Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir, forsætisráð- herraefni Sam- fylkingarinnar, ítrekaði á fundi á Hótel Borgarnesi á þriðjudagskvöld fyrri orð sín um að fátækt væri til staðar á Íslandi. Birtingarmynd fátæktar hefði versnað vegna þess að íslenska vel- ferðarkerfið hefði verið að þróast í anda frjálshyggjunnar. „Að undanförnu hef ég talsvert talað um fátækt og ég hef gagnrýnt stjórnvöld fyrir að leyfa henni að þróast eins og gert hefur verið. Og núna er mér sagt að það sé firra, ósannindi að hér sé fátækt. Líkleg- ast teljast þetta vera gróusögur og persónulegar árásir. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það séu ekki til neinar tölur sem sýni þetta, engar opinberar hagtölur, engin op- inber tölfræði. Og það sem ekki er skráð í opinber gögn er ekki til. Við sem segjum að það sé til erum að segja ósatt, breiða út gróusögur,“ sagði Ingibjörg Sólrún og benti á að til væru margvísleg gögn er stað- festu misskiptingu í samfélaginu, m.a. rannsóknir Stefáns Ólafssonar prófessors og Hörpu Njáls fé- lagsfræðings, og tölur og upplýsing- ar frá Félagsþjónustu Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd, Þjóðkirkjunni og samtökum aldraðra og öryrkja. „Við sjáum misskiptinguna ef við erum með augun opin og heyrum um hana ef við hlustum. Svo höfum við greind til að meta það sem fyrir augu og eyru ber. Sumir hafa það þannig að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki nema það sem þeim sjálfum hentar. Það er hæfileiki út af fyrir sig,“ sagði Ingibjörg. Hún vitn- aði á fundinum í bréf sem hún fékk nýlega frá fimmtugri fráskilinni konu sem býr ein í eigin íbúð. Konan hefði 106 þúsund krónur í mánaðar- laun og ætti eftir 62 þúsund krónur til að greiða af húsnæði og fram- fleyta sér að öðru leyti. Ef skattleys- ismörkin væru 100 þúsund krónur sagðist konan í bréfinu til Ingibjarg- ar geta farið til tannlæknis og leyft sér að fara í bíó eða leikhús. Hún léti sig ekki dreyma um slíkan munað og hefði m.a. fermt dóttur sína með styrk frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd. „Þetta viljum við ekki, þetta ætl- um við ekki að sætta okkur við vegna þess að fátækt er heilsuspillandi, hún er mannskemmandi, hún niður- lægir fólk, hún kemur niður á börn- um, hún kemur niður á lífsgæðum í íslensku samfélagi, lífsgæðum allra,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á stjórnmálafundi í Borgarnes Birtingarmynd fátæktar hefur versnað á Íslandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist fylgj- andi því að veiðiskyldan verði aukin úr 50% upp í 75%, en með því er framsalsréttur veiðiheimilda tak- markaður. „Þessi breyting hefði þau áhrif að brottkastið minnkaði og minna verður braskað í fram- salinu,“ segir Halldór. „Þetta var tillaga sjómanna og útvegsmanna í aðdraganda síð- ustu samninga um launakjör sjó- manna. Var fjallað um þetta á þeim tíma en talið varasamt að breyta lög- unum vegna Hæstaréttardómsins.“ Vísar Halldór þarna til Valdimars- dómsins svokallaða, sem var upp kveðinn í Hæstarétti í desember 1998. Í kjölfar dómsins var lögum breytt um úreldingarskyldu skipa. Halldór segir engan vafa leika á því að brottkast hafi farið vaxandi í kjölfar dómsins þar sem allir hefðu fengið rétt til að sækja sjó, jafnvel þótt fiskveiðiheimildirnar væru litl- ar. „Af þessum sökum hafa fleiri og fleiri bátar bæst við flotann með mjög litlar veiðiheimildir.“ Halldór segir að verði lögum breytt til að auka veiðiskylduna megi búast við því að á þau verði lát- ið reyna fyrir dómi. „Ég tel hins veg- ar að dómstólar hljóti að taka tillit til umgengninnar um auðlindina og þess vandamáls sem brottkastið er. Ef dómstólar gera það ekki hljótum við að taka til umræðu að breyta stjórnarskránni á þann veg að lög- gjafarvaldið hafi meira ákvörðunar- vald yfir ráðstöfun aflaheimild- anna.“ Halldór minnir á að framsóknar- menn vilji að það sé bundið í stjórn- arskrá að fiskveiðiauðlindin sé sam- eign þjóðarinnar. „Það kæmi þá til athugunar í leiðinni að kveða skýrt á um það að löggjafarvaldið geti gert nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja góða umgengni um auð- lindina.“ Halldór segist ávallt hafa óttast frjálsar veiðar og minnir m.a. á að gengið hafi verið nærri grálúðu- stofninum á sínum tíma vegna sókn- armarksins. Sá stofn sé nú að bragg- ast. Hann segist sömuleiðis aðspurður ávallt hafa verið hræddur um ofveiði í karfanum. „Við verðum líka að fara varlega með þorskstofn- inn,“ bætir hann við og segir ekki tímabært að kveða endanlega upp úr með aukningu á þorskkvótanum. Hann segist þó hafa trú á því að hægt verði að auka þorskveiðina. „Ég ætla ekki að kveða upp úr um það hvort viðbótin eigi að vera 20.000 tonn, 30.000 tonn, 40.000 tonn eða meira. Það fer eftir niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar. Ég vil sjá niðurstöðu stofnunarinnar áður en ég kveð upp úr um þetta.“ Hann seg- ir að síðustu að miklar líkur séu á því að það geti orðið veruleg aukning á ýsuveiðum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vill takmarka framsal á veiðiheimildum Veiðiskyldan verði aukin í 75% Halldór Ásgrímsson NOKKUÐ mun hafa verið um að blaðberar hafi haft samband við skrif- stofu Verzlunarmannafélags Reykja- víkur (VR) eftir að greint var frá kjarasamningi VR og Morgunblaðs- ins vegna blaðbera þess. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, staðfestir að hringt hafi verið á skrif- stofu félagsins vegna þessa. „Við höf- um verið að óska eftir samningi við Fréttablaðið og munum nú í fram- haldinu senda þeim og raunar DV einnig formlegt bréf þar sem óskað verður eftir gerð kjarasamnings við blaðbera.“ Gunnar Páll segir Morgunblaðið vera eina dagblaðið sem er í samtök- um atvinnulífsins (SA), hin dagblöðin, Fréttablaðið og DV, séu það ekki en synji þau félaginu um gerð kjara- samninga þá sé hægt að fara fram á að ríkissáttasemjari kalli aðila til fundar. Gunnar leggur þó áherslu á að það sé auðvitað fyrst og fremst sið- ferðileg skylda þeirra að standa að gerð kjarasamninga við blaðbera. Fara fram á samninga við Fréttablaðið og DV FRJÁLSLYNDI flokkurinn bauð upp á fisk í soð- ið við opnun kosningaskrifstofu flokksins í Rafha-húsinu í Hafnarfirði í gær, en eins og kunnugt er hefur flokkurinn gert breytingar á vinnuna og aflaverðmætið. Þessa dagana hefur flokkurinn verið að opna kosningaskrifstofur vítt og breitt um landið, m.a. í Reykjavík, á Siglufirði, Sauðárkróki og Selfossi. fiskveiðistjórnunarkerfi landsins að helsta bar- áttumáli flokksins. Gestir gátu valið um nýjan fisk af ýmsum tegundum, en trillukarlar, útgerð- armenn og fiskverkendur af Suðurnesjum gáfu Gáfu fólki fisk í soðið Frjálslyndi flokkurinn opnar kosningaskrifstofu í Hafnarfirði Morgunblaðið/Sverrir FRAMBOÐSLISTI Nýs afls í Norðausturkjördæmi við al- þingiskosningar 10. maí hefur verið birtur. 1. Valdimar H. Jóhannesson framkvæmdastjóri, 2. Halldór Brynjar Halldórsson mennta- skólanemi, 3. Jóhanna Frið- finnsdóttir myndlistarmaður, 4. Jónas Rafnar Ingason við- skiptafræðingur, 5. Gísli Bald- vinsson, náms- og starfsráðgjafi, 6. Steinþór Frank Michelsen bakari, 7. Guðrún Trampe fangavörður, 8. Halla Soffía Jón- asdóttir söngkona, 9. Valbjörg Fjólmundsdóttir handverks- kona, 10. Kristín Þóroddsdóttir, öryrki Akureyri, 11. Gréta Ósk Sigurðardóttir myndlistarmað- ur, 12. Guðmundur Cesar Magnússon sjómaður, 13. Axel Þór Kolbeinsson verkamaður, 14. Brynjólfur Sigurbjörnsson vélsmiður, 15. Pálmi Arthursson flugvélstjóri, 16. Guðbrandur Kristvinsson verkamaður, 17. Kristján J. Gunnarsson verslun- arstjóri, 18. Ragnheiður Egils- dóttir læknaritari, 19. Þórarinn Ragnar Jónsson bóndi, 20. Bárður G. Halldórsson mennta- skólakennari. Framboðs- listi Nýs afls í Norðaust- urkjördæmi T-LISTINN, framboð óháðra í Suðurkjördæmi, fagnar því ef hægt er að auka þorskkvótann um 30 þúsund tonn en telur eðlilegt að þá yrði opnaður línu- tvöföldunarpottur að nýju fyrir dagróðrarbáta. Kristján Pálsson, alþingis- maður og leiðtogi T-listans, segir að þannig myndu skapast tækifæri fyrir aukna land- vinnslu og aukið líf á bryggj- unum. „Í þessu sambandi má ekki gleyma því að á sínum tíma var tekinn tíu þúsund tonna pottur úr línutvöföldun- inni og deilt á útgerðirnar. Ég var algerlega mótfallinn því og tel því núna vera tækifæri til þess að skila þessum heimild- um til baka.“ Kristján segir að flestir sem til þekkja séu sam- mála um að línutvöföldunin hafi að mörgu leyti verið réttlát leið til þess að opna fyrir nýliðun í greininni og styrkja umhverf- isvænar veiðar. „Mér finnst mega byrja á því að skila þess- um tíu þúsund tonnum til baka. Ég lít samt ekki svo á að taka eigi upp línutvöföldunina óbreytta frá því sem hún var því útilegubátar og skip sem voru gerð út með mörgum höfnum gengu í raun að línu- tvöföldunarkerfinu dauðu á sín- um tíma. Við viljum gæta þess vel að það gerist ekki aftur og höfum ákveðnar hugmyndir í þeim efnum,“ segir Kristján. T-listinn um aukinn þorskkvóta Þriðjungur í línutvöföld- unarpott Stjórnmálasamtökunum Nýju afli hefur verið úthlutað lista- bókstafnum N fyrir komandi alþingiskosningar. Nýtt afl var formlega stofnað í byrjun þessa mánaðar. Hefur það þegar kynnt framboðslista; í nokkrum kjördæmum. Nýtt afl Fær lista- bókstafinn N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.