Morgunblaðið - 27.01.2003, Side 32

Morgunblaðið - 27.01.2003, Side 32
32 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DV Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. Sýnd kl. 6 og 8. H.TH útv. Saga. HL MBL Kvikmyndir.is Vönduð grínmynd með öllum uppáhaldsstjörnum Bretlands Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05. Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Yfir 57.000 áhorfendur Kl. 6. Une Hirondelle a Fait Le Printem - Stúlkan frá París Kl. 8. Tanguy - Hótel Mamma Kl. 8. Sex is Comedy Kl. 10. Eloge de L´amour - Allt um Ástina Kl. 10. Harry-Un Ami - Harry er vinur í er raun Sýnd kl. 10. Sýnd kl.5.50. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B i 14 ÁLFABAKKI KRINGLAN ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. B. I. 16. Sýnd kl. 9. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6 ísl tal. / Sýnd kl. 4. / / /  ÓHT Rás 2 / / ÞAÐ VAR margt um manninn í Laugardalshöllinni á laugardag þegar Samfés, Samtök félagsmið- stöðva á Íslandi, héldu sína árlegu söngkeppni. Jón Rúnar Hilmarsson, einn af skipuleggjendum keppninnar, segir atburðinn hafa heppnast sérlega vel í ár: „Þetta var mjög gaman, þrjú þúsund manns í húsinu og mjög góð stemmning.“ Flutt voru 55 atriði, en alls komu fram rúmlega 200 þátttakendur á aldrinum frá 13 til 16 ára. Þar af var lifandi tónlist flutt undir 23 atriðum og ekki færri en 11 frumsamin lög flutt. „Það má segja að í heildina hafi þúsund keppendur komið að keppn- inni,“ segir Jón, „því haldnar voru undankeppnir í mörgum af fé- lagsmiðstöðvunum. Keppendur koma líka hvaðanæva að af landinu: Austfjörðum, Akureyri, Húsavík, Ísafirði og víðar.“ Eins og við var að búast með þennan mikla fjölda atriða tók dag- skráin nokkuð langan tíma, eða röskar fimm stundir. Því var boðið upp á keppni í tölvuleikjaspilun í anddyri Laugardalshallarinnar, og gestum gafst einnig kostur á að keppa í súmó-glímu í sérstökum hlífðarbúningum. Gestir söng- keppninnar höfðu því úr nógu að velja. Sigurvegararnir í ár komu frá fé- lagsmiðstöðinni Hólmaseli, en það var Guðmundur Óskar Guðmunds- son sem söng lagið „’Till there was you“ og spilaði á saxófón við und- irspil Hjartar Ingva Jóhannessonar á píanó. Fulltrúar Garðalundar lentu í öðru sæti, en þar fór fremst í flokki Anna María Björnsdóttir sem söng lagið „Hello“, sem Lionel Richie gerði frægt á sínum tíma. Loks voru í þriðja sæti keppend- ur félagsmiðstöðvarinnar Igló úr Kópavogi, en það voru Marta Björg Hermannsdóttir, Lilja Björg Run- ólfsdóttir og Karítas Ósk Björg- vinsdóttir sem sungu saman frum- samið lag undir heitinu Taumlaust hugarflug. Keppendur Garðalunds, sem lentu í 2. sæti, með söngkonuna Önnu Maríu Björnsdóttur fremsta í flokki. Það munaði ekki um tilþrifin á Samfés og flutt var lifandi tónlist undir helmingi atriða. Morgunblaðið/Jim Smart Þær létu fara vel um sig, þessar vinkonur, sem fylgdust með kepp- endum Söngvakeppni Samfés spreyta sig. Guðmundur Óskar Guðmundsson syngur vinningssönginn, en hann söng lagið „’Till there was you“ við undirleik Hjartar Ingva Jóhannessonar, fyrir hönd Hólmasels. Brjálað gaman á söngkeppni Ellefu frumsamin lög á söngkeppni Samfés FÍT, Fagfélag grafískra hönnuða og mynd- skreyta, afhenti á föstudag verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun. Verðlaunaathöfnin, sem er árlegur viðburður, fór fram í Ásmund- arsafni að viðstöddu fjölmenni. Til sýnis voru mörg sýnishorn af frjóu hugviti hönnuða og myndskreyta, sem gestir voru ólatir að rýna í og ræða sín á milli. Veitt voru verðlaun í 8 flokkum: Sigrún Sig- valdadóttir hlaut hönnunarverðlaun FÍT í flokknum bókakápur/bókahönnun fyrir vinnu sína. Hildigunnur Gunnarsdóttir og Dagur Hilmarsson fengu verðlaun í flokknum bréfa- gögn fyrir bréfagögn sem gerð voru fyrir Landsbankann. Haraldur Agnar Civelek fékk verðlaun fyrir myndskreytingar Krónunnar, en auk þess fékk hann, í félagi við Jeffrey C. Ramsey, verðlaun fyrir plötuumslag skífunnar „Gerðu það sjálfur“. Snæfríð Þorsteins fékk verðlaun fyrir prentað kynningarefni fyrir kynningarmöppu listamannsins Sigtryggs Baldvinssonar, Emil H. Valgeirsson fékk umbúðaverðlaun fyrir umbúðir um drykkjarjógúrt, Stefán Einarsson fékk verðlaun í flokki veggspjalda fyrir vegg- spjald Stígamóta og loks fékk Jón Ari Helga- son verðlaunin í flokki vöru- og firmamerkja fyrir merki Auglýsingamiðlunar. Að auki voru veittar viðurkenningar fyrir önnur verk í öllum flokkum. Morgunblaðið/Árni SæbergVinningshafar hönnunarverðlauna FÍT 2003 stilla sér upp í Ásmundarsafni. Uppskeruhátíð hjá grafískum hönnuðum Afrakstur síðasta hönnunarárs grandskoðaður. Besta hönnunin verðlaunuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.