Morgunblaðið - 27.02.2003, Side 48

Morgunblaðið - 27.02.2003, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UM 19 ára skeið hafa verið í gildi lög um tóbaksvarnir og er þeim ætlað að hlífa því fólki við tóbaksreyk sem ekki reykir. Eru þessi lög ekki síst til þess fallin að vernda börnin okkar, en sífellt þrengir að tóbaksfíklum og eiga þeir erfiðara um vik þar sem lögin verða strangari með árunum, enda full ástæða til. Undanfarin ár hafa reykingar landsmanna dregist saman svo um munar, en á Íslandi reykja um 24% landsmanna um þessar mundir sé miðað við aldurinn 18–69 ára, og þýð- ir það að 76% reykja ekki. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1985 en þá reyktu 40% landsmanna dag- lega. Um veitingastaði gilda sérstök ákvæði, en þar segir að meirihluti veitingarýmis skuli ávallt vera reyk- laus og að gæta beri þess að reykur mengi ekki loft á reyklausu svæði. Könnun var framkvæmd á 40 veit- ingastöðum höfuðborgarsvæðisins sem leyfa reykingar innandyra síð- astliðið vor. Einn þeirra uppfyllti skilyrði lagarammans, en hinir brutu allir lögin og sumir þeirra gengu svo langt að hafa engar merkingar um reyklaus svæði. Er með ólíkindum að veitingastaðir skuli komast upp með þetta ár eftir ár, án þess að nokkuð sé við því gert, en Umhverfis- og heil- brigðisstofa Reykjavíkur segir að erfitt sé að framfylgja lögunum eins og þau eru í dag. Umrædd skýrsla var birt í fjölmiðlum og vita heil- brigðisstofnanir af þessari brotalöm. Starfsmenn Tóbaksvarnanefndar reyna allt hvað þeir geta, en þeir eru bæði fjársveltir og fámennir. Þar fyr- ir utan fá þeir lítinn stuðning sveitar- félaga, en þar mætti breyting verða. Tóbaksvarnanefnd á að sjá um allt forvarnarstarf, alla kynningu og all- ar tóbaksvarnir á landsvísu með ein- ungis tvo starfsmenn. Það er til mik- ils ætlast af tveimur mönnum. Eftirlit heilbrigðisstofnana hefur ekki verið til fyrirmyndar að mínu mati til þessa. Á fundi sem ég átti með Umhverfis- og heilbrigðisstofu í byrjun janúar gætti þó mikillar já- kvæðni og var greinilegt að þar ríkir áhugi á aðgerðum í baráttunni við reykingar á veitingastöðum. Þar voru menn sammála um að aðgerða væri þörf og ekki eftir neinu að bíða. Það er afskaplega jákvætt að menn skuli vera orðnir samstiga um þessi mál og reiðubúnir að skoða þau niður í kjölinn. En er ekki kominn tími til að stöðva alveg reykingar á veitinga- stöðum? Það ætla Norðmenn að gera um næstu áramót. Frá því American Style varð reyklaus veitingastaður hafa viðskiptin aukist svo dæmi sé tekið. Samkvæmt nýrri könnun sem PriceWaterhouseCoopers gerði fyrir Tóbaksvarnanefnd segjast einungis 14% þeirra sem afstöðu tóku myndu fara sjaldnar á veitingastaði og kaffi- hús ef þessir staðir væru alveg reyk- lausir. Hins vegar færu 86% jafnoft eða oftar svo ekki þurfa veitinga- menn að óttast að þeir missi spón úr aski sínum. Ég hvet fólk til að láta í sér heyra, en margir unglingar byrja einmitt að reykja á kaffihúsum. Samkvæmt upplýsingum frá Götusmiðjunni er mikill meirihluti þeirra unglinga sem þar lenda háður reykingum. Enginn óskar þess að börnin okkar lendi í slíkum málum. BALDUR SIGURÐARSON, Víðimel 48, 107 Reykjavík. Um reykingar á veitingastöðum Frá Baldri Sigurðarsyni: AF einhverjum óskiljanlegum ástæðum heldur Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingar- innar, áfram þeirri iðju einnar flokkssystur sinnar að fullyrða, að sérstaklega sé níðst á Jóni Ólafssyni í Skífunni í þessu landi. Í langri grein í Morgunblaðinu miðvikudag- inn 26. febrúar vitnar hann í símtal, þegar Þórarinn V. Þórarinsson hringdi eitt sinn á mánudagsmorgni í mig af öðru tilefni og ég notaði tækifærið til að spyrja hann hvort við venjulegir símnotendur mættum leysa úr málum okkar svipað og Jón, þegar við ættum í erfiðleikum með að greiða símreikninga okkar. (Jón fékk að setja eignir upp í hluta af ógreiddri stórskuld við Símann og breyta afganginum í langtíma- skuld.) Lúðvík kýs að rangfæra þetta símtal, en allar upplýsingar um það eru í grein minni hér í blaðinu 1. október 2002. Þar er ekk- ert að fela og öllum dylgjum um það vísa ég til föðurhúsanna. Það er til skammar hvernig Samfylkingin hef- ur kvatt Gróu á Leiti til liðs við sig í þessari kosningabaráttu. HANNES H. GISSURARSON, prófessor í stjórnmálafræði. Gróa á Leiti og Samfylkingin Frá Hannesi H. Gissurarsyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.