Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 29

Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 29 B REYTTAR tillögur um skipulag byggð- ar í Norðlingaholti sem kynntar voru í vikunni virðast fá góðan hljómgrunn. Ferill máls- ins og þróun skipulagsins hefur verið lærdómsríkt og mun án efa verða talin ein af vörðunum á leið borgaryfirvalda til móts við nýja tíma í vinnubrögðum og verklagi við skipulag og samráð. Á því sviði hefur verið hröð og ánægju- leg þróun á síðustu árum. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að finna dæmi þess að ein eða jafnvel engin at- hugasemd kæmi fram við kynn- ingu heilla hverfa eða hverfa- hluta. Á þessu hefur orðið grundvallarbreyting. Sístækk- andi hópur fólks hefur áhuga á skipulagsmálum og lætur þau til sín taka. Íbúar setja jafnframt nær undantekningarlaust fram skoðanir á sínu nánasta um- hverfi. Áhugi almennings og virk þátttaka fagmanna er orðin regla í skipulagsmálum. Þessu ber að fagna. Ekkert eitt mál hefur líklega gert meira fyrir upplýsta og fag- lega umræðu um skipulagsmál í borginni en kosningin um Reykjavíkurflugvöll og framtíð Vatnsmýrarinnar. Í tengslum við hana kynnti stór hluti Reykjavíkinga sér umræðu og rök um þéttingu byggðar, þá só- un sem felst í slælegri notkun á landi og þau gríðarlegu tækifæri sem flugvallarlandið felur í sér verði það skipulagt í samhengi við miðborgina og háskólasvæð- ið. Umræðan er þó rétt að hefj- ast. Sjálfsagt má segja að stjórn- málamenn og skipulagsyfirvöld séu enn að fóta sig í nýju um- hverfi samráðs og þátttöku íbúa. Skipulagslög sem breytt var fyr- ir fáeinum árum leggja ríkari samráðsskyldu á herðar borg- arskipulagi í anda nýrra tíma. Þau ná þó ekki nema að end- urspegla metnað borgarstjórnar um samráð og íbúalýðræði nema að hluta. Má sem dæmi nefna að þróunaráætlanir fyrir einstök hverfi, einsog þegar hefur verið unnin fyrir miðborgina, eiga sér ekki stoð í lögunum í óbreyttri mynd. Því þarf að breyta. Skipulagið í Norðlingaholti var að mestu unnið í samstarfi og samráði við byggingaraðila. Þetta hafa lengi verið hefð- bundin vinnubrögð við skipulag þar sem verulegur hluti lands er í eigu einkaaðila. Fyrir vikið fengu skipulagshugmyndirnar ekki almenna umfjöllun eða at- hygli fyrr en þær voru nánast fullmótaðar og voru kynntar í al- mennri auglýsingu lögum sam- kvæmt. Fjölmargir íbúar og aðr- ir áhugamenn um skipulag snerust öndverðir gegn fyr- irhugaðri byggð. Þung orð féllu í þeirri umræðu um lítinn vilja borgaryfirvalda til að koma til móts við athugaemdir og gagn- rýni. Segja má að skipulagsnefnd hafi með tillögum sínum í vik- unni svarað slíkum röddum og undirstrikað að fullur vilji er til að taka mið af þekkingu og rök- studdum ábendingum við skipu- lag. Frá sjónarhóli skipulags- yfirvalda er sú yfirgripsmikla þekking á staðháttum sem fæst fram með samráði og samtölum við staðkunnuga einmitt ein helstu rökin fyrir samráði við skipulag. Þegar nærþekkingar nýtur við fæst oftar en ekki betri niðurstaða en þegar jafnvel færstu sérfræðingar fá einir að ráða för. Gestir á opnum fundi í Árbæjarhverfi í vikunni virtust á einu máli um að þetta hefði sann- ast við meðferð á ábendingum varðandi Norðlingaholt. Í nýju tillögum um Norð- lingaholt hefur verið komið til móts við þrjár meginathuga- semdir íbúa við skipulagið án þess að fórna yfirlýstum mark- miðum um blandaða, þétta byggð sem er sjálfri sér nóg um þjónustu. Íbúðum hefur verið fækkað um 170, hæð húsa hefur verið lækkuð og fjarlægð byggð- ar frá viðkvæmum nátt- úrusvæðum hefur verið aukin. Eftir samráð virðast flestir sam- mála um að skipulagstillögurnar komi verulega til móts við fram komnar athugasemdir og það sem meira er um vert séu stórum betri en þær sem kynnt- ar voru í vor. Reynslan af skipulagi Norð- lingaholts virðist því sýna fram á vilja skipulagsyfirvalda til að koma til móts við íbúa og at- hugasemdir þeirra. Umræðan um Norðlingaholt endurspeglaði engu að síður að enn gætir veru- legrar viðvarandi tortryggni í garð stjórnvalda í þessu efni. Eitt helsta verkefni næstu ára er að skapa traust og stuðla að eðlilegum sam- ræðum milli einstaklinga, hagsmunaaðila og skipu- lagsyfirvalda. Meginreglan á að vera sú að rök skulu ráða. Til að skapa traust er mikilvægt að íbúar og aðrir fái innsýn og aðgang að skipulagsvinnunni á fyrstu stigum. Í raun virðist mér að hvort sem á málið er horft frá sjónarhóli íbúa, skipulags- yfirvalda eða byggingaraðila, mæli margt með því að samráð og þátttaka íbúa og hagsmuna- aðila hefjist þegar á frumstigi. Reynslan erlendis frá sýnir að slík vinnubrögð leiða ekki aðeins af sér skemmtilegri hverfi held- ur ekki síður fækkun kærumála, kvartana og þar með styttri skipulagsferil. Gott samráð er oft lykill að sátt um uppbyggingu á viðkvæmum svæðum. Samráð um breytingar á mót- uðum hugmyndum sem fram fer eftir auglýsingu má kalla sam- ráðsskipulag. Norðlingaholt var skipulagt með samráðsskipulagi. Næsta skref er að efna til þátt- tökuskipulags þar sem íbúar fá aðgang að mótun hugmynda á frumstigi. Þegar hafa verið gerð- ar tilraunir í þá veru á vettvangi Reykjavíkurborgar. Fleiri slík verkefni standa fyrir dyrum. Eitt þeirra var kynnt á sameig- inlegum fundi hverfisráðs Ár- bæjar og skipulags- og bygging- arnefndar í Árbæjarhverfi. Á þessu vori verður efnt til þátt- tökuskipulags til að móta og út- færa hugmyndir um Árbæj- artorg. Með Árbæjartorgi er átt við svæðið á milli Árbæjarkirkju, félagsmiðstöðvarinnar Ársels og Árbæjarskóla um miðbik hverf- isins. Þetta er náttúruleg miðja hverfisins í nánd við Elliðaárdal- in, Fylkissvæðið, heilsugæslu og pósthús. Gert er ráð fyrir að kall- að verði til íbúaþings í Árbæ til að ýta vinnunni úr vör. Vonandi verður samvinnan um Árbæj- artorg til að auka tiltrú og traust milli borgarstjórnar og íbúa í Ár- bæjarhverfi ásamt því að leggja enn í reynslu og þekkingarsjóð Reykjavíkinga um þátt- tökuskipulag og íbúalýðræði. Rök skulu ráða Eftir Dag B. Eggertsson ’ Eitt helsta verkefninæstu ára á skipulags- sviðinu er að stuðla að eðlilegum samræðum milli einstaklinga, hagsmunaaðila og skipulagsyfirvalda. ‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Netfang: dagur@reykjavik.is ann við áðist yrði í að leggja tillögu ar efnt til m málefni armál unum lét að hún ngar til hags- slíkar til- upphafi, að a hvernig í samstarfi bæta nú- na í ið að móta fjár- kóla í r fyrir rfélögin.“ ur ekki ldsskól- nta- m skipaður nýbygg- mkvæmdir hafa unn- öður hans. tt hús yfir askólann rg ekki kólahús. anum í a, Iðnskól- reiðholti rahlíð og ans við að dsskólanna samtöl en áhugi sé á því að komast að niðurstöðu, með öðrum orðum sé um samræðustjórnmál að ræða. Til að halda uppi samtölum við ríkisvaldið um skólana hefur R-listinn valið þá leið að skjóta sér á bakvið álit lögfræðinga, Hjörleifs Kvarans borg- arlögmanns og Sigurðar Líndals prófessors. Sig- urður segir í áliti frá því í ársbyrjun 2000, að sam- kvæmt framhaldsskólalögum sé Reykjavíkurborg ekki skylt að taka þátt í stofnkostnaði við stækkun eða endurbætur á húsnæði framhaldsskóla, sem voru stofnaðir fyrir gildistöku fyrri framhaldsskólalaga, sem komu til framkvæmda 1989. Á það hefur ekki reynt fyrir dómstólum, hvernig túlka beri þetta ákvæði framhaldsskólalaganna. Álit borgarlögmanns og prófessorsins binda hvorki hend- ur borgarstjóra né borgaryfirvalda. Víst er, að ekk- ert annað sveitarfélag en Reykjavík hefur borið það fyrir sig, að upphaf og aldur skóla ráði úrslitum um þátttöku þeirra í nýframkvæmdum við skólana með ríkinu. Menntaskólinn í Kópavogi var stofnaður árið 1973, þrátt fyrir þann aldur skólans hefur Kópavogsbær ekki dregið lappirnar, þegar rætt er um nýfram- kvæmdir við hann. Kópavogsbær hefur þvert á móti haft frumkvæði að slíkum framkvæmdum eins og sannaðist nú síðast með samkomulaginu við mennta- málaráðherra hinn 20. janúar síðastliðinn. Menntaskólinn á Akureyri (MA) á nánustu rætur að rekja til hins endurreista norðlenska skóla á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem stofnaður var 1880. Eftir að skólahúsið á Möðruvöllum brann árið 1902 var skólinn fluttur til Akureyrar. Gamli skóli, hið mikla og fagra timburhús á Brekkubrúninni, var reistur sumarið 1904. Haustið 1996 var síðan tekið í notkun nýtt kennsluhúsnæði, Hólar, með 9 stórum kennslustofum, vel búnu bókasafni og samkomusal, sem gengur undir nafninu Kvosin, og rúmar 600–700 manns í sæti. Sveitarfélögin, sem standa að MA, tóku þátt í kostnaði við nýbygginguna á grundvelli framhaldsskólalaganna. x x x Nýsir telur að gera þurfi ráð fyrir stækkun eða nýbyggingum framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð- inu öllu fram til 2012 sem nemur rými fyrir um það bil 1.500 nemendur, auk þess sem gera þurfi ráð fyrir endurbótum og endurskipulagningu á nú- verandi húsnæði nokkurra skóla. Á þessum vetri er mestur fjöldi nemenda í Iðnskólanum í Reykja- vík 1.295. 13 framhaldsskólar eru á höfuðborgarsvæðinu og er nauðsynlegt að stækka fleiri þeirra en Mennta- skólann í Kópavogi á næstu árum og óhjá- kvæmilegt að taka ákvarðanir um meginbreytingar í húsnæðismálum Kvennaskólans og Mennta- skólans við Sund. Þá er þörf á nýjum framhalds- skóla austan Elliðaáa eða Reykjanesbrautar. Verslunarskóli Íslands er einkarekinn og er nú unnið að því að byggja við hann. Þá starfar annar skóli í einkareknu húsnæði, Iðnskólinn í Hafn- arfirði. Kom Nýsir meðal annars að þeirri einka- framkvæmd á sínum tíma og í skýrslunni fyrir Reykjavíkurborg er fjallað um þá leið sérstaklega við úrbætur í húsnæðismálum framhaldsskólanna. x x x Nýsir telur, að skort hafi heildarsýn í húsnæðis- og skipulagsmálum framhaldsskólanna á höfuðborg- arsvæðinu. Sé með þessu vísað til stefnumörkunar af hálfu ríkisvaldsins, þarf að rökstyðja fullyrðinguna betur en gert er í skýrslunni. Lýsingin á hins vegar við, þegar litið er til aðgerðaleysis Reykjavík- urborgar. Í stuttu máli hefur Reykjavíkurborg ein- faldlega ekki haldið sínum hlut gagnvart öðrum sveitarfélögum og er þar ekki við ríkisvaldið að sak- ast. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að sameinast um meginstefnumörkun í skipulagsmálum, þau reka saman slökkvilið, almenningsvagna og Sorpu. Hvers vegna hafa þau ekki tekið höndum saman um stefnumörkun varðandi uppbyggingu og verkaskiptingu milli framhaldsskóla? Þetta er þeim mun mikilvægara í ljósi þess, að nú er landið allt eitt framhaldsskólahverfi. Innritun í skólana byggist ekki á búsetuskilyrðum heldur áhuga nemandans á því, sem skólinn hefur að bjóða. Verði skýrsla Nýsis til þess að Reykjavíkurborg vakni af Þyrnirósarsvefni og hefji skipulega stefnu- mörkun í málefnum framhaldsskóla í borginni í sam- vinnu við nágrannasveitarfélögin og ríkisvaldið, yrði um tímabær og gleðileg þáttaskil að ræða í þágu þeirra merku stofnana, sem skólarnir eru, og þús- undanna, sem þar starfa við kennslu og sífellt fjöl- breyttara nám. ans vegna framhaldsskóla bjorn@centrum.is verja 0,13% af þjóðarframleiðslu til ksins. Þá er allt talið með, þar á eyðaraðstoð sem ekki er venja að þróunaraðstoðar. eru allir á eitt sáttir um gildi þró- unaraðstoðar og þess eru dæmi að slík verkefni hafi haft lítil sem engin áhrif og fjármununum jafnvel verið stungið undan af spilltum stjórnvöldum. Oftar tekst þó að bæta lífskjör fólks og bjarga mörgum mannslífum, til dæmis í þeirri baráttu sem hjálparsamtök heyja við vágesti eins og berkla og malaríu. Þróunaraðstoð sem hjálpar fólki til sjálfsþurftar og eykur möguleika þess til menntunar og meiri lífs- gæða er leið til þess að skapa öruggari heim fyrir allar þjóðir, heim þar sem stöð- ugleiki og friður eru reglan. Gífurlegur munur á lífskjörum fólks á Vesturlöndum og í þriðja heiminum skapar óumflýjanlega ólgu þar sem fátæktin er mest. Fátæk ríki eru ákjósanlegt umhverfi fyrir uppgang hryðjuverkasamtaka sem ala enn frekar á hatri. Það var varla tilviljun að illræmd- ustu hryðjuverkasamtök sem heimurinn hefur enn kynnst áttu höfuðstöðvar sínar í fátækasta ríki heims. Hvað er til ráða? Hér verður ekki lagt til að iðnþjóðirnar afvopnist, slíkt er ekki raunsæ lausn. Stríð- ið við Írak, sem virðist í dag óumflýjanlegt, er ekki í sjálfu sér vandamálið og skoðun manna á þeirri tilteknu aðgerð ætti ekki að skipta máli þegar horft er til þess hvað gera þarf í framtíðinni. Auka má stöðug- leika í heiminum og þar með öryggi borg- ara á Vesturlöndum með því að vinna markvisst að bættum lífskjörum fólks í fá- tækum löndum. Fyrsta skrefið hlýtur að felast í því að iðnþjóðirnar greiði að minnsta kosti það lágmark sem Sameinuðu þjóðirnar mæla með til þróunarmála. Þar er ljóst að við Íslendingar ættum að byrja á að líta í eigin barm. Þegar við höfum komið okkar eigin garði í gott horf getum við bent stóru herveldunum á að þau verði að berjast við fátækt alls staðar í heim- inum. Stríðið við fátæktina verði langt og strangt – en um leið ódýrara en nokkurt stríð sem þau heyja í dag. Reuters vagni í Kabúl. Mikil fátækt ríkir í landinu eftir áratuga stríðsátök. Höfundur er hagfræðingur og ritari SUS. ’ Gífurlegur munur á lífskjörum fólks á Vesturlöndum og í þriðja heiminum skapar óumflýjanlega ólgu þar sem fátæktin er mest. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.