Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 27

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 27 VART þarf að minna Íslendinga á þau fleygu orð höfundar Íslend- ingabókar sem gjarnan er vitnað til um mikilvægi þess að vera sann- orður. Þá hefir mikillæti aldrei tal- ist til mannkosta á Íslandi. Í tilefni af „ útgáfu“ svokallaðrar Íslend- ingabókar, sem gefin var íslensku þjóðinni nú á dögunum af „ættfræð- ingnum“ Friðriki Skúlasyni og Kára Stefánssyni er greinarkorn þetta ritað. Undirritaður, sem er sonur höf- undar Bergsættar, dr. Guðna Jóns- sonar prófessors, getur ekki orða bundist yfir því hvernig þessir tveir ofangreindu menn slógu sig til ridd- ara og skreyttu sig með annarra fjöðrum þegar þeir fengu hæstvirt- an menntamálaráðherra til að „opna“ Íslendingabók í viðurvist fjölmiðla. Kapparnir kepptust við að lýsa því hversu gífurleg vinna og kostnaður lægi að baki þessari stór- kostlegu gjöf þeirra til þjóðarinnar. Auk þess létu þeir þess getið að hvergi í veröldinni væri að finna annað eins þrekvirki á sviði ætt- fræði (gagnagrunns!) og hér hefði verið unnið af þeim og þeirra fólki. Fram til þessa hefði ættfræði verið stunduð af skrítnum körlum, gjarn- an með neftóbaksdropa í nefi. Auð- vitað höfðu þessir gjafmildu tví- menningar byggt þetta þrekvirki upp á öllu öðru en starfi þessara undarlegu forvera þeirra í ætt- fræðigrúski. Nefndar voru kirkju- bækur og manntöl allt frá 1703. Ekki var minnst einu orði á tugi ættfæðirita, sem gefin hafa verið út til þessa. Hér væru líka á ferðinni staðreyndir, sem að sjálfsögðu stæðu öllum opnar og nytu þar af leiðandi engrar verndar í höfund- arréttarlegum skilningi. Nútíminn krefðist þess að mikilmennum væri gert kleift að gefa þjóð sinni frían aðgang að uppruna sínum. Hinn sprenglærði prófessor við Harvard lét sér sæma að segja og alhæfa um þorra ættfræðinga: „Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé aðallega stundað af gömlum mönnum sem hafa orðið út undan í samfélaginu og gera lítið annað en rækta fóta- sveppi og kíkja á hver er skyldur hverjum.“ (Viðtal í Mbl.). Þessi um- mæli dæma sig sjálf. Á einni dag- stund slátruðu þessir herramenn ættfræðinni sem fræðigrein. Við fyrstu sýn hafði hér verið unnið þrekvirki, sem verðskuldar orðu- veitingar á næsta nýársdegi! Ég leyfi mér að upplýsa hluti nú, sem þeir Friðrik og Kári nefndu ekki við opnun Íslendingabókar „hinnar nýrri“, en flugu mér í hug af sama tilefni. Sumu héldu þeir fé- lagar leyndu en annað vissu þeir einfaldlega ekki : 1. Það er alkunna að Friðrik réð hóp námsmanna til að „slá inn“ á tölvu öll ættfræðirit sem hann kom höndum yfir þegar hann hóf smíði ættfræðigagnagrunns síns á síðasta áratug. Hvar voru manntölin og kirkjubækurnar þá? 2. Skyldi Friðrik þá hafa vitað að á miðri 19. öld voru karlmenn sem hétu Jón Jónsson, Guðmundur eða Sigurður Jónssynir í hundraðatali? Hverjir skyldu hafa ættfært alla þessa menn? Friðrik Skúlason? Ég held ekki. Það voru ættfræðingar. 3. Sem ungur maður fylgdist ég með föður mínum vinna myrkranna á milli við endurútgáfu Bergsættar. Hann handskrifaði mörgum hundr- uðum manna, dvaldi heilu dægrin á söfnum við rannsóknir manntala, kirkjubóka, bréfasafna og allra hugsanlegra gagna, sem leiddu til lausna á ættfærslu einstaklinga. Ættfræðingurinn, Friðrik, þurfti ekki að standa í svona „grúski“. Hann lét aðra um það! Væntanlega fótasveppa- og neftóbaksmenn? 4. Halda menn að Friðrik og Kári hafi eytt miklum tíma í ofangreinda grunnvinnu? Hefur Kári ekki haft öðru að sinna að undanförnu? Ég þori að fullyrða að tölvusnill- ingurinn, Friðrik, hefir ekki verið löngum stundum við grunn-gagna- öflun á söfnum, hvað þá skoðandi manntöl eða kirkjubækur. Friðrik er löngu lands- ef ekki heimsfrægur tölvuvírusabani. Það verða menn ekki samhliða þeirri gífurlegu vinnu, sem alvöruættfræðingar verða að leysa af hendi. Ég ætla ekki að skrifa langt mál af þessu tilefni, en sjálfumgleði og hroki þessara „gefenda“ Íslend- ingabókar, sem höfðu ekki einu sinni fyrir því, að geta um raun- verulega höfunda bókarinnar, fyllti mig gremju og undrun á öllu til- standinu. Hvers vegna þurftu þeir að hreyta ónotum í ættfræðinga? Hvers vegna mátti ekki leyfa öllum þeim merku mönnum sem lagt hafa stund á ættfræði að njóta sann- mælis? Mér er spurn. Ég leyfi mér að mótmæla þeirri fullyrðingu að öll ættfræði sé ekk- ert annað en staðreyndir og því heimilt að nota sér annarra manna vinnu (ættfræðirit) án þess að brot- ið sé á höfundarrétti þeirra, sem settu ritin saman með þrotlausu striti. Doktor Kári! Eru gen mannsins ekki „staðreyndir“? Skiptir þá nokkru máli hver finnur þau? Þetta er auðvitað allt annað mál, eða hvað? En kannski eru leitendur gena ekki búnir að finna „fóta- sveppagenið“? Íslendingabók „hin nýrri“ Eftir Berg Guðnason „Hvers vegna mátti ekki leyfa öllum þeim merku mönnum sem lagt hafa stund á ættfræði að njóta sannmælis?“ Höfundur er lögfræðingur og er af Bergsætt (sjá Íslendingabók). GREINARHÖFUNDUR spurði fyrir mörgum árum danskan lektor við HÍ, Keld Gall Jørgensen, hvað einkenndi Íslendinga. Hann hafði búið hér árum saman og svaraði án mikillar umhugsunar: „Þessi árátta ykkar að hugsa sem svo, þetta reddast“. Nú er þessi frábæri kenn- ari allur og seinni hálfleikur löngu hafinn hvað mig varðar. Skiptir þá einhverju máli hvað „landsfeðurnir“ bralla, þegar hvorki þeir né ég þurf- um að standa reikningsskil gerða okkar gagnvart landslýð, sem ekki er spurður álits. Við eigum að vísu fulltrúa í „kerfinu“ sem eiga að gæta hagsmuna okkar en dæmin sanna að „lengi skal manninn reyna“. Nú skyldum við ætla að Danir kynnu fótum sínum forráð, enda leit út fyrir það þegar þeir hófu und- irbúning gangagerðar vegna fram- kvæmda við neðanjarðarlestarkerf- ið METRO í Kaupmannahöfn. Eyrarsundsfélagið danska valdi árið 1996 ítalska fyrirtækið Ansaldo sem söluaðila að kerfinu, samningar voru undirritaðir í október sama ár og undirverktaki var Comet. Engan óraði fyrir því að metródraumurinn ætti eftir að snúast í martröð. Á heimasíðu Ögmundar Jónas- sonar kemur fram að „áætlaður kostnaður vegna ganganna í Dan- mörku var 5,3 milljarðar d.kr eða u.þ.b. 63 milljarðar ísl. kr. Þessi kostnaður tvöfaldaðist og varð u.þ.b. 11 milljarðar d.kr. eða um 130 milljarðar ísl. kr. Ástæðuna segja Danir vera þá staðreynd að æv- inlega fylgi gangagerð mikil óvissa. Engu að síður höfðu þeir borað prufuholur með 300 m millibili til þess að átta sig sem best á að- stæðum. Þrátt fyrir það var ekki mögulegt að meta aðstæður betur en svo fyrirfram að mjög mörg óvænt tilvik komu upp sem leiddu til tvöföldunar á kostnaði og leng- ingar á verktíma úr 4–5 árum áætl- uðum í 7 ár. Í þessu sambandi er ekki úr vegi að gera samanburð á danska mannvirkinu og Kára- hnjúkagöngum. Heildarlengd gang- anna í Danmörku var 4,5 km. eða einungis 1/9 af þeim 40 km. sem út- boð voru opnuð í um daginn vegna Kárahnjúkavirkjunar“. Samtals verða göngin vegna væntanlegrar Kárahnjúkavirkjunar u.þ.b. 70 km. Niðurstaða þess lestrar leiðir til eftirfarandi þanka: Ef við gerð ganganna á Íslandi er gert ráð fyrir 10% umframkostnaði, hvar stöndum við ef kostnaðurinn fer 100% fram úr áætlun? Er ekki allt í lagi fyrir verktaka að bjóða í verk undir áætl- uðu kostnaðarverði, ef fyrirvarar eru þeir í samningum að þeir koma aldrei til með að greiða neitt úr eig- in vasa ef þeir fara fram úr áætlun heldur leggst það á verkkaupa? Í bókinni Megaprojects and risk, sem kemur út í febrúar, eftir Dan- ann Bent Flyvebjerg, kemur fram að af öllum stórum opinberum verk- efnum (samanber Kárahnjúkavirkj- un) fara 86% þeirra fram úr áætlun og að sá kostnaður fari að meðaltali 28% fram úr áætlun. Það segir okk- ur að yfirgnæfandi líkur eru á að tilboð Impregilo sé of lágt. Höfum við efni á því að halda því fram að þetta „reddist“, erum við ekki upp- lýstari en það? „Þetta reddast“! Eftir Bryndísi Helgadóttur Höfundur er framhalds- skólakennari. „Hvar stönd- um við ef kostnaður- inn fer 100% fram úr áætlun?“ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Flugsæti fyrir alla til Alicante Dúndurtilbo› 24. apríl Tilbo›ssæti 21. maí, 25. júní, 16. júlí, 20. ágúst og 10. sept. 23.630 * Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Sjá nánar á www.plusferdir.is m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Ef tveir ferðast saman, 29.630 kr. á mann. kr. á mann * Flug 19.900 kr. + flugvallarskattar 3.730 kr. = 23.630 kr. - VR ávísun 5.000 kr. = 18.630 kr. á mann Flug - barnaafsláttur + flugvallarskattar - VR ávísun = 23.390 kr. á mann Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 25.240kr.á mann* Athugi›! Flogi› me› Icelandair í beinu leiguflugi. Brottfarartími frá Íslandi kl. 7.30. Brottfarartími frá Alicante kl. 14.50. Óskum félögum í Kennarasambandinu til hamingju me› sumarhúsaúthlutunina á Spáni. Opi› í dag kl. 10 - 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.