Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 35 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Valdimar Þórar-insson, bóndi á Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði, fæddist á Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð 5. sept. 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri 14. janúar síðastliðinn. Faðir hans var Þór- arinn Ágúst Vagns- son, fæddur á Hall- steinsnesi í A-Barðastrandar- sýslu, sem kvæntist móður hans hinn 12.2. 1919, en hún var Sigríður Guðrún Mik- aelsdóttir, f. 18.9. 1893. Börn þeirra voru, auk Valdimars: Unnur, f. 13.5. 1919; Jóhann, f. 29.9. 1920, dó ungur; Pétur Kristinn, f. 16.11. 1922, d. 7.5 1999; Aðalheiður Guðmunda, f. 29.10. 1923, d. 5.5. 1999; Elías Mikael Vagn, f. 2.5. 1926, d. 6.7. 1988; Vilborg Jórunn, f. 8.6. 1928, d. 16.5. 1988; tvíburar fæddir andvana 16.5. 1930; Krist- ján Rafn Vignir, f. 6.5. 1931; Ingólfur, f. 31.3. 1933. Frá unglingsár- um stundaði Valdi- mar ýmis störf til lands og sjávar þar til hann og eftirlif- andi sambýliskona hans, Unnur Hjör- leifsdóttir, f. 15.6. 1928, hófu búskap á Húsatúni árið 1955. Þeim varð ekki barna auðið en mörg ungmenni hafa dvalið á heimili þeirra og notið ástar þeirra og umhyggju. Uppeldissonur þeirra er Haf- steinn Aðalsteinsson, f. 13.3. 1947. Kom hann til þeirra átta ára gamall og ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Kona Hafsteins er Gíslína Matthildur Gestsdótt- ir, f. 4.6. 1951, og eiga þau þrjú uppkomin börn. Valdimar verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Kær frændi, vinur og samferða- maður er látinn. Bjartar minningar um elskulegan mann munu lifa í huga fjölskyldunnar. Stór er sá hóp- ur vina og ættingja sem nú drúpa höfði í söknuði og trega vegna frá- falls öðlingsins Valdimars Þórarins- sonar bónda á Húsatúni. Okkur segir svo hugur að þú, elsku frændi og vinur, sért þessari stundu feginn, að vera frjáls á ný. Síðustu ár hafa verði þér mjög erfið, því þú hefur ekki fengið notið þess að vera með í störfum og leik í sveit- inni þinni. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Efst standa upp úr störfin í sveitinni að vori. Sauðburð- urinn var okkur alltaf afar ánægju- legur, þó að stundum hafi verið mikl- ar vökur. Var þá gleðin bara meiri yfir því að sjá lömbin fæðast. Oft sát- um við uppi í Hjallhól og horfðum yf- ir tún og fylgdumst með lömbum að leik, hlustuðum á fuglasöng, veltum fyrir okkur gróðrinum í hlíðum dals- ins, hvort lambærnar fengju nóg í sig þegar þeim væri sleppt í hagann. Heyskapur og allt það púl sem honum gat fylgt því fyrir nokkrum árum voru ekki komin þau tæki sem til eru í dag til að auðvelda þau störf. Smalamennska að hausti, tilhlökkun að sjá hvort allar kindur og lömb skiluðu sér af fjalli. Hvort gimbrin undan Kollu væri á setjandi eða hrúturinn undan Sunnu væri nógu vel byggður. Endalaust getum við talið upp en látum það ógert. Við munum minn- ast allra okkar samverustunda með virðingu og gleði. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakk- læti fyrir áralanga vináttu og heilla- drjúgt samstarf og samskipti sem aldrei bar skugga á. Valdi eins og hann var alltaf kall- aður var gæddur miklum mannkost- um, góðum gáfum og velvilja og hann var vinafastur. Bjó vel að upp- vaxtarárum sínum í foreldrahúsum í Hrauni í Keldudal. Hann hafði gam- an af því að segja frá þeim tíma. Oft var tekið tal hjá þeim systkinum Unni og honum við eldhúsborðið í Miðbæ. Okkur sem yngri erum fannst oft frásagnirnar vera óraun- verulegar og frumstæðar, en svona var það bara. Valdi var ljúfmenni og dagfarsprúður maður og það er mik- ill heiður fyrir hvern þann mann sem fékk að njóta samvista við hann. Það voru forréttindi fyrir alla þá sem kynntust honum. Minning um góðan dreng lifir. Elsku Unnur, Hafsteinn og fjöl- skylda. Ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði, trega og þakklæti fyrir að hafa feng- ið að njóta samverustundanna með honum. Við biðjum ykkur Guðs- blessunar og vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsku Valdi frændi, megi almættið sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir leiða þig í sólina. Blessuð sé minnig þín. Kristján og Ólafia, Garðar Rafn, Sigurjón Hákon, Brynhildur Elín, Sigríður Guðrún og fjölskyldur þeirra. Um svipað leyti og Vetur konung- ur tók að bíta frá sér vestur í Dýra- firði læddist Dauðinn hljóðlega inn fjörðinn. Ef hann hefur ekki vitað betur þá er ekki ólíklegt að hann hafi gægst inn í Haukadalinn en fljótlega orðið þess áskynja að þar væri ekk- ert að hafa. En svo mikið er víst að hann kom við á elliheimilinu á Þing- eyri og bauð Valdimar frænda mín- um með sér til baka. Og það þáði hann, blessaður heiðursmaðurinn, enda mótstaðan ekki mikil og kraft- urinn til að berjast þorrinn. Ekki það að ég geti ekki unnt hon- um hvíldarinnar sem hann hafði sannarlega unnið til, heldur kemur upp í mér sjálfselskan og eigingirnin að fá ekki að njóta hans lengur. Kaldhæðinn húmorinn, skemmtileg tilsvörin og svo ekki sé minnst á stríðnina gerði það að sóst var eftir nærveru hans. Ég kynntist honum með móður- mjólkinni og án vafa hefur hann litið ofan í vögguna mína þegar hún stóð í Brautarholti um árið. En trauðla hafa kynni hans af mér verið meiri fyrr en ég leitaði upprunans að nýju fyrir rúmum áratug. Þannig var það með alla sem bjuggu í þessum dal. Ég þekkti fólkið betur en það vissi. Fólkið mitt og ekki síst hún amma mín Bergljót báru ábyrgð á því. Sumarpartana sem við Magnús höfum átt í Haukadal undangengin ár hafa Unnur og Valdi verið mið- punktur dalsins. Þau hafa setið á sín- um bæ og verið okkur farfuglunum allt í öllu. Í huganum hef ég stundum mátað dalinn án þeirra tveggja á Húsatúni og átt erfitt með að ímynda mér hvernig dagarnir í Haukadal myndu líða. Við Magnús höfum verið eins og gráir kettir í Húsatúni. Setið við eld- húsborðið og dukkið í lítratali þunna kaffið hennar Unnar minnar styrkt með skyndikaffi. Spilað vist og pirr- að Valda með röngum sögnum. Og velt fyrir okkur mannlífinu og spjall- að um landsmálin. Ósjaldan körpuð- um við um hvor dalurinn væri fal- legri, Haukadalur eða Keldudalur. Hann var ekki í vafa. Keldudalur var öllum stöðum fallegri. Valdimar frændi minn var með myndarlegri mönnum. Mér fannst hann eitt fallegasta gamalmenni sem ég hef séð. Amma mín sagði mér að hann hefði minnt á kvikmyndaleik- ara þegar hann var ungur. Því trúi ég giska vel. Efir henni hef ég líka að hann hafi ekki verið allra. Gerði víst mannamun ef þannig lá í honum. Stríðninni og kaldhæðnum húmorn- um kynntist ég sjálf. Í byrjun var ég ekki alltaf viss hvar ég hafði hann en með tímanum lærði ég að greina á milli alvörunnar og hæglátrar kímninnar. Þegar við hurfum á brott var það síðasta verkið að kveðja á Húsatúni. ,,Þú lofar mér nú að tóra þar til að ári, var ég vön að segja þegar ég kvaddi hann. Hann þurrkaði sér með klútnum og sagðist ekki lofa neinu. Oft velti ég því fyrir mér hvort það yrði endilega hann sem færi fyrr. Það gat allt eins verið ég. Nú spyr ég ekki lengur um það. Unni og öðrum ástvinum sendum við Magnús okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bergljót Davíðsdóttir. Elsku Valdi. Mig langar að kveðja þig með þessum fátæklegu orðum, ég veit að þið pabbi hafið nú hist og hugsið nú vel hvor um annan, sömu- leiðis veit ég að hin systkini þín og foreldrar hafa einnig tekið vel á móti þér. Minningin lifir um góðan frænda, Valda á Húsatúni, vertu sæll að sinni. Elsku Unnur, Hafsteinn, Matta og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Haustlaufið fallið er, friður um vanga þér strýkur fegurri grundir nú bíða þín hinum megin. Vanmáttur horfinn og harmur í burtu víkur, hafin er ganga um stjörnubjartasta veginn. Vorblómið ljúfa nú heilsar þér handan við geisla, hugljúfur tekur á móti öldruðum bróður. Megið þið gleðjast og blíðustu hestana beisla, bátana setja og leggj’upp í eilífan róður (H.Ö.E.) Kveðja. Hrafngerður, Siggeir og börn, Þórshöfn. Yst í Dýrafirði sunnanverðum eru snarbrattar hlíðar og inn af þeim grónir dalir sem áður voru búsæld- arlegir. Fallegastur þeirra er Keldu- dalur en þar voru áður fáein býli sem farið hafa í eyði og horfa steingrá húsin út á djúpan fjörðinn með brostnum augum. Það er sjálfsagt táknrænt fyrir hverfandi byggðirnar í firðinum að jafnvel jökullinn Gláma í fjarðarbotninum hefur hopað og er varla meira en hvítar skellur á efstu tindunum. Tilvera húsanna í Keldudal er orð- in býsna fábreytt og næðingurinn leitar í gömul rúmstæði þar sem lítill drengur svaf áður fyrr í ljúfum draumi. Þarna vaknaði Valdemar Þórarinsson á morgni lífsins. Hann ólst upp á Hrauni í Keldudal við margfalt frumstæðari skilyrði en flestir kæra sig um á nýrri öld. Hann fékk líka ungur að kynnast kjarna lífsbaráttunnar sem fólginn er í þeim gömlu sannindum að lífsgæðin eru sjaldnast kölluð fram með iðjuleysi. Einn haustdag, þegar Valdemar var stálpaður unglingur, gekk hann sextán kílómetra með kálf á herð- unum. Miklu seinna átti Valdemar eftir að flytja enn meiri byrðar um Dýra- fjörð en hann tók þá búslóð sína í heilu lagi, reyndar sunnan úr Reykjavík, og hóf búskap í Haukadal með Unni Hjörleifsdóttur. Í Hauka- dal, sem er nær menningunni eins og við þekkjum hana, hefur húsum fækkað mikið frá áttunda áratugn- um þegar ég kom þangað fyrst. Ég var þvengmjór strákur úr Reykjavík sem var sendur í sveit með Guðbjarti bróður mínum til Unnar og Valda á Húsatúni. Guðbjartur skammaðist sín mikið fyrir forvitni bróður síns sem áttaði sig ekki á því hvers vegna mjólkin væri sótt í brunn en ekki ís- skáp, hvers vegna rjóminn flyti ofan á mjólkinni, hvers vegna engin raf- lýsing væri í bænum, hvers vegna hundarnir væru hafðir úti og hvers vegna torkennileg fjósalyktin smygi í hvern krók og afkima. Ég mæli fyrir munn okkar þriggja bræðranna, sem allir vorum í sveit á Húsatúni, er ég segi það eitt mesta lán okkar að hafa fengið að kynnast mannlífinu í Haukadal um 1970. Það veganesti sem við fengum frá Unni og Valda út í lífið hefur reynst okkur betur en flest annað. Sá stuðningur sem hjónin á Húsatúni veittu Andreu Helgadóttur móður okkar á þessum árum er ómetanlegur. Valdemar var hlýr maður og þeirrar náttúru að fá okkur bræð- urna til verka með ótrúlega ljúfri nærgætni; hann var aldrei gefinn fyrir skammir og fortölur. Kímni- gáfa hans var sótt í kjarna íslenskra fornbókmennta og kaldhæðnari mann hef ég ekki hitt sem gat beitt þessari grimmustu tegund kímninn- ar án þess að særa nokkurn mann. Dalurinn iðaði af lífi á þessum ár- um en þó var skarkali nokkurra stráka af mölinni bara bergmálið af því sem ómaði snemma á síðustu öld í Haukadal. Valdemar reyndist ólatur við að fræða okkur strákana um það sem var. Hann sagði okkur af mannlífi sem var með ólíkindum, fiskur var verkaður í íshúsi og flattur þorskur breiddur á fjörukambinn þar sem við spiluðum fótbolta á löngum vor- kvöldum. Í samkomuhúsinu, sem enn stendur, steig Valdemar áður fyrr dans við dynjandi harmóniku- leik, troðið var út úr dyrum og slags- mál jafnvel í mölinni fyrir utan. Það er dálítið undarlegt að hugsa til þess að þegar maður var lítill og naut þess að vera nálægt Valdemar við heyskap, eða þegar við strengd- um saman gaddavír, rerum eftir grá- sleppu, hreinsuðum netin eða stugg- uðum við jarmandi kind úr túninu, þá fannst manni eins og tíminn myndi alltaf standa kyrr í Haukadal. Maður færi heim að hausti og kæmi aftur að vori og gengi að öllu óbreyttu. Valdemar sæti á eldhús- bekknum, liti upp þegar maður ræki inn kollinn og glettið viðmótið færði manni þessa vellíðan sem aðeins tak- markalaust traust getur skapað. En tíminn er slyngur og hendur hans óvægnar. Valdemar varð smám sam- an eldri og loks gamall og á endanum slitinn af harðræði þeirrar vinnu sem hann innti af hendi til að sjá fyr- ir sér og sínum. Við Valdemar hitt- umst í hinsta sinn í sumar sem leið. Þá sat Gunnar, litli drengurinn minn á rúmbríkinni hjá honum, á líkan hátt og Valdemar hafði gert hjá mér mörgum árum áður þegar hann leit inn til okkar bræðranna eina ör- stutta kvöldstund í Ásgarðinn í Reykjavík. Sú stund er sem meitluð í minningunni á svipaðan hátt og sú þegar ég sá þá Valdemar og Gunnar horfast í augu fáein dýrmæt andar- tök. En nú er rúmið hans Valdemars umbúið og autt. Allt hefur breyst. Nú er Valdemar farinn og Unnur býr ein í Haukadal og sötrar líklega kaffið sitt á meðan tíkin hennar eltist við fáeinar hænur á hlaðinu. Fram á dalnum blasa enn við tótt- irnar af bæ Gísla Súrssonar en jarð- göngin hans eru fallin og horfin inn í rökkur tímans. Nú er Valdemar far- inn sömu leið og Gísli en lífshlaup þeirra beggja er ofið saman við dal- inn. Þeir lifa báðir þótt þeir séu farnir. Jón Örn Guðbjartsson. Tíu lína lampinn varpar daufgulri róandi birtu um herbergið, birtu sem ekki er hægt að framkalla með rafmagnsljósum nútímans. Sögu- sviðið er ,,uppi á lofti á Húsatúni“ og þar fer fram kennsla í reikningi. Geisli sinnum geisli sinnum pí, segir Valdi og kennir okkur að reikna hring. Hann talar hægt enda liggur ekkert á. Skilningur minn er að sönnu ekki stór en samt man ég þetta glögglega. Það er gamlárskvöld, myrkur og ró grúfir yfir dalnum og eina bænum þar, sem enn geymir fólk. Skyndi- lega byrjar hundurinn að láta ófrið- lega, sú hegðun bendir til þess að kominn sé gestur. ,,Góða kvöldið,“ segir Valdi, sem hefur brugðið sér í kvöldgöngu þessa sjö km leið frá Húsatúni út að Arnarnúpi. Valdi fær kaffi í eldhúsinu og góður tími fer í að rabba um daginn og veginn. Á gólfið við hliðina á stólnum hefur Valdi lagt frá sér brúnan bréfpoka með einhverju dóti í. Við sjáum auð- vitað ekki innihald pokans en út úr honum standa fjögur torkennileg prik, u.þ.b. hálfs metra löng og auka þau nokkuð á dulúð pokans. Löngu seinna teygir Valdi sig í pokann og við eltum hann út á hlað. Þar sendir hann raketturnar upp í alstirnt him- inhvolfið hverja eftir aðra svo af verður fyrsta og jafnframt stórfeng- legasta flugeldasýning sem ég hef séð. Þessi brot eru, ásamt óteljandi öðrum, glitrandi perlur í mínum minningasjóði. Mér þykir ómetan- legt að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér, Valdi, megir þú hvíla í friði. Unnur, ég bið þann sem öllu ræður að styðja þig og styrkja. Skúli A. Elíasson. Nú þegar Valdi hefur kvatt þenn- an heim og ég sit hér og rifja upp minningar sem tengjast honum og Unni, þá leitar hugurinn aftur til þeirra björtu æskudaga þegar ég eyddi flestum sumardögunum úti í Haukadal hjá þeim Valda og Unni. Þessir dagar eru sveipaðir gulln- um ljóma, útreiðartúrar þegar færi gafst, nýbakaðar pönnukökur eru meðal minningarbrota sem koma upp í hugann, en einkum er það væntumþykja þeirra Valda og Unn- ar sem stendur þó þar upp úr. Svo mikið sóttist ég í það að fá að vera hjá þeim, að ég hjólaði nærri dag- lega frá Þingeyri og út í Haukadal á þessum tíma til að vera í sveitasæl- unni. Þessi dvöl hjá þeim Valda og Unni mótaði mig mikið og verð ég þeim ævinlega þakklát fyrir að hafa verið svona góð við mig þegar ég var hjá þeim. Valdi kom til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum vegna veikinda sinna og dvaldist hann á Vífilsstöðum í nokkrar vikur, náðum við þá mjög vel saman á þeim tíma. Við ræddum saman um daginn og veginn og Valdi var ótæmandi viskubrunnur um flesta hluti og var mjög gaman að ræða við hann um hina ýmsu hluti, hann var afar fróður um sögu, bæj- arlífið fyrir vestan og raunar flest alla hluti. En nú er komið að leiðarlokum hjá Valda og eftir standa minningar um góðan mann sem kennt hefur mér ómetanlega mikið og mun ég geyma minningu hans með mér um alla tíð. Elsku Unnur og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur á þessum tímum. Bryndís Þóra. VALDIMAR ÞÓRARINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.