Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Mary LydiaWestrup Kjart- ansdóttir Milner, gift Gilligan, fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1935. Hún lést á sjúkrahúsi í Tacoma í Wash- ington-ríki í Banda- ríkjunum 21. janúar síðastliðinn. Móðir hennar er Guðbjörg Kristjánsdóttir Miln- er frá Bíldudal, f. 2. júlí 1910, og faðir hennar Kjartan Milner stórkaup- maður, f. í Danmörku 23. ágúst 1907, d. 15. september 1953. Systkini Mary eru: Elisabet, f. 25. júlí 1945, og Agnar John, f. 28. janúar 1947. Mary giftist ung John Joseph Gilligan verkfræð- ingi. Þau áttu sitt heimili í Bandaríkj- unum, lengst af í Tacoma. Börn þeirra eru: Marlyn, Cather- ine Lousie og John. Mary átti mörg áhugamál og nýtti þau vel til leiks og starfa. Hún lagði stund á ballett á yngri árum og keppti í sundi og dýf- ingum. Hún starfaði m.a. sem flugfreyja, rak ferðaskrifstofu í Seattle, Olympus travel. Einnig starfaði hún sem fasteignasali og á seinni árum sem umsjónarmað- ur með fasteignum. Útför Mary fór fram í Tacoma 25. janúar. Frænka mín, Mary Gilligan, lést hinn 21. janúar eftir erfið og lang- varandi veikindi. Mér er ljúft að minnast hennar með nokkrum orð- um, en um hana á ég nokkur óljós minningarbrot frá æskuárunum þegar fjölskyldan bjó við Tjarnar- götu í Reykjavík. Tveggja ár að aldri flutti Mary með foreldrum sínum til Danmerk- ur. Dvölin varð þó styttri en að var stefnt vegna hernáms Þjóðverja. Þau dvöldu hér yfir stríðsárin en fluttu aftur út fljótlega eftir stríðs- lok. Árið 1953 lést Kjartan faðir henn- ar í lestarslysi. Það varð til þess að fjölskyldan tók sig upp og flutti aft- ur hingað heim. Við komuna hingað rifjuðust upp gömul kynni og sam- skipti fjölskyldna okkar voru náin. Mary var glæsileg, ákveðin og dugleg stúlka og gædd ævintýraþrá. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum en í því starfi kynntist hún verðandi eiginmanni sínum Jos- eph Gilligan, bandarískum verk- fræðingi. Vegna starfa hans víðs- vegar um heim bjuggu þau víða næstu árin. Það var ekki laust við að maður fylgdist með aðdáun og ósk- aði sér að vera í þeirra sporum. En fjölskyldan stækkaði og þegar börnin voru orðin þrjú var tími kominn til að festa sér búsetu. Þau settust að í Tacoma og stuttu seinna flutti Guðbjörg, móðir hennar, vest- ur til hennar með börn sín, Elísa- betu og Agnar John. Hún lifir dótt- ur sína, verður 93 ára í júlí nk. Árið 1975 tókum við hjónin, ásamt góðum vinum okkar, þátt í ógleymanlegri ferð til að minnast 100 ára landnáms Íslendinga í Kan- ada. Eftir hátíðarhöld að Gimli í Manitoba fór 150 manna hópur á þrem rútubílum undir fararstjórn Gísla Guðmundssonar áleiðis til vesturstrandar þessarar stóru heimsálfu. Það ferðalag leiddi til nýrra kynna við Mary og fjölskyldu hennar. Eftirminnileg er veislan sem kan- adískir og bandarískir Vestur-Ís- lendingar héldu hópnum í friðar- garðinum á landamærum ríkjanna þar sem heimskonan Mary Gilligan fór á kostum og heillaði veislugesti með glæsileik sínum og framkomu. Mary hafði ríka löngun til að heimsækja Ísland en veikindi höml- uðu því. Guð blessi minningu hennar. Ásgrímur og Þórey. MARY GILLIGAN ✝ Sigurlaug AnnaHallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. október 1925. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík hinn 20. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ráðhildur Ágústa Sumarliðadóttir, f. á Vatnsleysuströnd 11. ágúst 1886, d. 3. októ- ber 1965, og Hall- mann Sigurður Sig- urðsson, f. í Miðfirði 10. ágúst 1885, d. 28. september 1968. Systkini Sigurlaugar eru: 1) Matthías, f. 9.12. 1908, d. 9.2. 1987, maki Sigríður Jóhannesdóttir, f. 14.7. 1905, d. 9.3. 1992. 2) Sigurð- ur, f. 2.7. 1910, búsettur í Garði, maki Jónea Helga Ísleifsdóttir, f. 9.6. 1911, d. 7.5. 1988. 3) Þorbjörg, f. 17.1. 1916, vistmaður á Kumb- aravogi, maki Óskar Sigurðsson, f. 28.10. 1903, d. 21.9. 1977. 4) Óskar, f. 12.2. 1920, d. 1.4. 1968, maki Laufey Haflína Finnsdóttir, f. 18.7. 1926, búsett í Keflavík. Auk þess voru tvær systur, Sigurlaug og Anna, sem dóu í barnæsku. Sigurlaug Anna giftist hinn 16. desember 1944 Sigurði Gíslasyni bifvélavirkja, f. í Keflavík hinn Björn Björnsson (þau skildu), börn þeirra eru, Sindri Björn og Ragn- heiður Ósk. Sigurður Gísli, f. 26. apríl 1971, maki Valgerður Una Sigurvinsdóttir, sonur þeirra er Daníel, en fyrir átti Sigurður son- inn Gísla Þór, barnsmóðir Ingunn Þorvaldsdóttir, fyrir átti Valgerð- ur dótturina Unu Rós Sævarsdótt- ur. 3) Ráðhildur Ágústa, f. 10. júlí 1951, maki Einar Magnús Sigur- björnsson, f. 20. febrúar 1950, dóttir þeirra er Guðmunda Sigur- borg, f. 28. júní 1971, maki Morten Troest, synir þeirra eru Magnús Thor og Ágúst Daniel. 4) Gísli, f. 26. desember 1953, maki Árný Dalrós Njálsdóttir, f. 11. júní 1957, synir þeirra eru, Njáll Trausti, f. 3. ágúst 1976, sambýliskona Heiða Adolfsdóttir, synir þeirra eru, Gísli Freyr, Björgvin Freyr og Árni Freyr, fyrir átti Heiða dótt- urina Arnbjörgu Haraldsdóttur. Sigurður, f. 6. janúar 1979, Gísli Árni, f. 4. júlí 1985 og Jóhann, f. 29. apríl 1991. 5) Sigurlaug Sig- urðardóttir, f. 21. mars 1958, maki Snæbjörn Kristjánsson, f. 29. ágúst 1954, börn þeirra eru, Val- gerður Þórdís, f. 4. október 1977, sambýlismaður Raymond Norman Larsson. Kristján Þórður, f. 21. október 1980, maki Díana Lynn Simpson, dætur þeirra eru Ilmur Líf og Ragnhildur Ósk. 6) Sigurð- ur, f. 30. nóvember 1962, maki Halldóra Kristín Guðjónsdóttir, f. 1. júlí 1964, börn þeirra eru, Guð- jón Ingi, f. 20. júlí 1988, og Sara Diljá, f. 16. apríl 1995. Sigurlaug Anna verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 16.6. 1911. Börn þeirra eru: 1) Hall- mann Sigurður, f. 17. september 1945, maki Aðalheiður Helga Júlíusdóttir, f. 5. mars 1943, börn þeirra eru, Ragnar Júlíus, f. 18. júní 1966, d. 20. júní 1983, dóttir hans Ragnheið- ur Júlía, f. 15. febrúar 1984, barnsmóðir Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir. Brynjar Ósk- ar, f. 27. apríl 1968, sambýliskona Helga Valgerður Valgeirsdóttir, synir þeirra eru Viktor Alex og Harald- ur Örn. Bjarney María, f. 18. febr- úar 1971, maki Gestur Pétursson, synir þeirra eru Hallmann Óskar, Pétur Olgeir og Ragnar Atli. 2) Margrét Ragnheiður, f. 19. nóvem- ber 1947, maki Þorsteinn Valgeir Konráðsson, f. 22. október 1941, börn þeirra eru, Konráð, f. 17. júlí 1964, maki Ingveldur Rósa Bald- ursdóttir, dóttir þeirra er Anna Margrét. Sigurlaug Anna, f. 5. mars 1967, sambýlismaður Val- geir Ólafsson, börn hennar eru Þorsteinn Valgeir Einarsson og Fjóla Lind Sigurlaugardóttir, Val- geir á fyrir soninn Smára. Kristín María, f. 5. október 1968, maki Áki Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þig þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Látin er tengdamóðir mín, Sigur- laug Anna Hallmannsdóttir. Ég sit hér og rifja upp góðar minningar um konu sem tók mér opnum örmum er ég rétt sautján ára kom inn í líf Gísla sonar hennar. Þau tæpu 30 ár sem liðin eru síðan hefur alltaf verið mjög gott samband milli okkar Laugu. Þær eru ófáar pönnukökurn- ar sem hún bakaði í strákana okkar fjóra þegar þeir kíktu í heimsókn til ömmu sinnar og aldrei þreyttist hún á því að spila við þá. Sérstaklega er ofarlega í huga mér þegar hún spil- aði veiðimann við einn strákinn, lík- lega fjögurra ára, þá fannst honum langbest að liggja undir borðinu sem á var glerplata og spila þannig, en hún var ekkert að kippa sér upp við það, það var bara sanngjarnt að hann hefði smá forskot í spilinu. Elsku Lauga, ég þakka fyrir öll árin sem við vorum samferða. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Árný Dalrós. Þá er elskuleg amma mín dáin. Hennar er sárt saknað. Ég var ekki mjög há í loftinu þegar við amma gerðum samning. Ég mátti gera hvað sem ég vildi því ég var „engill- inn hennar ömmu“. Ég held að ég hafi sagt þetta fyrst þegar amma og afi bjuggu á Faxabrautinni, þar bjuggu þau á efri hæð og ég vissi að ég mátti ekki fara ein niður tröpp- urnar en svo varð ég svo spennt því hann afi minn var að koma heim og ég varð að taka á móti honum, svo ég hljóp niður og datt auðvitað og fékk stóra kúlu en það var allt í lagi því ég var nú „engillinn hennar ömmu“. Á Faxabrautinni var líka rosalega gaman að sitja í eldhúsglugganum og fylgjast með því þegar amma kæmi heim úr vinnunni. Það var mikil spenna í lofti þegar ég sá ömmu koma og það lá við að það væri flogið niður til að taka á móti henni. Oft minntist amma þess þegar ég og fjölskylda mín bjuggum á Barða- ströndinni og hún fylgdi mér í sund. Mér hefur alltaf þótt gaman að synda og liðið vel í vatni. Amma stóð á bakkanum meðan ég fór í laugina (ég hef það á tilfinningunni að ég hafi suðað þar til einhver vildi fara með mig og amma látið undan „engl- inum“ sínum). Henni leist nú ekkert á blikuna eftir að ég stakk mér út í, henni fannst ég allt of lengi í kafi og því spurði hún mig hvort ég væri ekki frekar til í að koma upp úr og skreppa í búðina og fá nammi en að vera lengur í sundi. Það tók ekki langan tíma eftir að ég heyrði orðið nammi þar til ég var komin upp úr lauginni enda alltaf verið mikill sæl- gætisgrís. Þegar amma og afi bjuggu á Hellu var það toppurinn á tilverunni að fá að fara út í bakaríið (hans Gísla frænda) þar sem þau unnu. Sérstak- lega var gaman þegar amma smurði súkkulaði á snúðana því þá var auð- velt að biðja um meira og svo enn þá meira súkkulaði þar til amma sagði: „Hananú, nú er nóg komið.“ Það var rosalega margt sem var spennandi í bakaríinu. Svo fór ég oft með afa að keyra út brauð. Þetta var yndislegur tími. Svo var garðurinn á Þrúðvang- inum rosalega skemmtilegur, þar var góð brekka til að leggjast niður og rúlla sér. Svo fengum við krakk- arnir oft að ná okkur í rabarbara og fengum þá sykur hjá ömmu. Sjaldan sá maður ömmu án þess að hafa handavinnu í höndunum. Amma og afi voru alltaf með prjón- ana við höndina og á seinni árum voru þau með ýmiss konar handa- vinnu og föndur. Amma var alltaf svo hógvær með allt sem hún gerði um ævina og nú síðustu ár þegar hún var í föndrinu þá voru það alltaf stelpurnar í föndrinu sem „flikkuðu“ upp á hlutina að hennar sögn. Ég held að amma hafi aldrei trúað því að hún gæti búið til svona fallega hluti en hún gerði það nú samt. Ég kom heim til Íslands í ágúst sl. og þá gaf hún mér fallegustu skálar sem ég hef séð. Amma varð svo hissa á því hvað mér fannst þær fallegar en þær eru heilagar fyrir mér, í dag prýða þær stofuna okkar. Ég er rosalega ánægð yfir því að Raymond náði að hitta ömmu. Hann féll líka kylliflatur fyrir pönnukökunum hennar. Þegar ég kom svo heim núna í lok janúar að heimsækja ömmu þá var enn stutt í kímnina því hún bað mig að skila því til hans að hann yrði að fara vel með mig ann- ars væri henni að mæta því ég væri nú einu sinni „engillinn“ hennar. Hann hefur tekið hana alveg á orð- inu og hann passar vel upp á mig eins og hann hefur alltaf gert. Það var síðast í gærkvöldi sem Raymond bað mig að skila því til ömmu að hann lofaði því að passa vel upp á mig. Því miður komst sú kveðja aldrei til ömmu því um sex tímum seinna var hún amma mín dáin. Elsku amma mín, megi Guð geyma þig og vernda, þín er sárt saknað. Takk fyrir allar þær sam- verustundir sem við áttum, þær eru ómetanlegar. Það er mér heiður að fá að vera barnabarn þitt. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér í lífinu, það er ómetanlegt, sér- staklegar allar þær fallegu minning- ar sem ég á um þig, amma mín. Elsku afi minn, megi Guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Mér þykir óskaplega vænt um þig, afi minn. Ástarkveðjur. „Engillinn hennar ömmu“ Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir. Margs er að minnast og margt að þakka nú þegar amma mín er dáin. Hún var búin að eiga í erfiðum veik- indum, án efa lengur en okkur grun- aði. En þessum veikindum tók hún af miklu æðruleysi og aldrei heyrði maður hana kvarta. Amma var afskaplega skemmtileg kona og lá ekki á skoðun sinni á mönnum og málefnum. Hún sankaði ekki að sér veraldlegum hlutum heldur var hún sérstaklega örlát og oftar en ekki naut ég góðs af því. Ég man eftir ferð með ömmu og afa vestur á Barðaströnd þar sem ég, sælgætisgrísinn, fékk allt það nammi sem ég gat torgað. Hvílík sæla. Ég man eftir öllum skiptunum sem ég spurði: „Amma, áttu vesk?“ Og viti menn amma átti vesk fyrir litla stelpu. Ég man eftir fyrsta tíu króna seðlinum sem ég eignaðist eft- ir myntbreytinguna, skrjáfandi nýr og fallegur. Amma gaf mér hann. Þegar maður sér á eftir gamla fólkinu sem þekkti mann eins vel og amma er maður jafnframt að sjá á eftir hluta af sjálfum sér. Þeim hluta sem það þekkti og minningunum sem því fylgja. Amma kveður með fjársjóð minn- inga. Bjarney María Hallmanns. Að morgni 20. febrúar sl. var ég vakinn með þeim fréttum að amma í Keflavík hefði dáið þá um nóttina. Það þýðir það að ég fæ aldrei pönnu- kökur hjá henni framar og aldrei eigum við eftir að spila saman eins og við vorum vön að gera. Þegar ég átti heima í Keflavík var svo gott að fara til ömmu á Suðurgötunni beint úr skólanum. Þá var amma vön að sjóða handa mér grjónagraut. Þegar ég var búinn með grautinn fórum við oft að spila og þegar við vorum búin að spila bakaði hún oft pönnukökur handa mér. Þegar ég flutti til Húsa- víkur fyrir rúmum þremur árum saknaði ég mest að geta ekki heim- sótt afa og ömmu á Suðurgötunni daglega. Amma mín, ég þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Jóhann Gíslason. Þakklæti er það sem mér er efst í huga þegar ég sest niður til að kveðja þig, mín kæra frænka. Gott er að eiga góða að og það átti ég hjá þér og Sigga þegar faðir minn lést langt fyrir aldur fram. Ég átti öruggt skjól á Smáratúninu þegar mamma var í vinnunni en Lauga frænka var heima. Hana munaði ekki um að bæta einu barni við barnaskarann sinn. Mér fannst ég vera ein af þínum börnum. Alltaf hefur verið gott að koma til ykkar, ég fann hvað þér þótti vænt um mig, og það er svo gott. Þau ár sem þú bjóst á Hellu fannst mér mikið vanta í Keflavík, það var ekki hægt að koma við hjá Laugu og Sigga ef manni datt það í hug. Siggi og Lauga frænka, þið voruð eitt, en nú er Lauga farin, Siggi minn. Hverjum hefði dottið í hug að röðin yrði þessi? Elsku Siggi, Halli, Magga, Ráð- hildur, Gísli, Sigurlaug, Siggi og fjölskyldur. Guð styrki ykkur á þessum erfiða tíma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Bestu þakkir fyrir allt, mín kæra frænka. Ingibjörg Óskarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Elsku Siggi, Halli, Magga, Ráð- hildur, Gísli, Sigurlaug og Siggi og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Laugu frænku. Þínar frænkur Þorbjörg og Erla. SIGURLAUG ANNA HALLMANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.