágreistri sérbýlishúsabyggð við suðurjaðarinn.“ Loks hefur fjarlægðin frá Elliða- vatni að nýju byggðinni verið aukin nokkuð að sögn Ágústu sem giskar á að fjarlægðaraukningin nemi um 25 metrum að meðaltali eða þar um bil. „Þetta er gert til að koma betur fyrir reiðleið og gönguleið milli byggðar- innar og útivistarsvæðisins,“ segir hún. Breytingarnar ívilnandi Með þessu segir Ágústa talsvert komið til móts við athugasemdir íbú- anna. „Það er þó gert þannig að hug- myndafræðin að baki tillögunni er í sjálfu sér í öllum aðalatriðum sú sama,“ segir hún. „Það liggur fyrir munnlegt álit lögfræðinga borgarinnar sem telja ekki þörf á því að auglýsa tillöguna að nýju þar sem allar þessar breyt- ingar eru ívilnandi og miða að því að koma til móts við athugasemdir íbú- anna. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun í þeim efnum. Málið fer aftur fyrir fund skipulags- og byggingarnefndar í næstu viku og þá verður tekin afstaða til þess hvort auglýsa þurfi aftur eða ekki.“ Hún undirstrikar að tillagan sem slík sé enn í vinnslu og ekki sé búið að sam- þykkja breytingarnar. Hún segir fundargesti á fimmtu- dag hafa verið frekar jákvæða í garð breytinganna. „Það voru engar nýjar athugasemdir sem komu fram þó sumir hefðu kannski viljað sjá dregið enn meira úr þéttingunni en mér fannst stemningin frekar jákvæð.“ Hönnun skipulagsins er í höndum Teiknistofunnar ehf. Hér er horft í átt að fyrirhugaðri byggð frá Elliðavatni. Tillögur að breytingu á deiliskipulagi kynntar á íbúafundi Færri íbúðir og lægri byggð Norðlingaholt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt niður kröfu ÁHÁ verktaka á hendur Seltjarnar- neskaupstað um 585 milljónir króna bætur. Að sögn bæjar- stjóra var ekki gert samkomulag utan dómstóla um fébætur af nokkru tagi. Stefna ÁHÁ verktaka var þingfest í byrjun júní sl. en til- drög málsins voru þau að verk- takafyrirtækið taldi sig eiga rétt á byggingarlandinu á Hrólfs- skálamel vegna meintra ólög- mætra vinnubragða við útboð á landinu. Kröfunni og tilboði um samninga var hins vegar hafnað af Seltjarnarnesbæ. Í frétt frá Seltjarnarnesbæ segir að krafan hafi verið felld niður að beiðni stefnanda án kostnaðar og með samþykki lögmanns Seltjarnar- nesbæjar. Að sögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar, lögmanns ÁHÁ verk- taka, var samkomulag um að fella niður kröfuna. „Málið er einfaldlega úr sögunni og það er með samkomulagi beggja aðila. Það voru engar kröfur sem dóm- stóllinn var látinn leysa úr.“ Engar skuldbindingar af hálfu bæjarins Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarnessbæjar, segir ekkert samkomulag hafa verið gert um fébætur til ÁHÁ verktaka. „Það voru engar skuldbinding- ar gerðar af hálfu Seltjarnar- nessbæjar. Ég held einfaldlega að menn hafi séð að það var eng- inn fótur fyrir þessari kröfu eins og við héldum raunar fram allan tímann.“ Hann bendir á að mikið hafi verið um það rætt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna síð- astliðið vor hvort krafan ætti rétt á sér eða ekki. „Ég þurfti að svara því á mörgum fundum að ég teldi að svo væri ekki og við myndum hafa sigur í því máli. Það er komið á daginn.“ 585 milljóna krafa ÁHÁ verktaka felld niður Seltjarnarnes VILJAYFIRLÝSING um uppbygg- ingu bryggjuhverfis á Kársnesi var samþykkt í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Yfirlýsingin gerir ráð fyrir að uppbyggingin hefjist á næsta ári en stór hluti byggðarinn- ar verður á um 6 hektara landfyll- ingu. Eins og Morgunblaðið greindi frá á fimmtudag eru það Kópavogsbær og byggingarfélögin Björgun ehf. og Bygg ehf. sem standa að vilja- yfirlýsingunni. Fulltrúi Samfylking- arinnar í bæjarráði greiddi atkvæði gegn henni og í bókun hans frá fundinum kemur fram að nokkur at- riði komi þar til. Nefnir hann í því sambandi óvissu varðandi umferðaraukningu og að óeðlilegt sé að „afhenda ákveðnum fyrirtækjum slíkan „gullmola“ án þess að öðrum fyrirtækjum gefist kostur á að koma að málinu með einhverjum hætti. Í því sambandi má benda á að viðkomandi fyrirtæki hafa einnig rétt til byggingar á „bryggjuhverfi“ í Reykjavík og Garðabæ.“ Þá segir að meiri fjölbreytni þurfi í hönnun bryggjuhverfa en sami arkitekt standi að hönnun hverfisins í Kársnesi og fyrrnefndra bryggju- hverfa. Loks er nefnt að kostnaðar- mat bæjarins vegna skólabygginga og gatnaframkvæmda vanti. Fulltrúar meirihlutans bókuðu að þreifingar milli bæjarins og samn- ingsaðila hafi staðið yfir í 11⁄2–2 ár. „Fulltrúum K-listans og Samfylk- ingarinnar hefur verið ljóst frá upp- hafi í hvaða farvegi málið væri, þess vegna koma þessi sinnaskipti veru- lega á óvart,“ segir í bókun þeirra. Í samtali við Morgunblaðið segir Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylking- arinnar, ekki rétt að Samfylkingin hafi samþykkt málið á fyrri stigum þess. Viljayfirlýsing samþykkt Kópavogur FRÍDAGAR á borð við námskeiðs- daga og starfsdaga verða frá og með næsta vetri þeir sömu í grunn- skólum Garðabæjar eftir að sam- ræmt skóladagatal verður tekið í notkun. Þá verða frídagar leik- skóla hafðir á einhverjum þeirra daga sem frí er í grunnskólunum. Alls eru þrír grunnskólar í Garðabæ, tveir barnaskólar og svokallaður safnskóli fyrir ungl- ingastigið auk nokkurra leikskóla. Að sögn Gunnars Einarssonar, for- stöðumanns fræðslu- og menning- arsviðs Garðabæjar, hefur ósk for- eldra um að samræma frídaga milli þessara skóla vaxið á und- anförnum árum. „Það gat komið upp sú staða að foreldrar voru með börn á öllum þremur skólastigunum þó það væri að vísu mjög sjaldgæft. Ef það var frí þar á mismunandi dögum var það auðvitað bagalegt.“ Um er að ræða fimm daga á ári hjá grunn- skólunum en tvo á leikskólastiginu. Þá munu nemendur fá frí í heila viku í lok febrúar 2004 og er það í samræmi við niðurstöður könn- unar á viðhorfi foreldra til vetr- arfrís sem framkvæmd var í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Þótt gaman sé í skólanum kunna þau Helga, Sindri, Óskar og Skarphéðinn í Flataskóla sjálfsagt vel að meta frídagana sem eru yfir veturinn. Sömu frídagar milli skóla Garðabær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.