Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 36

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður JónKristmundsson fæddist á Ólafsfirði 7. maí 1940. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 20. jan. síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sigurlína Sigurð- ardóttir, f. 15. jan. 1919, og Kristmund- ur Stefánsson, f. 20. jan. 1912, d. 22. nóv- ember 1993. Systkini Sigurðar eru: Hann- es, f. 29. sept. 1945, maki Sigurbjörg Gísladóttir, Elley, f. 28 febrúar 1949, maki Sigurjón Kristjánsson og Guðlaug, f. 6. jan. 1951, maki Úlf H. Bergmann. Sigurður kvæntist 22. apríl 1962 Birnu Sveinbjörnsdóttur, f. 29. sept. 1942. Þau eiga fjögur börn, þau eru: Vigdís, f. 2. ágúst 1962, maki Anton Harðarson, þau eiga tvær dætur. Sigurður, f. 17. júlí 1963, maki Sigríður Jóhannsdóttir, þau eiga fjóra syni. Kristmundur, f. 19. ágúst 1965, maki Árný Hólm Stefáns- dóttir þau eiga fjög- ur börn. Sylvía, f. 12. maí 1978, maki Sindri S. Stefánsson, þau eiga einn son. Mestan hluta ævi sinnar stund- aði Sigurður sjómennsku. Útför Sigurðar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Siggi Nonni bróðir okkar er látinn. Föstudaginn 13. des. barst okkur sú dapra fregn að hann væri al- varlega veikur og við skildum fljótt að við fengjum ekki að hafa hann mikið lengur hjá okkur. Jólin nálguðust en allt var öðruvísi, hvar var spenningurinn og gleðin? Það var helst þegar við höfðum hringt til hans og rætt saman að við fengum smávon, það var alltaf hann sem hressti okkur við, þetta skyldi hann komast yfir eins og allt annað, hann skyldi borða út krabbann um jólin en ekki krabbinn hann. En blessaður kallinn, eins og við kölluð- um hann svo oft, varð að láta undan. Við systkinin ákváðum að fara öll norður til hans og eiga góðar stundir saman. 9. jan. mættumst við í Reykjavík til að keyra norður, Siggi Nonni hlakkaði mikið til og var með matseðilinn á hreinu, hann hafði ákveðið að það skyldi vera gamaldags og gott, siginn fiskur og selspik, skötu skyldum við líka fá og hangi- kjöt. Allt þetta hafði hann útvegað þegar við komum norður, en hann, blessaðan karlinn, vantaði, hann var fluttur á sjúkrahús sama dag. Sköt- una gaf hann okkur leyfi til að borða en allt annað urðum við að geyma þar til hann kæmi heim og væri með okk- ur. Allt fór á annan veg, við sáum dag frá degi hvað stundin nálgaðist fljótt. Siggi Nonni sýndi aldrei að hann væri bitur eða að hann vissi að hverju dró. Öll fjölskyldan safnaðist saman hjá honum og var þar frá morgni til kvölds, en hann passaði alltaf að Birna færi heim að hvíla sig, hann vissi að hún væri búin að ganga í gegnum veikindin með honum í mörg ár og væri orðin langþreytt, og oft sagði hann: „Mikið er ég heppinn með börnin mín og alla fjölskylduna.“ Við systurnar vorum með honum 8 síðustu sólarhringana á sjúkrahúsinu og verðum við að segja að það var sterk upplifun, mikil gleði og mikil sorg, við hlógum og grétum mikið saman nótt og dag, þegar hann hafði krafta kom hann með hvert gullkorn- ið á eftir öðru sem við eigum eftir að ylja okkur við í framtíðinni. Snyrtimennska og heiðarleiki var ofarlega í huga hans. Þegar við vor- um að raka hann og greiða honum sagðist hann vera búinn að passa þessa greiðu í 9 ár og það var alveg rétt, hann hafði fengið greiðuna eftir pabba þegar hann lést og varðveitt hana alla tíð, ákveðinn í að skila henni aftur og við trúum því að þeir feðgar skiptist á að nota hana núna. Dánardagur hans var afmælisdag- ur pabba og eins og börnin hans sögðu hefur varla nokkur fengið stærri og betri afmælisgjöf en afi. Elsku Siggi Nonni, við systkinin þökkum þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur í gegnum árin og biðjum góðan guð að varðveita þig. Elsku mamma, Birna, Vigga, Siggi, Krissi, Sylvía, og fjölskyldur, guð veri með ykkur og styrki í sorginni. Að lokum viljum þakka öllu starfsfólki á lyfja- deild Fjórðungssjúkrahúss Akureyr- ar fyrir frábæra umönnun og blíðu við ökkur öll. Þín systkini Hannes, Elley og Guðlaug. SIGURÐUR JÓN KRISTMUNDSSON ✝ Margrét Sæ-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1914. Hún lést á Garðvangi í Garði 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Margrétar voru Sæ- mundur Þorsteins- son trésmiður, f. 30. maí 1889 á Vatns- skarðshólum í V- Skaftafellshreppi, d. 5. nóvember 1923, og Guðrún Marsibil Jónsdóttir, f. 1. mars 1893 á Eiði í Garði, d. 13. maí 1949. Systir Mar- grétar var Jóna Sæmundsdóttir, f. 20. júlí 1916, d. í maí 1985, eig- inmaður hennar var Sigurður Jónsson bakarameistari sem einn- maí 1941, búsettur í Garði, kvænt- ur Jennýju Aðalsteinsdóttur. 6) Geirdís, f. 16. júní 1942, búsett í Garði, gift Guðlaugi Jóhannssyni. 7) Ólafur, f. 7. október 1943, d. 22. október 1983. 8) Sigurjón, f. 20. september 1944, búsettur í Njarð- vík, kvæntur Ágústu Guðmunds- dóttur 9) Sigurgeir, f. 20. mars 1946, búsettur í Garði með Hrönn Bergsdóttur. 10) Torfhildur Mar- grét, f. 15. janúar 1948, býr á sambýli í Garðabæ. 11) Jón Gunn- ar, f. 29. júní 1949, búsettur í Garði, kvæntur Hrönn Edvins- dóttur. 12) Rafn, f. 29. september 1950, búsettur í Miðhúsum í Garði, kvæntur Auði Guðmunds- dóttur. 13) Svandís, f. 29. septem- ber 1951, búsett á Blönduósi, gift Braga Árnasyni. 14) Magnús f. 12. nóvember 1952, búsettur í Garði, kvæntur Jósefínu Arinbjarnar- dóttur. Barnabörnin og barna- barnabörnin eru nú 83 talsins. Margrét verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ig er látinn. Hinn 20. október 1935 giftist Margrét Torfa Sigurjónssyni bónda frá Kringlu í Grímsnesi, f. 14. mars 1906, d. 13. febrúar 1996. Margrét og Torfi eignuðust 14 börn, og eitt af þeim er látið. Þau eru: 1) Guðrún, f. 6. maí 1936, búsett í Reykja- vík, gift Andrési Má Vilhjálmssyni. 2) Gísl- ína, f. 8. júní 1937, bú- sett í Garði, gift Ágústi F. Friðgeirssyni. 3) Þór- unn, f. 19. september 1938, búsett í Keflavík, gift Elíasi Nikolaisyni. 4) Sæmundur, f. 4. janúar 1940, búsettur í Garði. 5) Þorsteinn, f. 3. Í dag kveð ég kæra tengdamóður mína hinstu kveðju. Magga, eins og hún var alltaf kölluð var alltaf traust, góð, hlý og róleg kona og aldrei sá maður hana skipta skapi. Magga var mikill fagurkeri, hafði mjög gaman af því að vera alltaf vel til höfð og fín, með fínt hárið og perlufestina sína, eða nælur og eyrnalokka, hún puntaði sig svo lengi sem hún gat, hún var mikil listakona í sér, labbaði oft fjöruna við Miðhús og tíndi þar skeljar, kuðunga og steina og bjó til heilu listaverkin úr þessu, einnig tíndi hún þara og bjó til myndir úr þurrk- uðum þara. Á seinni árum fór hún að teikna heilu landslagsmyndirnar sem hún litaði. Magga og Torfi í Miðhúsum hófu sinn búskap þar árið 1940 og voru þar með eitt stærsta kúabú á Suð- urnesjum. Þegar þau komu í Mið- hús voru þau með fjögur börn, en á næstum hverju ári hækkaði sú tala því börnin urðu 14 talsins á 16 ár- um, þau hjónin voru mjög samstillt í uppeldi og umönnun á þessum stóra barnahópi, og alltaf var nóg pláss í þeirra faðmi, fyrir barnabörnin þegar þau komu í heimsókn, þau fengu nóg af athygli og umönnun. Magga hafði mikið yndi af blóm- um og þegar börnin voru flest farin að heiman og hún fór að geta sinnt sínum áhugamálum meira, var útbúinn lítill blómagarður fyrir hana sem hún sinnti af alúð á meðan heilsan leyfði, en garðurinn var fal- legur og snyrtilegur hjá henni, og margar blómategundir. Magga hafði líka gaman af útsaumi og eru til margar myndir og púðar eftir hana sem hún hefur saumað. Einnig hafði hún gaman af því að mála á dúka, svuntur, vöggusett og fleira og fleira og allt voru þetta mjög fal- legir og vel gerðir hlutir. Alltaf á jóladag ár hvert komu börn, tengdabörn og barnabörn Möggu og Torfa í heimsókn í Miðhús í súkkulaði og kökur, en þegar hóp- urinn var orðinn svo stór að ekki komust allir fyrir í Miðhúsum fór fjölskyldan að leigja sal í Garðinum til að halda áfram gömlum siðum og venjum og hittast um jól, byrjað var á Sæborg sem var alveg fínasta húsnæði fyrir 95–100 manns en fljótlega sprengdum við það utan af okkur og þurftum samkomuhúsið í Garðinum og höfum mætt þar á jólaball í sjö ár. Hinn 11. janúar 1996 fór Magga á dvalarheimilið Garðvang, en þá var Torfi kominn á Sjúkrahúsið í Kefla- vík, þar sem hann lést svo hinn 13. febrúar 1996. Á Garðvangi leið Möggu mjög vel og talaði hún oft um það hvað allir væru góðir við sig þar. Þar gat hún líka verið í föndrinu og málað, saumað og búið til alls konar hluti sem hún hafði svo gaman af. Þarna var hún líka í bingói, boccia og fleiru skemmtilegu. En á síðast- liðnu ári fór heilsunni að hraka hjá henni og hún gat ekki lengur sinnt þessum áhugamálum sínum. Á Garðvangi naut Magga góðrar umönnunar og vil ég fyrir hönd fjöl- skyldunnar þakka öllu starfsfólki Garðvangs mjög vel fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ég vil þakka Möggu minni inni- lega fyrir samfylgdina og elskuleg- heit í minn garð. Fjölskyldunni allri votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu Margrétar Sæmundsdóttur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ágústa Guðmundsdóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stef.) Jenný. Í dag kveðjum við þig, elsku amma mín, og langar mig að minn- ast þín í fáeinum orðum. Þær voru margar samverustund- irnar sem við áttum saman í Mið- húsum og nú síðari árin á Garðvangi eftir að afi féll frá. Já, mikið var það sem við spjölluðum saman, en oft sátum við saman langt fram á nótt og ræddum um hin ýmsu mál sem oftar en ekki voru á andlegu nót- unum. Já, amma, þú gafst mér svo ótal margt, með þinni einlægu hlýju, kærleika og ást sem þú áttir enda- laust af. Það var alveg sama hvað gekk á, alltaf varst þú jafn róleg og yfirveguð og það var einhvern veg- inn svo að manni gat ekki annað en liðið vel í návist þinni svo góð var þín nærvera. Fyrstu ár ævi minnar þá er ég bjó hjá ykkur afa ásamt mömmu og Gísla bróður áttu eftir að móta mig fyrir lífstíð. Öll sú hlýja og sá kær- leikur sem þið gáfuð okkur, sögurn- ar sem þið sögðuð og hið daglega amstur hafði sín áhrif á mann. Það voru sannkölluð forréttindi að fá að alast upp á heimili ykkar afa og mun ég búa að því alla ævi og þakka ykk- ur fyrir það. Nú kveð ég þig, mín elskulega amma, í hinsta sinn, en ótæmandi minningar um þig og afa geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Megi ljósið leiða þig á áfangastað, þar sem ástvinir bíða með sitt opið faðmlag. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyirr allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Minning um þig mun lifa að eilífu. Þín, Una Marsibil. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Margréti Sæmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDUR ÁRNASON, frá Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 23. janúar. Unnur Sigurðardóttir, Alfred Rohloff, Valborg Sigurðardóttir, Sara H. Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Árni Þ. Sigurðsson, Aagot Emilsdóttir, Þórunn B. Sigurðardóttir, Árni M. Emilsson, Hrafnhildur I. Sigurðardóttir, Óskar Magnússon, Þórdís A. Sigurðardóttir, Gunnar B. Dungal, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og ömmu, MARÍU GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Suðurgötu 14, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Jón Hensley, Sóley Sigursveinsdóttir, Jóhann Ósland Jósefsson, Guðlaugur Smári Jósefsson, Bergsteinn Ingi Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, RÚRIK HARALDSSON leikari, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti að kvöldi fimmtudagsins 23. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Rúriksson, Haraldur Steinn Rúriksson, Ragnhildur Rúriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.