Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 49 Menn með kústa (Men with Brooms) Gamanmynd Kanada 2002. Myndform VHS. (101 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit Paul Gross. Aðalhlutverk Paul Gross, Molly Parker, Leslie Nielsen. JÆJA, hér með er örugglega búið að gera bíómyndir um allar íþróttir, fyrst búið er að gera mynd um kurl, þ.e.a.s. „íþróttina“ þar sem menn renna granítsteinum á ís og reyna að koma þeim sem næst ákveðnum mið- punkti. Og til þess að stjórna ferð steinsins nota menn kústa sem þeir hamast á framan við renn- andi steininn – sem skýrir titil myndar- innar; Menn með kústa. Og til að glöggva ykkur enn frekar á eðli þess- arar myndar þá skuluð þið bara ímynda ykkur Full Monty, nema bara með kurli í staðin fyrir stripp. Auðvitað er þetta þunn- ur þrettándi líkt og flestar „íþrótta- myndir“ og ekki hvarflar að mönn- um að koma áhorfendum á óvart með því að bregða út af þeirri formúlu sem slíkum myndum ber að fylgja. En samt, þrátt fyrir allar þessar klisjur er eitthvað örlítið við þessa mynd sem heldur manni allt til enda, fram yfir lokakeppnina „æsilegu“. Á köflum tekst manninum sem hér er allt í öllu, Paul Gross, að laða fram nokkuð skondnar aðstæður, með góðri aðstoð þessa fína kanadíska leikaraliðs. Þetta er í það minnsta besta mynd Leslie Nielsen í lengri tíma – sem segir nákvæmlega ekki neitt. Nei annars, það er ekki búið að gera bíómyndir um allar íþróttir. Handboltinn er eftir. Hvenær ætli einhver íslenski kvikmyndagerðar- maðurinn láti verða af því? Hún gæti heitið „Strákarnir okkar“ eða „Menn með harpix“. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Sópað til sigurs HÓLMFRÍÐUR Sævarsdóttir í 9. bekk sigraði í Söngvakeppni Óðals 2003 sem fór fram mánudagskvöldið 20. janúar. Hólmfríður lék á gítar og söng lagið ,,Itchy Palms“ sem Hera Hjartardóttir gerði vinsælt á síðasta ári. Í öðru sæti urðu þær Edda Berg- sveinsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir og í því þriðja Lilja Karen Jónsdóttir. Alls voru flutt 16 atriði á söngva- keppninni og voru flytjendur nem- endur á unglinga- stigi í Grunnskóla Borgarness og Varmalands- skóla. Áhorf- endur fylltu húsið og fögnuðu kepp- endum ákaft. Vinningslagið verður framlag Óðals í Söngva- keppni Samfés sem haldin verð- ur í Laugardalshöll laugardaginn 25. janúar og Hólmfríður fær það tækifæri sem marga dreymir um, að syngja fyrir framan þrjú þúsund manns á stóra sviðinu og upplifa þá stemmningu sem því fylgir. Hólmfríður Sævarsdóttir Með kláða í lófum Sigurvegari söngvakeppni Óðals söng lag með Heru Borgarnesi. Morgunblaðið. Laugavegi 83 s: 562 3244 [s v a rt á h v ítu ] D J A S S • T Ó N L I S T A R F L Y T J A N D I Á R S I N S Ý M I S T Ó N L I S T • H L J Ó M P L A T A Á R S I N S M Y N D B A N D Á R S I N S D J A S S • H L J Ó M P L A T A Á R S I N S B J A R T A S T A V O N I N Búdrýgindi Jóel Pálsson • Septett Óskar Guðjónsson og Skúl i Sverr isson Eft i r þögn Singapore Sling • Listen www.edda.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.