Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 40
MENNTUN 40 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ S M U Stærsti enskumælandi háskólinn í Sviss býður Æðri Diplómu/BA- gráðu/MA- gráðu í: Viðskiptastjórnun  Bankarekstri  Hótelstjórnun Ferðaþjónustu  Viðburðastjórnun Stjórnun heilsulinda  Markaðsstjórnun • Frábær aðstaða í heimsborginni Montreux við Genfarvatn • Nemendur frá 60 löndum • Möguleikar á hraðferðarnámi • Bein innganga í BA/MA nám • Hagstæð pakkagjöld, innifalin kennsla og húsnæði Swiss Management University Nám fyrir viðskiptaleiðtoga framtíðarinnar SMU EUROPE, Rudolfplatz 6, D - 50674 Koeln sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 Hafið samband við: SMU EUROPE smueurope@smu-ch.com www.smu-ch.com MEISTARANÁM í opin-berri stjórnsýslu hefstí Háskóla Íslands íhaust. Námið tilheyrir stjórnmálafræðiskor í félagsvís- indadeild HÍ. Þörfin er vissulega fyrir hendi því um þriðjungur vinnandi fólks á Íslandi starfar hjá opinberum að- ilum og útgjöld hins opinbera á árinu 2003 eru áætluð um 340 millj- arðar króna eða um 41% af lands- framleiðslu. Mikilvægt er því að fagmennska og skilvirkni ríki í op- inberum rekstri ekki síður en í einkarekstri. Námið á að búa fólk undir fjölbreytt störf á vettvangi ríkis, sveit- arfélaga og sjálfseign- arstofnana sem sinna verkefnum fyrir hið opinbera, félaga- samtök, ráðgjafarfyr- irtæki og einkafyr- irtækja sem starfa náið með opinberum aðilum. Opinber starf- semi og stefnumörkun er einnig í vaxandi mæli umfjöllunarefni fjölmiðla, MPA-nám er því góður undirbún- ingur undir störf á fjölmiðlum, svo dæmi sé nefnt. Nemendur í MPA-námi læra ann- ars vegar almenn atriði stjórnunar og rekstrar en hins vegar er fjallað sérstaklega um þær aðstæður sem greina opinbera geirann frá einka- geiranum. Búst er við að fólk með ólíkan bakgrunn og menntun stundi námið og að námi loknu skili það sér í fjölbreytt störf í opinbera geiranum eða í námunda við hann. „MPA-námið er eins konar frænka MBA-náms,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði, „það er þverfag- legt nám sem inniheldur m.a. hag- fræði, stjórnsýslufræði, stjórn- unarkenningar og stjórn- málafræði.“ Hann segir að nemendur í slíku námi séu iðulega með ólíkan bakgrunn en opinber stjórnsýsla krefist sérstakrar þekk- ingar sem námið veiti. Hann býst við að meðalaldur nemenda verði um fjörutíu og að margir þeirra hafi mikla reynslu í starfi. Kennt verður milli 8 og 10 á morgnanna, þannig að þeir sem vilji geti einnig stundað vinnu. Áhersla verður einnig á fjar- kennslu til að nemendur á lands- byggðinni geti stundað þetta nám. MPA námið er 60 eininga nám með hagnýtri og fræðilegri áherslu fyrir þá sem lokið hafa a.m.k. BA- eða BS-námi í einhverri grein. Nemendur taka 30 einingar í nám- skeiðum, 15 einingar í loka- verkefni, og 15 einingar í starfs- tíma. Nemendur með umtalsverða stjórnunarreynslu úr opinbera geiranum geta fengið starfstímann felldan niður að hluta eða öllu og útskrifast þá með 45 einingar. „Námið er tvö ár, en þeir sem vinna með náminu geta lokið því á fjórum árum,“ segir Gunnar Helgi og nefn- ir að hægt verði að sérhæfa sig með því að taka hluta þess í öðrum deildum. Það gæti t.d. nemandi úr heilbrigðiskerfinu gert. Þeir sem munu sækja þetta nám leita sennilega eftir að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinu. Suma langar til að breyta til en aðra til að styrkja stöðu sína á þeim vettvangi sem þeir eru á, annaðhvort með því að verða sam- keppnishæfir um hærri stöður eða fá betri laun. Gunnar Helgi segist bjartsýnn á aðsókn og nefnir að aðsókn á ýmiskonar stjórnunarnámskeið hafi undanfarið verið afar góð, enda sé mikil spurn eftir hæfum stjórnendum. Í náminu er lögð sérstök áhersla á lykilfærni stjórn- enda og starfsmanna í opinberum rekstri. Gunnar Helgi segir að skipta megi færni stjórnenda og starfsmanna í opinberum rekstri í fernt og miðast námið við að nem- endur öðlist þá færni í: Greiningu viðfangsefna, stjórnunar- og rekstrarhæfni, að vera forystu- menn, talsmenn, og á sérstöðu op- inbers rekstrar. Hann nefnir einnig alþjóðlegar áherslur í náminu, og alþjóðlegt samstarf. Í lokaverkefni geta nemendur valið sér bæði hagnýt og fræðileg viðfangsefni, gjarnan í samstarfi við stofnanir, samtök og fyrirtæki. Í lokaverkefnum sem og minni verkefnum fá nemendur þjálfun í að takast á við úrlausnarefni á gagnrýninn og agaðan hátt. Nemendur geta sótt um námið fyrir 1. maí eða 5. júní og greiða þeir venjulegt innritunargjald Há- skóla Íslands. Gunnar Helgi nefnir að einnig sé hægt að taka einstök námskeið gegn greiðslu gjaldsins, og að þeir sem vilji byrja geti tekið 15 eininga diplómanám í opinberri stjórnsýslu. Gunnar Helgi segir að lokum að umhverfi nemenda í MPA verði lif- andi. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er t.d. ætlað að efla framhaldsnám, hagnýt námskeið og rannsóknir á sviði stjórnsýslu og stjórnmálafræða. Einnig að efla tengsl fræðasamfélagsins í Háskól- anum við forystumenn í þjóðlífinu. Öflugt meistaranám í opinberri stjórnsýslu hefst í haust í Háskóla Íslands. Gunnar Helgi Kristinsson TENGLAR .............................................. http://www.hi.is/nam/fel/stjorn/ MPA.pdf guhe@mbl.is Meistaranám í opinberri stjórnsýslu  Áhersla er á færni stjórnenda og starfsmanna í opinberum rekstri ÁHAUSTÖNN2003 verður ífyrsta sinnboðið upp á meistaranám (MSc) við tölvunarfræðideild Há- skólans í Reykjavík. Stofnað hefur verið til samstarfs við nokkra erlenda háskóla í þeim tilgangi að gera nem- endum kleift að sækja námskeið við þá og jafn- framt í þeim tilgangi að stofna til samstarfs í rannsóknum. „Meistaranámið var samþykkt 1. apríl sl. í menntamálaráðuneytinu og er nú HR annar skólinn á landinu sem býður upp á það,“ segir Hrafn Loftsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar. „Þörfin fyrir þetta nám er fyrir hendi, en of fáir Íslendingar eru með meistaragráðu í þessum fræðum og aðeins 15 með doktorsgráðu,“ segir hann. Það er of lítið því háskóla- samfélagið og atvinnulífið þarf á þeim að halda. „Oft er sagt að byggja eigi atvinnu- lífið á upplýsingatækni og nýsköpun, og ef svo er þarf fleiri menntaða á þessu sviði,“ segir Hrafn. Samkvæmt fé- lagatali Félags tölvun- arfræðinga hafa um 40 einstaklingar meistara- gráðu í tölvunarfræði. Fjölgun þeirra mun leiða til fleiri rannsókna og nýsköpunar. Hrafn segir að brýnt sé að stunda meiri rannsóknir á Íslandi í tölvunarfræðum, og að auka þurfi bæði sam- keppni og samvinnu há- skólanna á þessu sviði. Meistaranámið í HR verður rann- sóknartengt. Um er að ræða tveggja ára (60 eininga) nám með rannsókn- aráherslu, 30 einingar í námskeiðum á fyrra árinu og 30 einingar í rann- sóknarverkefni á síðara árinu. Fyrra árið skiptist þannig að á haustönn tekur nemandi 15 einingar í nám- skeiðum við tölvunarfræðideild HR og á vorönn tekur nemandi jafngildi 15 eininga í námskeiðum við sam- Meistaranám/Háskólar hafa undanfarin ár eflst í framhaldsnámi. Gunnar Hersveinn kynnti sér tvö ólík dæmi um slíkt nám, annað er í tölvunarfræðideild HR og hitt í opinberri stjórnsýslufræði í HÍ. Meistaranám styrk- ir stöðuna í vinnunni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Háskólinn í Reykjavík hefur búið sig vel undir meistaranám í tölvunarfræðum og hefst það í haust. starfsháskóla. Á þessum tímapunkti hefur vilyrði fengist vegna samstarfs frá eftirtöldum háskólum: York Uni- versity (Kanada), Brown University (Bandaríkin) og Köbenhavns Uni- versitet. Jafnframt er unnið að því að mynda samstarf við skóla í Svíþjóð og annan á Bretlandseyjum. Hrafn segir að til að byrja með verði um það bil tíu nemendur teknir í meistaranám. Það sé m.a. til að geta sinnt þeim vel, vegna samstarfsins við erlenda háskóla, og vegna rann- sóknanna. „Þetta er mikilvægt nám hjá okkur, og við viljum gera þetta eins vel og við getum,“ segir hann. Inntökuskilyrði fyrir meistara- námið er að hafa lokið BS-gráðu í tölvunarfræði með mjög góðum ár- angri. Skólagjöld eru 250.000 kr. á önn og veitir Lánasjóður íslenskra námsmanna skólagjaldalán vegna námsins. Hrafn segir að innan tölvunar- fræðideildar hafi í fyrra verið sett á laggirnar rannsóknarstofnun í net- kerfum og netþjónustu er nefnist Netsetur HR. Starfsmenn Netseturs HR hafa m.a. stundað rannsóknir á margvarpi á Netinu með styrk frá Rannís frá 2002 og 2003. Forstöðu- maður Netseturs HR er dr. Gísli Hjálmtýsson en aðrir starfsmenn eru Heimir Þór Sverrisson lektor og sér- fræðingarnir Björn Brynjúlfsson og Ólafur Ragnar Helgason (allir þrír með meistaragráðu). Netsetur HR hefur sérstaka rann- sóknaraðstöðu á 4. hæð í HR, að sögn Hrafns. Hann segir að rannsóknar- umhverfið sem væntanlegir nemend- ur gangi inn í sé afar gott og nefnir að dr. Björn Þór Jónsson dósent hafi stundað rannsóknir á gagna- grunnssviði og samnýtt aðstöðu sína með Netsetri HR en einnig hefur sér- stök stofa á 4. hæð verið notuð fyrir nemendur í rannsóknarverkefnum Björns. Bæði í tilviki dr. Gísla Hjálmtýs- sonar og dr. Björns Þórs Jónssonar hefur mikil áhersla verið lögð á al- þjóðlegt samstarf í rannsóknum. Að lokum má nefna að Marta K. Lárusdóttir lektor stundar rannsókn- ir í viðmótshönnun og dr. Erlendur S. Þorsteinsson stundakennari hefur stundað rannsóknir í aðgerðagrein- ingu. Hægt er að sækja um meistaranám í tölvunarfræðideild HR til 5. júní nk.  Um 40 einstaklingar með meistara- gráðu í tölvunarfræði á Íslandi Hrafn Loftsson TENGLAR ..................................................... http://www.ru.is/ guhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.