Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steindór Hlöð-versson fæddist á Akureyri 26. maí 1980. Hann lést í bíl- slysi á Sauðárkróki 10. apríl síðastliðinn. Steindór var elstur þriggja sona hjón- anna Hlöðvers Stein- grímssonar, f. 27. apríl 1959, og Heið- rúnar Steindórsdótt- ur, f. 21. febrúar 1961, en þau hjón eru búsett í Laugartúni 25 á Svalbarðseyri. Bræður Steindórs eru: Heiðar, f. 23. febrúar 1987, og Rúnar, f. 4. febrúar 1992. Þegar eftir grunn- skólapróf við Valsár- skóla fór Steindór að vinna og var mest í verktakavinnu á ýmsum tækjum, en einnig var hann um tíma á sjó. Steindór var ókvæntur og barn- laus, og var til heim- ilis í foreldrahúsum í Laugartúni 25 á Svalbarðseyri. Útför Steindórs verður gerð frá Svalbarðskirkju á laugardag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekkert er eins og sýnist – hilling- arnar breyta sýn og vorið er að koma sólin bræðir snjó, ég stari í gegnum tárin. Steini. Þú ert farinn. Staupasteinn, ég sá þig veðrast og stillti klukkuna á þína sólarhæð, og sá skuggana sem urðu hærri og stærri, hvernig verður lífið – án þín. Ég hugsa um öll gömlu sporin, ég hrekk við, grátur í hlátur öll árin, ég hugsa um þennan sólargeisla sem allt upp tendraði, orkubolta sem við elskuðum. Glókollur, geimsteinn, þitt yfirbragð, ég man ekki dapra stund. Í sveitinni eða sjávarbrölti, þú fórst á þín mið. Við fengum í soðið, við töluðum um lífsins löngu stundir reglulega þú komst aftur og aftur (heim). Nú hugsum við um hann Steina vin okkar frá Svalbarðseyri og skrif- um nokkrar línur, en hann Steini sem hefði orðið 23 ára 26. maí er lát- inn. Hann kom inn í líf fjölskyldu okk- ar fyrir 16 árum en hann var jafn- aldri og bekkjarbróðir dóttur okkar Guðrúnar Elvu og besti vinur Bald- urs okkar. Guðrún hringdi í okkur og sagði okkur fréttirnar af slysinu og and- láti Steindórs, og þvílíkt sjokk. Hver getur trúað þessu? Jú, svona er nú lífið, ekki allt sem sýnist. Stelpurnar Ingibjörg Guðrún Ólöf og Petra komu hér heim og við kertaljós þá reyndum við að hugga hvert annað og hugur okkar var með fjölskyldu Steina. En nú kemur Steini ekki aftur og við erum svo fátæk en samt svo rík því hann Steini var svo einstakur drengur og núna sjáum við þvílík lán það var að fá að verða honum sam- ferða í 16 ár. Steini var fjörugur strákur og alltaf til í smá glens, já- kvæður og alltaf brosandi. Ef eitt- hvað kom uppá þá bara bretti hann upp ermarnar og vann myrkranna á milli til að klára hlutina, en samt var hann svo jarðbundinn og alla tíð svo sjálfstæður og ábyrgur á alla hluti og núna þegar við hugsum til baka þá held ég að Steini hafi verið bæði fullorðinn og ungur, það voru töfrar í kringum hann Steina, hann gat samlagað sig við allan aldur, unga sem gamla, og oft kom hann og ræddi við okkur löngum stundum. Steini hafði þessa innri ró og virð- ingu og ég minnist þess svo glöggt þegar ég sá Steina koma á litla plastbátnum sínum að bryggju, þá innan við fermingu, að færa í soðið og vinna sjálfstætt og sjá fyrir sér og sínum. Það áttu þeir sameigin- legt Baldur og Steini að þeir unnu af hugsjón og miklum ákafa sólar- hringum saman að viðgerðum á hjól- um og bílum og hinu og þessu og það var oft mikið líf í kjallaranum hjá okkur hjónunum í Gömlubúð á Sval- barðseyri. Það var honum Steina eðlislægt að geta unnið sjálfstætt og maður átti alltaf von á að hann yrði verk- taki einn daginn og við hjónin fórum oft í fyrra til að kíkja á eftir Steina og færa honum nesti þegar hann fékk sitt fyrsta stóra verk sem verk- taki en það var að girða meðfram veginum við Þelamörk og það gerði hann með miklum sóma, og oft kom það fyrir að þegar maður kom fram á morgnana að Steini var sofandi inni í stofu en þá hafði hann verið að vinna fram á miðja nótt. Steini var svo stoltur af sinni fjölskyldu og það var frábært hvernig hann ætlaði sér að vera jákvæð fyrirmynd yngri bræðra sinna og stolt foreldranna sem eru búsett á Svalbarðseyri. Steini var hér hjá okkur um dag- inn og þá var spjallað í marga klukkutíma og spáð í marga hluti og nú var minn maður ákveðinn í að fjárfesta í íbúð og við pældum þetta út og inn enda hægt að gera hlutina á marga vegu og átti Steini aðgang að stórum vinahóp og margan greið- ann átti hann inni svo það var bara spurning að hefja verkið. Steini átti sér góða vini í fólkinu í Höfn og þar var hann á heimavelli og gat dundað í nýja krossara-hjólinu sínu og hafði aðgang að tækjunum hans Stebba, en hjá honum hafði hann unnið á tækjunum og lærði að fara með þessi stóru tæki. Við gætum skrifað langt mál um vin okkar hann Steina, en svona er minningin á þessari stund bæði góð og svo sár. Guðrún og ekki síst hann Baldur æskuvinur þinn sakna þín sárt, en, elsku Steini, við erum þakk- lát fyrir þau ár sem þú varst okkur samferða hér og við sjáum núna því- lík foréttindi það voru að fá að kynn- ast þér. Megi Guð geyma þig, elsku drengurinn, og vottum við foreldr- um þínum og bræðrum okkar dýpstu samúð. Lárus H. List og Freyja. Jæja, Steindór, þá ertu farinn. Þú varst alltaf að flýta þér, fara hingað, þangað, gera þetta, hitt, aldrei logn- molla í kringum þig. Alltaf í miklu stuði. Ég man ekki alveg hvað við vorum gömul þegar við kynntumst fyrst, kannski sjö, átta ára, og þá varstu í stuði, alveg jafn miklu stuði og þegar ég sá þig síðast. Við hefð- um kannski aldrei kynnst hefði ég ekki verið heimagangur hjá Marsibil á þessum árum. Þú varst auðvitað oft þar. Þið Valgerður voruð ótrú- lega góðir vinir og mér fannst alltaf jafn spennandi þegar þú varst vænt- anlegur í heimsókn. Þú varst svo skemmtilegur og fyndinn. Sagðir okkur ótal sögur af hinum ýmsu af- rekum og stundum klúðri og hvern- ig þú náðir alltaf að bjarga þér fyrir horn rétt áður en mamma komst að öllu saman. Valgerður var alltaf svo montin af þér og ég skil hana alveg, þú varst frábær frændi. Það var nú STEINDÓR HLÖÐVERSSON Sannir gáfumenn eru sjaldgæfir og enn sjaldgæfari eru þeir gáfumenn, sem aldrei reyna að hefja sig yfir aðra fyrir sakir gáfna sinna. Þegar við þetta bætist það að láta sér ekkert mann- legt óviðkomandi og að njóta lífsins, höfum við grófa mynd af manninum sem nú hefur kvatt fjölskyldu sína og vini eftir áratuga glímu við sjúkdóm, sem er þess eðlis, að hann beygir þolandann hægt og miskunnarlaust að óumflýjanlegum endalokum. Ég man ekki hvar eða hvenær fundum okkar Páls bar fyrst saman en senni- lega var það í Háskólanum eða hjá frændfólki hans á Lokastíg 7. Eftir stuttan stans hér heima hélt Páll svo til framhaldsnáms í Edinborg og nokkrum árum síðar lagði ég líka af stað í sömu erindum til Svíþjóðar. Gullfoss var í þann tíð það farartæki sem flestir notuðu til að ferðast milli Íslands og Evrópu og Gullfoss kom alltaf við í Leith, hafnarborg Edin- PÁLL S. ÁRDAL ✝ Páll S. Árdalfæddist á Akur- eyri 27. júní 1924. Hann lést 25. mars síðastliðinn. Minningarathöfn um Pál fór fram í Queen’s University í Kingston 5. apríl. borgar. Þá heimsótti ég Pál og fallegu konuna hans hana Hörpu í fyrsta sinn. Þau bjuggu þá á jarðhæð í gömlu húsi í háskólahverfinu í Edinborg. Mér var tek- ið fagnandi, en það sem mér er þó minnisstæð- ast er að sem við sátum í stofunni og sötruðum bjór opnuðust skyndi- lega stofudyrnar og inn kom kolkrímóttur mað- ur með stóran kolapoka á bakinu. Hann opnaði lúgu við hliðina á arn- inum og steypti innihaldi pokans inn- um hana. Það sortnaði um stund í stofunni en svo settist kolarykið og við héldum áfram með bjórinn. Nokkrum árum síðar lá leið mín aft- ur til Skotlands, til ársdvalar en þá var Páll orðinn kennari við Edin- borgarháskóla og skrifaði hálærðar ritgerðir um heimspekinginn David Hume. Þau Harpa bjuggu þá ásamt börnum sínum ungum á háskóla- svæðinu í Lauriston Place í rúm- góðri en nokkuð fornri íbúð. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja en þæg- indi nokkuð af skornum skammti, jafnvel miðað við þátímakröfur. Eld- húsið var t.d. niðri í kjallara og þar var þveginn þvottur og hengdur á snúrur. Árið í Skotlandi er minnis- stætt fyrir sakir margra og góðra minninga og margar þessara minn- inga eru á einhvern hátt tengdar Páli og fjölskyldu hans. Það var oft mjög glatt á hjalla í Lauriston Place, sér- staklega á laugardögum. Þá var þar ósjaldan „opið hús“. Kunningjar komu í heimsókn oft uppúr miðjum degi. Húsbóndinn skrapp frá um fjögurleytið til að horfa á fótbolta, en hann var mikill áhugamaður um boltaíþróttir og lék veggtennis uns sjúkdómurinn tók af honum völdin. Þegar tók að líða að kvöldi, fjölgaði gestum smátt og smátt, einhver eða einhverjir skruppu eftir „fish and chips“, sem þá var selt í dagblöðum, og bjór. Umræður sem oftast voru mjög líflegar entust kvöldið og stundum framá nótt. Á meðan sat Harpa við handsnúnu saumavélina sína og saumaði á börnin. Á þessu ári tengdumst við þeim Páli og Hörpu vináttuböndum, sem ekki slitnuðu, þó löngum hafi verið vík milli vina. Eftir að þau fluttu til Kanada heim- sóttu þau okkur, þegar þau komu til landsins og við náðum að heimsækja þau í fallega og vel búna húsið þeirra Kingston í Ontario. Ég hef hvorki fræðilegar forsendur né vit til að fjalla um fræðistörf Páls en veit þó að þau eru mikil að gæðum og vöxt- um. Ekki ætla ég heldur að fjölyrða um mannúðarstörf hans sem tengd- ust bæði fræðaáhuga hans og áhuga á manninum í allri sinni fjölbreyttu mynd. Það er mannbætandi að hafa átt Pál að vini. Fyrir það ber að þakka en þakkirnar færum við henni Hörpu líka um leið og við sendum henni og fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðný og Árni Björnsson. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, GRÉTA HERMANNSDÓTTIR, lést á sjúkrahúsinu í Tröllhattan, Svíþjóð, fimmtudaginn 10. apríl sl. Útför hennar verður auglýst síðar. Jón S. Sigurþórsson, Kristrún J. Steindórsdóttir, Þórður E. Marteinsson, Jóna D. Steinarsdóttir, Alvar Óskarsson, Berglind Þ. Steinarsdóttir, Ævar Sveinsson, Gunnbjörn Steinarsson, Ragnheiður Dóra Ásgeirsdóttir, Sigurþór Jónsson, systkini og barnabarn. Minningarathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNU JÓNSDÓTTUR frá Seyðisfirði, sem lést miðvikudaginn 2. apríl, verður í Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður á Seyðisfirði laugardaginn 26. apríl. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Katrínar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Jón Erlendsson, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Björn Erlendsson, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, Halldóra Erlendsdóttir, Ólafur Víðir Björnsson, Hákon Erlendsson, Ermenga Stefanía Björnsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR, Holti, Garðabæ, lést mánudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Gísli H. Líndal Finnbogason, Kristberg H. Finnbogason, Jórunn Sigurmundsdóttir, Stefán H. Finnbogason, Hulda C. Guðmundsdóttir, Finnbogi G.H. Finnbogason, Sigrún Gunnarsdóttir, Sævar Þ. Finnbogason, Eyrún B. Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og amma, STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Höskuldsstöðum, Reykjadal, lést að morgni miðvikudagsins 16. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Agnar Kárason, Sigrún Guðfinna, Elínborg, Borghildur og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.