Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ S tríðinu í Írak, sem svo margir vildu alls ekki að yrði háð, virðist lok- ið og menn eru nú tekn- ir að velta fyrir sér framhaldinu. Meðal annars hug- leiða menn nú hvert verði hlutverk Sameinuðu þjóðanna í Írak. Óttast margir að Bandaríkin hafi hugsað sér að halda samtökunum frá öllu uppbyggingarstarfi, raddir heyr- ast jafnvel um að haukarnir í Washington ætli sér að ryðja Sam- einuðu þjóð- unum alveg úr vegi. Er sagt frá slíkum vanga- veltum í grein sem James Traub skrifar í The New York Times Magazine um síðustu helgi. Sem dæmi um afstöðu haukanna í Washington má nefna grein sem Richard Perle, einn af ráðgjöfum Rumsfelds varnarmálaráðherra, skrifaði nýverið í breska tímaritið The Spectator, sem síðan birtist í styttri útgáfu í The Guardian 21. mars undir heitinu „Guði sé lof fyr- ir endalok SÞ“. Segir fyrirsögnin meira en mörg orð um afstöðu Perles. Ég fór hins vegar að velta því fyrir mér hvers vegna viðbrögð mín við svona skrifum væru jafn eðlislega neikvæð og raun ber vitni – hvers vegna er ég næstum sjálf- krafa hlynntur því að allt sé gert undir regnhlíf Sameinuðu þjóð- anna? Er það ekki staðreynd að þær hafa stundum brugðist gjör- samlega? Getur verið að málstaður haukanna svonefndu sé rétt- mætur; að Sameinuðu þjóðirnar séu til hreinnar óþurftar? Valur Ingimundarson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að án Sameinuðu þjóðanna yrði óneitanlega meira stjórnleysi í alþjóðamálum, enda séu þær vett- vangur til að framfylgja al- þjóðalögum. „Bandaríkjamenn líta svo á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé að mörgu leyti til traf- ala, hindri þá í að skapa heim, sem þjónar hagsmunum þeirra. Þrátt fyrir áhersluna á nauðsyn þess að hafa umboð Sameinuðu þjóðanna til stríðsreksturs er staðreyndin sú að flest stríð í heiminum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafa verið háð án samþykkis Samein- uðu þjóðanna. En það hlýtur að skapa óvissu og óstöðugleika í al- þjóðamálum, ef grafið er undan al- þjóðalögum. Það eru ekki aðeins Bandaríkjamenn sem tala um for- varnarstríð um þessar mundir, stjórnir Norður-Kóreu og Japans hafa tekið upp hugmyndina.“ Valur telur þó ekki að það sé ástæða til að ofmeta hlutverk Sam- einuðu þjóðanna. „Samtökin eru langt frá því að vera fullkomin; þau eru t.d. illa í stakk búin til að koma í veg fyrir átök og hefur oft ekki tekist að vernda frið. Þetta kom skýrt í ljós í Rúanda, í Bosníu- stríðinu og á fleiri stöðum. Enn fremur má gagnrýna Sameinðu þjóðirnar fyrir stjórn þeirra á „verndarsvæðum“, eins og t.d. í Kosovo, fyrir „milda nýlendu- stefnutilburði“; þrátt fyrir allt tal um valddreifingu og lýðræði fara þær með öll raunveruleg völd í Kosovo. En það breytir því ekki, að Sam- einuðu þjóðirnar hafa skýrt laga- legt umboð aðildarríkjanna til að leysa deilumál þeirra í millum.“ Valur segir sjálfur augljóst að núverandi stjórnvöld í Washington séu ekki ýkja hrifin af því að deila valdi með alþjóðastofnunum; þau séu á móti því, að Sameinuðu þjóð- irnar gegni mikilvægu hlutverki við stjórnun Íraks eftir að stríðinu lýkur; þau hafi dregið sig út úr al- þjóðaglæpadómstólnum, og neitað að samþykkja Kyoto-samninginn. „Vandamálið er að sem eina risaveldið í heiminum eru Banda- ríkin svo öflug, að þau geta farið sínu fram án SÞ og annarra al- þjóðastofnana,“ segir Valur. En þá spyr maður sig: hvað er til ráða? Hvernig getum við tryggt að Sameinuðu þjóðirnar starfi áfram að góðum málum, en jafn- framt komið til móts við óskir Bandaríkjamanna? Er ekki annars óhjákvæmilegt að koma til móts við þær, sé sú staðreynd höfð í huga að Bandaríkin eru öflugasta ríki heimsins – væru ekki SÞ dauðadæmdar ef Bandaríkin drægju sig í hlé á þeim vettvangi? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Í þessu sambandi má þó nefna að lengi hefur verið í gangi umræða um breytingar á ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Valur Ingimundarson kveðst fyrir sitt leyti draga í efa að öll um- ræðan um hlutverk Sameinuðu þjóðanna nú um stundir verði til þess að gerðar verði einhverjar grundvallarbreytingar á örygg- isráðinu. Hann segir umbætur þó sannarlega nauðsynlegar og spyr hvers vegna Frakkar og Bretar eigi að eiga fastafulltrúa í örygg- isráðinu, en ekki Indverjar og Jap- anar eða jafnvel Þjóðverjar? Aðrir hafa bent á að tilraunir til umbóta á öryggisráðinu hafa ekki endilega strandað á Frökkum – Bandaríkin hafa líka verið treg til að skrifa upp á ýmsar þær hug- myndir, sem ræddar hafa verið. Þar er raunar ástæða til að nefna að auðvitað eru Sameinuðu þjóðirnar aldrei annað og meira en það sem aðildarríkin leggja til samtakanna. Það er til lítils að hamast á framkvæmdastjóranum Kofi Annan ef það voru ríkin fimm, sem eiga fastasæti í öryggisráðinu, sem mistókst að ná samkomulagi í Íraksmálinu. Þar bera Bandaríkja- menn sína ábyrgð. Fyrir mitt leyti get ég sagt að vonandi næst einhver viðunandi niðurstaða sem tryggir að Samein- uðu þjóðirnar starfa áfram af sama metnaði og hingað til. Vonandi má það verða í sátt og samlyndi við hinar valdamestu þjóðir, sem og hinar valdaminni. Þrátt fyrir allt held ég að Sameinuðu þjóðirnar séu jákvætt afl sem getur virkað vel þegar allir leggjast á eina sveif um að láta þær virka vel. Til varnar Sameinuðu þjóðunum […] hvers vegna er ég næstum sjálf- krafa hlynntur því að allt sé gert undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna? Er það ekki staðreynd að þær hafa stundum brugðist gjörsamlega? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VORKOMUNNI verður fagnað á fjölbreyttan hátt í Hafnarborg í Hafnarfirði, en á laugardag verða þar opnaðar myndlistarsýningar þriggja kvenna, sem fást við ólík viðfangsefni í mismunandi efnivið. Í Aðalsal sýnir Björg Þorsteins- dóttir akrýlmálverk og vatnslita- myndir, sem unnar eru á síðustu tveimur árum. „Þemun á sýningu minni eru þrjú. Það fyrsta er „Stofnar“, þar sem ég vinn út frá trjástofnum eða trjáberki. Myndirn- ar eru samt nokkuð óhlutbundnar og það er kannski erfitt að átta sig á tengingunni nema að maður viti af henni. „Úr Austrinu“ er annað þema á sýningunni, þar sem ég vinn út frá austurlenskri kalligrafíu og þriðja þemað er „Hnútar“ sem tengist stærðfræðinni á vissan hátt,“ segir hún. „Ég hef tekið mik- ið af ljósmyndum, m.a. af trjástofn- um og hafa þeir verið að gerjast í huga mínum í allmörg ár en eru nú fyrst að koma fram í málverkinu. Annars komu viðfangsefnin sem greina má á sýningunni bara til mín. Svo þróast þau en aðalatriðið er að uppfylla kröfur myndflatarins frek- ar en viðfangsefnanna sem slíkra.“ Björg hafði aðsetur í vinnustofu í Straumi á síðasta ári og segir hún dvölina þar hafa hjálpað sér við að vinna verkin sem nú hanga uppi í Hafnarborg. „Ég er frekar litaglöð og eins einhver sagði við mig má greina ákveðna vorstemmningu í verkunum.“ Farvegir úr hrosshári Auður Vésteinsdóttir sýnir list- vefnað í Sverrissal undir heitinu Farvegir og ljósmyndir í kaffistof- unni og skálanum í Hafnarborg undir heitinu Band-óður. „Viðfangs- efni mitt í vefnaðinum eru farvegir - þá er ég að vinna með lækjarfarvegi sem renna niður hlíðar, og þau áhrif sem hreyfingar vatnsins og sefandi niðurinn hefur á hugann,“ segir hún. Verkin eru unnin í vefstól, og eru úr ull, hrosshári og hör. „Vinna mín með íslenskan hör kom mér af stað að nota hrosshár, sem hefur lengi legið hjá mér. Ég hef ekki fyrr fundið farveg til að nýta þetta efni, en nú féll það vel að þessum far- vega-hugmyndum mínum, sem eru á sýningunni. Ljósmyndirnar sýna aftur ferlið sem ég fer ég gegnum þegar ég vinn með hrosshárið. Það er svo óskaplega fallegt efni og heillaði mig svo mikið, að ég fór að taka myndir af því þegar ég var að vinna það. Útkoman var mjög myndræn og mig langaði því til að sýna vinnuna sem liggur þar að baki – mér fór að finnast það vera list út- af fyrir sig bara að vinna það. Að setja það inn í myndverk er svo önnur listsköpun.“ Sannar íslenskar konur Handmótuð, reykbrennd leirverk úr smiðju Sigríðar Ágústsdóttur eru í Apóteki. „Ég handmóta öll verk sem ég geri, og byrja á því að hnoða saman postulíni og grófum skúlpt- úrleir. Ég nota ekki glerung, heldur leirlit og finn lit úr oxíðum. Fyrst og fremst er ég að leika mér að form- um. Gegnum tíðina hef ég yfirleitt gert syrpur um ólíkar konur, tröll- konur, gyðjur og svo framvegis, og að þessu sinni ákvað ég að þetta yrðu íslenskar konur, “ segir Sigríð- ur. „Ég fór þá að leita að uppruna- legum íslenskum nöfnum og leitaði meðal annars í hinni ágætu bók Guðrúnar Kvaran, Íslensk manna- nöfn. Nafnasafnið þrengdist jafnt og þétt og að lokum var ég komin í kvennanöfn úr Sturlungu eingöngu. Þar sem ég hef verið búsett á Norð- urlandi undanfarin þrjú ár á þetta viðfangsefni sérlega vel við og við þessa vinnu hef ég farið að sjá þessa sögu í svolítið nýju ljósi, þó að teng- ingin við hana komi eftir á. En fyrst og fremst er ég að leika mér með liti og form.“ Morgunblaðið/Kristinn Björg Þorsteinsdóttir, Auður Vésteinsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir opna myndlistarsýningar í Hafnarborg á laugardag. Fanga leitað í mis- munandi efnivið FARANDSÝNINGIN Ferðafuða, sem hófst í Slunkaríki á Ísafirði haustið 2001 og hefur síðan haft viðkomu í Ketilhúsinu á Akureyri og í menningarmiðstöðinni Skaft- felli á Seyðisfirði, heldur um þess- ar mundir áfram för sinni um landið og opnar í Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum í dag. Um er að ræða sýningu á „míníatúrum“ margra ólíkra listamanna, en há- marksstærð verkanna á sýning- unni er 15x15 sm, sem ákvarðast meðal annars af miklum og sívax- andi fjölda þátttakenda. Að sögn Hörpu Björnsdóttur, sem er sýningarstjóri Ferðafuðu ásamt Ólöfu Nordal, er fjölbreyti- leiki verkanna mikill og unnið í jafnólíkan efnivið og tannstöngla og nærbuxur. „Á hverjum stað er listamönnum á staðnum og úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni. Hugmyndin er að mynda tengsl landshluta á milli, með áherslu á sameiginlegan vett- vang og þörfina fyrir samræður og samskipti listamanna á milli,“ segir hún. „Það er iðulega verið að tala um hve einangraðir lista- menn séu. Þó að hér í Reykjavík starfi 5–600 manns í þessari sömu starfsstétt, eru samskiptin ekkert endilega mikil, nema kannski helst á opnunum sýninga, en þar fyrir utan eru þau oft á tíðum tengd fé- lagsmálum eða einhverjum ágrein- ingsmálum. Okkur fannst vanta eitthvað uppbyggilegt, vettvang þar sem listamenn gætu hist og haft það svolítið gaman og þannig varð Ferðafuðan til. Eins er oft rætt um að landsbyggðin verði út- undan og öll athyglin beinist alltaf að Reykjavík. Þetta er því líka til- raun til að segja „við viljum koma til ykkar og verið þið með okkur“ við listamennina úti á landi. Og þetta er búið að vera rosalega gaman.“ Verkin ferðast með sýningunni þann tíma sem ferðalagið stendur og stækkar því sýningin jafnt og þétt og tekur gagngerum breyt- ingum á hverjum sýningarstað. „Sýningarnar eru aldrei eins, þó að um sömu verkin með nýjum viðbótum sé að ræða – rýmin sem sýningin hefur verið sett upp í eru svo ólík og bjóða upp á mismun- andi útfærslur. Á hverjum stað höfum við líka boðið til veislu, sem hefur verið mjög skemmtilegt. Þannig látum við ekki einungis verkin á sýningunni tala, heldur leggjum einnig áherslu á bein samskipti milli listamannanna sem taka þátt.“ Sýnendur á tíunda tug Á sýningunni í Vestmannaeyjum verða sýnendur orðnir um níutíu talsins, bæði reykvískir sem lista- menn úr nágrenni þeirra staða sem Ferðafuða hefur haft viðkomu á. „Við sem höfum ferðast á hvern sýningarstað höfum dregið mikinn lærdóm af verkefninu, fengið ótrúlega góða innsýn í myndlist- arlífið um landið og kynnst lista- mönnum sem við hefðum ella aldr- ei hitt eða talað við,“ segir Harpa. Að síðustu verður Ferðafuðan sett upp í miðrýminu á Kjarvals- stöðum í október næstkomandi og verður þá um lokasýninguna að ræða. Er þá ráðgert að sýnendur verði orðnir yfir 150. Lítið rými eftir Guðrúnu Veru er eitt verkanna sem fylgt hefur Ferðafuðu um landið. Ferðafuðan ferðast áfram Listasafn ASÍ Sýningum G.ERLU, Hvarf og sýningu Þorgerðar Sigurð- ardóttur, Himinn og jörð, lýkur á mánudag. Opið er alla daga kl 13–17, lokað föstudaginn langa og páskadag. Sýningum lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.