Morgunblaðið - 27.01.2003, Page 20
MINNINGAR
20 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Björn Þórleifs-son fæddist á Ísa-
firði 2. desember
1947. Hann lést 17.
janúar síðastliðinn.
Faðir hans var Þór-
leifur Bjarnason,
námsstjóri og rithöf-
undur, f. 1908, d.
1981. Móðir hans var
Sigríður Friðriks-
dóttir Hjartar, kenn-
ari, f. 1914, d. 1972.
Foreldrar Björns
fluttust til Akraness
árið 1955. Systkini
Björns eru: 1) Þóra
Þórleifsdóttir Mothes, bókasafns-
fræðingur, f. 1938, maki Christian
Mothes, læknir, f. 1933. Þau eru
búsett í Noregi, 2) Hörður Þór-
leifsson, tannlæknir, f. 1942, maki
Svanfríður Larsen, bókmennta-
Björn kvæntist 1978 Júlíönu
Þórhildi Lárusdóttur, kennara, f.
1947. Dætur þeirra eru 1) Þórhild-
ur, f. 1983 og 2) Sigríður Ásta, f.
1986. Fóstursonur Björns er Lárus
Arnór Guðmundsson, f. 1976.
Björn varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1967, tók
kennarapróf 1968 og lauk prófi í
félagsráðgjöf frá Norske Kvinners
Nasjonalraads Sosialskole 1974.
Björn vann við Félagsmálastofnun
Akureyrar 1974–1976 og var fé-
lagsmálastjóri Akureyrarbæjar
1975–1976. Hann var deildarstjóri
Heilbrigðis- og félagsmáladeildar
Rauða kross Íslands 1976–1980,
skólastjóri Húsabakkaskóla í
Svarfaðardal 1980–1990 og odd-
viti þar 1986–1990. Hann var
deildarstjóri Öldrunardeildar Ak-
ureyrarbæjar 1990–1997, deildar-
stjóri Búsetu- og öldrunardeildar
Akureyrarbæjar 1997–1998 og
síðan skólastjóri Brekkuskóla á
Akureyri frá 1998.
Útför Björns fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
fræðingur, f. 1942. 3)
Friðrik Guðni Þór-
leifsson, kennari og
skáld, f. 1944, d. 1992,
maki Sigríður Sigurð-
ardóttir, kennari, f.
1945, d. 1996.
Björn kvæntist árið
1969 Sigrúnu Stefáns-
dóttur, fjölmiðlafræð-
ingi, f. 1947. Synir
þeirra eru: 1) Þórleif-
ur Stefán Björnsson,
forstöðumaður Rann-
sókna- og alþjóðasviðs
Háskólans á Akureyri,
f. 1970, maki Rósa
Mjöll Heimisdóttir, leikskólakenn-
ari, f. 1972. Þau eiga þrjú börn:
Aron Örn, Kötlu Þöll og Þóreyju
Eddu, 2) Héðinn Björnsson, sál-
fræðingur, f. 1974. Björn og Sig-
rún skildu.
Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
uns sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
(Tómas Guðm.)
Okkur langar með nokkrum orð-
um að minnast Björns tengdaföður
okkar. Hann var einstakur maður
sem á sérstakan stað í hjarta okkar.
Eins og allir vita sem þekktu hann
var hann hagyrðingur mikill og hafði
gaman af að segja skemmtilegar sög-
ur af sér og sínum, þær voru ófáar
stundirnar í Holtagötunni þar sem
velst var um af hlátri og spilað fram
eftir nóttu.
Við eigum minningar sem við mun-
um geyma í hjarta okkar og munu
þær ylja okkur um ókomna framtíð.
Við kveðjum hann með sorg í
hjarta
Rósa Mjöll og Þóra Sif.
Davíð Stefánsson skáld segir í
einu ljóða sinna: „Það syrtir að, er
sumir kveðja.“ Þessi orð komu upp í
huga minn við frétt um andlát Björns
Þórleifssonar. Ég þurfti tíma til þess
að átta mig því ekki var langt um liðið
síðan fjölskyldur okkar áttu síðast
samverustund. Fyrst man ég eftir
Birni á menntaskólaárum, en kynnt-
ist honum þegar hann stofnaði fjöl-
skyldu með Júllu frænku minni. Fjöl-
skyldan flutti til Akureyrar árið 1990
og hafa samskiptin verið náin allar
götur síðan.
Björn var einstakur fjölskyldu-
maður, traustur og góður. Björn
mátti ekki vamm sitt vita. Hann
gerði miklar kröfur til sjálfs sín og
mannorðið var fjöregg hans. Við frá-
fall Björns sýnist allt auðara, allt
snauðara en áður var. Björn var eng-
inn miðlungsmaður, í honum voru
margir eðlisþættir en hið innra var
máttugt og auðugt og hlýtt. Því er
Björns nú sárlega saknað af þeim
sem þekktu hann. Ég og fjölskylda
mín eigum margar góðar minningar
um samvistir við Björn og Júllu og
börn þeirra á fallegu heimili þeirra, í
mannfagnaði og á förnum vegi. Þess-
ar björtu minningar ylja okkur nú og
fyrir þær erum við þakklát. Elsku
Júlla, við sendum þér og börnunum
og fjölskyldu þinni innilegar samúð-
arkveðjur. Friður sé með minningu
Björns Þórleifssonar.
Jón Kr. Sólnes og fjölskylda.
Það verður stundum brátt um hina
bestu menn. Björn Þórleifsson var í
hópi bestu manna og nú er hann fall-
inn frá í blóma lífsins. Björn var góð-
ur drengur og góður vinur, hagaði lífi
sínu þannig að hann gat sinnt fjöl-
skyldu sinni og eigin yndi og þroska,
ort vísur, sungið, glatt vini sína og
lært. Til viðbótar þessu stjórnaði
hann síðustu ár Brekkuskóla, stórum
grunnskóla á Brekkunni á Akureyri.
Við hjónin höfum þekkt Björn í
meira en tuttugu ár, umgengist hann
og átt við hann náin samskipti sem
aldrei bar skugga á. Við kynntumst
fyrst í gegnum börnin. Þegar Júlíana
og Björn hófu búskap átti hún soninn
Lárus Arnór með Guðmundi. Björn
lagði syni sína tvo, Þórleif og Héðin, í
búið. Þau eignuðust síðan tvær dæt-
ur, Þórhildi og Sigríði Ástu. Þegar
við hjónin tókum saman áttum við
hvort sinn soninn og höfum eignast
tvö börn saman og er annað jafnaldri
Þórhildar, hitt Sigríðar Ástu.
Þessi upptalning er umgjörðin ut-
an um það sem tengdi fjölskyldurnar
tvær sérstökum vináttuböndum.
Björn leyndi ekki væntumþykju
sinni til Lárusar Arnórs og þegar
ljóst var að litli maðurinn var að eign-
ast stjúpmóður þá þótti vissara að
kynnast þeirri konu og skoða hana
vel ef hún ætti að koma að uppeldi
Lárusar. Okkur var því boðið á heim-
ili Júllu og Björns, það var ekki
ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri
heimsókn frekar en öðrum sem á eft-
ir fóru. Árin liðu fljótt og börnin urðu
fleiri, stækkuðu, urðu fullorðin.
Börnin í þessum tveimur fjölskyld-
um ólust upp við það að gott sam-
band, vinskapur og væntumþykja er
gott veganesti út í lífið. Við fylgd-
umst með í sameiningu og fögnuðum
saman áföngum barna okkar í lífinu.
Björn með sinni góðu konu átti stór-
an þátt í því að tengslin urðu nánari
og börnunum var ekki alltaf ljóst
hver var skyldur hverjum. Hálf-
systkini eða ekkert skyld var ekki að-
alatriðið, strákarnir okkar kynna sig
sem bræður og hafa tengst órjúfandi
vináttuböndum.
Björn var afar viðfelldinn maður í
viðkynningu, hann var glaður og
nærgætinn í samskiptum og hafði lag
á að draga fram spaugsamari hliðar
tilverunnar. Hann hafði gaman af því
hvernig tengslin á milli fjölskyldna
okkar þróuðust og sagði oft frá því og
fékk þá einstök kímnigáfa hans að
njóta sín. Björn var veislustjóri á
árshátíð Háskólans á Akureyri fyrir
nokkrum árum þar sem Guðmundur
er deildarforseti kennaradeildar.
Björn byrjaði veislustjórnina á því að
lýsa tengslum sínum við stofnunina,
kona hans vann á bókasafninu og
saman ættu hann og deildarforseti
kennaradeildar dreng. Þegar Björn
var yfirmaður öldrunarmála hjá Ak-
ureyrarbæ sagði hann okkur að hann
hefði stundum haft það að skemmti-
atriði fyrir gamla fólkið að lýsa fjöl-
skyldu sinni enda tengslin á milli
barnanna flókin til lýsingar.
Við kveðjum ljúfan mann sem var
barnavinur og sýndi það í verki. Það
liggur eitthvað gott að baki þegar
unglingar tala um hvað skólastjórinn
sé frábær, þau syrgja nú og sakna
manns sem þau virtu og báru traust
til. Björn og hún Júlla hans voru vak-
andi yfir velferð barna sinna og aldr-
ei sáum við Björn ljóma eins og þeg-
ar hann talaði um strákana sína og
stelpurnar, hvað þau væru að gera og
hve vel þeim vegnaði. Hann var svo
stoltur af þeim öllum og mátti líka al-
veg vera það. Að leiðarlokum ber að
þakka fyrir vináttuna og góðvildina,
gleðina og gamanið og ekki síst sam-
eiginlegt uppeldi á syninum sem
gekk svo ótrúlega vel. Við geymum
minningu um góðan dreng gæddan
miklum mannkostum. Við hjónin og
börn okkar vottum Júllu og börnun-
um og öllum öðrum ástvinum Björns
okkar dýpstu hluttekningu í sorg-
inni.
Elísabet Hjörleifsdóttir,
Guðmundur Heiðar
Frímannsson.
Í slyngum höndum hrekst vor peðasveit
til hægri og vinstri, í blindni, af reit á reit.
En sá, er fleygði þér á þetta borð,
Hann þekkir taflið allt – Hann veit,
HANN veit.
(Omar Khayyam: úr Rubaiyat.)
Já, víst getur líf okkar líkst skák á
taflborði almættisins. Örlögin skapa
okkur samastað og samferðamenn
sem oft tengjast vináttuböndum sem
aldrei bresta, þótt aðstæður okkar og
hagir breytist.
Við kynntumst Birni Þórleifssyni
þegar hann flutti með fjölskyldu
sinni að Húsabakka í Svarfaðardal
þar sem hann var skólastjóri á ár-
unum 1980–1990.
Skólinn okkar var lítill og heim-
ilislegur, nemendur efnilegt fólk,
foreldrar jákvæðir gagnvart skóla-
starfinu og starfsmannahópurinn
samhentur og góður; – við vorum öll í
sama liði.
Björn var ljúfur stjórnandi og góð-
ur samstarfsmaður. Oft sátum við á
litlu, þröngu kennarastofunni okkar
og ræddum málin. Við þurftum ekki
marga formlega kennarafundi né að
samræma ólíkar skoðanir. Oftast
gekk allt snurðulaust fyrir sig með
hinni einföldu skólareglu Björns:
„Öll dýrin í skóginum eiga að vera
vinir.“ Hann var viss um að ef okkur
tækist að fara eftir þessari litlu reglu
úr smiðju Thorbjörns Egner þá gæt-
um við leyst úr mörgum vanda.
Þannig gekk lífið á Húsabakka vel
fyrir sig með gagnkvæmri virðingu
starfsfólks og nemenda.
Þrátt fyrir góðar sögur og hnyttn-
ar vísur sem Björn skemmti okkur
með var hann í eðli sínu dulur og
hann var ekki yfirmaður sem hrósaði
starfsfólki sínu eða bar tilfinningar
sínar á torg. Við fundum hins vegar
alltaf fyrir trausti hans og hin þögla
samheldni okkar þurfti ekki orða við.
Utan skólans áttum við saman
ógleymanlegar stundir. Alltaf kom-
um við að opnum dyrum hjá þeim
Júllu og Birni og þar var oft glatt á
hjalla. Það fylgdi skólastjórastarfi á
Húsabakka að vera formaður bóka-
safnsnefndar Svarfdælahrepps. Það
var Birni ljúf skylda og við hin vorum
afar fús til aðstoðar við að plasta og
skrá nýjar bækur fyrir hver jól. Að
vinnu lokinni hófst alltaf hinn ómiss-
andi bókaleikur sem Björn kenndi
okkur. Það er honum að þakka að við
kunnum urmul bókaheita ýmissa
bóka sem við höfum aldrei lesið en
titlar þeirra hafa hentað vel til teikn-
inga í leiknum okkar góða. Mikill
keppnisandi ríkti í stríði milli liða í
bókaleiknum og við lásum Bókatíð-
indin frá A til Ö fyrir jólin, til þess að
undirbúa okkur fyrir hina árlegu
keppni. Enn er líf í bókaleiknum og
alltaf munum við minnast Björns
þegar við skellum hurðum og hlaup-
um um ganga til að færa liðinu okkar
sigur.
Elsku Júlla, Sigríður Ásta, Þór-
hildur, Lárus, Héðinn, Þórleifur og
fjölskylda. Eins og bræðurnir Ljóns-
hjarta skulum við minnast þess að
einhvers staðar handan við stjörn-
urnar er Nangijala. Þar er ennþá
tími varðelda og ævintýra og það er
þangað sem menn fara þegar þeir
deyja. Þar er enginn raunverulegur
tími til og þar líður öllum vel.
Þegar við lítum upp til stjarnanna
á vetrarkvöldi minnumst við þess að
handan þeirra er Nangijala.
Ég horfi í gegnum gluggann
á grafhljóðri vetraróttu,
og leit eina litla stjörnu
þar lengst úti í blárri nóttu.
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartárum.
(Magnús Ásgeirsson.)
Að leiðarlokum kveðjum við Björn
með þakklæti fyrir samstarf og vin-
áttu.
Fyrir hönd samstarfsfólks við
Húsabakkaskóla á árunum 1980–
1990.
Helga Hauksdóttir,
Björn Daníelsson.
Öllum að óvörum er hann Björn
okkar dáinn. Skyndilega erum við
svipt okkar besta vini. Við leitum þá
huggunar í góðum minningum sem
fjölskyldur okkar eiga frá samveru-
stundum í áraraðir með Birni, Júllu
og börnunum þeirra.
Júllu höfum við þekkt frá unga
aldri og Björn kom til sögunnar við
hennar hlið fyrir réttum aldarfjórð-
ungi. Áður en hendi væri veifað var
hann orðinn einn af okkar bestu vin-
um, við vorum bara einhvern veginn
á sömu bylgjulengd í svo mörgu.
Þegar þau settust svo að fyrir norðan
hófust þessar reglulegu og ógleym-
anlegu ferðir á Húsabakka og síðan á
Holtagötuna.
Við fórum gjarnan á Húsabakka
þegar heimavistin var á lausu um
páskana, sautjándi júní var líka gott
tilefni eða þá að við fórum bara þegar
vinskapurinn dró okkur saman.
Þetta voru sannkallaðar fjölskyldu-
ferðir sem allir tóku þátt í af lífi og
sál. Gleðin skein úr hverju andliti,
börnum með túttur sem fullorðnum.
Það var sprellað, spilað og sungið og
haldnar veglegar kvöldvökur þar
sem allir tóku þátt í gríninu. Þá
skipulögðu þau hjónin og börnin hinn
skemmtilega bókaleik, sem Björn
hafði lært í sínu ungdæmi. Eftir slík-
an gjörning voru allir örmagna af æs-
ingi og hlátri og hurðir gengnar af
stöfunum. Bak við húsið var svo
sundlaugin hans Björns, gamalt bað-
ker með útsýni yfir dalinn, friðland
fuglanna og út á haf.
Björn var sérstaklega traustur
maður, ósérhlífinn og duglegur og
því var ekki að undra að hann var af
sveitungum sínum kosinn oddviti.
Við vorum í einni af þessum ferðum
þegar kosið var í dalnum og við mun-
um aldrei gleyma því þegar niður-
staðan fór að spyrjast út og fólkið fór
að drífa að til að samfagna sínum
manni.
Einu sinni sem oftar sátum við að
trivíalspili og fengum þá flugu í höf-
uðið að hefja reglulegan sparnað fyr-
ir elliafdrepi í suðrænum löndum.
Björn lagði til nafnið „Sparði“ og sá
um sjóðinn. Hann skírði líka drauma-
höllina: „Trivíal Sunset“. Sparað var
í einhver ár en svo fór að við
ákváðum að spreða bara „Sparðan-
um“ og leggjast í Bretlandsferðir.
Þetta voru afspyrnu skemmtilegar
ferðir, við tróðumst öll í einn sæmi-
lega stóran bíl með allt hafurtaskið
þannig að varla mátti bæta við einni
tusku. Það er nefnilega ekkert gam-
an nema allir séu saman. Einum var
fórnað aftur í með töskunum og ein-
um undir stýrið og þannig fórum við
vítt og breitt um England, Skotland
og Wales.
Björn var einstaklega vel liðinn
mannkostamaður. Hann hafði marg-
víslega hæfileika, upp úr honum
runnu ljóðin, hann fékk frumlegar
hugmyndir og var hrókur alls fagn-
aðar og svo eldaði hann matinn. Við
vorum heppin að kynnast þessum
skemmtilega manni og bundumst
honum einstaklega sterkum vináttu-
böndum. Við og börnin okkar eigum
um hann góðar minningar, sem
munu geymast ævina á enda.
Elsku Júlla, Sigga Ásta, Þórhild-
ur, Lárus, Héðinn, Tolli og aðrir ást-
vinir. Við biðjum góðan guð að
styrkja ykkur.
Jóhanna, Ragnar, Sigríður
María, Sigurður Steingrímur
og fjölskyldur.
Sjálfum sagðist Birni Þórleifssyni
svo frá að aldrei hefði flögrað að sér
að hann ætti sæti á skáldabekk.
Hann var þó mjög hagorður maður
og landskunnur fyrir vísur sínar sem
hann orti að því er virtist án fyrir-
hafnar til að gleðja fólk sem hefur
gaman af vísum. Stundum orti hann
afmælisbragi handa eldri og yngri og
oft var hann beðinn að lífga upp á
mannfagnað eða veislu með vel völd-
um brag um söguleg efni úr samtíð-
inni.
Sagt var um Óðin, höfund ís-
lenskrar skáldmenntar, að hann
mælti allt „hendingum“ og var því
trúað að fullbúnar ljóðlínur frá hans
munni bærust öðrum til eyrna með
langt um meiri hraða og snilli en
óbundið mál af vörum ræðuskör-
unga.
Svo handgenginn var Björn þess-
ari fornu Óðinsmennt þjóðar sinnar
að oft mælti hann sjálfur allt í full-
búnum hendingum án þess að velta
vöngum eða hika. Í veislum lét hann
þessar hendingar stundum fljúga
milli rétta.
Hefði mátt við því búast að við
slíkar aðstæður yrði einhver fljóta-
skrift á kveðskapnum. Því var þó
ekki að heilsa heldur hver hlutur á
sínum stað, innihald yfirvegað,
skemmtan kurteis og hnyttin. Hér
brást Birni ekki bogalistin og má
furðu gegna með jafnhraðkvæðan og
eftirsóttan ljóðahönnuð.
Virðing fyrir „stuðlanna þrískiptu
grein“ var runnin honum í merg og
bein; lagaákvæði þeirrar greinar
voru í vitund hans helgur dómur.
Þó að vísnagerð Björns Þórleifs-
sonar væri tómstundagaman ætlað
vinum og vandamönnum er þar engu
að síður að finna veigamikil einkenni
margbreytilegs ævistarfs. Hann var
kennari, skólastjóri og yfirmaður
fjölmennra stofnana, svo að eitthvað
sé nefnt. Vinir hans, samstarfsfólk,
nemendur og aðrir skjólstæðingar
eru á einu máli um að í daglegu starfi
og umgengni hafi hann í óeiginlegri
merkingu skipað stuðlum, höfuðstöf-
um og rímatkvæðum í rétta röð
þannig að hvergi skeikaði um hrynj-
andi eða áherslu.
Ber hér að sama brunni og um
ljóðlínurnar: störf sín innti Björn af
hendi með árvekni og af samvisku-
semi. Bragreglur sem dagsins önn
samdi handa okkur mannanna börn-
um í árdaga skildi hann og virti; á
starfsferli hans er því ekki að finna
lýti eða hnökra sem sækja í kjölfarið
hjá þeim sem skortir skilning á því
hvaða atkvæði þoli áherslu eða hvort
bil milli ljóðstafa eigi að vera í lengra
eða skemmra lagi.
Við brottför Björns Þórleifssonar
héðan úr heimi kveðjum við örlátan
höfðingja með sárum söknuði og
þökkum samfylgdina. Jafnframt
vottum við eiginkonu hans, Júlíönu
Lárusdóttur, börnum þeirra öllum,
barnabörnum og öðrum vandamönn-
um einlæga samúð.
Margrét Björgvinsdóttir og
Haraldur Bessason.
Lítið vitum við um rök lífs og
dauða. Og oft gengur okkur illa að
skilja hvernig fólk er saman sett.
Skiljum kannski síst þá sem við þykj-
umst þekkja best.
Svarfdælingar hrósuðu happi þeg-
ar Björn og Júlíana höfðu sýnt sig og
sannað á Húsabakka. Ég vann þar
með þeim tvo vetur. Fljótt varð mik-
ill og góður vinskapur milli heimila
okkar. Skólinn var frábærlega góður
vinnustaður þessi ár, starfsandinn
léttur og örvandi. Og mikið var hleg-
ið, maður lifandi! Skólastjórahjónin
voru samhent og höfðu gaman af
starfinu. Björn var vel til forystu fall-
inn og sérlega farsæll skólastjóri.
Hann var lipur og jákvæður í um-
BJÖRN
ÞÓRLEIFSSON