Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Borgarveisla Heimsferða í haust fylgir blaðinu í dag FRÁ því Lífeyrissjóður verslunar- manna hóf kaup á erlendum hluta- bréfum árið 1994 hefur raunávöxtun á þessum eignum skilað sjóðnum 12,1% neikvæðri ávöxtun. Tap er einnig á erlendum fjárfestingum Lífeyris- sjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Kaup íslenskra lífeyrissjóða á er- lendum hlutabréfum, sem almennt hófust um miðjan síðasta áratug, hafa yfirleitt ekki enn skilað sjóðunum ávinningi. Þvert á móti virðast þessar fjárfestingar hafa valdið þeim veru- legu tapi miðað við stöðuna í dag. Þetta sést vel á ársreikningi Lífeyr- issjóðs verslunarmanna. Sjóðurinn hóf að kaupa hlutabréf erlendis árið 1994. Í upphafi skilaði þessi fjárfest- ing góðri ávöxtun, en síðustu ár hefur ávöxtunin verið mjög slök. Árið 2001 var raunávöxtun sjóðsins af erlendum hlutabréfum neikvæð um 11,8% og í fyrra var hún neikvæð um 37,4%. Ár- in 1994–2002 hefur þessi eign sjóðsins skilað 12,1% neikvæðri ávöxtun. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, segir að þessi niðurstaða endurspegli það sem hafi verið að gerast á erlendum mörk- uðum. „Þetta er stöðumæling. Von- andi hækkar verðið á mörkuðunum í framtíðinni og þá hefur það áhrif á þessa fjárhæð. Það er ekki búið að innleysa þetta tap.“ Svipuð útkoma er hjá Lífeyrissjóði Norðurlands. Raunávöxtun á erlend- um hlutabréfum sjóðsins var neikvæð um 42,1%. Raunávöxtun á þessari eign sjóðsins sl. fimm ár er neikvæð um 8,3%. Aðrir sjóðir hafa ekki birt árs- skýrslur sínar, en Bjarni Brynjólfs- son, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðsins Framsýnar, segir að ávöxtun sjóðsins á erlendum hlutabréfum sé neikvæð þegar horft er aftur til ársins 1997 þegar sjóðurinn hóf að kaupa er- lend hlutabréf. Hann bendir á að Dow Jones-vísitalan sé núna í svipuðu horfi og hún var í árslok 1997. Nasdaq sé hins vegar heldur lægri í dag en í árs- lok 1997. Lélega ávöxtun á erlendum eignum lífeyrissjóðanna á síðasta ári má að hluta til rekja til hækkunar á gengi krónunnar. Fátt bendir til að sjóðirnir eigi eftir að ná þessu tapi til baka á allra næstu árum því flestir spá því að gengi krónunnar verði áfram hátt á næstu árum samhliða miklum fram- kvæmdum innanlands og hækkandi vöxtum. Spá um lélega ávöxtun í ár Í ársskýrslu Lífeyrissjóðs Norður- lands er ekki lýst mikilli bjartsýni varðandi ávöxtun á þessu ári. „Vænt- ingar um hækkanir á þessu ári eru því litlar og gæti svo farið að árið 2003 verði fjórða árið í röð með slakri ávöxtun erlendra hlutabréfa.“ Bjarni Brynjólfsson segir að þótt óvissu varðandi stríðið í Írak sé að ljúka séu ýmis önnur vandamál sem hafi áhrif á hlutabréfaverð. Hann seg- ist þó ekki sjá fram á að verð hluta- bréfa lækki hratt í ár líkt og þau gerðu í fyrra. Ef markaðirnir haldi í horfinu í ár skili erlend eign Fram- sýnar jákvæðri niðurstöðu. Tap á erlendum eignum Lífeyrissjóðs verslunarmanna Raunávöxtun frá 1994 neikvæð um 12,1% ÞJÓNUSTUKÖNNUN sem Starfs- greinasambandið gerði á síðasta ári leiddi í ljós að sjúkrasjóðir stéttar- félaga greiða frá 840 krónum á dag upp í 4.200 krónur. Sumir sjóðir greiða dagpeninga í allt að 90 daga á meðan aðrir greiða allt upp í 300 daga. Þessi munur endurspeglar mismunandi fjárhagsstöðu sjóðanna. Eignir öflugasta sjóðsins, sjúkra- sjóðs Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, námu um síðustu ára- mót tæplega 1,5 milljörðum króna. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði að innan félagsins væri að hefj- ast umræða um að félagið gæfi eftir hluta af kjarasamningsbundnum veikindarétti félagsins gegn því að vinnuveitendur féllust á að auka or- lofsréttindi félagsmanna. Þetta yrði vonandi innlegg VR í komandi kjara- viðræður. Hann sagði að félagið gæti gert þessa breytingu vegna þess að sjúkrasjóður VR væri fjárhagslega sterkur. Breytingin myndi ekki leiða til neinna breytinga á greiðslum til fólks sem hefði veikst. Mikill munur á rétt- indum sjúkrasjóðanna Greiða 840 til 4.200 kr. í sjúkra- dagpeninga  Mikill munur/11 Morgunblaðið/RAX TVÆR konur stunda nú nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og mun önnur ljúka fyrsta stigs prófi í vor. Frá upphafi skólans hefur ein kona útskrifazt af öðru stigi, fjórar af því þriðja en aðeins ein hefur lokið fjórða stiginu, skip- herrastiginu svokallaða. Aðeins þrjár konur hafa lokið fjórða stigs námi frá Vélskólanum, sú fyrsta 1978 og sú síðasta 2001. Það er ekki algengt að konur afli sér menntunar til stjórnunar- starfa á sjó, en tvær ungar stúlkur eru nú að nýta sér þá menntun sína. Önnur, Ragnheiður Svein- þórsdóttir, hefur verið stýrimaður á fiskiskipum í vetur. Hin, Þórunn Ágústa Þórsdóttir, hefur nýtt sér sína menntun í virkjunum og hefur verið vélavörður á sjó, en nemur nú véltæknifræði í Tækniháskóla Íslands. Þær Þórunn og Ragnheiður segjast í samtali við Morgunblaðið hafa orðið varar við fordóma í garð kvenna sem stundi sjóinn og að sumir karlmenn neiti bókstaflega að vinna með konum. „Margir eru hræddir við að hafa konur um borð, sérstaklega í löngum veiðiferðum. Þar getur einangrunin orðið mikil og sumir eru hræddir við afleiðingar þess, án þess þó að tilgreina sérstaklega hverjar þær ættu að vera. Það hef- ur heyrst að eiginkonur sjómanna hafi sett sig upp á móti því að út- gerðir ráði konur á skip sín,“ segja þær. Verða varar við fordóma  Kalla mig/B6 „VIÐ reyndum að færa okkur eins langt frá brennandi flakinu og við gátum og lágum í snjónum um 10 metrum frá flakinu og biðum björg- unar, líklega í eina og hálfa klukku- stund. Ég minnist þess aðallega hvað það var kalt á meðan við biðum, enda skulfum við báðir af kulda.“ Þetta segir Unnsteinn Örn Elvars- son, tvítugur flugnemi og annar tveggja flugmanna sem lifðu af flug- slysið í Hvalfirði föstudagskvöldið 28. mars. Lá hann á sjúkrahúsi til 7. apríl og er nú að jafna sig heima við. Hann hefur stundað flugnám í þrjá vetur samhliða námi í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og stefnir að stúdentsútskrift frá FG í vor. Unnsteinn var ásamt prófdómara í tveggja sæta Cessnu 152 sem brot- lenti í Miðfellsmúla í Hvalfirði. Léttir að sjá bóndann nálgast „Ég kann að hafa rotast í brot- lendingunni, enda man ég ekki eftir mér fyrr en félagi minn var að hjálpa mér út úr flakinu. Hann hjálp- aði mér mjög mikið og hélt á mér hita, þrátt fyrir að hann væri tölu- vert slasaður sjálfur. Það hefði verið slæmt að vera án hans. Hugsunin um það hvort einhver kæmi okkur til bjargar var einnig ofarlega í huga okkar þar sem við lágum hjá flakinu og þar kom að bóndinn [Jón Val- garðsson á Eystra-Miðfelli] kom til okkar. Við efuðumst reyndar aldrei um að einhver kæmi okkur til bjarg- ar og að vissu leyti vorum við heppn- ir að það skyldi kvikna í vélinni, því eldbjarminn sást langt að. Okkur létti mjög mikið við að sjá bóndann nálgast á jeppanum. Hann hjálpaði mér síðan að bílnum og einnig komu tvær konur úr nálægum bústað með teppi.“ Í slysinu ristarbrotnaði Unnsteinn og hlaut 2. stigs bruna á annarri hendinni, auk bruna á höfði og vinstra fæti. Þá þurti að sauma 7 spor í skurð ofan við hægra auga og 16 spor að auki í annan fótinn. Að- spurður segist Unnsteinn hafa gert sér nokkra grein fyrir meiðslum sín- um rétt eftir slysið. „Ég gat mér þess til að ég hefði fótbrotnað og kenndi nokkuð til í fætinum, en þó var það léttvægt miðað við kuldann.“ Unnsteinn vill koma á framfæri þökkum til Jóns Valgarðssonar, starfsfólks Landspítalans, prófdóm- ara síns og allra sem hjálpuðu til við björgunina. Unnsteinn Örn Elvarsson flugnemi sem komst lífs af úr flugslysinu í Hvalfirði Erfitt að bíða í kuldanum Morgunblaðið/Golli Unnsteinn Örn Elvarsson flugnemi er á batavegi og ætlar að halda áfram flugnámi er heilsan leyfir. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út á páskadag, sunnudaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður að venju á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, alla páskahelgina. Hægt verður að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is eða í síma 861-7970. Á fréttavefnum er einnig að finna minnisblað lesenda og upp- lýsingar um kirkjustarf. Fréttaþjónusta um páska MARGIR hafa ákveðið að leggja land undir fót um páskahelgina enda verður hún æ vinsælli sem ferðahelgi meðal landsmanna. Hvort sem leggja á í langferð eða einfaldlega bregða sér upp í sum- arbústað finnst mörgum tilheyra að stoppa í sjoppu á leiðinni og fá sér eina með öllu. Þetta fólk hafði gert hlé á ferð sinni og var að gæða sér á pylsum í Borgarnesi þegar ljós- myndara bar að garði en ekki fylgdi sögunni hvert ferðinni var heitið. Ferðahelgi framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.