Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T ÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa- vogi, rituðu mánudaginn 20. janúar undir samning ríkisins og Kópavogsbæjar um byggingu nýrrar kennsluálmu við Menntaskólann í Kópavogi. Húsið verður 1.642 fer- metrar á tveimur hæðum og verða í því 17 almennar kennslustofur auk fyrirlestrarsalar og sérhannaðs húsnæðis sérdeildar skólans fyrir einhverfa nem- endur. Nýja álman kemur í stað norðurálmu skólans, sem rifin var fyrr í vetur. Með álmunni eykst kennsluhúsnæði skólans um rúma þúsund fermetra. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tilbúin til notkunar fyrir upphaf vorannar 2004. Með þessari undirritun er staðfest, að samkvæmt lögum um framhaldsskóla muni Kópavogsbær greiða 40% af kostnaði við smíði hinnar nýju kennsluálmu og ríkið 60%. Á sama tíma og gengið er frá þessu samkomulagi er borgarráð Reykjavíkur enn á ný að ræða án niðurstöðu, hvaða stefnu borgaryfirvöld eigi að hafa í málefnum framhaldsskólanna í Reykjavík. Í þetta sinni á forsendum skýrslu frá Nýsi hf. ráð- gjafaþjónustu frá janúar 2003, sem ber heitið: „Til- lögur að stefnumörkun Reykjavíkurborgar í bygg- ingarmálum framhaldsskóla“. Skýrsla Nýsis er samin vegna þess að í átta ár hefur R-listinn ekki haft burði til að móta stefnu í málefnum framhaldsskóla í Reykjavík. Rekið hefur á reiðanum og frekar hefur verið leitað leiða til að skjóta málum á frest en leysa þau. x x x Á sínum tíma fékkst samþykki samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir fyrir að ráðast í nýbygg- ingu og endurbætur við Menntaskólann í Reykjavík, eftir að Davíð S. Jónsson tilkynnti á árinu 1996, að hann hefði ákveðið að gefa skólanum húsið að Þing- holtsstræti 18 til minningar um konu sína Elísabetu Sveinsdóttur. Var Elísabetarhús tekið í notkun í árs- byrjun 1999 og greiddi ríkissjóður allan kostnað við endurbætur á því og tengibyggingu við Casa Nova. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir veitti heimild til þessara framkvæmda við MR með því skilyrði, að framvegis yrði staðið að nýbyggingum við framhaldsskóla í Reykjavík samkvæmt fram- haldsskólalögum og Reykjavíkurborg stæði við laga- skilyrði um 40% framlag. Með vísan til þess, að Reykjavíkurborg hefði ekki samþykkt að leggja 40% af mörkum til íþróttahúss við Menntaskóla Hamrahlíð, vildi nefndin ekki heimila að rá að reisa húsið, þótt alþingi hefði samþykkt 65 milljónir króna til þess á fjárlögum að t menntamálaráðherra. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar v funda í Menntaskólanum við Hamrahlíð um íþróttahússins og í ráðhúsinu um bygginga Menntaskólans í Reykjavík. Á báðum fundu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orð falla um, a mundi gera tillögu um einhverjar fjárveitin byggingaframkvæmda við þessa skóla í fjá áætlun fyrir borgarsjóð árið 2003. Engar s lögur hafa þó komið frá borgarstjóra. x x x Í fyrrgreindri skýrslu Nýsis hf. segir í u borgarstjóri hafi beðið fyrirtækið að „skoða Reykjavíkurborg geti lagt sitt af mörkum í við ríkið og nágrannasveitarfélögin, til að b verandi húsnæðisaðstöðu framhaldsskólann Reykjavík. Jafnframt að aðstoða borgina v stefnumarkandi tillögur um uppbyggingu, f mögnun og staðsetningu nýrra framhaldssk borginni sem síðan yrðu væntanlega lagðar menntamálaráðuneytið og nágrannasveitar Þessi orð staðfesta enn, að R-listinn hefu mótað sér neina stefnu í málefnum framha anna, þótt sameiginlegur starfshópur menn málaráðuneytis og Reykjavíkurborgar, sem var síðla árs 1999, hafi skilað tillögum um n ingar framhaldsskóla í borginni og um fram á næstu árum. Telur Nýsir þann starfshóp ið gott starf og tekur undir helstu niðurstö Starfshópurinn taldi brýnast að reisa nýt Kvennaskólann í Reykjavík og yfir Mennta við Sund. Hins vegar hefur Reykjavíkurbor getað tekið af skarið um lóðir fyrir þessi sk Þá beindi hópurinn athygli að Menntaskóla Reykjavík, Fjölbrautaskólanum við Ármúla anum í Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í B og íþróttahúsi við Menntaskólann við Ham Borgarholtsskóla. x x x Draga má þá ályktun af aðferðum R-lista komast að niðurstöðu um málefni framhald í Reykjavík, að þar sé lögð meiri rækt við VETTVANGUR Framtaksleysi R-lista Eftir Björn Bjarnason M IKLUM fjármunum er var- ið til hernaðaruppbygg- ingar um allan heim og ef- laust hefur sú fjárhæð hækkað verulega á und- anförnum misserum. Aukin umsvif Banda- ríkjahers síðustu misseri í tengslum við baráttuna gegn hryðjuverkum og nú síð- ast Írak kosta sitt enda nota Bandaríkja- menn meira af dýrum hátæknivopnum en aðrar þjóðir. Fjárframlög þessara sömu ríkja til þróunarmála og baráttu við fá- tækt eru hins vegar smánarlega lág, hvort sem við lítum á þau sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu eða útgjöldum til hern- aðarmála. Stríðið við fátækt í heiminum fellur því algerlega í skuggann af öðrum stríðum í heiminum. Danmörk best – Bandaríkin verst Sameinuðu þjóðirnar mælast til þess að iðnríkin verji sem nemur að minnsta kosti 0,7% af þjóðarframleiðslu sinni til þróun- araðstoðar. Því miður komast margar þjóðir ekki nálægt því marki. OECD-lönd verja að meðaltali 0,25% af þjóðarfram- leiðslu í þennan málaflokk. Norðurlanda- þjóðirnar skera sig nokkuð úr því þau setja nær öll meira en 0,7% til þróun- araðstoðar og öll verja þau meiru en með- altal OECD-ríkjanna segir til um. Öll nema Ísland. Holland og Lúxemborg ná einnig 0,7% markinu en síðan lækka töl- urnar hratt. Írar, Bretar, Frakkar og fimm aðrar Evrópuþjóðir eru yfir OECD- meðaltalinu með um 0,3% framlag en botn- sætið á listanum skipa Bandaríkin en þau verja aðeins 0,11% af vergri þjóðarfram- leiðslu til þróunarstarfs. Ísland er því mið- ur í sama flokki, í stað þess að skipa sér á bekk með hinum Norðurlöndunum er gert ráð fyrir því í fjárlögum Íslands fyrir árið 2002 að v málaflokk meðal ne telja til þ Ekki e Stríðið við fátækt Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur Afgönsk börn bíða móður sínar á heimatilbúnum barnav NAUÐSYN ÖFLUGS OG SJÁLF- STÆÐS FJÁRMÁLAEFTIRLITS Víða um heim hefur athygli manna aðundanförnu beinzt að hlutverkieftirlitsstofnana á fjármálamark- aði. Í grein eftir tvo hagfræðinga við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, sem birtist á mið- opnu Morgunblaðsins fyrir viku, var sett fram sú skoðun að bókhaldshneykslin, sem skekið hafa bandarískt efnahagslíf, og reyndar efnahagsleg saga síðasta ára- tugar, sýndi að fjármálamarkaðir heims- ins þörfnuðust sjálfstæðra og óháðra eft- irlitsstofnana. Stöðugleiki í fjármálum krefðist sjálfstæðra og ábyrgra eftirlits- aðila. Í viðtali Viðskiptablaðs Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag við Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins, kemur fram að hér á landi hafa verið stig- in stór skref í átt til eflingar og meira sjálfstæðis fjármálaeftirlits. Starfsfólki hafi verið fjölgað og úrræðum stofnunar- innar til að vernda hagsmuni almennings sömuleiðis. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem áður hafi gagnrýnt mannfæð og ósjálfstæði hjá Fjármálaeftirlitinu, sé nú nokkuð ánægður með þær umbætur sem gerðar hafi verið. Páll Gunnar segir að til að mynda hafi stofnunin fengið heimildir til að ákveða hærri eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækja í einstökum tilvikum ef ástæða þyki til vegna áhættu. Þá hafi sjálfstæði Fjár- málaeftirlitsins verið styrkt með því að veiting og afturköllun starfsleyfa fjár- málafyrirtækja sé á hendi eftirlitsins en ekki ráðherra eins og áður. Ennfremur megi Fjármálaeftirlitið nú afturkalla hluta af starfsleyfi fjármálafyrirtækis, sem auðveldi stofnuninni að taka á af- mörkuðum þáttum, sem sé ábótavant í starfsemi stórs fyrirtækis sem að öðru leyti sé í lagi. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlits- ins bendir réttilega á að uppbyggingu slíks eftirlits lýkur aldrei; sífellt koma upp nýjar hliðar á fjármálamarkaðnum, sem geta gefið tilefni til lagabreytinga. Stjórnmálamenn þurfa að vera vakandi fyrir nauðsyn slíkra breytinga, en um leið að gæta þess að Fjármálaeftirlitið haldi sjálfstæði sínu og trúverðugleika. Eins og Morgunblaðið hefur stundum áður bent á, hefur hið stóraukna frjáls- ræði í efnahagslífinu í för með sér þörf á skýrum ramma laga og reglna og sjálf- stæðu og virku eftirliti með því að frelsið sé ekki misnotað. Það er ekki einvörðungu Fjármálaeftirlitið, sem þarf að efla í því skyni heldur líka stofnanir á borð við efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóraemb- ættisins og skattrannsóknastjóraembætt- ið. Öfugt við það, sem sumir halda fram, felur slíkur lagarammi og eftirlit ekki í sér að dregið sé úr frumkvæði og höft lögð á verðmætasköpun, heldur þvert á móti. Ef Ísland vill t.d. njóta ávaxtanna af þátttöku í hinu alþjóðlega markaðskerfi, þurfa þessi mál að vera í lagi. Eins og Páll Gunn- ar Pálsson bendir á, vilja erlendir aðilar, sem leita eftir viðskiptum hér, fá fullvissu fyrir því að hér á Íslandi sé sambærileg umgjörð um fjármálamarkaðinn og ann- ars staðar, þar á meðal svipað eftirlit. Það sama er mikilvægt fyrir íslenzk fjármála- fyrirtæki, sem vilja hasla sér völl erlendis. MIKILVÆGI MÁLAMIÐLUNAR Enn hefur ekki náðst samkomulag ídeilunni um Alþjóðasakamáladóm- stólinn. Dómstóllinn tók til starfa á síð- asta ári en Bandaríkjastjórn hefur til þessa neitað að viðurkenna lögsögu dóm- stólsins yfir bandarískum þegnum. Hafa Bandaríkin farið fram á að bandarískir þegnar verði undanskildir lögsögu dóm- stólsins ef þau eigi að geta átt aðild að dómstólnum. Á þetta hafa önnur ríki ekki viljað fallast. Ástæður andstöðu Bandaríkjastjórnar má meðal annars rekja til að hún telur skipulag dómstólsins í andstöðu við bandaríska réttarhefð en samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna eiga þegnar sem sóttir eru til saka rétt á réttarhöldum fyrir kviðdómi. Þá óttast Bandaríkin að dómstóllinn verði misnotaður í pólitískum tilgangi. Á móti má hins vegar færa sterk rök fyrir því að dómstóllinn muni ekki vinna gegn heldur með bandarískum hagsmun- um í framtíðinni. Eitt af öryggisákvæðum sáttmálans um dómstólinn kveður t.d. á um að dómstóllinn muni einungis taka til meðferðar mál þar sem einstök ríki vilja ekki eða geta ekki réttað í málum rík- isborgara sinna, sem sakaðir eru um glæpi er varða við alþjóðalög. Ef banda- rískur þegn yrði sakaður um slíka glæpi er því reglan sú að málaferli fara fram fyrir bandarískum dómstólum. Sömuleið- is er vart líklegt að dómstóllinn verði mis- notaður í pólitískum tilgangi. Með aðild að dómstólnum ættu Bandaríkin jafn- framt að geta tryggt að sú verði ekki raunin. Í svari við fyrirspurn frá Þórunni Sveinbjarnardóttur á Alþingi í síðustu viku sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra að hugmyndir Bandaríkjanna um tvíhliða samkomulag vegna dómstóls- ins hafi verið til umræðu hjá íslenskum stjórnvöldum frá því á síðasta ári. Aftur á móti væru Norðurlöndin og Evrópusam- bandið sammála um að núverandi samn- ingsdrög brytu gegn sáttmálanum um stofnun dómstólsins. „Hins vegar,“ sagði utanríkisráðherra á Alþingi, „hefur Evr- ópusambandið lýst yfir vilja til þess að halda áfram að ræða þær áhyggjur sem bandarísk stjórnvöld hafa af því að dóm- stóllinn verði hugsanlega misnotaður í pólitísku skyni gegn bandarískum þegn- um og leitað leiða til að koma til móts við sjónarmið þeirra. ESB hefur tilgreint ákveðin grundvallaratriði sem það telur að hugsanlegir tvíhliða samningar aðild- arríkja sambandsins við Bandaríkin verði að virða og jafnframt samþykkt ítarlegri leiðbeinandi meginreglur fyrir aðildar- ríkin í þessu sambandi.“ Það er mikið hagsmunamál að sam- komulag náist er breyti ekki eðli dóm- stólsins en geri Bandaríkjunum jafn- framt kleift að gerast aðili að honum. Þetta er ekki síst hagsmunamál Banda- ríkjanna. Hvernig ætla bandarísk stjórn- völd til dæmis að sannfæra aðrar þjóðir um mikilvægi þess að sækja hugsanlega stríðsglæpamenn í Írak til saka ef þau geta ekki fallist á tilvist alþjóðlegs stríðs- glæpadómstóls? Hver á að taka fyrir mál manna á borð við Saddam Hussein og Osama Bin Laden ef þeir verða teknir höndum? Hvert á að beina þeim fjöl- mörgu málum sem kunna að koma upp í baráttunni gegn hryðjuverkum í framtíð- inni? Það er jafnframt hagsmunamál heims- ins alls að Bandaríkin taki þátt í þessu starfi. Annars er hætt við að Bandaríkin hætti afskiptum af friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Án virkrar þátt- töku þeirra og stuðnings er jafnframt lík- legt að Alþjóðasakamáladómstóllinn verði bitlaust vopn í baráttunni gegn þjóðarmorðum og stríðsglæpum. Það er engum í hag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.