Morgunblaðið - 27.02.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.02.2003, Qupperneq 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 25 MIKILL fjöldi fólks sótti heilsubæj- arhátíð sem haldin var nýverið í til- efni af þriggja ára afmæli verkefn- isins „Bolungarvík, heilsubær á nýrri öld“. Boðið var uppá fjölbreytta dag- skrá í íþróttahúsinu Árbæ. Framkvæmdanefnd heilsubæjar- verkefnisins undirbjó hátíðina í sam- vinnu við Ungmennafélag Bolungar- víkur, en á hátíðinni sem stóð í um 6 tíma fór fram kynning á þeim fjöl- mörgu þáttum, andlegum og líkam- legum, sem bæjarbúar leggja stund á sér til eflingar á sál og líkama. Sýndar voru ýmsar íþróttagreinar, dans, líkamsrækt og fleira í bland við tónlistaratriði. Þá var trúður á ferðinni sem vann sérstaklega hug og hjörtu hinna yngri. Þátttakendur voru á öllum aldri, allt frá leikskólabörnum og upp í eldri borgara. Verkefninu, „Bolungarvík, heilsu- bær á nýrri öld“ var hleypt af stokk- unum fyrir um þremur árum með það að markmiði að vinna að forvörnum og þannig auka möguleika bæjarbúa á að varðveita heilsu sína. Verkefnið tekur m.a. mið af þeim staðreyndum að heilbrigði er full- komin líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis tilvera án sjúkdóma og vanheilsu og að heil- brigði mótast af umhverfi einstak- lingsins, námi, starfi, leik og fjöl- skyldulífi. Fundir og kynningar Á þessum þremur árum hafa í krafti verkefnisins verið haldnir fræðslufundir og kynningar á hinum ýmsu þáttum er lúta að bættri líðan fólks. Einnig hefur verið staðið fyrir ýmsum útivistarverkefnum s.s. gönguferðum, ratleikjum, hjóladegi fjölskyldunnar og sleðaferðum. Bæjarsjóður hefur styrkt verkefn- ið og einnig hafa fengist fjárframlög frá ríkinu. Um árangur verkefnisins segir Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunar- fræðingur, sem fer fyrir fram- kvæmdanefndinni, að það sé erfitt að gera ýtarlega grein fyrir árangrinum í miðju verkefninu, en eitt sé ljóst; vilji bæjarbúa er til staðar og mikill áhugi á að fræðast um þessi mál og auka þannig möguleika sína á að lifa heilsusamlegu lífi. Sigrún sagði að Bolvíkingar hefðu tekið verkefninu vel og mikill hugur sé í framkvæmdanefndinni að halda áfram að vinna að málefnum heilsu- bæjarins. Ljósmynd/Gunnar Hallsson Íþróttamaður ársins í Bolungarvík, kajakræðarinn Sveinbjörn Kristjánsson, sýndi íþrótt sína og áhugasamir einstaklingar fengu tilsögn í kajakróðri. Fjölmenni tók þátt í heilsubæjarhátíð Bolungarvík Í GRUNNSKÓLANUM á Þórshöfn er nýliðin þemavika þar sem hefð- bundnu skólastarfi var vikið til hliðar en meiri áhersla lögð á ýms- ar listgreinar, leiklist og óvænta viðburði. Úr rekavið voru unnir landnámsmenn og þeir síðan mál- aðir af listfengi; einnig gerð lista- verk úr ull og flóka að ógleymdri ýmissi mynd- og leirlist. Í skólaeldhúsinu fór fram al- þjóðleg matreiðsla og voru búnir til kúnstugir réttir, svo sem sýróp- slegnir tyrkneskir naflahringir. Tölvur skipa stóran sess í nútíma- samfélagi og nemendur kynntu sér tölvubúnað hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar, bæði á skrifstofum og loðnuverksmiðju að ógleymdum Júpíter þar sem farið var um allt skipið. Í íþróttahúsinu var boxað af kappi en þar var að boðið upp á kennslu í undirstöðuatriðum í boxi undir leiðsögn einkaþjálfarans og boxarans Ingólfs Hreinssonar, sem var gestakennari að þessu sinni. Hann leiðbeindi einnig í þreksal. Nemendur höfðu mikinn áhuga á kennslu Ingólfs en almenningi gafst líka kostur á að nýta sér leið- sögn hans í íþróttahúsinu eftir skólatíma. Hefðbundið skólastarf tekur síð- an við en eftir standa nemendur reynslunni ríkari og með ýmis lista- verk eftir öðruvísi daga í skólanum. Opnir dagar í skólanum Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Daníel Starrason, nemandi í 10. bekk, reynir sig í boxi við gestakennarann Ingólf Hreinsson í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Evrópurútur Úrvals Útsýnar í Smáranum slá í gegn! Evrópurúta nr. 2 Lúxusferð Portúgal/Spánn 25. apríl til 4. maí: Nokkur sæti laus. Forskot á sumarið. 10 dagar á Spáni og Portúgal, lúxushótel, frábær matur, skoðanaferðir m.a. til Sevilla og Lissabon. Verð aðeins 99.500. Evrópurúta nr. 3 - Eystrasaltslöndin 9. til 22. maí: 4 sæti laus Evrópurúta nr. 4 - Ítalía 21. júní til 5. júlí: Uppselt Evrópurúta nr. 9 - Ítalía 5. til 19. júlí: Aukaferð/sæti laus Evrópurúta nr. 5 - Mið-Evrópa 26. júlí til 9. ágúst 4 sæti laus Evrópurúta nr. 6 - Stórborgir 15. til 28. ágúst Sæti laus Evrópurúta nr. 7 - Vínuppskeruferð 5. til 12. október Sæti laus Evrópurúta nr. 8 - Aðventuferð Trier 23. til 30. nóv. 4 sæti laus Aukaferð - Evrópurúta nr. 9: Vegna mjög góðrar undirtektar höfum við ákveðið að bjóða upp á aukaferð til Ítalíu dagana 5.-19. júlí. Góðir samningar okkar gera það mögulegt að bjóða á háannatíma sama lága verðið kr. 134.900 (í tvíbýli, 11 máltíðir innifaldar). Sími 585 4100 • www.urvalutsyn.is Friðrik fararstjóri gefur upplýsingar í Úrval Útsýn í Smáranum, Hlíðarsmára 15, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 14 og 17, sími 585 4113.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.