Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.isb.is Vertu me› allt á hreinu!
Hagstæ› framkvæmdalán
Allt fyrir húsfélög
í framkvæmdahug
Kynntu
flér kjör
in, flau
eru hag
stæ› í
Íslandsb
anka!
MORGUNBLAÐINU hefur
borist yfirlýsing frá Davíð
Oddssyni forsætisráðherra og
formanni Sjálfstæðisflokksins
vegna ummæla Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur tals-
manns Samfylkingar, sem féllu
í ræðu sem hún flutti á stjórn-
málafundi Samfylkingarinnar í
Borgarnesi í fyrrakvöld.
„Vegna ummæla Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur og Össur-
ar Skarphéðinssonar á fundi í
Borgarnesi í [fyrrakvöld] vill
forsætisráðherra taka fram að
hann hyggst ekki taka þátt í
stjórnmálaumræðu sem bygg-
ist á dylgjum og hálfkveðnum
vísum. Stjórnmálaumræður
eiga að fjalla um málefni og
Sjálfstæðisflokkurinn mun
áfram haga sinni kosningabar-
áttu í samræmi við það.“
Yfirlýsing frá
forsætisráðherra
Ræði ekki
stjórnmál
á þessum
nótum
VERÐI af öllum þeim stór-
iðjuframkvæmdum, sem gert er ráð
fyrir að ráðast í á næstu árum, má
reikna með að eftirspurn eftir
vinnuafli verði talsvert umfram inn-
lent framboð frá miðju næsta ári og
til síðari hluta ársins 2007. Yfir sum-
artímann árin 2005 og 2006 verður
eftirspurnin eftir vinnuafli allt að
900 manns umfram framboð. Um-
frameftirspurn er mismikil eftir at-
vinnugreinum og tímabilum, einna
mest í bygginga- og jarðvinnu og
málmiðnaði en aðeins í stuttan tíma í
rafiðnaði.
Þetta kemur fram í skýrslu um
mannaflaþörf og sérhæfni vegna
stóriðjuframkvæmda 2003–2008,
sem kynnt var á fundi á Akureyri í
gær. Skýrslan var unnin að ósk Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og
viðskiptaráðherra og flutti hún
ávarp á fundinum. Í máli ráðherra
kom fram að framundan væru ein-
hverjar mestu framkvæmdir á sviði
stóriðjumála sem um getur í at-
vinnusögu þjóðarinnar. „Það er ekki
daglegt brauð að erlendir aðilar
fjárfesti hér á landi í atvinnulífi fyrir
tugi milljarða eins og fyrirhugað er
vegna byggingar álvers á Austur-
landi og á Vesturlandi. Þegar er-
lendir aðilar fjárfesta hér á landi er
mikilvægt að sem mest af þeirri fjár-
festingu skili sér sem aukin umsvif
innlendra aðila, bæði hvað varðar
uppbyggingu og rekstur,“ sagði Val-
gerður.
Bent er á í skýrslunni, að þrátt
fyrir umframeftirspurn eftir vinnu-
afli á einstaka tímabilum, séu nokkr-
ir óvissuþættir, eins og hreyfanleiki
vinnuafls milli atvinnugreina, fram-
boð á námsfólki og áhrif af ríkjandi
atvinnuástandi á hverjum tíma.
Þessi atriði kunni að valda því að
framboð vinnuafls verði meira en
áætlanir gera ráð fyrir. Ef innlendur
vinnumarkaður annar ekki eft-
irspurn vegna framkvæmda komi til
samsvarandi tímabundinn innflutn-
ingur á erlendu vinnuafli. Jafnframt
er bent á að efla þurfi tækniþekk-
ingu og huga tímanlega að hæfn-
iskröfum og starfsmenntun, einkum
í málmiðnaði, til að gera greininni
kleift að ráða við stór verkefni.
Við ákvörðun um tímasetningu
annarra umfangsmikilla verkefna
geti þurft að taka af þeim stór-
iðjuframkvæmdum sem þegar eru
ákveðnar eða fyrirsjáanlegar, til að
koma í veg fyrir mikla röskun á
vinnumarkaði. Bent er á í skýrslunni
að stjórnvöld ættu að vera á varð-
bergi varðandi tímasetningu ein-
stakra framkvæmda og leita leiða til
að þess að jafna sveiflur.
Í starfshópnum sem vann skýrsl-
una áttu sæti þeir Baldur Pétursson
frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
Andrés Svanbjörnsson frá Fjárfest-
ingastofunni – orkusviði, Ingólfur
Sverrisson frá Samtökum iðnaðar-
ins og Örn Friðriksson frá Samiðn,
sambandi iðnfélaga. Starshópurinn
réð Verkfræðistofu Guðmundar og
Kristjáns sem tæknilegan ráðgjafa.
Ný skýrsla um mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmdanna
Eftirspurn eftir
vinnuafli verður
meiri en framboð
Morgunblaðið/Kristján
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra gluggar í skýrsluna á fundinum.
Við hlið hennar sitja Ásgeir Magnússon og Magnús Ásgeirsson.
„ÉG tel að Írak eigi bjarta framtíð
fyrir höndum og myndi vilja fara
þangað og leggja mitt af mörkum við
enduruppbyggingu landsins,“ segir
Jay Jamchi tölvufræðingur um föð-
urland sitt, en hann fæddist í suður-
hluta Bagdad árið 1963 og ólst þar
upp til sjö ára aldurs. Hann segir
landið búa yfir miklum auðlindum
auk olíunnar og landið sé einnig
mjög frjósamt. „Það er hægt að
rækta hvað sem er í Írak og þar er
einnig að finna alls konar málma í
jörð. Menntunarstig fólks er einnig
mjög hátt.“
Síðastliðin 27 ár hefur hann búið í
Bandaríkjunum þar sem hann rekur
eigið tölvufyrirtæki í San Diego.
Hann er kvæntur Margréti Ólafs-
dóttur Jamchi.
Jamchi, eða Jamil, eins og hann er
kallaður, segir að búast megi við
mannskæðum átökum ólíkra hópa í
Írak á næstu 3 til 5 árum á meðan
landið þróast í lýðræðisátt, en á end-
anum telur hann að jafnvægi muni
nást. „Ég held að Írakar séu betur í
stakk búnir fyrir breytingar en
margur heldur,“ segir Jamil. „Þeir
hafa búið við þvílíka harðstjórn, að
allt er betra en það sem var áður við
lýði. Þeim mun takast að innleiða
lýðræði í landinu og það yrði það
besta sem gæti komið fyrir Mið-
Austurlönd. Þessi þróun mun hafa
góð áhrif á nágrannaríkin og ég trúi
því heilshugar að Íran sé næst í röð-
inni. Íranir eru reiðubúnir sem aldr-
ei fyrr að innleiða lýðræði og þurfa
bara smáaðstoð frá Evrópu eða
Bandaríkjunum við að ýta úr vör.“
Jamil er ekki með öllu ókunnugur
aðstæðum í Íran, því hann bjó þar
fram á unglingsaldur eftir að fjöl-
skylda hans var rekin frá Írak um
1970, sem og fjöldamargir Íranir.
Þetta var um það leyti sem Saddam
Hussein komst til valda, þótt ekki
yrði hann forseti landsins fyrr en 9
árum síðar. Jamil er af írönsku bergi
brotinn, en afi hans var Írani, og
nægði það sem brottrekstrarsök
allrar fjölskyldunnar. „Fólk var bók-
staflega fjarlægt af götunum og rek-
ið burt, flæmt burt frá heimili, vinnu
og skóla. Fjölskylda mín missti fyr-
irtækið og heimilið, en fram að því
höfðum við lifað góðu lífi.“ Næstu
fimm árin var Jamil í Íran, þangað
til hann fluttist einsamall til Banda-
ríkjanna 1976 og hefur verið búsett-
ur þar upp frá því.
„Írakar hafa búið við ógnarstjórn
sem hefur haldið hverjum einasta
borgara landsins í greipum óttans og
fólkið studdi stjórnina til að forða
sér frá lífláti. Ég held að ástæðan
fyrir litlu mannfalli í þessu stríði sé
sú að Írakar voru ekki að berjast
fyrir land sitt heldur reyndi Saddam
Hussein að þvinga þá til að berjast
fyrir sig. Það vildi enginn berjast
fyrir Saddam Hussein, enda hefur
stjórn hans líklega drepið fólk úr
hverri einustu fjölskyldu í landinu.“
„Enginn
vildi berj-
ast fyrir
Hussein“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Jamil spáir Írak bjartri framtíð. Hér er hann ásamt konu sinni Margréti
Ólafsdóttur Jamchi og börnunum Nadíu Margréti og Daníel Ólafi.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær fyrrverandi skólastjóra
Rafiðnaðarskólans til að greiða End-
urmenntunarsjóði rafeindavirkja
tæplega 32 milljónir sem dómurinn
taldi hann hafa tekið sér af reikningi
sjóðsins í heimildarleysi. Við þessa
upphæð bætast dráttarvextir frá 1.
janúar 2002 og 1,2 milljónir í máls-
kostnað. Kyrrsetningaraðgerð á
eignum skólastjórans fyrrverandi
var jafnframt staðfest.
Áður en maðurinn var ráðinn sem
skólastjóri gegndi hann stöðu fram-
kvæmdastjóra Endurmenntunar-
sjóðs rafeindavirkja frá 1987. Árið
1994 var hann gerður að skólastjóra
Rafiðnaðarskólans og af hálfu sjóðs-
ins var því haldið fram að í því hafi
falist breyting á starfi hans og jafn-
framt stöðuhækkun. Því hafi ekki
verið þörf á að segja honum upp sem
framkvæmdastjóra. Eftir þetta hafi
hann átt að fá greidd laun frá skól-
anum en ekki endurmenntunar-
sjóðnum enda gegndi hann ekki
föstu starfi fyrir hann. Svik skóla-
stjórans hafi falist í því að á árunum
1994–2001 hafi hann látið sjóðinn
leggja 32 milljónir inn á bankareikn-
ing sinn en með blekkingum leynt
sjóðinn þessum greiðslum. Var það
tekið fram að þessar greiðslur voru
aldrei taldar fram til skatts, hvorki
af hálfu skólastjórans né sjóðsins. Þá
kemur fram í dómnum að eftir að
skólastjóranum var sagt upp hafi
hann afsalað fasteign sinni til tiltek-
ins einkahlutafélags þar sem mágur
hans situr í stjórn og einnig bifreið
sinni til tiltekins einkahlutafélags.
Skólastjórinn hélt því fram að
honum hafi aldrei verið sagt upp sem
framkvæmdastjóra endurmenntun-
arsjóðsins og því bæri sjóðnum að
greiða laun samkvæmt samningi.
Þessar fjárhæðir næmu um 54 millj-
ónum króna. Í niðurstöðukafla
dómsins segir að skólastjórinn hafi
ekkert til að styðja þessa fullyrðingu
sína. Hvorki framburð forsvars-
manna sjóðsins né skrifleg gögn.
Hún væri því ósönnuð. Sama ætti við
um fullyrðingu hans um að hluti af
fjármunum hafi verið vegna útgjalda
sjóðsins.
Endurmenntunarsjóður rafeindavirkja hefur sigur í Héraðsdómi Reykjavíkur
Dæmt að skólastjórinn hafi
tekið 32 millj. í heimildarleysi
ÞRJÚ tilboð bárust í fram-
kvæmdir við Friðarhöfn í
Vestmannaeyjum og voru öll
undir kostnaðaráætlun. Verk-
ið felur í sér steypu á þekju, að
grafa skurði, leggja ídráttar-
rör fyrir rafmagn og steypa
upp ljósamasturshús í Friðar-
höfn. Áætluð verklok eru 15.
ágúst næstkomandi.
Lægsta tilboðið var frá Al-
menna byggingafélaginu ehf.,
en það bauðst til að vinna
verkið fyrir 26,3 milljónir
króna, sem er 71,4% af kostn-
aðaráætlun Siglingamála-
stofnunar.
Hæsta tilboð var upp á 34,7
milljónir, en kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á 36,8 milljónir.
Þrír buðu
í verk
í Friðarhöfn