Morgunblaðið - 27.02.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 27.02.2003, Síða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG er kosið til Stúdentaráðs og Háskólafundar í Háskóla Íslands. Síðastliðna áratugi hefur Stúdenta- ráð Háskóla Íslands verið í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta og verið leiðandi afl í allri umræðu um kjara- baráttu stúdenta og þeirri stöðu er mikilvægt að halda. Stúdentar við Háskóla Íslands eru rúmlega 7.000 og því ljóst að um mjög öflugan þrýstihóp er að ræða. Þessi hópur er fjölbreyttur en mörg brýn hags- munamál eigum við sameiginleg. Hver eru þá helstu baráttumál stúd- enta? Þau eru krafan um betri lána- sjóð, krafan um jafnt aðgengi allra að háskólamenntun, leiðir að bættu atvinnuástandi námsmanna og svo mætti áfram telja. Í þessum mála- flokkum greinir á milli þeirra fylk- inga sem bjóða fram í Stúdentaráðs- kosningunum og um þessi mál er kosið. Á öðrum sviðum greinir okkur ekki á. Við viljum öll sjá gömul próf á Netinu, hafa byggingar lengur opn- ar o.s.frv. Það er kosið um Lánasjóðsmál Röskva hefur ætíð lagt mikla áherslu á að Lánasjóður íslenskra námsmanna sinni hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður. Til þess þarf að efla sjóðinn og á það þurfum við stúdentar að þrýsta af öllum krafti. Stúdenta eiga að geta stundað sitt nám af krafti án þess að þurfa sí- fellt að vera í vandræðum með að láta enda ná saman. Röskva leggur líkt og áður mesta áherslu á hækkun grunnframfærslunnar þar sem sú hækkun skilar sér til allra. Við get- um ekki sett aðrar kröfur í forgang líkt og lækkun skerðingarhlutfalls- ins á meðan grunnframfærslan er það lág að hún nægir ekki til fram- færslu. Um þetta mál er kosið í dag. Það er kosið um jafnrétti til náms Stúdentaráð þarf að beita sér fyrir jafnrétti til náms. Samkeppnisstaða HÍ er þannig í dag að ef fram fer sem horfir og óbeytt kerfi verður við lýði munu verða tekin upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Röskva vill að sam- keppnisstaða HÍ verði leiðrétt gagn- vart öðrum skólum á háskólastigi. Um þetta mál er kosið í dag. Það er kosið um atvinnumál stúdenta Ekki þarf að fjölyrða um ástandið á atvinnumarkaðnum í dag. Mikill fjöldi ungs háskólamenntaðs fólks er nú á atvinnuleysisskrá. Sumarið nálgast og námsmenn eru eðlilega farnir að hafa miklar áhyggjur af því hvort þeir fái nokkra sumarvinnu. Röskva hefur kynnt fjölmargar leið- ir í því að auka atvinnumöguleika há- skólastúdenta. M.a. með eflingu Ný- sköpunarsjóðs námsmanna, verkefnamiðlun hjá Atvinnumiðstöð námsmanna og samstarfi við Impru. Um þetta mál er kosið í dag. Það skiptir máli að kjósa Röskva hefur kynnt stefnumál sín fyrir þessar kosningar með skýrum hætti. Nú er hins vegar komið að stúdentum að gera upp hug sinn og nýta kosningarétt sinn. Í fyrra skildu aðeins fjögur atkvæði fylking- arnar að. Mörg brýn verkefni liggja fyrir Stúdentaráði og það skiptir miklu máli hverjir taka slaginn. Röskva hefur skýra stefnu í öllum þessum málum og hefur sýnt það hún er óhrædd að taka á þeim. Því biðjum við um umboð til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta. Helstu baráttumál stúdenta eru krafan um betri lánasjóð, krafan um jafnt aðgengi að háskólamenntun, leiðir að bættu atvinnuástandi náms- manna. Í þessum málaflokkum greinir á milli þeirra fylkinga sem bjóða fram í Stúdentaráðskosning- unum og um þessi mál er kosið, segir Valgerður B. Eggertsdóttir. Um hvað er kosið í Háskóla Íslands? Eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur Höfundur leiðir lista Röskvu til Stúdentaráðs. „Við biðjum um umboð til að leiða hags- munabaráttu stúdenta.“ ÞÆR dapurlegu fréttir berast að Íslenska óperan verði að hætta sýningum á Macbeth eftir aðeins átta sýningar vegna þess að ein milljón króna tapist á hverri sýn- ingu. Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra óperunnar þyrfti 750 sæti til að sýning stæði undir kostnaði, en húsið tekur að- eins 500 manns. Þetta merkir það, að kostnaður við hverja sýningu er um þrjár milljónir króna, en tekj- urnar aðeins tvær. Meðaltekjur af hverju sæti eru þá 4.000 krónur, en meðalkostnaður 6.000. Nú veit ég auðvitað ekki hvort nokkrir möguleikar eru til sparn- aðar, en reikna með að þeir hafi þegar verið kannaðir. Hins vegar fæ ég ekki séð að þetta vandamál þurfi endilega að hefta frekari sýningar á Macbeth. Verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi og upp- selt er á allar þær sýningar sem eftir eru. Þannig er ljóst, að eft- irspurn er meiri en framboð og þá er verðið líklega of lágt. Ég legg því til við forráðamenn óperunnar, að setja upp að minnsta kosti eina aukasýningu með þeirri breytingu, að miðaverð verði þriðjungi hærra en á fyrri sýningum. Þannig dygðu tekjur fyrir kostnaði. Fróðir menn tjá mér að uppsetning óperunnar sé með eindæmum vönduð. Ég geri ráð fyrir að fjöldi manns gripi feg- ins hendi tækifærið til að sjá hana, jafnvel þótt miðaverð yrði nokkru hærra en venja er. Tillaga Eftir Þorstein Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. „Miðaverð verði þriðj- ungi hærra en á fyrri sýningum.“ ALMENNINGSSAMGÖNGUR á Íslandi eru nú ekki til að hrópa húrra fyrir, hvorki á landsvísu né í þéttbýli. Ofuráhersla hefur verið lögð á einka- bílinn og má segja að ef tíu Íslend- ingar þurfi að komast milli húsa, þá fari þeir á tíu fimm- eða sjömanna bílum, helst upphækkuðum fjallabíl- um. Um áratugaskeið hefur því þótt sjálfsagt að styrkja hreyfihamlaða til bifreiðakaupa. Litið er á bifreiðina sem almennt hjálpartæki, líkt og hjólastól, staf eða hækjur. Lengi vel voru tollar og aðflutningsgjöld felld niður og má segja að það hafi að jafn- aði verið nálægt helmingi bílverðs- ins. Fyrir um hálfum öðrum áratug var þessu breytt á þann veg að í stað þess að fella niður opinber gjöld var veittur styrkur að ákveðinni fjár- hæð. Menn gátu endurnýjað bíla sína á þriggja til fjögurra ára fresti með hjálp styrksins og að því gefnu að bifreiðin væri sæmilega með farin var hægt að endurnýja í sams konar eða sambærilegan bíl án verulegs viðbótarfjármagns. Svo var það fyrir fjórum árum að „úthlutunarnefndin“ bjó sér til nýjar úthlutunarreglur og miðaði við tekjur og eignir. Skyldi enginn með árstekjur yfir tveim milljónum fá styrk. Nú var úr vöndu að ráða fyrir okkur sem þurfum á þessum styrk að halda. Stór hluti okkar er í sæmi- lega launuðum störfum og virkur í samfélaginu, en með töluverðan rekstrarkostnað af bílnum. Við, sem erum háð bílnum, getum ekki tekið strætó eða hjólað og enn síður geng- ið bæinn á enda þótt gott sé veður og höfum auk þess yfirleitt nokkurn kostnað af fötlun okkar, erum ekki í standi til að leggja fram mikinn aukakostnað í bílakaup. Við höfum því flest orðið að eiga bílana of lengi, þannig að þeir hafa verulega tapað verðgildi sínu. Á síðasta ári var ráðamönnum bent á að ekki væri nein lagastoð fyr- ir þessum reglum, þ.e. tekjutenging- unni, og var farið að ræða lögsókn. Brá þá svo við að ráðherra greip inn í málin og nú voru settar nýjar reglur án tekjutenginga og skyldi úthlutað tvisvar á ári í stað einu sinni. En nýju reglurnar tóku ekki gildi fyrr en um áramótin 2002/2003. Í vikunni sem leið fékk ég bréf um að mér væri veittur milljón króna styrkur, en það er sú upphæð sem veitt hefur verið þeim sem teljast verulega hreyfihamlaðir, t.d. verða að notast við hjólastól. Þessi upphæð hefur verið óbreytt um langan tíma og ekki fylgt öðru verðlagi. Gleði mín varð þó mikil enda farinn að vera talsverður viðhaldskostnaður af sjö ára gömlum bíl. Ég hef verið ánægð- ur með minn bíl og þá þjónustu sem ég hef þurft á að halda hjá umboðinu svo ég fór að kanna hvort ég gæti ekki fengið sambærilegan bíl. En nú bregður svo við að minn gamli bíll er orðinn það verðlítill að ég verð að leggja til aðra milljón ef ég á að geta skipt yfir á sambæri- legan bíl. En er það mér að kenna? Þar sem það er ljóst að sá dráttur sem orðið hefur á því að mér yrði út- hlutað umræddum styrk hefur kost- að mig þessa upphæð og sú staða sem upp er komin í raun handvömm eða lagaleysa af hálfu úthlutunar- nefndarinnar og reglugerðarsmiða ráðherra. Því spyr ég hvort ekki væri rétt að nefndin greiddi mismun- inn? Eða ráðherra, sem hlýtur að bera ábyrgð á sínum reglugerðum? Mér þætti gaman að fá viðbrögð ráðherra við þessum vangaveltum. Hvort honum þyki þetta ekki rétt- lætismál, eða verða öryrkjar alltaf að sækja sinn rétt til þessarar ríkis- stjórnar með hörku? Uppbót á bílastyrk Eftir Guðmund Magnússon „Væri því ekki rétt að nefndin greiddi mis- muninn?“ Höfundur er leikari. Flugfreyjupart í ársins: NR. 9 - 2003 • Verð kr. 599 Besta dags kráin ! 27. feb- 5. mars. Ótrúleg auðævi Jóhanns Óla í S ecuritas : Sjáið herra - garði nn í Engla ndi! LIFIR EINS O G LÁVARÐUR! FLOTTAR Í GALAKJÓLUM! Kílóin h rynja af Önnu : 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 ÉG ER SKÍT- HRÆDDUR! Bagdad-farinn Dagur Grímur: SKILIN VIÐ SÚKKUL AÐIÐ! Dorrit lifir hinu ljúfa lífi: Sól og skíði! FYRST TIL BAH AMAS - SVO TIL ASPE N MEÐ ÓLAFI! 00 S&H FORSÍ ‹A 0903 TBL- 2 24.2.2003 14:56 Pag e 2 ALLTAF SKEMMTILEGT! Askrift sími: 515 5552 NÝTT BLAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.