Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 48
AP
Víkverji skrifar...
KUNNINGI Víkverja eráhugamaður um íslenskt
mál og rakst nýlega á setningu
í dagblaði þar sem sagði af ein-
hverjum kjána sem hafði gyrt
niður um sig á almannafæri.
Kunninginn spurði Víkverja
hvort honum þætti þetta ekki
undarlega til orða tekið en Vík-
verji gat ómögulega komið
auga á neina vitleysu. Þá benti
kunninginn honum á að menn
gyrtu sig er þeir klæddust, en
leystu niður um sig er þeir af-
klæddust. Að gyrða niður um
sig væri því rökleysa. Víkverja
fannst þetta auðvitað hárrétt
ábending, hvernig er eiginlega
hægt að gyrða niður um sig?
Næst þegar kunninginn hitti
Víkverja hafði hann í millitíðinni
lesið í dagblaði eitthvað um
„þjófnaðarstuld“ og vissi ekki
hvað það þýddi. Ekki Víkverji
heldur. Báðir hlógu samt ofan í
kaffið sitt svo það frussaðist út á
kinnar.
x x x
Í FRÉTTUM nýlega sagði frátölvum sem eiga að geta talað
við mann í síma. Þessi nýjung
verður innleidd í haust. Víkverji
hlakkar mjög til aðpanta sér flug-
miða til Akureyrar og röfla við
tölvu á meðan gengið er frá pönt-
uninni. Spurning hvort fyrstu vik-
urnar verði reynt að stríða tölv-
unum og leggja fyrir þær
spurningar sem þær eiga ekki
möguleika á að svara. „Fæ ég
reyk- eða reyklaust? Bara grín.
Þú getur tekið smágríni er það
ekki, ha? Hvað ertu annars göm-
ul? Eða gamalt?“
En í alvöru talað má búast við
að tölvurnar verði býsna glúrnar
enda forritaðar af sérfræðingum
úr öllum áttum. Víkverji styður
þessi áform. Þessi vísindi nefnast
tungutækni.
Víkverji er þeirrar skoðunar
að hinn vel heppnaði morg-
unþáttur Stöðvar 2, Ísland í
bítið, sé nú á hátindi sínum
eftir að hafa verið á dag-
skránni í lengri tíma. Þetta
sýnir að sjónvarpsefni þarf
sinn tíma til að festa sig í
sessi, en stundum eru nýir
sjónvarpsþættir slegnir af of
fljótt.
x x x
BIFHJÓLAMENN erufarnir að sýna sig á göt-
unum og brátt koma nætur með
brjálæðislegum hávaða frá stóru
hjólunum. Víkverja er alls ekki illa
við þennan hávaða, en kannski fer
hann illa í aðra, sem eru að reyna
að sofna sjálfir eða svæfa börnin.
Víkverji vonar að bifhjólamenn og
-konur fari bara varlega í sumar
og „krassi“ ekki. Þau eru býsna
hrikaleg bifhjólaslysin sem orðið
hafa, þótt þeim hafi fækkað mjög
eftir að fólki var bent á að vera
ekki að lána hjólin sín. Já, þetta
er víst satt, flest bifhjólaslys urðu
þegar knaparnir voru á láns-
hjólum. Þess vegna segja hinir
eldri við hina yngri: „Ekki lána
hjólið þitt.“
Ætli hann sé nokkuð á lánshjóli?
DAGBÓK
48 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Árni
Friðriksson kemur í
dag. Arnarfell, Ak-
ureyrin, Freri og
Goðafoss
Hafnarfjarðarhöfn:
Arklow Day kemur til
Straumsvíkur í dag.
Tenor kemur í dag,
Víking og Olshana fara
í dag. Selfoss kom til
Straumsvíkur í gær
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs er lokuð
vegna flutninga, hún
verður opnuð aftur 6.
maí í Fannborg 8, áður
húsnæði Bókasafns
Kópavogs, lesstofa á
jarðhæð.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Skrifstofa
s. 551 4349, opin mið-
vikud. kl. 14–17. Flóa-
markaður, fataútlutun
og fatamóttaka opin
annan og fjórða hvern
miðvikud. í mánuði kl.
14–17, s. 552 5277
Mannamót
Aflagrandi 40. Fé-
lagsstarfið óskar gest-
um sínum gleðilegra
páska.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skráning í
ferðina að Reykholti 23.
apríl er hafin og stend-
ur til kl. 17 þriðjudag-
inn 22. febrúar. Ferða-
nefndin, Bogi s.:
554 0233, Þráinn s.:
554 0999.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel verð-
ur lokað til þriðjudags
22. apríl.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Félagsstarf
fellur niður um
páskana hefst aftur
þriðjudag 22. apríl
FEB óskar öllum eldri
borgunum gleðilegra
páska. Skrifstofa fé-
lagsins er í Faxafeni 12
sími. 588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Félagsstarfið óskar öll-
um þátttakendum og
samstarfsaðilum gleði-
legra páska. Allar upp-
lýsingar um starfsem-
ina á staðnum og í síma
575 7720.
Vesturgata 7. Starfs-
fólk á Vesturgötu 7 ósk-
ar gestum og velunn-
urum gleðilegra páska.
Föstudaginn 25. apríl
kl.13.30–14.30, sungið
við flygilinn við undir-
leik Sigurbjargar
Hólmgrímsdóttur, kl.15
koma frambjóðendur
frá Framsókn-
arflokknum í heimsókn.
Nemendur Sigvalda
sýna línudans kl.15.15
dansað í kaffitímanum
við lagaval Sigvalda,
rjómaterta með
kaffinu, allir velkomnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krumma-
kaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA Síðu-
múla 3–5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átröskun
/ Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásartrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum.
Birgir Hallvarðsson,
Botnahlíð 14, Seyð-
isfirði, s. 472 -1173
Blómabær, Miðvangi,
Egilsstöðum, s. 471-
2230 Nesbær ehf., Eg-
ilsbraut 5, 740 Nes-
kaupstaður, s. 477
-1115 Gréta Friðriks-
dóttir, Brekkugötu 13,
Reyðarfirði, s. 474
-1177. Aðalheiður Ingi-
mundardóttir, Bleiks-
árhlíð 57, Eskifirði, s.
476- 1223 María Ósk-
arsdóttir, Hlíðargötu
26, Fáskrúðsfirði, s.
475- 1273 Sigríður
Magnúsdóttir, Heið-
mörk 11, Stöðv-
arfjörður, s. 475-8854.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Í dag er fimmtudagur 17. apríl,
107. dagur ársins 2003. Skírdag-
ur. Orð dagsins: Enginn skap-
aður hlutur er honum hulinn, allt
er bert og öndvert augum hans.
Honum eigum vér reikningsskil
að gjöra.
(Hebr. 3, 13.)
Hafsteinn Þór Haukssonskrifar á Frelsi.is í til-
efni af grein Álfheiðar
Ingadóttur, frambjóð-
anda vinstri grænna, sem
birtist hér í blaðinu í síð-
ustu viku. Þar gagnrýndi
hún ummæli Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra
um Íraksstríðið í sjón-
varpsþætti.
Hafsteinn segir í pistlisínum: „Álfheiður
bregst meðal annars við
með þessum orðum: „Sú
hálfa milljón barna sem
látið hefur lífið í Írak und-
anfarin 12 ár féll ekki fyr-
ir harðstjórn á heimavelli
heldur fyrir því harðræði
sem Bandaríkjastjórn og
bandamenn hafa beitt.“
Með þessum orðum vísar
hún til viðskiptabannsins
á Írak sem Sameinuðu
þjóðirnar ákváðu að
leggja á landið, enda seg-
ir hún: „Það er við-
skiptabannið sem hefur
komið í veg fyrir að börn í
Írak fái lyf og matvæli …“
Nú vill svo til að ég telviðskiptabönn óhent-
ugt tæki til þess að bregð-
ast við ógnarstjórnum,“
skrifar Hafsteinn. „Að
þvinga harðstjóra frá
völdum eða áætlunum sín-
um með viðskiptabanni
tekur langan tíma og bitn-
ar oft illa á saklausum
borgurum. Til þess að
sporna við þessu var
ákveðið árið 1996 að taka
upp áætlunina „olíu fyrir
mat“. Álfheiður minnist
hins vegar ekki einu orði
á það í grein sinni að
Saddam Hussein kom sér
hjá banninu með ýmsum
hætti. Seldi olíu fyrir mat
og lyf sem hann smyglaði
svo áfram og seldi fyrir
vopn. Síðan 1996 hefur
ógnarstjórn Saddams nýtt
olíugróðann til þess að
auka vopnabúr sitt og
skreyta hallir í stað þess
að sinna hungruðum
börnum í heimalandi sínu.
Hvers vegna minnist Álf-
heiður ekki á þetta og
segir beinlínis að sú hálfa
milljón barna sem látist
hefur hafi ekki fallið „fyr-
ir harðstjórn á heima-
velli“! Fjölmargir hafa
orðið til þess að gagnrýna
viðskiptabann Sameinuðu
þjóðanna. En fáir hafa
beinlínis hafnað nokkurri
ábyrgð harðstjórnarinnar
í Írak á því hvernig fór.
Fyrirfram hefði ég ekki
trúað slíkum skrifum upp
á annan en upplýsinga-
ráðherra Saddams,“
skrifar Hafsteinn.
Það er því ljóst að Álf-heiður, og félagar
hennar í vinstri grænum,
eru á móti viðskiptabanni
á Írak. Álfheiður er einn-
ig harður andstæðingur
stríðsins sem nú geisar til
þess að hrekja Saddam
frá völdum. Þetta kemur
skýrt fram í grein hennar.
En hvert er þá svarið?
Hvað á að gera þegar ein-
ræðisherra myrðir eigin
íbúa í þúsundatali, ræðst
á nágrannaríki sín og þró-
ar ólögleg vopn? Fram-
bjóðandinn og stjórn-
málaflokkur hennar hafa
ekkert svar,“ segir Haf-
steinn.
STAKSTEINAR
Skrifaði upplýsinga-
ráðherra Saddams grein
í Morgunblaðið?
NÚ held ég að væri nauð-
synlegt að hafa málsfars-
mínútur í sjónvarpinu. Ekki
bara eina, heldur fleiri, t.d.
10 mínútur, á þeim tíma sem
flestir eru að horfa á sjón-
varp.
Í fréttablaðinu 12. apríl sl.
var mynd af konu og smá
viðtal. Konan hefur unnið í
útvarpi og sjónvarpi í 15 ár
og hún er að taka sér frí til
að „fara að ferma“. Svona
rugl hef ég oft séð í fjölmiðl-
um. Konan er ekki prestur.
Maður segir: „það á að fara
að ferma hjá mér“ og er það
gert af prestum í kirkjum
landsins en við sjáum um
fermingarveisluna.
Fyrir nokkrum árum var
farið að tala um einstaklinga
í fjölmiðlum í staðinn fyrir
fólk. Nú er svo komið að það
er t.d. alltaf sagt fimmtíu
einstaklingar í staðinn fyrir
fimmtíu manns. Og svo eru
það ekki lengur stórir hópar
heldur breiðir hópar.
Kannski er það af því að
margir eru allt of feitir og
þá breikka þeir (hóparnir).
Og svo er talað um aðila og
viðkomandi. Það er sjaldan
að heyrist talað um börn,
konur eða karlmenn eða yf-
irleitt nokkur önnur orð
sem eru til um fólk.
Nú er fólk í fjölmiðlum
sjálfsagt vel menntað en
svona talar það og fólk sem
hlustar tekur upp eftir því.
Því ætti fólk sem kemur
fram í fjölmiðlum, t.d. fólk á
Alþingi og fólk í Kastljósi,
og allir sem opna munninn í
fjölmiðlum, að vanda sitt
mál.
Lilja.
Engin vandræði
með sturtur
ÉG las hérna í blaðinu
þriðjudaginn 15. apríl síð-
astliðinn að hann Kristján
ætti í vandræðum með
sturturnar í sundlaugunum.
Ég æfi sund á hverjum
degi nánast og hef aldrei átt
í vandræðum með neinar
sturtur, nema þá klukkan
sex að morgni þegar enginn
er búinn að nota sturturnar
yfir nóttina.
Ég hef keppt í Sundhöll-
inni oft, Laugardalslaug
nokkrum sinnum, úti á
landi, og æfi í hinni frábæru
Grafarvogslaug.
Ég verð nú bara að segja
að það hefur aldrei tekið
mig meiri tíma en 20 sek-
úndur að hita þessar sturt-
ur.
Kári Emil.
Dýrahald
Kisa er týnd
KISA er svört og hvít læða,
ólarlaus og ómerkt. Hún
týndist frá Grandavegi 11
fyrir viku. Þeir sem hafa
orðið hennar varir hafi sam-
band við Þórhildi í síma
534 5252 eða 823 7277.
Gári týndist
BLÁR og hvítur gári týnd-
ist frá Vegghömrum, Graf-
arvogi, aðfaranótt sl. sunnu-
dags. Þeir sem hafa orðið
hans varir hafi samband í
síma 898 9539.
Stjóri er týndur
STJÓRI hvarf frá heim-
kynnum sínum í Kletta-
görðum 1 fimmtudaginn 3.
apríl sl. Þeir sem geta gefið
einhverjar uppl um afdrif
hans eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband
við Sendibílastöðina í síma
553 5050.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Málfars-
mínútur
Morgunblaðið/Sverrir
LÁRÉTT
1 berja, 4 torveldi, 7
storknað blóð, 8 tæli, 9
kvíði, 11 sárt, 13 skörp,
14 vottar fyrir, 15 kuta,
17 uxar, 20 lítil, 22 gera
léttari, 23 virðum, 24 sef-
ast, 25 líkamshlutar.
LÓÐRÉTT
1 stilla á ská, 2 fuglum, 3
leðju, 4 hæð, 5 skóflar, 6
duglegur, 10 fót, 12 frest-
ur, 13 kona, 15 maður, 16
bumba, 18 fuglar, 19 lof-
ar, 20 rétt, 21 tunnan.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 bolfiskur, 8 útboð, 9 subba, 10 lús, 11 tíðka, 13
aftra, 15 hjall, 18 ansar, 21 inn, 22 líkið, 23 glóra, 24
brúðkaups.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 fiðla, 4 sessa, 5 umbót, 6 fúlt, 7 bana,
12 kul, 14 fín, 15 hald, 16 arkar, 17 liðið, 18 angra, 19
skólp, 20 róar.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16