Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVO gæti farið að Peter Gentzel, annar markvörður sænska lands- liðsins í handknattleik, leiki ekki meira með á HM í handknattleik, a.m.k. líst honum þannig á stöð- una í dag. Gentzel er meiddur á baki og gat ekkert tekið þátt í leiknum við Brasilíu á fimmtudag- inn og útséð þykir um að hann verði með á móti Alsír í dag. Læknir sænska landsliðsins, Fred- rik Nyquist, segir bakmeiðsli Gentzels vera erfið viðureignar, vera kunni að hann jafni sig á stuttum tíma en alveg eins geti farið svo að hann leiki ekki meira með á HM. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir Svía ef Gentzel yrði ekki meira með því ekki er möguleiki á að kalla inn annan markvörð í hans stað. Bengt Johansson hefur þegar notað sextán leikmenn í mótinu, en hann skráði sextánda og síð- asta manninn, Kim Andersson, til leiks gegn Brasilíu í fyrrakvöld. Verði raunin sú að Gentzel leiki ekki meira með á HM verða Svíar að setja allt sitt traust á Tomas Svensson, en á undanförnum mót- um hafa þeir félagar skipt leikj- unum á milli sín. Svensson er eng- inn aukvisi því hann hefur að margra mati verið besti mark- vörður heims undanfarin ár.  ÁTÖK brutust út á milli blaða- manna og leikmanna frá Sádi-Arab- íu, eftir að lið þeirra tapaði fyrir Ungverjalandi, 36:25, á HM í Portú- gal í fyrrakvöld. Upphafið var að Turki Bedhi, leikmaður Sádi-Arab- íu, sneri sér að landa sínum, blaða- manni, í fréttamannamiðstöðinni og hellti yfir hann vökva úr dós.  BEDHI virtist vera óhress með eitthvað sem blaðamaðurinn hafði skrifað um sádi-arabíska liðið. Blaðamaðurinn brást hinn versti við og upphófust slagsmál þar sem fleiri leikmenn komu við sögu. Að lokum þurfti að kalla til lögreglu til að stilla til friðar en Bedhi þurfti á aðhlynn- ingu lækna að halda eftir átökin. Blaðamaðurinn kvaðst ekki ætla að kæra árásina.  MEIRI gleði var í herbúðum Egypta eftir sigurinn á Slóvenum í fyrrakvöld. Þar stökk fréttamaður frá egypska sjónvarpinu inn í miðjan hóp leikmanna þar sem þeir fögnuðu sigri. Dansaði hann og söng með löndum sínum og gleymdi því alveg að hann átti að taka viðtöl í leikslok. Eftir nokkra stund kallaði hann á myndatökumann sinn og sagði hon- um að taka þátt í sigurdansinum og lét myndatökumaðurinn ekki segja sér það tvísvar.  DANSKA landsliðið í handknatt- leik fór í heimsókn í skóverksmiðju í nágrenni Sao Joao da Madeira í gær og slakaði þar á í góðu yfirlæti áður en að það mætir Egyptum í dag.  EFTIR að hafa tapað fyrir Þjóð- verjum í Viseu í fyrradag þá stökk grænlenska landsliðið upp í rútu og fór til Sao Joao da Madeira og fylgd- ist með viðureign Dana og Alsírbúa. Vart þarf að taka fram að græn- lensku leikmennirnir voru á bandi danska landsliðsins í leiknum og hvatti það áfram með hrópum.  MOGENS Jeppesen fyrrverandi landsliðs markvörður Dana segir að án Kaspers Hvidts, markvarðar danska landsliðsins, hefðu Danir leg- ið fyrir Alsír í fyrrakvöld.  MARTIN Boquist, landsliðsmaður Svía í handknattleik, er að öllum lík- indum á leið til þýska liðsins HSV Hamburg. Boquist hefur verið besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinn- ar síðustu tvö ár. Samningur hans við Redbergslid rennur út í vor. Fyr- ir hjá Hamburg eru tveir sænskir landsliðsmenn, þeir Tomas Svens- son og Jonas Ernelind.  ÞÁ má telja nær fullvíst að Red- bergslid missi annan leikmann úr liði sínu því Martin Frändesjö geng- ur væntanlega til liðs við Nordhorn í sumar, en þá tekur Ola Lindgren, fyrirliði sænska landsliðsins, við þjálfun Nordhorn og hættir um leið með sænska landsliðinu.  SÆNSKA landsliðið í handknatt- leik er óðum að ná sér á strik eftir magakveisu sem gerði vart við sig í herbúðum þess í byrjun vikunnar. Snör handtök læknis liðsins, þegar hann setti nokkra menn í einangrun þegar kveisan kom upp, þykir hafa bjargað því sem bjargað varð.  AÐEINS einn leikmanna Dana er lítillega meiddur, Torsten Laen. Aðrir eru við hestaheilsu. „Þetta er meðal annars sá munur sem er á liði okkar í dag og fyrir ári á EM í Sví- þjóð. Þá voru margir leikmenn mínir að glíma við meiðsli,“ segir Torben Winther, landsliðsþjálfari Dana.  KIM Andersson, Svíinn ungi sem lék Íslendinga grátt á lokamínútun- um í vináttuleik þjóðanna fyrir HM, er mjög eftirsóttur. Alfreð Gíslason hjá Magdeburg vill fá hann, sem og kollegar hans hjá Kiel og Nordhorn.  STÉPHANE Stoecklin, örvhenta skyttan sem lék stórt hlutverk í heimsmeistaraliði Frakka á Íslandi 1995, er á heimleið eftir að hafa leikið í Japan. Stoecklin, sem er 34 ára, stefnir á að komast í franska lands- liðið fyrir Ólympíuleikana og lið í Þýskalandi og á Spáni hafa falast eftir honum. FÓLK  ÍSLENSKA landsliðið mæt- ir Katar í dag í HM – í fyrstu viðureign þjóðanna í hand- knattleik.  Þar sem það eru ekki allir sem vita hvað Katar er, þá er það að segja að landið er á Ar- abíuskaga – tangi út frá Sádi- Arabíu, sem liggur út í Persa- flóa. Handan flóans er Íran, en í botni hans Kúveit og Írak.  Katar, sem taka nú í fyrsta skipti þátt í heimsmeist- arakeppni, ætla að sækja um að halda HM 2007.  Samkvæmt tölum frá al- þjóða handknattleiks- sambandinu, IHF, eru níu handknattleiksfélög í Katar og iðkendur eru 2.010.  Ahmed Al-Saad er at- kvæðamesti leikmaður Katar í heimsmeistarakeppninni til þessa. Hann skoraði 13 mörk gegn Ástralíu í fyrradag og er fimmti markahæsti leikmaður keppninnar með 24 mörk. Katar við Persaflóa RAKEL Ögmundsdóttir, knatt- spyrnukona, er hætt hjá bandaríska atvinnuliðinu Philadelphia Charge. Hún hefur verið þar í tvö ár, spilaði mikið með því tímabilið 2001 en missti alveg af síðasta tímabili eftir að hún sleit krossbönd í hné rétt áð- ur en það hófst. Jörundur Áki Sveinsson, lands- liðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að hann hefði haft samband við þjálfara Charge til að kanna hvort Rakel gæti leikið með landsliðinu gegn Bandaríkjunum 16. febrúar. „Hann sagði mér að hún væri ekki lengur á samningi hjá félaginu og hún virðist ekki vera að leika knatt- spyrnu um þessar mundir. Hún verður því tæplega með lands- liðinu á næstunni,“ sagði Jörundur Áki. Rakel er 26 ára og hefur skorað 7 mörk í 10 lands- leikjum fyrir Ísland. Hún lék í hálft þriðja ár með Breiðabliki áður en hún gerðist leikmaður með Charge og skoraði þá 33 mörk í 26 leikjum í úrvals- deildinni. Rakel hætt hjá Charge Rakel Ögmundsdóttir ÚTSENDARAR þýskra 1. deild- arfélaga eru fjölmennir í Portúgal, tilbúnir að klófesta bestu leikmenn- ina sem geta verið á lausu. Þrír leik- menn utan Evrópu eru ofarlega á óskalistum margra, argentínska stórskyttan Eric Gull og skytturnar frá Túnis, þeir Sobhi Sioud og Ouiss- em Bousnina. Þeir Gull og Sioud leika báðir í frönsku 1. deildinni. Henning Fritz, markvörður Kiel og þýska landsliðsins, segir að Sioud sé skotharðasti leikmaður heims um þessar mundir. Þýsk lið fylgjast með Gull Argentínumenn tóku fyrst þátt íheimsmeistarakeppninni árið 1997, í Japan. Þeir töpuðu öllum sín- um leikjum, stærst fyrir Svíum, 36:17, en öðrum leikjum með 4–10 marka mun og enduðu í 22. sæti af 24 þjóðum. Tveimur árum síðar, í Egyptalandi, fékk liðið sitt fyrsta HM-stig með jafntefli gegn Mar- okkó og endaði í 21. sæti. Í Frakk- landi 2001 komu fyrstu sigrarnir, gegn Kúveit og Brasilíu, auk jafn- teflis við Alsír, og Argentína komst þar með í 16 liða úrslit þar sem Sví- ar voru of erfiðir andstæðingar og sigruðu, 32:23. Niðurstaðan var 15. sæti. Nú er argentínska liðið í erfiðasta riðlinum á HM, með heimsmeistur- um Frakka og tveimur síðustu Ól- ympíumeisturum, Rússum og Króötum, auk Ungverja og Sádi- Araba. Fæstir gerðu ráð fyrir því að Argentína kæmist áfram úr riðla- keppninni en nú eru góðar líkur á að það takist. Eftir sigur á Króötum, 30:29, og jafntefli gegn Rússum, 26:26, í tveimur fyrstu leikjunum voru arg- entínsku strákarnir skotnir niður á jörðina af frönsku heimsmeisturun- um í fyrrakvöld, 35:18. Eftir sem áð- ur er staða þeirra góð og við blasir að sigur á Sádi-Aröbum dugi þeim til að komast áfram. Það sem meira er, þeir geta hæglega farið með eitt eða tvö stig með sér, gegn Rússum eða Króötum. Frammistaðan kemur kannski ekki öllum á óvart. Argentínska liðið stóð sig mjög vel í Álfukeppninni í Moskvu á síðasta ári og tapaði þar naumlega fyrir Rússum, 25:27, og Svíum, 20:21. Þar vann liðið sigra á Alsírbúum og Sádi-Aröbum. „Við ætluðum okkur að komast í milliriðil, enda þótt við vissum að við fengjum mjög erfiða, evrópska and- stæðinga að þessu snni. Við erum á réttri braut,“ segir Mauricio Torres, þjálfari Argentínu. Stórskyttan Eric Gull einn sá besti í Frakklandi Besti handboltamaður Argentínu er Eric Gull, hávaxin og örvhent stórskytta. Gull, sem er 29 ára og 2,04 metrar á hæð, hefur skorað 20 mörk í fyrstu þremur leikjunum og er í 8.–10. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins. Hann gerði 18 mörk í fyrstu tveimur en Frakkar náðu að halda honum í aðeins 2 mörkum í fyrrakvöld. Þeir þekkja hann manna best, Gull hefur nefni- lega leikið undanfarin ár með Sel- estat í frönsku 1. deildinni við góðan orðstír. Hann er núna næstmarka- hæsti leikmaður deildarinnar með 74 mörk í 12 leikjum og aðeins franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse hjá Chambéry hefur gert betur. Þá er hann í fjórða sæti yfir þá sem eiga flestar stoðsendingar í deildinni og samkvæmt útreikning- um netmiðilsins Handzone er hann fjórði besti leikmaðurinn í deildinni, efstu deild sjálfra heimsmeistar- anna. Gull er einn af átta leikmönnum argentínska liðsins sem leika er- lendis. Af hinum spila fjórir í Bras- ilíu, tveir í 2. deild á Spáni og einn í 1. deild í Portúgal.AP Eric Gull, stjarna argentínska liðsins, reynir að brjótast í gegnum vörn Frakka í leik þjóðanna í fyrrakvöld. Argentína á stöðugri uppleið ARGENTÍNA er tvímælalaust sú þjóð sem mest hefur komið á óvart til þessa í heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem nú stendur sem hæst í Portúgal. Til þessa hafa það fyrst og fremst verið frækn- ir knattspyrnukappar sem hafa borið hróður Argentínu hæst á al- þjóðavettvangi í íþróttum og fáir hafa tekið handboltalandslið þjóð- arinnar alvarlega. Nú er það að breytast. Mikið áfall fyrir Svía ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.