Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ísland Verð frá 3.900 kr.* 1 dagur Innifalið: 100 km, kaskó og skattur. Alicante Verð frá 14.819 kr.* 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, aukabílstjóri, skattur og flugvallargjald. Minneapolis Verð frá 20.168 kr.* 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 01 96 0 2/ 20 03 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Gildistími verðs er 01.04. - 30.09. 2003 nema í Minneapolis 01.04. - 14.07. 2003. „ÞETTA er mjög gott sjóskip og fer vel með okkur,“ segir Páll Ægir Pétursson, skipstjóri á olíuskipinu Keili, sem var smíðað í Kína og fór þaðan í byrjun febrúar en kom fyrst til landsins um nýliðna helgi. Ferðin frá Kína gekk mjög vel, að sögn Páls Ægis. Siglt var frá Shanghai 2. febrúar og komið til Dumai á Súmötru í Indónesíu 9. febrúar. Þar var meðal annars lest- uð pálmaolía sem flutt var til Lett- lands. Um mánaðamótin febrúar mars var skipið í Súez-skurðinum, en það kom til Riga um miðjan mars. Eftir það tóku við tvær ferðir með olíu frá Lettlandi til Þýskalands áð- ur en olía var tekin í Svíþjóð á leið til Íslands, en Keilir kom til Fáskrúðs- fjarðar sl. föstudag. „Öll siglingin gekk mjög vel, við fengum gott veð- ur alla leiðina til Riga og höfum í raun verið mjög heppnir með veður hingað til,“ segir Páll Ægir. „Áður en við lögðum af stað höfðum við fengið upplýsingar um hvað við gætum átt í vændum, en alræmdir sjóræningjar eru á siglingaleiðinni, bæði í Suður-Kínahafi, Malakka- sundinu sem er alræmt, frá Sri Lanka og vestur fyrir Indland, og svo við Sómalíu. Vegna þessa gerð- um við ákveðnar ráðstafanir, en urðum ekki varir við neitt. Reyndar heyrðum við af sjóræningjum, feng- um tilkynningar um sjórán á leið- inni, en við vorum ekki ónáðaðir.“ Páll Ægir segir að þegar þeir hafi siglt í gegnum Súez-skurðinn hafi verið ljóst að átök væru í aðsigi. „Það var mikil herskipaumferð, bæði á Rauða hafinu og í Miðjarð- arhafinu auk þess sem við mættum einu herskipi í Súez-skurðinum. Við mættum líka nokkrum herskipum í Gíbraltarsundinu, en sum þessara skipa höfðu samband við okkur og þurftum við að gera grein fyrir ferðum okkar og hverjir við vær- um.“ Útivera skipstjórans var nokkuð löng að þessu sinni. „Ég fór upp- haflega út í nóvember til að sigla skipinu til Jaingyn þar sem það var lengt. síðan flaug ég aftur út til Pek- ing 14. janúar og er nú kominn aft- ur, þremur mánuðum síðar.“ Páll Ægir segir að tíminn hafi verið fljót- ur að líða vegna mikillar vinnu en hann mæli samt ekki með svona langri útivist. „Á flestum flutn- ingaskipum í Skandinavíu eru menn mánuð um borð og mánuð í fríi og það er eðlilegt,“ segir hann. Skipið var smíðað í Shanghai og er um 103 metrar að lengd og um 15 metrar á breidd, en burðargeta þess er um 6.000 tonn. Ganghraði við góðar aðstæður, fulllestað, er rúmar 13 mílur. Keilir er í eigu Olíu- dreifingar ehf. og leysir Kyndil og Stapafell af hólmi. Skipinu er ætlað að vera í stranddreifingu á eldsneyti og sækja olíu til útlanda. „Við verð- um líka í verkefnum erlendis í sam- starfi við norskt fyrirtæki,“ segir Páll Ægir. Á slóðum herskipa vegna stríðsins í Írak Morgunblaðið/Golli Olíuskipið Keilir á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn í gær. Páll Ægir Pétursson, skipstjóri á olíuskipinu Keili, í brúnni. GÍSLI Helgason, formaður Blindra- félagsins, fagnar þeirri nýjung í fréttaþjónustu mbl.is að bjóða nú upp á fréttasíma. „Mér finnst framtak Morgunblaðs- ins, að setja í loftið fréttasíma mbl.is, frábært. Þetta kemur til með að auð- velda aðgengi blindra og sjónskertra að fréttum. Ég tel að margir eigi eftir að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Gísli um Fréttasíma mbl.is en hann var opnaður í gær í síma 595 6611. Í fréttasímanum les þulur, eða tal- gervill, upp helstu fréttir af vef Morg- unblaðsins og veitir ýmsar aðrar hag- nýtar upplýsingar sem á vefnum er að finna. Gísli sagði að talgervillinn í fréttasíma mbl.is væri nokkuð gor- mæltur, en það væri vel hægt að skilja hann. „Þetta er góð byrjun og lofar góðu. Mbl.is er einhver besti vefur sem hannaður er með tilliti til þarfa blindra og sjón- skertra. Ég vil einnig benda á vefi Blindrabóka- safnsins og Stjórnarráðsins, sem eru líka til fyrirmyndar fyrir blinda og sjón- skerta,“ sagði Gísli. Hann segir að það sé töluvert af fullorðnu fólki sem fæl- ist tölvur og fréttasíminn væri því gott framfaraskref í að auka aðgengi þeirra að Morgunblaðinu. „Fréttasíminn á eftir að nýtast blindum, sjónskertum, lesblindum og eins þeim sem hafa ekki tíma til að lesa, en vilja skyggnast inn í það sem er í gangi í fréttum hverju sinni. Allt sem gert er betur fyrir fólk með fötl- un kemur ófötluðum líka til góða,“ sagði Gísli. „Morgunblaðið hefur allt frá árinu 1990 kappkostað að gera hlutina að- gengilega fyrir blinda og sjónskerta. Við höfum sem dæmi um það haft net- aðgang að Morgunblaðinu í gegnum Windows explorer með talgervli. Ég vil óska Morgunblaðinu til hamingju með þetta nýja framtak, “ sagði Gísli ennfremur. Fréttasíminn er samstarfsverkefni Morgunblaðsins og Hex hugbúnaðar, sem vinnur m.a. að þróun lausna á sviði tungutækni og gervigreindar. Fréttasíminn er þróunarverkefni og þulurinn talar enn með allsérkenni- legum hreim, en stöðugt er unnið að því að bæta framburðinn hjá honum. Auðveldar aðgengi blindra og sjónskertra að fréttum Gísli Helgason UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hefur með nýjum úrskurði sínum staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breyt- ingar á áformum um byggingu ál- vers í Reyðarfirði séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og skuli því ekki háðar mati á umhverfisáhrif- um. Reyðarál ehf., nú Fjarðaál, sendi Skipulagsstofnun tilkynn- ingu í nóvember á síðasta ári um breytingu á áformum um byggingu álvers í Reyðarfirði í Fjarðar- byggð, þ.e. álver með allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu. Í til- kynningunni voru borin saman umhverfisáhrif fyrirhugaðs álvers Alcoa annars vegars og hins vegar umhverfisáhrif allt að 420 þúsund tonna álvers, ásamt 223 þúsund tonna rafskautaverksmiðju, byggðu í tveimur áföngum sem Norsk Hydro og Hæfi fyrirhuguðu að reisa í Reyðarfirði. Úrskurður Sivjar er tilkominn af kæru sem henni barst frá Hjör- leifi Guttormssyni, fv. þingmanni og ráðherra, vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 20. desem- ber 2002 um breytt álver. Meðal þess sem segir í úrskurði ráðherra er eftirfarandi: „Fyrir- huguð framkvæmd er 100 þúsund tonnum minni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarlosun verð- ur því minni vegna minni álfram- leiðslu auk þess sem fallið hefur verið frá áformum um rafskauta- verksmiðju. Ráðuneytið telur með hliðsjón af framangreindu að breytingar sem verða á styrk mengunarefna leiði ekki til þess að breyting á áformum byggingar ál- versins kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skiln- ingi laga um mat á umhverfisáhrif- um.“ Dregið úr vissum áhrifum Undir lok úrskurðarins segir að þegar metin séu umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar Alcoa verði einkum að meta umhverfis- áhrifin með tilliti til mengunar, enda sé einkum verið að breyta mengunarvarnabúnaði. Umfang framkvæmdarinnar hafi ekki auk- ist og dregið sé úr umhverfisáhrif- um varðandi tiltekna þætti. Þá hafi þynningarsvæði ekki verið stækkað né muni styrkur loftbor- inna mengunarefna fara yfir um- hverfismörk samkvæmt gildandi reglugerðum. Því séu breytt áform um álverið í Reyðarfirði ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif. Álver Alcoa þarf ekki í umhverfismat Umhverfisráð- herra staðfestir ákvörðun Skipu- lagsstofnunar HÁLFÞRÍTUGAR systur sem stóðu saman að innflutningi á um þremur kílóum af hassi til landsins frá Frakk- landi hafa verið dæmdar í níu og sex- tán mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur. Systurnar játuðu brot sín greiðlega en upp um þær komst þegar önnur þeirra var handtekin á Keflavíkur- flugvelli í byrjun desember sl. Við leit fundu tollverðir hassböggla sem hún hafði fest við bæði lærin, undir streng á sokkabuxum og í brjóstahaldara. Alls hafði hún falið um eitt kíló af hassi innanklæða en þetta var fjórða ferð hennar frá Frakklandi með hass. Í kjölfarið gerði lögreglan í Reykjavík húsleit á heimili þeirra systra og fann þar nokkuð af fíkniefnum, m.a. hálft kíló af hassi, 21 e-töflu og rúmlega 100 grömm af dufti sem innihélt bæði kókaín og amfetamín. Systir hennar var þar stödd og var hún í annarlegu ástandi, að því er segir í dómnum. Systurnar lögðu báðar fram fé til kaupa á hassinu en sú er heima dvaldi annaðist sölu. Hlaut hún þyngri dóm- inn. Einnig var hún dæmd fyrir að hafa um nokkurt skeið selt ótilteknu fólki allt að 180 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa keypt fartölvu af tveimur ónafngreindum mönnum þrátt fyrir að henni væri ljóst að tölv- an væri þýfi. Fram kemur í dómnum að hún hefur átt við fíkniefnavanda- mál að stríða og andlega vanheilsu. Valtýr Sigurðsson kvað upp dóm- inn. Systur dæmdar fyrir smygl á hassi HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur dæmdi í gær hálfsjötug- an karlmann til að greiða 5,1 milljón í sekt til ríkissjóðs en sæta ella þriggja mánaða fangelsi. Sök mannsins var að hann stóð ekki skil á rúmlega 2,5 milljónum af virðisauka- skatti sem hann innheimti vegna sjálfstæðrar atvinnu- starfsemi sinnar á árunum 1997–2001. Maðurinn hefur fjórar vik- ur til að greiða sektina en vararefsing er þriggja mán- aða fangelsi. Hann var auk þess dæmdur til að greiða sakarkostnað og málsvarnar- laun skipaðs verjanda, Björg- vins Þorsteinssonar hrl. Hjalti Pálmason sótti málið f.h. ríkislögreglustjóra. Gunn- ar Aðalsteinsson kvað upp dóminn. 5,1 milljón í sekt vegna skattsvika ÞEIR tveir nemendur Menntaskól- ans við Sund, MS, sem áttu mestan þátt í ólátum eftir dimmiteringu ný- lega, fá að ljúka stúdentsprófi í vor, að því er fram kemur í tilkynningu frá Má Vilhjálmssyni, rektor MS. Stúd- entsefnin eru sögð hafa þverbrotið reglur skólans og fá ekki að taka þátt í hátíðardagskrá á útskriftardegi 28. maí nk. Jafnframt verður þeim gert skylt að mæta í ráðgjöf sem skólinn hefur ákveðið að bjóða þeim upp á. Í tilkynningu frá rektor MS segir ennfremur að með framkomu sinni hafi nemendurnir tveir vanvirt sjálfa sig, samnemendur sína og skólann. Í ljósi þess að þeir hafi sýnt iðrun og beðið þá fyrirgefningar sem hlut áttu að máli, auk þess sem þeir hafi átt frumkvæði að því að leita sér aðstoð- ar, hafi skólinn tekið þá ákvörðun að heimila þeim að ljúka námi sínu við skólann. Stúdentsefni við MS Þverbrutu reglur en fá að ljúka námi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.