Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 8

Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Rannsóknir í félagsvísindum Mikil gróska í félagsvísindum á Íslandi LAGADEILD, við-skipta- og hag-fræðideild og fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands standa sameigin- lega að ráðstefnu um rann- sóknir í félagsvísindum nk. föstudag og laugardag. Ráðstefnan verður haldin í Odda og Lögbergi. Þetta er í fjórða skipti sem slík ráð- stefna er haldin en lög- fræðideild tekur nú þátt í henni í fyrsta skipti. Þetta er óvenjuleg ráðstefna mið- að við flestar aðrar að því leyti að alls er flutt rúmlega hálft annað hundrað fyrir- lestra í tugum dagskrárliða og er um mikla fjölgun að ræða frá fyrri ráðstefnum umræddra aðila. Í forsvari fyrir ráðstefn- una er Friðrik H. Jónsson, forstöðumaður félagsvís- indadeildar Háskóla Ís- lands. Hann svaraði nokkrum spurningum. – Hvert er inntak ráðstefunnar, áherslur hennar og tilurð? „Megininntak ráðstefnunar er rannsóknir kennara við þessar þrjár deildir. Áherslur eru mis- munandi eftir greinum en í meg- indráttum er áherslan á nýjar eða nýlegar rannsóknir viðkomandi kennara. Allir kennarar viðkomandi deilda eiga kost á að kynna rann- sóknir sínar á ráðstefnunni. Fyrsta ráðstefnan með þessu heiti var haldin 1994, önnur 1997, sú þriðja 1999 og í ár er sú fjórða. Í upphafi var þetta mín hugmynd að halda svona ráðstefnu og hlaut hug- myndin strax góðar undirtektir. Frá upphafi hafa félagsvísinda- deild og viðskipta- og hagfræði- deild staðið að þessum ráðstefnum en nú er lagadeild með í fyrsta skipti.“ – Hver er tilgangur ráðstefn- unnar? „Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna rannsóknir í félagsvísindum fyrir landsmönnum. Annar til- gangur er, að ráðstefnan er vett- vangur fyrir fólk sem starfar á sviðum sem tengjast deildunum til að hittast, kynna eigin rannsóknir og heyra hvað aðrir hafa verið að gera. Loks má nefna, þó svo að það sé ekki sérstakur tilgangur ráð- stefnunnar, þá finnst mörgum kennurum í þessum deildum gam- an að geta kynnt sér rannsóknir kolleganna.“ – Hvað heyrir undir „rannsóknir í félagsvísindum?“ „Undir þetta heiti heyra allar rannsóknir sem kennarar í þessum þremur deildum stunda. Auðvitað má deila um það í einstökum til- vikum hvort tilteknar aðferðir sem beitt er við gagnaöflun falli undir félagsvísindi en ákveðið var að vera ekki með þröngar skilgreiningar á fé- lagsvísindum og láta viðkomandi kennara um að meta hvort til- tekið efni ætti heima á ráðstefnunni.“ – Er mikil gróska í þessum vís- indum? „Það er mikil gróska í félagsvís- indum á Íslandi, sama hvaða mæli- stiku er beitt. Eitt sem má hafa til marks um gróskuna er umfang þessarar ráðstefnu. Á ráðstefnunni verða 153 fyrirlestrar á 31 dag- skrárlið. Það er mikil fjölgun frá síðustu ráðstefnu en þá voru 18 dagskrárliðir og 69 fyrirlestrar.“ – Hverjir taka til máls á ráð- stefnunni? „Í reynd er það í höndum við- komandi deilda og skora hverjum er boðið að halda fyrirlestur á ráð- stefnunni. Algengast er að þetta séu fastir kennarar og stunda- kennarar í viðkomandi deildum, sérfræðingar sem starfa utan Há- skólans en tengjast deildunum á einn eða annan hátt og einstaka stúdent sem hefur unnið einstak- lega athyglisverða rannsókn.“ – Hvernig hafa þessar ráðstefn- ur verið sóttar og hverjir eiga þangað helst erindi til að hlýða á erindin? „Eins og kemur fram að ofan er þetta fjórða ráðstefnan sem ber þessa yfirskrift. Ráðstefnurnar hafa alltaf verið vel sóttar og áheyrendur hafa verið frá um 30 og upp í um 100 á hverjum dagskrár- lið. Stærstur hluti gesta er fólk sem starfar á sviðum sem tengjast viðkomandi fræðasviðum og vill fá tækifæri til að heyra af nýjustu rannsóknum á sviðinu. Til þessa hafa fyrirlestrar birst í ráðstefnu- riti sem gefið hefur verið út að lokinni ráðstefnu. Nú er bryddað upp á því nýmæli að gefa ráð- stefnuritin út daginn sem ráðstefnan hefst. Vegna mikils fjölda fyrirlestra komast þeir ekki fyrir í einni bók og því var brugði á það ráð að hafa bækurnar þrjár. Eina fyrir lagadeild, eina fyrir við- skipta- og hagfræðideild og eina fyrir félagsvísindadeild. Gestir á ráðstefnunni geta því hlustað á er- indin, keypt sér ráðstefnubókina og skemmt sér við að lesa þau er- indi sem þeir misstu af alla helgina.“ Friðrik H. Jónsson  Friðrik H. Jónsson er fæddur á Siglufirði 13. nóvember 1951. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1972. BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 1976. MSc í félagssálfræði frá London School of Economics 1977 og PhD frá Háskólanum í Sheffield 1986. Stundakennsla við Háskóla Ís- lands og víðar frá 1983. Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands 1989, dósent frá 1992. For- stöðumaður Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands frá 1999. Maki er Guðný Ágústa Steins- dóttir og eiga þau tvö börn, Hildi og Stein. …að vera ekki með þröngar skil- greiningar á fé- lagsvísindum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.