Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 47 ÞENNAN pistil sendi ég Frétta- blaðinu þann 10. febrúar s.l. en hann hefur ekki birst og eftirgrennslanir engan árangur borið. Mig langar því að biðja um að birtingu pistilsins sem bréf til blaðsins: Þann 5. febrúar s.l. birtist í Frétta- blaðinu ágæt grein um ófremdar- ástand á hafnarsvæði Kópavogs eftir Flosa Eiríksson oddvita Samfylking- ar í Kópavogi. Það var mér sérstakt fagnaðarefni að sjá leiðtoga Samfylk- ingar sýna skilning á málinu og krefj- ast úrbóta. Á hafnarsvæðinu segir Flosi hafa eigendur stórra atvinnu- húsa „hólfað þau niður og útbúið ólöglegar vistarverur fyrir tugi ein- staklinga og fjölskyldna“. Þarna geta ýmsar hættur verið, brunavarnir í ólestri og húsnæðið fullnægir á engan hátt skilyrðum sem sett eru varðandi mannabústaði. Þetta er vel þekktur vandi. Á höf- uðborgarsvæðinu öllu er óþekktur fjöldi „mannabústaða“ af þessu tagi og vitaskuld langmest í Reykjavík. Fyrir um hálfum öðrum áratug var leigjandi dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða leigusala verulega fjárhæð fyrir að flýja með fjölskyldu sína útúr iðnaðarhúsnæði sem staðsett var í miðju iðnaðar- hverfi. Ég mótmælti þessum dómi þá og þeirri skoðun sumra lögfræðinga að samningur væri samningur og að- ilum bæri að standa við hann án tillits til ástands húsnæðisins. Ég veit ekki til þess að atvik sem þetta hafi gerst aftur. Heimili fólks er ekki dauður viðskiptahlutur, enda gilda um þetta lög. Baráttan gegn ólöglegu og heilsuspillandi húsnæði hefur alla tíð verið stór þáttur í starfi Leigjenda- samtakanna. Vanalega eru bygginga- fulltrúi eða heilbrigðisfulltrúi sendir á staðinn og beðnir að úrskurða í mál- inu og getur fólk farið ef niðurstaða heimilar og án frekari skyldu. Þetta hefur verið löng barátta og ströng og stundum hefur þurft að senda fulltrú- ann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á sama staðinn, enda viðurlög óskýr og áhugi yfirvalda takmarkað- ur. Í Reykjavík er ólöglegt húsnæði ekki á ákveðnum stað eða í sérstöku hverfi. Það er dreift um alla borg, en þó mest í eldri hlutum borgarinnar og í iðnaðarhverfum. Stundum getur verið auðvelt og hagkvæmt að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir en það verð- ur að gera löglega og undir eftirliti byggingafulltrúa. Það er rétt hjá Flosa Eiríkssyni að þarna er gjarnan um að ræða „fólk sem á ekki völ á öðru og betra hús- næði“ „og sumt af erlendum upp- runa“. Þótt „vinstri menn“ hafi sýnt þessu máli takmarkaðan áhuga, er það rétt hjá Flosa að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkar bera meginábyrgð á ástandinu enda höfundar íslensku sjálfsbyggingastefnunnar. Húsnæð- isráðherra Framsóknar lagði niður félagslega húsnæðiskerfið að ástæðu- lausu og flokkurinn ber líka ábyrgð á R-listanum. Sjálfstæðismenn hafa andmælt öllu tali um fátækt og skuldasöfnun. Forsætisráðherra sagði á Alþingi nýlega að s.l. 5 ár hefðu bætur frá Tryggingastofnun hækkað um 13% umfram verðlag. Hins gat hann ekki að húsnæðis- kostnaður hefði á sama tíma hækkað um 63%. Menn tala gjarnan einsog húsnæðiskostnaður sé ekki hluti af lífskjörum. JÓN KJARTANSSON, Leigjendasamtökunum, Skúlagötu 80, 105 Reykjavík. Mannabústaðir? Frá Jóni Kjartanssyni frá Pálmholti: ÉG ER eiginkona manns sem háð- ur er hjólastól og er hann þar með háður allri þeirri aðstoð sem hægt er að fá varðandi daglega umhirðu sína. Ég get ekki lengur orða bund- ist yfir þeirri afturför sem er að ryðja sér til rúms í málum heima- hjúkrunar hér á höfuðborgarsvæð- inu. Ég sjálf treysti algerlega á þessa aðstoð sem manni mínum ber til þess að geta sjálf stundað mína vinnu sem er jú nauðsynlegt þegar örorkubæturnar eru eins og þær eru en það er önnur saga. Fyrir til- stuðlan heimahjúkrunar get ég gengið út úr húsi á morgnana full- viss um að honum eigi ekki eftir að vanhaga um neitt á meðan ég er í vinnunni og einnig gerir þessi að- stoð honum kleift að komast sinna ferða óháður heimkomu minni. Maðurinn minn slasaðist haustið 1979 og frá haustinu 1980 hefur hann notið aðstoðar heimahjúkrun- ar. Á öllu þessu tímabili hefur hann aðeins notið aðstoðar átta kvenna sem telst harla gott á tímum þar sem allir eru að breyta til og skipta um starfsvettvang. Með þessum breytingum ráðherra mun það ger- ast að konur munu koma og fara og myndi það þýða mikla röskun bæði fyrir mig og manninn minn þar sem að þessar konur eru heimagangar á okkar heimili og fyrir utan það þá er ekki gott fyrir skjólstæðinga þeirra að þurfa að leggja traust sitt á nýja og nýja konu í tíma og ótíma. Mér er því spurn hvað þessi ákvörðun eigi að þýða? Ætla þeir sér að reyna að koma ábyrgðinni inn á heimilin og láta fjölskyldu- meðlimi skjólstæðinganna hugsa og sjá alfarið um þá? Hver heilvita maður sér að það er algerlega óhæft því ekki búa allir eins vel og maðurinn minn sem á stóra fjöl- skyldu sem öll er boðin og búin til að aðstoða hann eftir bestu getu en ekkert okkar, hvorki ég né börnin hans og tengdabörn, höfum kunn- áttu eða þekkingu á sárum og öllu því sem getur fylgt fólki sem háð er hjólastól. Það skal tekið fram að allar þess- ar konur sem hafa sinnt manninum mínum hafa gert kraftaverk á hon- um og hafa þær hugsað um hann eftir bestu getu. Auk þess að sinna hans daglegu þörfum fylgjast þær mjög vel eftir legusárum sem myndast og eru svo tengiliður okk- ar við æðri læknavöld í landinu og hafa vitneskju og kunnáttu til að þrýsta á spítalainnlögn ef með þarf. Ég bið því stjórnvöld í þessu landi vinsamlegast um að hugsa sinn gang alvarlega varðandi þess- ar breytingar sem eiga að taka gildi þar sem þetta getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér jafnt fyrir skjólstæðingana sjálfa sem og allra þeirra aðstandendur. Ekki skal heldur gleyma því að sumir hverjir sem treysta á aðstoð þessara ágætu kvenna eiga engan að sem hugsanlega gætu tekið að sér störf þeirra. Ekki má heldur gleyma skjólstæðingunum sjálfum, vilja þeir bjóða mökum og börnum upp á það að þurfa að baða sig og sinna þeirra brýnustu þörfum? Ég vona að þessi hugleiðing mín varðandi ákvarðanir stjórnarinnar verði tekin til greina og að ráða- menn þjóðarinnar átti sig á að nú er komið nóg! Það er ekki alltaf sí og æ hægt að draga saman og spara á kostnað þeirra sem minna mega sín sama hvaða nafni sem það nefnist. Hafa skal í huga að þetta fólk sem á engra annarra úrkosta en að fá þessa þjónustu myndi gefa allt til þess að geta gert alla þessa hluti sem við hin heilbrigðu teljum sjálf- sögð sjálf óháð öðrum aðilum! Ekki eru yfirvofandi áhyggjur vegna þessa máls á heimilin bætandi, nóg er það nú samt. ÓLAFÍA HAFDÍSARDÓTTIR, Völvufelli 10, Reykjavík. Eru heimahjúkrunarmál landans að fara til fjandans? Frá Ólafíu Hafdísardóttur: Morgunblaðið/Ásdís Lyfjafræðingur færir viðskiptavini Heimahlynningar lyfin heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.