Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 20

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 20
SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann Fríhöfnin Meyjarnar, Háaleitisbraut SOLIDEA BAS ET COLLANTS AKUREYRI STJÓRN Dvalarheimila á Suður- nesjum hefur lagt til að ráðist verði í stefnumótun öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Það sé grundvöllur ákvarðana um frekari uppbyggingu á þessu sviði í framtíðinni. Fjögur sveitarfélög á Suðurnesj- um, öll nema Grindavíkurbær, standa að Dvalarheimilum á Suður- nesjum sem annast rekstur hjúkr- unarheimilisins Garðvangs í Garði og Hlévangs í Keflavík. Áhugi er á frekari uppbyggingu á þessu sviði og hefur hann meðal annars birst í stefnu nýs meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hvað á að byggja og hvar? Sigurður Garðarsson tók við for- mennsku í stjórn Dvalarheimila á Suðurnesjum (DS) eftir kosningarn- ar í vor og flutti hann umrædda til- lögu um stefnumótun í stjórninni. Hann segist vera að koma að þessum málaflokki í fyrsta sinn og hafi notað tímann til að setja sig inn í málefnin. Hann hafi fljótlega séð að það vant- aði grundvöll til að meta þörfina á uppbyggingu og ákvarðanir um hvað ætti að byggja og hvar. Sigurður vekur athygli á því að DS annist aðeins hluta öldurnarþjónust- unnar, það er að segja vistunarþjón- ustu sem felst í rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilanna. Sveitarfélögn sjálf annast ýmsa aðra þætti, eins og dagvistun, heimaþjónustu, fé- lagsstarf og uppbyggingu sérbýla og þjónustuíbúða. Þá komi ríkið að upp- byggingu og annist fleiri þætti, eins og heimahjúkrun. Allir þessir þættir spili saman og hafi áhrif hver á ann- an. Þannig hafi heimaþjónusta og heimahjúkrun áhrif á það hvað fólk geti búið lengi heima og hver þörfin er fyrir uppbyggingu vistheimila. Því segir hann ekki hægt að taka hlutverk DS út úr heildinni og meta það sérstaklega heldur þurfi heildar- stefnumótun fyrir öldrunarþjónustu á svæðinu. Við þá vinnu sem er að hefjast þarf að sögn Sigurðar einnig að taka tillit til fjölgunar íbúa á svæðinu, hækk- andi meðalaldurs og breytingar á kröfum með tilkomu nýrra kynslóða sem þurfa að nýta sér þessa þjón- ustu. Nefnir hann að á næstu árum komi af þunga inn í þennan hóp fólk- ið sem flutti á Suðurnesin upp úr 1950 vegna uppbyggingar herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hafi verið barnmargar fjölskyldur og ekki sé langt í að börnin þurfi einnig sína þjónustu en þau hafi alist upp við að greiða í lífeyrissjóði og geri væntanlega aðrar kröfur til þjónust- unnar en foreldrarnir. Ráðinn verkefnisstjóri Stefnumörkunin sem lagt er til að farið verði í á að mati Sigurðar, að beinast að því að lýsa stöðunni í málaflokknum, leggja mat á framtíð- arþörf fyrir öldrunarþjónustu og leggja til valkosti um það hvernig hægt verði að standa að uppbygg- ingu á þjónustu og vistun aldraðra í framtíðinni. Segir Sigurður að þá fyrst verði unnt að taka ákvarðanir um það hvað eigi að byggja og hvar, til dæmis hvers konar vistunarrými sé þörf á og hvar best sé að hafa það. Jafnframt hvort hagkvæmara sé að DS eða sveitarfélögin hvert fyrir sig annist þessa uppbyggingu. Lýsir hann þeirri skoðun sinni að til þess að sveitarfélögin kjósi að starfa sam- an á vettvangi DS við frekari upp- byggingu verði ávinnurinn af slíku samstarfi að vera sýnilegur. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum mun koma að stefnumótun- arvinnunni með DS og hefur þegar veitt fjármagn til ráðningar verkefn- isstjóra. Vonast Sigurður til að hann verði ráðinn fljótlega og að niður- stöður fyrstu tveggja áfanganna liggi fyrir í lok sumars þannig að þá verði hægt að byrja að meta valkost- ina á þeim grundvelli. Stjórn DS vill ráðast í stefnumörkun í öldrunarþjónustu Grundvöllur ákvarð- ana um uppbyggingu Suðurnes Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurður Garðarsson er formaður stjórnar Dvalarheimila á Suðurnesjum. Þarfir aldraðra eru mismunandi. Hér er einn snillingur í biljarði. BEINT áætlunarflug milli Akureyr- ar og Parísar verður í boði einu sinni í viku sumarið 2004 á vegum ferða- skrifstofunnar Terra Nova Sól. Þá eru uppi hugmyndir um að bæta við fleiri áfangastöðum sumar- ið þar á eftir að sögn Friðriks Arn- arsonar framkvæmdastjóra Sam- eignar USA ehf. (Umboðs- og söluskrifstofa Akureyrar) en skrif- stofan var opnuð í liðinni viku. Hún er til húsa í miðbæ Akureyr- ar, Hafnarstræti 99-101, í Amaro- húsinu svonefnda, en þar keypti Friðrik rými undir starfsemina. Skrifstofan hefur umboð fyrir Ís- landstryggingu, Alþjóða líftrygg- ingafélagið og ferðaskrifstofuna Terra Nova Sól. Friðrik hefur um árabil verið kokkur á Vilhelm Bald- vinssyni EA, en ákvað að söðla um, koma í land og hefja rekstur. Íslandstrygging er að sögn Frið- riks nýtt félag á tryggingamarkaðn- um, stofnað í lok júlí á liðnu sumri í Reykjavík. Um alhliða trygginga- félag er að ræða og býðst bæði ein- staklingum og fyrirtækjum að tryggja eigur sína hjá félaginu. „Við bjóðum upp á lægri iðgjöld en önnur tryggingafélög og það kunna okkar viðskiptavinir að meta,“ sagði Frið- rik, en hann nefndi að starfsmenn fyrirtækisins væru öllum hnútum kunnugir á tryggingamarkaði, hefðu flestir áratuga reynslu á því sviði. „Þetta hefur farið ágætlega af stað hjá okkur og raunar betur en við bjuggumst við,“ sagði Friðrik. Viðskiptavinir ferðaskrifstofunn- ar Terra Nova Sól á Akureyri geta nú rekið erindi sín í hjarta bæjarins og sagði Friðrik það skipta miklu fyrir þá. Hann sagði að sumarbæk- lingur ferðaskrifstofunnar kæmi út í byrjun febrúar og yrði þá kynntur, en fjölmargar ferðir yrðu í boði. Meðal áfangastaða eru Dusseldorf, München, Berlín og Frankfurt í Þýskalandi og París í Frakklandi en að sögn Friðriks hefur ferðaskrif- stofan lagt mikla áherslu á að kynna Íslendingum þessi tvö lönd. Að auki eru í boði sólarlandaferðir til Spánar og Portúgal, sumarhús í Hollandi, ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði, bændaferðir, skemmtisiglingar og þá gerir skrifstofan fyrirtækjum og starfsmannafélögum tilboð í hinar ýmsu ferðir. „Viðskiptavinum ferða- skrifstofunnar á Akureyri og ná- grenni hefur farið fjölgandi síðustu ár, þannig að ég er mjög bjartsýnn“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Kristján Friðrik Arnarson, framkvæmdastjóri Sameignar, ásamt Svölu Jónsdóttur t.v. og Ragnhildi Stefánsdóttur, starfsmönnum á skrifstofunni. Umboð fyrir Íslandstryggingu og Terra Nova Sól opnað á Akureyri Beint flug til Parísar 2004 BALDUR KE 97 verður varðveittur í námunda við Byggðasafn Reykja- nesbæjar í Duus-húsum í Keflavík. Bæjarráð hefur samþykkt koma þar upp aðstöðu fyrir bátinn. Útgerð Baldurs verður hætt á næstunni. Ólafur Björnsson, fyrr- verandi útgerðarmaður, sem lét smíða bátinn á sínum tíma og gerði hann lengst af út, óskaði eftir lið- sinni Reykjanesbæjar við að varð- veita hann á landi. Nú hefur bæjarráð samþykkt að láta gera aðstöðu fyrir hann hafn- armegin við bryggjuhús Duus og falið umhverfis- og tæknisviði að vinna að undirbúningi þess. Jafn- framt hefur verið þegið boð Ólafs um að koma Baldri á staðinn og sjá um viðhald hans þar. Gert er ráð fyrir að Baldur verði tekinn upp í marsmánuði. Smíði Baldurs KE 1961 markaði viss tímamót, hann var til dæmis fyrsta íslenska skipið sem notaði skuttog. Þá var hann mikil happa- fleyta og líklega hafa engir bátar landað eins miklum afla í Keflavík. Baldur KE verður varðveittur Keflavík NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfs- traust verður haldið að nýju í grunnskólum Reykjanesbæjar á næstu vikum. Námskeiðið er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir foreldra barna í 4. til 7. bekk. Fyrsta námskeiðið verður í Heiðarskóla í næstu viku, dag- ana 27. og 29. janúar, og stend- ur frá 18 til 21. Foreldrar barna í Holtaskóla eiga kost á nám- skeiði 3. og 5. febrúar. Þriðja námskeiðið verður í Myllu- bakkaskóla 10. og 12 febrúar og í Njarðvíkurskóla 17. og 19. mars. Fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar að bærinn greiðir kostnað við námskeiðið að öðru leyti en því að foreldrar þurfa að greiða 1.000 krónur fyrir námskeiðsgögn, þar á meðal geisladisk þar sem er ávarp höfundar námsefnisins. Námskeiðið verður nánar kynnt með bréfi til foreldra þegar nær líður námskeiðum. Sjálfstyrk- ingarnám- skeið fyrir foreldra Reykjanesbær alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.