Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 41

Morgunblaðið - 25.01.2003, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 41 Sókn í atvinnumálum Kjördæmaþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 25. janúar á Hótel Sögu, Sunnusal Opinn fundur um atvinnumál Kl. 14.30 Formaður Varðar - Fulltrúaráðsins flytur inngangsorð. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur og verkefnisstjóri AUÐAR í krafti kvenna. Guðmundur Ólafsson, lektor við HÍ. Pallborðsumræður Stjórnandi: Katrín Fjeldsted, alþingismaður. Þingforseti: Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. Allir velkomnir. Kjördæmisþinginu lýkur með Þorrablóti í Valhöll í kvöld. Heiðursgestur: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Blótsstjóri: Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður. Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í ReykjavíkSJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Dagskrá Kl. 13.15 Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 1. Skýrsla stjórnar, Margeir Pétursson formaður Fulltrúaráðsins. 2. Kjör stjórnar. 3. Tillaga kjörnefndar um skipan framboðslista í Reykjavíkurkjördæmunum. 4. Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. ÚTSALA Enn meiri verðlækkun! Yfirhafnir, peysur, skyrtur, buxur...fyrir dömur og herra. Úrval af stórum stærðum XXL, XXXL — fyrir herra. Laugavegi 1 • sími 561 7760 [s v a rt á h v ítu ] Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 15% AUKA AFSLÁTTUR Nýjar vörur komnar Á ÚTSÖLU GUÐBRANDUR Örn Arnarson, markaðsstjóri EJS hf., hefur af- hent þeim Magnúsi Ólafssyni og Gunnlaugi Sigfússyni, sviðstjórum á Barnaspítala Hringsins, tvær Dell-tölvur. Afhendingin fór fram á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Tölvurnar verða notaðar sem samskiptatæki fyrir börn og for- eldra til að auðvelda þeim dvölina á Barnaspítala Hringsins. EJS hef- ur um árabil styrkt aðila sem vinna að góðgerðar- og líknarmálum með ýmsum hætti. Nú hefur EJS ákveðið að í stað margra smárra styrkja, komi einn veglegur styrk- ur. Í ár hefur verið ákveðið að veita liðsinni aðstandendum lang- veikra barna á barnaspítala Hringsins, segir í fréttatilkynn- ingu. EJS gefur Barnaspítala Hringsins tvær Dell-tölvur NÝ námskeið á sviði stjórnunar og rekstrar, fjármála, markaðsmála og upplýsingatækni og rafrænna við- skipta eru haldin hjá Stjórnenda- skóla Háskólans í Reykjavík á vor- önn. Leiðbeinendur á námskeiðum eru úr röðum kennara við Háskólann í Reykjavík auk þess sem leitað er til sérfræðinga úr atvinnulífinu þegar við á. Meðal nýrra opinna námskeiða má nefna Frumkvöðlasmiðjuna, sem hest 18. febrúar og er byggð á nám- skeiðinu FrumkvöðlaAUÐI. Komið verðurinn á alla helstu þætti fyrir- tækjareksturs. Setið í stjórnum fyr- irtækja er nýtt 4 tíma námskeið sem haldið verður í byrjun mars þar verður fjallað um hlutverk stjórna fyrirtækja og skyldur og ábyrgðir stjórnarmanna. Innra markaðsstarf og fyrirtækja- menning er nýtt 8 tíma námskeið, sem hefst 20. mars og er fyrir stjórn- endur með ákvarðanavald í innri uppbyggingu fyrirtækja. Einnig er boðið upp á lengra námskeið, t.d. Nýjan stjórnenda- og lífsstílll sem er 40 tímar og hefst 11. febrúar. CIM – sérsniðið markaðsfræðinám með vinnu hefst þriðjudaginn 18. febrúar. Þá hefur Stjórnendaskólinn und- anfarið boðið sérsniðið nám fyrir ákveðna faghópa þar sem lögð er áhersla á að kynna lykilatriði fjár- málafræða og stjórnunarfræða fyrir þátttakendum. 5. febrúar hefst slíkt rekstrarnám fyrir lögfræðinga og lögmenn og mánuði síðar hefst rekstrarnám fyrir skólastjóra. Alls er um að ræða 72 tíma nám fyrir hvorn hóp. Frekari upplýsingar má nálgast á síðunni www.stjornendaskoli.is Nám á vorönn Stjórnenda- skóla HR Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Styrmis Barkarsonar, eins aðstand- enda vefsvæðisins djammari.is, í frétt á blaðsíðu 21 í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. LEIÐRÉTT Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið Friðarsinnar munu koma saman við bandaríska sendi- ráðið við Laufásveg kl. 14 á laug- ardögum til að leggja áherslu á kröf- ur sínar um frið. Einnig hefur verið ákveðið að efna að nýju til aðgerða hinn 15. febrúar nk. en á þeim degi munu friðarsinnar um allan heim standa fyrir mótmælum, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýs- ingar má finna á vefsvæðunum: www.fridur.is og www.aldeilis.net. Upplýsinga- og baráttufundur um virkjanamál á hálendi Íslands verð- ur haldinn á efri hæð Grand Rokk í dag, laugardaginn 25. janúar kl. 15– 17. Allir velkomnir. Ragnhildur Gísladóttir, Jakob Magnússon og Guðni Finnsson leika. Erindi halda, Andri Snær Magnason rithöfundur og Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Í DAG Þorrahús Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið föstu- daginn 31. janúar kl. 20 á Háaleit- isbraut 68. Stefán Jón Hafstein, rit- stjóri Veiðimannsins, spjallar um framtíð blaðsins, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur talar fyr- ir minni veiðimanna og Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fyrir minni veiðikvenna. Fræðslunefnd SVFR kynnir vetrarstarf sitt. Boðið verður upp á veitingar. Á NÆSTUNNI VG í Norðausturkjördæmi Þrír efstu frambjóðendur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, þau Stein- grímur J. Sigfússon, Þuríður Back- man og Hlynur Hallsson halda fund á morgun, sunnudaginn 26. janúar, kl. 15 á Kaffihúsinu Sogni á Dalvík og í Glaumbæ á Ólafsfirði kl. 20. Framboðslisti hreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi verður kynnt- ur sem og þau málefni sem Vinstri- hreyfingin – grænt framboð setur á oddinn í komandi kosningarbaráttu. Allir velkomnir. STJÓRNMÁL ♦ ♦ ♦ Í JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir hreinu vatni í Afr- íku söfnuðust 17,5 milljónir króna sem duga fyrir 195 brunnum. Hver þeirra sér um 1.000 manns fyrir hreinu vatni í marga áratugi. Þegar hefur verið hafist handa við að ákvarða hvar brunnarnir verða grafnir en Lútherska heimssam- bandið sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að mun hafa milligöngu um það eins og fyrr. Gerður er skrifleg- ur samningur við þorpsbúa á hverj- um stað en verkið getur tekið nokkra mánuði eftir aðstæðum á hverjum stað. Jólasöfnuninni lýkur formlega 1. febrúar en tekið er við framlögum á reikning 1150 26 50886 í SPRON, segir í frétt frá Hjálparstarfi kirkj- unnar. 17,5 milljónir í jólasöfnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.