Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 24
LISTIR
24 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KÁTT Á HJALLA
Í HAFNARBORG!
Gleðin ræður ríkjum á sunnudagskvöld kl. 20
þar sem Tríó Reykjavíkur og söngvararnir
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson
flytja skemmtitónlist úr ýmsum áttum.
Missið ekki af
þessari einstöku skemmtun!
Miðasala í síma 555 0080 frá kl. 11-17 í Hafnarborg
Acidophilus
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Fyrir meltingu
og maga
FRÁ
FRÍHÖFNIN
-fyrir útlitið
TÓNLEIKAR verða haldnir á
morgun, sunnudag, í Glerárkirkju
á Akureyri til styrktar Orgelsjóði
kirkjunnar í minningu Áskels
Jónssonar söngstjóra. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 16 og þar koma fram
tveir kórar sem Áskell stjórnaði
lengi, auk einsöngvara.
Efnisskráin er fjölbreytt og
verða flutt sönglög eftir Áskel
Jónsson og ýmsa aðra höfunda.
Kór Glerárkirkju syngur undir
stjórn Hjartar Steinbergssonar og
einnig Karlakór Akureyrar-Geysir
undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur.
Einsöngvarar eru: Alda Ingibergs-
dóttir, sópran, Jóhann Már Jó-
hannsson, tenór, Óskar Pétursson,
tenór, Þórhildur Örvarsdóttir,
sópran og Örn Birgisson, tenór.
Við píanóið verða Dóróthea Dagný
Tómasdóttir og Sólveig Anna
Jónsdóttir. Á selló leikur Pavel
Panasiuk og Rögnvaldur Valbergs-
son á raforgel.
„Það verður að segjast eins og
er að dálítið er í land, að við fáum
pípuorgel. En mér skilst að það sé
næst á listanum yfir stórverkefni
hér í kirkjunni,“ sagði Hjörtur
Steinbergsson, organisti, í samtali
við Morgunblaðið í tilefni tón-
leikanna. „En það gætu verið fimm
ár í að orgelið komi; bygging-
artími svona hljóðfæris er að
minnsta kosti þrjú ár.“
Orgelið er mikill aflgjafi í öllu
tónlistarlífi í kirkju, eins og Hjört-
ur orðar það, „bæði í helgihaldinu
sjálfu og eins vegna ýmissa tónlist-
arviðburða. Gott dæmi um það er
orgelið í Akureyrarkirkju; Sum-
artónleikaröð hefur orðið til utan
um orgelið og sama má segja um
Hallgrímskirkju. Það gjörbreytti
öllu þegar pípuorgelið kom þang-
að 1992.“
Í Glerárkirkju er nú lítið raf-
magnsorgel, sem á sínum tíma var
bráðabirgðalausn og engan vegin
nógu gott hljóðfæri fyrir kirkjuna,
segir Hjörtur. „Gott hljóðfæri er
mikilvægt fyrir org-
anista, eykur áhuga
og metnað. Það er
eins og í öðru starfi;
hafi fólk góð tæki líð-
ur því betur og skilar
betra dagsverki.“
Kynnir á tónleik-
unum verður Pétur
Halldórsson og að-
göngumiðar verða
seldir við inngang-
inn. Verð þeirra er
kr. 1.500 en einnig er
tekið á móti frjálsum
framlögum.
Áskell var org-
anisti Lögmannshlíð-
arsóknar 1945–1987. Eftir að
bygging Glerárkirkju hófst var
hans heitasta ósk sú að fá pípuor-
gel í kirkjuna og í því augnamiði
stofnuðu þau Sigurbjörg eiginkona
hans Orgelsjóð Glerárkirkju 1987.
Áskell fylgdi því máli eftir af rögg-
semi á meðan heilsa
entist og safnaði 3,5
milljónum króna í sjóð-
inn hjá einstaklingum
og fyrirtækjum. Kór
Glerárkirkju, sem áð-
ur hét Kirkjukór Lög-
mannshlíðarsóknar,
var afhentur sjóðurinn
til vörslu og frekari
eflingar og er vonast
til þess að tónleikarnir
á morgun verði upphaf
lokasóknarinnar að því
að nýtt pípuorgel komi
í Glerárkirkju.
Áskell Jónsson var
fæddur á Mýri í Bárð-
ardal 5. apríl 1911 og lést á Ak-
ureyri 20. september síðastliðinn.
Þau Sigurbjörg eignuðust sjö börn
og tveir synir þeirra eru kunnir
tónlistarmenn; Jón Hlöðvar á Ak-
ureyri og Hörður organisti í Hall-
grímskirkju og kórstjóri.
Minningartónleikar um
Áskel Jónsson í Glerárkirkju
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hjörtur Steinbergsson: „Gott hljóðfæri er mikilvægt fyrir organista, eykur
áhuga og metnað. Það er eins og í öðru starfi; hafi fólk góð tæki líður því
betur og skilar betra dagsverki.“
Áskell Jónsson
Ritlistarhópur Kópavogs stendur
fyrir upplestri í Gerðarsafni kl. 15.
Magnús Bjarnfreðsson les úr drög-
um að nýrri bók sinni um Jón úr
Vör. Aðgangur er ókeypis.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
JÓN Hilmar Jónsson hlaut í gær við-
urkenningu Hagþenkis, félags höf-
unda fræðirita og kennslugagna, ár-
ið 2002 fyrir bók sína Orðaheimur,
íslensk hugtakabók, sem kom út nú
fyrir jólin. Viðurkenningin var af-
hent við sérstaka athöfn sem haldin
var af þessu tilefni í Þjóðarbókhlöðu
og tók Jón Hilmar við henni úr hendi
Sverris Jakobssonar, formanns
Hagþenkis.
Þorleifur Hauksson las greinar-
gerð viðurkenningarráðs félagsins,
sem ásamt honum er skipað Heimi
Pálssyni, Hrefnu Sigurjónsdóttur,
Ingunni Ásdísardóttur og Kristínu
Indriðadóttur. Hann sagði m.a. að
allir þekki gagnsemi orðabóka. Þær
séu nauðsynlegur förunautur hverj-
um þeim sem leggi stund á móður-
mál sitt eða þurfi að beita því í ræðu
og riti. Á síðustu árum hafi orðið
merkileg endurnýjun í útgáfu orða-
bóka á Íslandi. Orðaheimur hafi
nokkra sérstöðu innan flokks orða-
bóka. „Það er ekki algengt að maður
fái í hendurnar orðabók sem er í
senn afar gagnleg og mjög frumleg,
en hér hefur það gerst. Orðaheimur
er mikill fengur öllum málnotendum,
ekki síst nemendum í framhaldsskól-
um og á háskólastigi til að þjálfa þá í
að temja sér fjölbreyttara orðafar og
tjáningu í rituðu og mæltu máli.“
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón Hilmar að viðurkenningin væri
óvænt, en hann hefur ekki hlotið við-
urkenningu Hagþenkis áður. „En ég
er afar þakklátur og þykir þetta
mjög ánægjulegt,“ sagði hann. „Það
er ekki síst gaman að þetta fræða-
svið skuli fá athygli.“ Áður hefur Jón
Hilmar gefið út bókina Orðastaður,
sem kom fyrst út árið 1994 og í nýrri
og endurskoðaðri útgáfu árið 2001,
og var hún tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna árið 1994.
Jón Hilmar Jónsson lauk cand.
mag.-prófi í íslenskri málfræði árið
1975. Frá árinu 1982 hefur hann
starfað sem ritstjóri á Orðabók Há-
skólans. Jafnframt hefur hann ann-
ast kennslu við Háskóla Íslands og
verið prófdómari í íslenskri málfræði
frá árinu 1991.
Hagþenkir, félag höfunda fræði-
rita og kennslugagna, hlaut löggild-
ingu menntamálaráðuneytisins sam-
kvæmt ákvæðum í höfundalögum
árið 1987. Markmið félagsins er að
gæta hagsmuna og réttar fé-
lagsmanna og bæta skilyrði til samn-
inga og útgáfu fræðirita og kennslu-
gagna og annars sem félagsmenn
vinna að. Fjöldi félagsmanna er um
400.
Viðurkenning Hag-
þenkis fyrir Orðaheim
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Hilmar Jónsson tekur við viðurkenningu úr hendi Sverris Jakobssonar.
GUIDO Bäumer
saxófónleikari og
Aladár Rácz píanó-
leikari halda tónleika
í Norræna húsinu á
morgun, sunnudag,
kl. 17 og bjóða hlust-
endum uppá létta,
franska tónlist eftir
Paule Maurice, André
Jolivet, Debussy,
Florent Schmitt, Jean
Francaix og Milhaud.
Aladár Rácz er
Rúmeni, fæddur 1967.
Hann nam píanóleik
við Tónlistarhá-
skólana í Búkarest og
Búdapest. Aladár hef-
ur leikið víða um lönd,
m.a. á Spáni, Ítalíu og
Tékklandi og unnið til
verðlauna í alþjóða-
keppnum. Aladár
fluttist til Húsavíkur
haustið 1999. Hefur
hann leikið með ýms-
um söngvurum og
tekið þátt í leiksýn-
ingum á Norður- og
Austurlandi.
Guido Bäumer fæddist í Norð-
ur-Þýskalandi árið 1965. Guido
lauk einleikaraprófi á saxófón
frá Musik-Akademie der Stadt
Basel í Sviss árið 1993. Síðan lá
leiðin til Bandaríkjanna, en þar
lauk hann Artist Certificate frá
Bowling Green University.
Hann fluttist til Dalvíkur árið
2000 og hefur tekið virkan þátt í
tónlistarlífinu hér á landi, m.a.
leikið með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og einleik með Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands.
Klassískur
saxófónleikur í
Norræna húsinu
Félagarnir Aladár Rácz og Guido Baümer.
Listasafn ASÍ
Sýningunni „Ívar Valgarðsson í
boði Þórodds Bjarnasonar“ í Lista-
safni ASÍ, Freyjugötu 41 lýkur á
sunnudag. Safnið er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 13-17. Að-
gangur er ókeypis.
Sýningu lýkur
AUKASÝNING á dýrlingagenginu
(bash!) eftir Neil LaBute sem EGG-
leikhúsið sýnir í Listasafni Reykja-
víkur - Hafnarhúsi, verður á mánu-
dag kl. 20.
Leikendur eru Björn Hlynur Har-
aldsson, Þórunn E. Clausen, Agnar
Jón Egilsson og Ragnheiður Skúla-
dóttir.
Bash! á mánudag