Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 26

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 26
UMRÆÐAN 26 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI UM NOKKURN tíma hefur Norðurál á Grundartanga beðið eftir svari ríkisstjórnar um af- greiðslu á rafmagni til stækkunar verksmiðju sinnar á Grundar- tanga. Það er nauðsyn að afgreiða það mál á næstu dögum og vikum. Miklar vonir eru bundnar við þessa stækkun sem fyrirhuguð er. Fólk horfir til aukinna atvinnu- möguleika á byggingartíma og í kjölfar stækkunar, þess sér merki í nágrenni verksmiðjunnar á Akra- nesi og í Borgarnesi þar sem menn eru fullir bjartsýni og hafa þegar lagt í miklar byggingaframkvæmd- ir íbúðarhúsnæðis og á teikniborð- um eru fyrirhugaðar framkvæmdir um kjarnabyggðir á nefndum stöð- um. Aðgerðir og vinna á atvinnuleysistímum Þessar framkvæmdir sem munu skila í heildina nokkur hundruð störfum á suðvestursvæðinu sem eru nauðsynleg fram að að- alálagstíma byggingar Fjarðaráls og Kárahnjúkavirkjunar á næstu 2–3 árum. Það þarf enginn að fara í graf- götur um mínar skoðanir á stór- iðjuframkvæmdum sem ákveðið hefur verið að fara í, reynslan tal- ar þar sínu máli. Hlutverk mitt sem þingmanns er að stuðla að því á allan mögu- legan máta að eðlileg uppbygging þjóðfélagsins haldi áfram stöðugt og í samræmi við þarfir eins og þær eru á hverjum tíma. Líta til þess að farið sé að lögum og þau sett eftir því sem við á í hverju til- viki fyrir sig. Atvinnulífið, fram- leiðsla, viðskipti, menntun og grunnþjónusta er lykill þeirrar undirstöðu sem öll okkar velferð byggist á. Síbreytilegu heimsumhverfi verða menn að mæta á heimaslóð- um með aðlögun að því sem er að gerast. Ef tækniframfarir verða, þá tileinkum við okkur þær, ann- ars drögumst við aftur úr, ef ástand breytist á einhvern hátt í heiminum verðum við samstundist að bregðast við. Við verðum að taka tillit til annarra og leggja okkar af mörkum til að veröldin sem við lifum í verði sem best. Ísland er lítið þjóðríki sem getur haft áhrif á heimsmyndina eins og dæmin sanna, til okkar er tekið í alþjóðasamskiptum og rödd Ís- lands heyrist alls staðar og okkar sjónarmið fá góðar viðtökur í al- þjóðasamfélagi hvar sem við kom- umst að til að tjá okkur. Íslend- ingar veljast í hlutverk á þeim vettvangi þar sem við eigum setu- rétt vegna þess að við vitum hvað við viljum. Nýting auðlinda er nauðsyn! Umfjöllunarefni mitt lýtur að málefnum sem eru og verða stöð- ugt á dagskrá á næstu árum, við þurfum að bæta við virkjunum, það liggur fyrir, við þurfum að nýta okkar náttúruauðlindir hvort sem það verður til virkjunar eða annars konar atvinnunýtingar, einnig þar sem náttúruvernd og þessir þættir fara saman. Við höfum á löngum tíma byggt afkomu okkar að mestu á því sem auðlindin í hafinu hefur gefið okk- ur, sú auðlind er takmörkuð, við höfum nýtt okkur virkjun gufu og vatns til að framleiða orku fyrir alla landsmenn til heimilisnota ásamt og með til iðnaðar og stór- iðju. Við eigum að gera okkur grein fyrir því að auðlindir til orkufram- leiðslu eru ekki takmarkalausar en við eigum að nýta þær í okkar þágu eins og best verður á kosið. Við eigum einnig eftir að nýta okk- ur orkumöguleikana sem felast í sjávarföllunum m.a. með því að nýta tíma- og hæðarmismun milli landshluta. Vindorkuna eigum við eftir, þar er náttúruafl sem við höfum lítið gert í að rannsaka, endurnýtingu hitaútstreymis frá stóriðju ásamt með mörgu fleiru. Við leggjum okkar af mörkum Íslendingar til að skapa mengun- arlitla orku til hagsbóta fyrir al- þjóðasamfélagið. Hvaða kostir fylgja stóriðju? Undirritaður þekkir til stóriðju; ég hef unnið við stóriðju og hef séð framþróun í vörnum gegn mengun, framþróun í tækni til að spara mannafl, tækniframfarir sem krefjast aukinnar þjálfunar og menntunar, ég þekki einnig áhrif af stóriðju á sveitarfélög á stóru svæði. Stóriðjufyrirtækin á Grundar- tanga hafa skapað ný viðhorf, auk- ið menningar- og menntunarkröf- ur, lagt uppgræðslu- og umhverfissjónarmiðum lið og skapað iðnaði nýja og betri stöðu allt frá Suðurnesjum í Stykkis- hólm. Á þessu nefnda svæði hafa fyrirtæki í byggingar- og stáliðn- aði notið þessara framkvæmda og njóta síðan þess að veita þjónustu að lokinni upppbyggingu eins og raun ber vitni. Sá sem þekkir í raun áhrif af virkjanaframkvæmdum og stór- iðjuframkvæmdum á sama hátt og ég geri hlýtur að hvetja til áfram- halds á sömu braut þó svo að ástæða sé til á öllum tímum að gaumgæfa svo vel sem kostur er hverja einstaka framkvæmd. Ég er sannfærður um möguleg áhrif virkjunar og stóriðju á Austurland og reyndar á allt íslenskt samfélag hvað varðar menntun, atvinnu- og menningarstig og óneitanlega hef- ur umræða um stóriðju vakið landsmenn til vitundar um meng- un og umhverfismál þannig að menn eru betur meðvitaðir um þessa þætti en áður. Er ástæða til varfærni? Það hlýtur öllum að vera ljós mín skoðun á þessum málum eftir þau orð sem ég hef látið falla, ég sé ekki að á næstu 10–15 árum gefist betri möguleikar til öruggr- ar uppbyggingar í atvinnumálum en með virkjun og stóriðju. Því hvet ég til að menn haldi ótrauðir áfram, veiti með aðhaldi, skynsemi og gaumgæfni, virkjanaleyfi og starfsleyfi og vinni umhverfismat eftir því sem við á í hverju tilviki og að við eflum menningar-, menntunar- og atvinnustig á skyn- samlegan hátt. Norðurál er næst í röð! Eftir Gísla S. Einarsson Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. „Við leggj- um okkar af mörkum Ís- lendingar til að skapa mengunarlitla orku til hagsbóta fyrir alþjóða- samfélagið.“ FÆRRI komast að en vilja í næsta Snorraverkefni hér á landi en enn er hægt að skrá sig í sambærilegt verkefni í Manitoba í Kanada í sumar. Þetta kom fram á al- þjóðadegi Háskóla Íslands í Há- skólabíói á fimmtudag þar sem Snorraverkefnið og almennt há- skólanám í Kanada var meðal ann- ars kynnt. Ásta Sól Kristjánsdóttir, verk- efnisstjóri Snorraverkefnisins á Ís- landi, Laufey Lind Sigurðardóttir, þátttakandi í verkefninu í Manitoba sumarið 2001 og skiptinemi í Mani- toba-háskóla í haust, og Tricia Signý McKay frá Selkirk, Mani- toba, og Shaun Ross Bryant frá Nanaimo, Bresku Kólumbíu, fyrr- verandi þátttakendur í verkefninu á Íslandi og nú nemar í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Ís- lands, veittu upplýsingar um dag- skrána og miðluðu af reynslu sinni. Kanadísku ungmennin aðstoðuðu jafnframt Kristbjörgu Ágústs- dóttur, viðskipta- og kynningarfull- trúa kanadíska sendiráðsins á Ís- landi, við almenna kynningu á háskólanámi í Kanada. Kristbjörg segir að erlendir stúdentar sæki stöðugt meira í nám í Kanada og ekki síst Bandaríkjamenn, en nám og uppihaldskostnaður í Kanada er mun ódýrari en í Bandaríkjunum eins og m.a. kemur fram í ítarlegri úttekt kanadíska vikutímaritsins Maclean’s fyrir skömmu. Snorraverkefnið á Íslandi hófst sumarið 1999 og hafa samtals 60 ungmenni af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum tekið þátt í því, en um er að ræða um 6 vikna dagskrá með það að mark- miði að efla tengslin við upprun- ann. Umsóknarfrestur vegna verkefn- isins í sumar er útrunninn. Ásta Sól segir að þegar hafi borist 17 um- sóknir og von sé á fleirum. „Við getum aðeins tekið á móti 15 manns og því er ljóst að við verðum að velja en það er leitt því allir um- sækjendurnir virðast vera mjög frambærilegir.“ Til þessa hafa flest ungmennin verið frá Kanada og stúlkur í meirihluta en nú bregður svo við að meirihluti umsókna er frá Banda- ríkjunum og strákar í meirihluta. Verkefnið í Kanada hófst 2001 og því var framhaldið í fyrrasumar, en í sumar verður það frá 27. júní til 9. ágúst. Umsóknarfrestur renn- ur út 15. mars og má lesa allt um verkefnið á slóðinni www.snorri.is en Ásta Sól (astasol@snorri.is) og Wanda Anderson í Riverton í Kan- ada (tander@mts.net) veita auk þess nánari upplýsingar. Snorraverk- efnið kynnt á alþjóða- degi HÍ Morgunblaðið/Kristinn Shaun Ross Bryant, Tricia Signý McKay, Ásta Sól Kristjánsdóttir og Laufey Lind Sigurðardóttir við upplýsingaborð Snorraverkefnisins á alþjóðadegi Háskóla Íslands. Kent Lárus Björnsson er fráFraserwood í Nýja-Íslandi í Manitoba, þarsem foreldrar hans, Rich- ard og Valdine Bjornsson, sem bæði eru af íslenskum ættum, hafa verið með smjörgerð um árabil. Hann er einn af fjölmörgum Kanadamönnum af íslenskum uppruna sem hafa látið drauminn rætast, að kynnast upp- runanum og föðurlandinu. Hann kom fyrst til Íslands haustið 1979 og vann í prjónastofu á Blönduósi um vet- urinn en fór til Grindavíkur á fardög- um og vann þar í frystihúsi áður en hann sneri aftur til Kanada og settist á skólabekk í Manitoba-háskóla í Winnipeg. Haustið 1981 kom hann aftur til Íslands en að þessu sinni við fjórða mann og fóru ungmennin að vinna í frystihúsi á Djúpavogi. Um vorið réð Kent sig á bát frá Höfn í Hornafirði, en hélt síðan enn á ný til Kanada, þar sem hann var flutn- ingabílstjóri um árabil. Tengslin mikilvæg „Mér leið vel á Íslandi og ég átti mér alltaf þann draum að koma aft- ur,“ segir hann um endurkomu sína til landsins sumarið 2001. „Sem flutningabílstjóri keyrði ég 25.000 kílómetra á mánuði, kunni vel við það starf og var tilbúinn að halda því áfram um ókomna tíð. Hins vegar taldi ég að ég gæti ekki beðið í 10 ár til viðbótar með það að fara til Ís- lands og ræddi því meðal annars við Svavar Gestsson, sem þá var að- alræðismaður Íslands í Winnipeg, og sagði að ég gæti vel hugsað mér að kenna ensku á Íslandi, en þá vissi ég ekki að hann var fyrrverandi menntamálaráðherra. Næsta dag lét hann mig fá miklar upplýsingar um skóla á Íslandi, ég sótti um ýmis störf og ákvað að taka tilboði frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð þar sem ég hef starfað síðan í ágúst 2001 og uni mér vel. Ég er þúsund þjala smiður, en fyrst og fremst er ég tækjavörður, sé um ljósritun, hef verið húsvörður og hef meira að segja svarað í sím- ann. Það var gaman.“ Það var ekki aðeins landið og upp- runinn sem Kent var að hugsa um um árþúsundaskiptin heldur ekki síður tengsl landanna. „Þegar ég kom til Íslands sumarið 2001 gerði ég það í og með í þeim tilgangi að reyna að vera fólki innanhandar í sambandi við ferðir, annars vegar ferðir fólks frá Kanada til Íslands og hins vegar ferðir héðan til Kanada. Ég lít á mig sem ráðgjafa í víðtækum skilningi og ekkert, sem tengist sam- skiptum landanna, er mér óviðkom- andi.“ Upplýsingakvöld um Kanada Kent segir að hann og íslenskur samstarfsfélagi sinn, Vilmundur Kristjánsson, hafi viljað gera eitt- hvað til að vekja athygli á Kanada og upp úr þeim vangaveltum hafi þeir ákveðið að vera með menningarkvöld 14. og 15. febrúar í húsi MÍR við Vatns- stíg í Reykjavík. „Með þessu erum við bæði að kynna okkur hvað Nordic Trails stendur fyrir og varpa ljósi á ýmislegt sem tengist Kanada.“ Í þessu sambandi nefnir hann meðal annars að Viðar Hreinsson ætli að ræða um bók sína um Stephan G. Steph- ansson, Jónas Þór muni greina frá bók sinni um fólksflutn- ingana til Vesturheims og Hólmfríður Tóm- asdóttir segi frá söfnun heimilda og skráningu sinni á vestur- íslenskum bréfum. Ennfremur verði sýndar kvikmyndir frá Kanada, eftir vestur-íslenska höfunda og um ís- lensk samfélög vestra, ýmsar ferða- kynningar verði á staðnum og veittar upplýsingar um íslensk félög vestra, vikublaðið Lögberg-Heimskringlu og almennt um Kanada og þjónustu kanadíska sendiráðsins á Íslandi. „Við stefnum að því að eiga ánægju- legar kvöldstundir og gerum ráð fyr- ir að dagskráin standi frá klukkan sjö til 10 bæði kvöldin.“ Ýmsar hugmyndir Ferðir Íslendinga til Kanada hafa aukist mikið á nýliðnum árum og hef- ur Kent tengst þeim að hluta, en hann hyggst fara í leiðsögumanna- skóla hérlendis næsta vetur. „Ég tók á móti íslenskum frímúrurum í Mani- toba sumarið 2001 og svo fór ég sem fararstjóri með Sunnukórnum frá Ísafirði vestur í fyrrasumar, en nú er ég í samvinnu við Vestfjarðaleið vegna leiguflugsins til Winnipeg í lok júlí. Ég hef til dæmis stungið upp á golfferð til Manitoba 25. júlí til 5. ágúst og svo hef ég mikinn áhuga á að fara með fólk á hátíðina í Marker- ville í júní í tilefni þess að í haust eru 150 ár frá fæðingu Stephans G. Ég er opinn fyrir öllu og set hugmyndirnar inn á netsíðu mína, nordictrails.org, en orð eru til alls fyrst.“ Kanadísk menningar- kvöld í Reykjavík Um miðjan febrúar verður haldin tveggja kvölda kanadísk menn- ingarhátíð í húsi MÍR í Reykjavík og stendur félagið Nordic Trails að uppákomunni. Steinþór Guðbjartsson ræddi við forsvarsmanninn og Kanadamanninn Kent Lárus Björnsson. Morgunblaðið/Sverrir Kent Lárus Björnsson hefur í nógu að snúast. steg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.