Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 A 51  SAMTÖK knattspyrnumanna á Englandi gáfu út í gær lista yfir þá leikmenn, sem koma til með að verða útnefndir besti leikmaður ársins og sá efnilegasti. Þeir sem eru útnefnd- ir í kjör bestu leikmanna, eru James Beattie (Southampton), Thierry Henry (Arsenal), Alan Shearer (Newcastle), Gianfranco Zola (Chelsea), Ruud van Nistelrroy og Paul Scholes (Manchester United).  HJÁ veðbönkum í London er Thierry Henry efstur á blaði og flestir veðja á hinn 17 ára Wayne Rooney hjá Everton úr röðum yngri leikmanna, en aðrir sem útnefndir hafa verið eru Craig Bellamy (New- castle), Jermaine Defoe (West Ham), Jermaine Jenas (Newcastle), John O’Shea (Manchester United) og Scott Parker (Charlton).  ENSKIR fjölmiðlar greina frá því að forráðamenn skoska úrvalsdeild- arliðsins Celtic hafi áhuga á því að fá Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær í sínar raðir. Chris Sutton er sagður vera á leið frá Celtic og yfir landa- mærin og þá til Tottenham sem er sagt vera tilbúið að greiða allt að 800 milljónir ísl. kr. fyrir framherjann. Sutton sem lék með Blackburn og Chelsea áður en hann var seldur til Celtic.  JUAN Sebastian Veron hefur dvalið á Ítalíu undanfarna daga þar sem hann hefur verið í rannsókn hjá bæklunarskurðlækni vegna meiðsla á hné. Argentínski landsliðsmaður- inn hefur ekki leikið með Manchest- er United sl. sex vikur. Læknirinn sem um er að ræða hefur haft til meðferðar marga þekkta knatt- spyrnumenn á Ítalíu.  SPÆNSKA liðið Deportivo La Coruna verður án framherjans Tristans næsta mánuðinn þar sem hann meiddist í góðgerðarleik á dög- unum. Tristan er einn besti fram- herji spænsku deildarinnar en hann tók þátt í leik þar sem safnað var fé til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna mengunar sem átti sér stað á ströndum Norður-Spánar er olíu- skipið Prestige sökk. Deportivo er þremur stigum á eftir Real Madrid. FÓLK ingsson (Snæfell). Tveir leikmenn voru jafnir að stigum og er lið ársins því skipað 6 leikmönnum. Damon, Páll Axel og Páll eru ný- liðar í liði ársins en Helgi Jónas er í þriðja sinn á sínum ferli í liðinu en þeir Eiríkur og Hlynur hafa einu sinni áður verið í liði ársins. Denise Shelton, Grindavík og Stevie Johnson, Haukum, voru valin bestu erlendu leikmenn landsins en þau eru bæði fædd í Bandaríkjunum. Bestu ungu leikmenn ársins koma báðir úr Haukum en þau eru Helena Sverrisdóttir og Sævar Haraldsson. Leifur besti dómarinn Að venju var besti dómarinn í úr- valsdeild karla Leifur Garðarsson úr Haukum en þetta er í sjöunda sinn sem Leifur fær þessa viðurkenning- ur og er þetta fimmta árið í röð sem Þetta er í annað sinn sem HelgiJónas er valinn sá besti í efstu deild karla en fyrst hlaut hann þessa viðurkenningu árið 1998. Hildur hef- ur hinsvegar aldrei hlotið þessa út- nefningu áður. Lið ársins í 1. deild kvenna er þannig skipað: Hildur Sigurðardótt- ir (KR), Helga Þorvaldsdóttir (KR), Birna Valgarðsdóttir (Keflavík), Erla Þorsteinsdóttir (Keflavík), Svandís Sigurðardóttir, ÍS. Helga og Erla eru báðar í fjórða sinn á ferl- inum í liði ársins, Hildur og Birna hafa verið tvívegis í liði ársins áður en Svandís er nýliði í liði ársins. Lið ársins í úrvalsdeild karla: Helgi Jónas Guðfinnsson (Grinda- vík), Eiríkur Önundarson (ÍR), Damon Johnson (Keflvík), Páll Axel Vilbergsson (Grindavík), Páll Krist- insson (Njarðvík) og Hlynur Bær- skólastjórinn úr Hafnarfirði er val- inn bestur. Bestu varnarmennirnir koma úr Keflavík: Birna Valgarðsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson, en Sverrir er einnig prúðasti leikmaður deildar- innar ásamt Öldu Leif Jónsdóttur úr ÍS. Margir leikmenn fengu viður- kenningar fyrir árangur á sérstök- um sviðum íþróttarinnar og er list- inn þannig: Besta vítanýting: Alda Leif Jóns- dóttir, ÍS, 84,9% – Eiríkur Önund- arson, ÍR, 86,9%. Besta nýting í 3 stiga skotum: Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík, 40% – Gunnar Einarsson, Keflavík, 50%. Flest stig að meðaltali: Denise Shelton, Grindavík, 30,9 – Stevie Johnson, Haukar, 34,6. Flest fráköst að meðaltali: Jessica Stomski, KR, 17 – Darrell Flake, KR, 14,8. Flest varin skot að meðaltali. Alda Leif Jónsdóttir, ÍS, 2,6 – Michail Antropov, Tindastól, 3,7. Flestir stolnir boltar að meðaltali: Sonja Ortega, Keflavík, 6,2 – Eug- iene Christopher, ÍR, 3,4. Flestar stoðsendingar að meðal- tali: Sonja Ortega, Keflavík, 5,4 – Lárus Jónsson, Hamri, 6,2. Morgunblaðið/Sverrir Hildur Sigurðar- dóttir, KR, og Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík, eru leik- menn ársins. Hildur og Helgi Jónas valin leikmenn ársins KÖRFUKNATTLEIKSMENN héldu árlegt lokahóf sitt í gærkvöld í Stapanum í Njarðvík þar sem m.a. úrslit úr kosningu leikmanna árs- ins voru kunngjörð. Að venju eru það leikmenn og þjálfarar í 1. deild kvenna og úrvalsdeild karla sem kjósa leikmenn og lið ársins. Hild- ur Sigurðardóttir úr KR var valin best kvenna en Helgi Jónas Guð- finnsson úr Grindavík bestur karla. Einar Árni Jóhannsson var kjör- inn besti þjálfarinn í 1. deild kvenna en hann þjálfar Njarðvík og Reynir Kristjánsson, Haukum, var talin besti þjálfarinn í úrvalsdeild karla. Morgunblaðið/Golli LEYFISRÁÐ knattspyrnusam- bands Íslands, KSÍ, samþykkti á fundi sínum í fyrradag leyfi til þátt- töku í Símadeild karla 2003. Félög- in sem eru handhafar fyrstu leyfa útgefnum skv. leyfiskerfi KSÍ eru: FH, Fram, Fylkir, Grindavík, ÍA, ÍBV, KR, KA, Valur og Þróttur. Ákvörðun leyfisráðs markar tímamót í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en mótið hóf göngu sína 1912. Í fyrsta sinn byggist þátt- taka í Símadeildinni ekki aðeins á árangri keppnisliðs félags heldur einnig á ýmsum þáttum í rekstri þess og þeirri aðstöðu sem félagið getur boðið leikmönnum og stuðn- ingsmönnum sínum. Tímamót í sögu Íslands- mótsins OPIÐ MÓT GS laugardaginn 19. apríl. Punktamót m/forgj. Hámarksforgj. karlar 18, konur 24. Verðlaun: Fyrir fimm efstu sætin Nándarverðlaun á 16. braut Ræst út frá kl. 8:00-14:00. Skráning á golf.is og í síma 421 4100. Keppnisgjald kr. 2.500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.