Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 31
MYNDDISKAVÆÐINGIN er himnasending fyrir unnendur góðra tónleika. Myndböndin náðu aldrei, ekki frekar en segulbandssnældurn- ar, að uppfylla gæðakröfur hörðustu tónlistarunnenda, en það gerir mynddiskurinn, bæði hvað varðar hljóð- og myndgæði. Hefur það haft í för með sér sterk viðbrögð hjá fram- leiðendum sem keppast nú við að búa til útgáfu á mynddiski, oftast nær af miklum myndarskap, sína helstu fjársjóði. EMI gaf nýverið út gamlan gullmola, sem margir hafa ugg- laust beðið óþreyjufullir eftir að geta séð og eignast endurnýj- aðan og með bestu boðlegu mynd- og hljómgæðum. Er hér um að ræða sögulega tónleika sem Deep Purple hélt í The Royal Albert Hall í Lundúnum ásamt Kon- unglegu fílharmoníusveit- inni. Tónleikarnir, sem fram fóru miðvikudaginn 24. september 1969, eru sögufrægir fyrir margra hluta sakir. Þetta var t.a.m. í eitt allra fyrsta sinn þar sem rokk- og sinfón- íusveit rugluðu saman reitum, nokk- uð sem fleiri metnaðarfullar rokk- sveitir áttu eftir að leika eftir á næstu Sígilt sinfón- íurokk árum, og tónleikarnir voru og vitn- isburður um nýja tónlistarbylgju sem óx ásmegin um þetta leyti og kennd hefur verið við framsækni eða „progg“. Svo má náttúrlega ekki gleyma því að á tónleikunum var af- hjúpað spánnýtt 600 vatta hljóðkerfi frá Marshall, sem þótti hin magnað- asta tækniundur. Deep Purple var rétt ríflega ársgömul þegar tónleikarnir voru haldnir og hafði nýverið gengið í gegnum róttækar breyt- ingar með inngöngu söngv- arans Ians Gillans og bassa- leikarans Rogers Glovers. Um þetta leyti má segja að hljómborðsleikarinn Jon Lord hafi verið hljómsveitarstjóri, frem- ur en Ritchie Blackmore gítarleikari og helsti rokkhundur bandsins, sem öðru fremur skýrir þetta sinfóníska daður sveitarinnar. Á umræddum tónleikum voru flutt fjögur frumsam- in verk, öll eftir Lord, en Gillan samdi textann við eitt þeirra „Second Movement: Ant- ante“. Þótt unnendur sveitarinnar hafi fallið í stafi yfir tónleikunum og hampað þeim sem miklu þrekvirki, voru gagnrýnend- ur langt frá því að vera sannfærðir. Margir gerðu þeir reyndar gys að þessu uppátæki Deep Purple og sögðu það með afbrigðum uppskrúf- að og tilgerðarlegt. Lord svaraði þessum gagnrýnisröddum í kápu- texta plötunnar með upptökum frá tónleikum sem út kom árið síðar og hét Concerto for Group And Orch- estra. Þar segir Lord menn almennt hafa tekið þessa tilraun alltof hátíð- lega, hún hafi þvert á móti verið til gamans gerð og tilgangurinn með tónleikunum hafi fyrst og fremst ver- ið sá að hafa gaman af hlutunum, að það telur hann viðstadda tónleika- gesti upp til hópa hafa gert. Mynddiskurinn nýi inniheldur þessa umdeildu tónleika, sem færðir hafa verið yfir á stafrænt mynd- og hljóðform, með 5.1 surround-steríói. Á disknum rifjar Lord þar að auki upp tónleikana og ljóstrar upp ýms- um þeim tengt sem aldrei hefur kom- ið fram áður. Mynddiskurinn Concerto for Group and Orchestra með Deep Purple og Konunglegu fílharmóníunni er kom- inn út. Alvörugefnir ungir rokkarar ásamt stjórnanda Fílharmóníunnar, Marcolm Arnold. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 31 www.regnboginn. is Nýr og betri Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.12 ára Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl., 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.16 ára Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem hittast aftur eftir 20 ár.Með Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn og Susan Sarandon ásamt hinum frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush. GRÚPPÍURNAR “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i DV RadíóX YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12. YFIR 80.000 GESTIR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kos- tum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is HIN tilkomumikla fjögurra diska við- hafnarútgáfa af Föruneyti hringsins, fyrsta kafla Hringadróttinssögu, trónir aftur á toppnum yfir söluhæstu mynddiska landsins. Diskarnir eru þegar orðnir þeir söluhæstu í sögu mynddiskaútgáfu hér á landi og hafa selst í vel yfir 10 þúsund eintökum. Þeir þykir líka einkar eftirsóknarverðir, aðallega vegna þess að útgáfan sem þar er að finna á myndinni er góðum hálftíma lengri en útgáfan sem sýnd var í bíói. Er þar heldur ekki um að ræða þessar afgangssenur sem skoða má í belg og biðu heldur eru atriðin í myndinni og hún því í raun og veru lengri. Harðir Hringadróttinsmenn halda því flestir fram að þessi aukahálftími auki enn á dýpt myndarinnar og skilning áhorf- andans á Miðgarði og fyrstu drögun- um að átökunum sem brjótast út í Tveggja turna tali. Þess má geta að fyrsta útgáfan af Föruneytinu, hin hefðbundna, er líka á meðal sölu- hæstu mynddiska, í sjötta sæti. Þetta þýðir að Sódóma Reykjavík fellur af toppi mynddiskalistans, en þó ekki neðar en í annað sætið, sem er vel af sér vikið. Hin íslenska myndin á listanum, Englar alheimsins, rýkur þar að auki upp listans, sem er og gleðiefni. Nokkrir diskar hækka flugið veru- lega milli vikna og kemur þar sterk- astur inn ævintýrahasarinn Reign of Fire. Einnig ber að geta þess að stór- myndin sígilda um egypsku drottn- inguna Kleópötru, mynd frá 1964 sem skartar Elizabeth Taylor í hlutverki drottningarinnar, kemur aftur inn í 9. sæti. Mynddiskurinn með þessari mynd, sem er einhver sú kostnaðar- samasta sem gerð hefur verið, er líka veglegur og inniheldur m.a. tveggja tíma langa heimildarmynd um brös- ótta tilurð þessa stórvirkis. Föruneytið fríða enn í fararbroddi                                                              !" "#$% &'()*#" '++,% -. / #0"1 23"*,,4 % "5  5  67## 2 !" "#$% 89 '(   :*"(# ; " # %(" #  * /*$,  0 *(5)#" <$13 =29 #" 2 9*) >1 "1 5  67##  2 '# ? /##) "#$:*" 9* 0)%"", ',( " 2  " " , ' . " , " , '/ , 4@ " , ' . ' . ' . ' . '/ , 4@ ' . ' . ' . " , '/ , 4@ ' . " , ' . ' .   '@* * #,    5" )$. , # A * 9<& * ' .  "  * >  (   , , ,  - ./ 0  Kynnin við Aragorn og föruneytið verða enn nánari í lengri útgáfunni. EITTHVERT magnaðasta fyr- irbæri bíósögunnar eru spagettí- vestrarnir svokölluðu. Fáar myndir hafa nefnilega haft eins sterk og auðkennanleg stílbrigði og þessir ítalskættuðu vestrar sem fram- leiddir voru á 7. og 8. áratugnum. Sköpun þeirra hefur líka verið eignuð einum manni, Sergio Leone, enda ekki nema von því hann reið á vaðið, gaf tóninn, og gerði svo alla bestu spagettívestrana. Og af þeim bestu gnæfa þrír upp úr, hátt og örugglega, og þessir þrír voru ein- mitt að koma út á mynddiskum í glæsilegum og verulega saðsömum útgáfum. Er hér að sjálfsögðu um að ræða þríleikinn sem Clint Eastwood lék í fyrir Leone, Per un pugno di doll- ari, betur þekkt sem A Fistful of Dolllars, Per qualche Dollaro in più eða For A Few Dollars More og svo náttúrlega höfuðverkið, Il Buono, il brutto, il cattivo – The Good, The Bad and The Ugly. Myndirnar gerði Leone í einum rykk, voru frumsýndar með árs millibili, 1964, 1965 og 1966, slógu rækilega í gegn um heim allan og gerðu Clint Eastwood að ódauðlegri kvik- myndastjörnu. Óþarfi er að fara mörgum orðum hér um sögulegt gildi þessara mynda og þau áhrif sem þær hafa haft, ekki einasta á þá vestra sem síðan hafa verið gerðir, heldur kvikmyndagerð almennt, hvað áhrærir myndatöku, tónlist, klipp- ingu og uppbyggingu spennuatriða. En burtséð frá sögulegri þýðingu eiga myndirnar enn geysimarga aðdáendur sem horft geta á þær aftur og aftur. Þeir ættu svo sann- arlega að geta glaðst yfir nýju mynddiskaútgáfunni sem inniheld- ur óklipptar útgáfur af öllum myndunum og það sem meira er þá inniheldur The Good, The Bad and The Ugly 14 dýrmætar mínútur af áður óséðum atriðum, sem bæta svo sem ekki miklu við myndina en eru forvitnilegar fyrir það. Þótt aukaefni sé í sjálfu sér af skornum skammti þá nægja mynd- irnar sjálfar til að gera þær eigu- legar, en þær hafa að sjálfsögðu verið endurnýjaðar, hvað hljóð og mynd áhrærir. Andlitslyftingin sú er mjög vel heppnuð og gerir myndirnar jafnvel að enn safa- ríkari veislu fyrir augu og eyru en áður því loksins fær kvikmynda- taka Tonnino Delli Colli og marg- fræg tónlist Ennio Morricone að njóta sín í sjónvarpstæki. Tala nú ekki um ef um breiðtjaldstæki er að ræða og heimabíóhljóðgervi því myndirnar voru skotnar á 70 mm filmur og tónlistin hefur verið færð yfir á stafræna dolby-rás. Saðsöm spagettíveisla Clint Eastwood leikur einfarann nafnlausa í þríleik Leones. Mynddiskarnir þrír með A Fistful of Dollars, For A Few Dollars More og The Good, The Bad And The Ugly fást í helstu verslunum með mynd- diska á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.