Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UMRÆÐA um ágæti Bridgestone nagalausu loftbóludekkjanna snýst því miður ekki um mengun eða eyði- leggingu á slitlagi gatna. Það er þó staðreynd sem blasir við bíleigend- um þessa dagana; tjöruhúðaðir bílar eftir nagladekk sem tæta upp mal- bikið og úða því út í andrúmsloftið. Hvað kostar svo vafasamt nagla- dekkjaöryggi og naglaglamrið bæj- arfélögin og skattgreiðendur? Tugi milljóna króna í sliti á gatnakerfinu, segja þeir sem best þekkja. Ýmsir sem véfengja ágæti þessara Bridgestone naglalausu loftbólu- dekkja gagnrýna að þau séu sögð hliðstæð nagladekkjum í akstursör- yggi. Viðurkenndir aðilar gerðu hemlunartilraunir sem sanna að samanburðurinn er marktækur. Minna heyrist af því sem skiptir einnig afar miklu máli, að nagla- dekkinn menga og slíta malbikinu. Sannað er að loftmengun frá nagladekkjunum og svifryk berst of- an í vegfarendur; gangandi, hjólandi og jafnvel akandi. Slíkt getur ekki verið heilsusamlegt. Fræðingur seg- ir að mengunin sé slík fyrir öndunar- færin að það sé ígildi þess að reykja. Ég vek athygli á að ,,hin hliðin“ á vetrardekkjamálinu er þessi: Gífur- leg loftmengun er vegna nagla- dekkjanotkunar. Þess vegna tel ég að íbúar höfuborgarsvæðisins ættu nú að ígrunda mengunarhlið máls- ins. En aftur að dekkjunum sjálfum. Fjöldi atvinnubílstjóra um land allt vitnar um að Bridgestone Blizz- ak-loftbóludekkin séu jafngóð eða betri en nagladekkin. Helstu atriðin sem þeir tiltaka eru þessi; … að í snjó og hálku sé grip og stöðugleiki lofbóludekkja sambærilegt við nagladekk, – að dekkin séu mjúk og sérlega þægileg í snjó og líka á ,,auð- um“ götum eða vegum, … að fjöðrun og mýkt ökutækjanna sé meiri en á öðrum dekkjum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík segir 26.10. 2001 í Mbl. ,, … að nýleg skýrsla staðfesti ennfremur að enn minni ástæða er fyrir fólk í Reykja- vík til að nota nagladekk en áður. Í febrúar og september árið 2001 gerði Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins tilraun með hemlunar- vegalengd nokkurra tegunda vetrar- dekkja á þurrum ís, þurru malbiki og blautu malbiki. (…) Mælingar bentu til þess að á þurrum ís væri ekki marktækur munur á hemlunarvega- lengdum nagladekkja og loftbólu- dekkja …“ Þegar lagt var á sérstakt gjald á nagladekkjanotkun í Noregi, dró þar mjög úr svifryksmengun. Ég bið alla þá sem láta sig loftmengun og nagladekkjanotkun einhverju varða að skoða skýrslu Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins um ,,Tilraun með hemlunarvega- lengd á mismunandi vetrardekkj- um“ sem finna má á heimasíðunni www.ormsson.is. Umferðarráð hefur margítrekað það í vetur að hálkan ein og sér veldur ekki slysum, heldur hvernig ökumenn bregðast við henni. Þá virðast nagladekk ekki koma í veg fyrir bílveltur og útaf- akstur. Engin gerð vetrardekkja annarri fremur kemur í veg fyrir slys og óhöpp ef óvarlega er ekið. BJARNI DAGUR JÓNSSON, markaðsstjóri hjá Bræðrunum Ormsson ehf. Loftmengun og nagladekk Frá Bjarna Degi Jónssyni BÓK Björns Ingólfssonar skólastjóra á Grenivík um útgerð og mannlíf í Grýtubakkahreppi er glæsileg bók, prýdd fjölda mynda og er hin eiguleg- asta. Er þar skýrt frá framsæknum og dugmiklum mönnum meðal íbúa Grýtubakkahrepps á vissu árabili. Nokkrar missagnir eru þó í bókinni og vil ég leiðrétta þær hér með, vegna foreldra minna, sem hér eiga hlut að máli. Móðir mín, Valgerður Jóhannes- dóttir, var stálminnug til hinstu stundar. Spurði ég hana oft, þá á yngri árum, um þennan tíma í lífi þeirra og skrifaði ég ýmislegt upp eft- ir hennar frásögn, eins og t.d. um brúðkaup þeirra 12. okt. 1895 og veislu, sem haldin var heima í Greni- vík, þar sem komu 60 gestir og gleði var mikil. Birti ég þetta í „Heima er bezt“ undir fyrirsögninni „Minningar Valgerðar á Lómatjörn“. Faðir minn, Guðmundur Sæ- mundsson, átti um tíma 2 báta, sem hann gerði út frá Hlöðum eftir þágild- andi reglum, og var þá Stefán Stef- ánsson, seinna útvegsbóndi á Mið- görðum, formaður á öðrum bátnum en pabbi á hinum. Pabbi var þaulvan- ur sjósókn, hafði verið með Tryggva á Látrum um tíma og í Nesi með Vil- hjálmi Þorsteinssyni. Foreldrar mínir giftust eins og áð- ur segir 12. okt. 1895 – en ekki 1896 eins og stendur í bók Björns. Þau fluttu í Lómatjörn 1903 – en ekki 1904 sem er skakkt í bókinni. Oddgeir Jó- hannsson keypti ekki Hlaði af foreldr- um mínum, heldur Kristinn nokkur sem búið hafði áður á Lómatjörn. Þegar frænka min Jóhanna Daða- dóttir var að safna í ættarbók okkar systkina fyrir ættarmót árið 1992 las hún í kirkjubók Grenivíkursóknar, að 1897 voru 20 manns heimilisfastir á Hlöðum. Þá voru 2 elstu systur mínar fæddar. Þarna var fjöldi leigjenda og virðist sem ásókn hafi verið í að eiga heima í þessu ágæta timburhúsi, sem faðir minn byggði. Hann lærði tré- smíði hjá Vilhjálmi í Kaupangi (prestssyni frá Laufási – seinna á Rauðará) ungur að árum. Er ég var um fermingaraldur kom ég í þetta hús á Hlöðum og þótti það myndar- legt, en það hefur verið fyrsta timb- urhúsið sem var reist á Grenivík árið 1893. SIGRÍÐUR GUÐMUNDS- DÓTTIR SCHIÖTH, Dalsgerði 7C, Akureyri. Bein úr sjó Frá Sigríði Guðmundsdóttur Schiöth

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.